Morgunblaðið - 23.10.1968, Side 3

Morgunblaðið - 23.10.1968, Side 3
MORGUNÐLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 3968 3 i — Vaxandi áhugi Framhald a( bll. 1 ■ti] Moskvu tý viðræðna við ráða menn þar í landi Bjami Benediktsson sagði, að aðalefni fundarins í Osló hefði verið að undirbúa fund Norður- landaráðs í Stokkhóimi 1,—6. marz á næsta ári og hefði mestur hlutí fundartímans farið í a'ð koma sér saman um tímaákvarð anir þess aukna efnahagssam- sitarfs Norðurlandanna, sem und irbúið var á ráðherrafundi í april sl. Hefur sérstök embættis- mannanefnd unnið að þessu máli. Fjögur Norðurlandanna hafa aðallega unníð að þessu máli, þ.e. þau, sem aðild eiga að Fríverzlunarbandalaginu og hafa því þegar víðtækt samstarf sín á rnilli en ísland hefur fylgzt með því sem gerzt hefur. Nokkuð er enn óljóst hva'ð fyrir mönnum vakir, sagði forsætisráðherra en þó virðist ætlunin sú að undir- byggja frekar það samstarf, sem þegar er komið á innan Fríverzl- unarbandalagsins og einnig að imdirbúa frekara samstarf, ef sameining Fríverzlunarbanda- lagsins og Efnahagsbandalags- ins fer út um þúfur. Forsætisráðherra kvaðst hafa spurzt fyrir um það, hvort heppi legt væri talið, • að Island gerð- ist nú þegar aðili að þessu nán- 'ara samstarfi eða hvort vfð ætt- um að bíða og sjá hvað yrði úr hugsanlegri aðild okkar að EFTA. Sagði forsætisráðherra, að menn hefðu verið sammála um, að hyggilegast væri að kom- ast að niðurstöfðu um afstöðuna til EFTA- enda væri það for- senda þess, að þýðingu hefði fyr- ir ísland að taka þátt í þessu nánara samstarfi Norðurland- anna. Bjarni Benediktsson kvaðisf tíelja það ljóst, að skynsamlegit hefði verið fyrir okiku.r að taka þá afstöðiu að fylgjast með en ekki væri tímabært að ieiggja fram sfarfskrafta í þá vinnu- hópa, sem að þessum mátkim staTfa og væru 9 tailsins, Vonir standa til, að embæftis- mannanefndin skili skýrslu um þessi mál innan tíðar og að ríkis stjórnir landanna láti forseta Norðurlandaráðs fá haha í hend ur um miðjan janúar. Síðan yrði haldinn sameiginlegur fundur þessara aðila um mánaðarmótin jan.-febr. ti'l þess að kanna hvern ig málin stæðu og hvort grund- völlur væri fyrir því að ræða málin á Norðurlandaráðsfundi í marz. Forsætisráðherra sagði, að stjómmálamennirnir á Norður- löndunum, sem hliut aattu að máli, teldu þetta nánara sam- starf í éfniahagsmálum æskilegt en ríkir hagsmunir stæðu á móti því. Hann sagði, að Svíar tieidu það skilyrði fyrir meiri fram- leiðni og örari kjarabótum. Mark miðið væri einnig að skapa Norð urlöndunum sterkari samnings- aðstööu gagnvart stærri efnahags heiidum. Þá skýrði forsætisráðherra frá öðrum roálum, sem rædd voru í Osló. Hann sagði, að Sigurður Bjarnaison, einn af forsetum Norðuriandaráðs hefði í velhteppn aðri ræðu flutt þakkir íslendinga fyrir tiistyrk hinna Norðurland- anna til bygigiragar Norræna húss ins í Reykjavík. Á fundinum hefði verið rætt um hreytta starfB hætti Norðurlandaráðs, einhveirs konar aðiid Færeyja og Álands- eyja og nýjan flugvöll við Eyrar sund og brú yfdr það, sem væri fyrst og fremst mál Dana og Norðmanna. ísl. sveitin tapaöi 1 -3 gegn beirri búlgörsku. Er i bridja sæti i 7. riöli 1SLENZKA skáksveitin hlaut aðeins einn vinning út úr viður- eigninni við Búlgari í 4. umferð Olympíuskákmótsins sem fram fer í Lugano, Sviss. Ingi R. Jó- hannsson tapaði á fyrsta borði fyrir Tringov, Guðmundur Sigur jónsson tapaði fyrir Padevsky, Jón Kristinsson gerði jafntefli við Radlov og Björn Þorsteinsson, á fjórða borði, gerði jafntefli við Peev. 4. umferð: Önuur úrslit í 7. rdðli: Pólland og Skotlaind 7% hvort, Dóm i'n i'kainska lýðvelddð 3, S- Afxíka og Uuxembu.rg 2 hvort. 4. riðill: Kanada 13, Ungverjaland 12%, Holland 10, Belgía og Paraguay 7 hvor, írland 6%, Monaco 6 og Costa Rica 2 vihninga. 5. riðill: V-Þýzkadand og Rúmenía 12 hivor, Sviss 10%, Barzilía 10, Puerto Rico 8, Noregur 7%, Honig Kong 2% og Lebanon 1% Tyrkland 4, Andorra 0. Tékkóslóvakía 2%, Kúfoa 1%. Túnis 2%, Singapore 1%. Staðan eftir fjórar umferðir er þessi: Búligaría ......... . . 13%— 2% ! Tékikóslóvakía .... 12%— 3% ísland .............. 10 — 6 | Kúba ............... 9%— 6% 1 Túniis ............... 8 — 8 I Simgapore .......... 5%—11% Tyhkl'amd ........... 5 —12 Andorra .............. 0 .—16 Ííslenzka sveitin tefldi gegn Andorra í gær. Tvær efstu sveit- imar tefla í ÚTslitafloikki mótsins, en íslemdingar komust í úrslita- flokkinn á sdðasta Olympí-uskák- móiti, sem fram fór á Kúbu haust dð 1966. Staða annarra þjóða á skák- mótinu er þessi: 1. riðill: England 15 vinni. (atf 16 mögu- legum). Sovétríkin 14% og eina biðskák gegn ísrael, Filipseyjar 12 (1). ísrael 1% vinning og bið- j skákina áðurmefndu gegn Rúss- j U:m. Ítailía hetfur 5% vinmdng, I Kýpu.r og Mexiikó hafa 2% vinn. ; hvor þjóð. Lestina rekur Portúgal með 2 vimn. vinnmg. 6. riðill: Argentina 13, A-Þýzkaland 11%, Finnland og Griikkland 6% hvort, Svíþjóð 4%, Vingim-eyjar 3% og Mairokkó 2% vinndng. NÝJAR FRÉTTIR : tslendingar tefldu í gær gegn Andorra, fríríkinu á landíimær- um Frakklands og Spánar. Úr- slit urðu þessi: Ingi vann Gim- inez á fyrsta foorði, Bragi á unna biðskák við de la Casa, Björn á unna biðskák við Soler og Ingvar vann Pantebre. Island hefur þar með hlotið tvo vinn- inga gegn engum og á sennilega tvær unnar biðskákir gegn Andorra. Önnur úrslit í 7. riðli: Búlgaría og Tékkóslóvakía 1:1(2) Tyrkland — Túnis 1% : %(2) Kúba — Singapore 2% : 1% f 2. riðli vanm Larsen Res- hevsky og Damir unmu Banda- ríkjamenn 2% : 1%. Gjöf til Hó- skóla íslands 2. riðill: Danmörk 10% vinn., Bandarik í tilefni háltfrar aldar afmælis Sjóvátryggdmgiarfélags íslands h.tf. hefir stjórn þess afhemt verk in 9, Ytri-Momgólía 8, Austurríki , fræðid'eild Háskóla íslands eitt 7% (1), Venlezuela 4%, Ástralía 4 oig Frakkiland 3% vinming. 3. riðill: Júgóslaivía 14 vimn., Spánn 12, hundrað þúsumd krónur, er verja skal til kaupa á kennslutæikjum í þágu deildarinnar. Þessi sitór- miyndarlega gjöf kemur að góðu ga,gn í stanfsemi deildarinnar. Jón Kristinsson teflir á fjórða borði og hefur teflt í öll f jögur skiptin og ekki tapað skák ennþá. Hann gerði jafntefli á 3ja borði gegn Tékkum og jafntefli á 4ja borði gegn Búlgörum. I „gömgur“ á snjóbíl Blönduósi, 22. október SÚ breyting var gerð á þriðju göngum á Grímstunguheiði, sem fram fóru síðastliðinn föstudag og laugardag, að gangnamennirnir voru fluttir á snjóbíl suður á Stórasand, en þar áttu leitir að hefjast og leituðu þeir síðan gangandi norður heiðina. Göngunum hafði verið frestað um 10 daga, vegna snjóþyngsla og að lokum var gripið til þessa ráðs. Auk þess var unnt að stytta göngurnar um einn dag með þessu móti. Ferðin á snjó- bílnum gekk að óskum. Gangna- mennirnir sögðu að á fremri hluta heiðarinnar mætti heita al gjörlega haglaust. 6 hross fund- ust, en engin kind. -— BB. Mjög jákvæður árang- ur borana í Blesugróf 150 lítrar á sekúndu af 100—110 gráðu vatni úr holum þar — borinn fer nú á iarðhitasvœðið við Reykjanesvita GÚFTJBOR ríkisins og Reykja- víkurborgar hefur nú verið flutt- ur suður á jarðhitasvæðið við Reykjanesvita, þar sem hann verður notaður við könnun á hita og vathsmagni með tilliti til væntanlegrar sjóefnavinnslu. 1 sumar var boruð 300 m djúp hola, en nú er ætlunin að kanna dýprj jarðlög og bora allt frá 500 m og niður í 1000 m. Búizt er við að boranir þessar standi i háifan annan mánuð. ísleifur Jónsson, verktfræðimg- ur hjá jarðhitadeild Raforku- málaskrifstofunnar tjáði Mbl. að boranir í borgarl,andinu — í Blesugróf, hafi gefið mjög já- kivæðan árangur í isiumar. Borað- ar hafa verið 6 iholur og eru fjór- ar virkar. Gefa þær samta'ls 150 Isekúndulítra af 100 til 110 stiga heitu vatni — tvær holanna 50 Vsekúndulitra hvor. Þetta vatnsmagn samsvarar um $ hlutum af upphaflegu Reykjavatni, sem á sínum tima. 'var um 300 sekúndulítrar og 80 stiga heitt. Þó er þetta ekki eine 'heitt vatn og fékkst úr Túna- bolunum, en má teljast mjög góður árangur, þar sem hér er um algjörlega nýtt hitasvæði að Tæða. Verið er að vinna að því að virkja holurnar, en fyrista árang- urs varð vart í janúar síðast- liðnum. Þá hefur verið mikið Tætt um það að bora i Kópa- Vogslandi og eru allar l'íkur á því að það verði gert, að því er ís- leifur sagði. Norðurlandisborinn er nú við boranir í Námafjalli vegna fyrir- bugaðrar ratfstöðvar. Búið er að Virkja þar holur fyrir Kísi'liðj- iuna. STAKSTElilAR „Hverfi til Alþýðu- flokksins" Alþýðublaðið birti í gær stjóm málaályktun flokksþings Al- þýðuflokksins, sem haldið var um helgina. Ástæða er til að vekja athygli á eftirfarandi klausu, sem þar birtist: „Þau tíð- indi hafa nú gerzt að þingflokk- ur Alþýðubandalagsins hefur klofnað. Þrír þingmenn þess hafa í raun og veru sagt skilið við það. Það sjónarmið Alþýðuflokks ins hefur því reynzt rétt, að í flokki með kommúnistum verð- ur ekki unnið að hagsmunamál- um almennings og hugsjónum jafnaðarstefnu og lýðræðis. Flokksþingið telur, að þessir menn og allir, sem hugsa eins og þeir, þótt þeir hafi áður fylgt Al- þýðubandalaginu eða Sósíalista- flokknum, eigi í raun og veru hvergi heima í flokki nema í Al- þýðuflokknum. Flokksþingið fel- ur miðstjóm og þingflokki að beita sér fyrir því, að fá þá, sem nú eru í þann veginn að segja skilið við Alþýðubandalagið, til þess að hverfa til Alþýðuflokks- ins. Þingið lýsir því yfir, að Al- þýðuflokkurinn er reiðubúinn til viðræðna við alla þá, sem i raun og veru aðhyllast sjónarmið jafnaðarstefnu og lýðræðis, um það, með hverjum hætti þeim sjónarmiðum verði bezt þjónað á íslandi, í þvi skyni að allir þeir, sem þessar hugsjónir að- hyllast, geti sameinazt í einnm flokki, AÍ(þýðuflokknum“. Opinbert og form- legt tilboð Þetta atriði í stjórnmálaálykt- un flokksþings Alþýðuflokksins verður ekki skilið á annan veg en þann, að hér sé um að ræða opinbert og form- legt tilboð Alþýðuflokksins til þremenninganna, Hanni- bals, Björns og Steingríms um að ganga í Alþýðufiokkinn. Vit- að er að einhverjar óformlegar viðræður hafa átt sér stað milli þessara aðila síðustu mánuði og að hugmyndir hafa verið uppi um, að þremenningarnir stofni sérstakan þingflokk, sem tæki upp einhvers konar sam- vinnu við þingflokk Alþýðu- flokksins, með sameiningu fyrir augum siðar meir. Ólíklegt er, að flokksþing Alþýðuflokksins hefði sett fram þetta tilboð nema því aðeins að jarðvegurinn hafi verið undirbúinn að nokkru leyti áður, þannig að Alþýðu- flokkurinn hafi a.m.k. nokkra ástæðu til að ætla, að tilboðinu verði ekki hafnað þegar í stað. Á sl. vetri áttu nokkir yngri menn í Alþýðuflokknum og þeim armi Alþýðubandalagsins, sem fylgir Hannibal að málum, með sér viðræðufundi, sem höfðu þann tilgang að kanna hver mál- efnagrundvöllur væri fyrir ná- inni samvinnu. Tilboð Alþýðu- flokksins nú til þremenninganna verður að túlka sem vernleg þáttaskil í þeirri athurðarás, sem einkennt hefur vinstri væng stjórnmálanna. Þar með hefur nýtt viðhorf skapazt, sem breytir töluvert þeirri mynd, sem blasað hefur við fram til þessa. Hvað sem öðru líður er ljóst, að einangrun kommúnista í ís- lenzkum stjórnmálum er að verða algjör. Þeir hafa sjálfir lýst þvi yfir, að Framsóknarflokk urinn hafi svikið gert samkomu- lag við þá og sagt að forustu- menn Framsóknarflokksins væru „öllum öðrum óheilli . . .“. Nó sýnir tilboð Alþýðuflokksins til Hannibalista, að þau mál eru að komast á nýtt stig. Athyglin bein ist ekki lengur að deilumálum innan kommúnistaflokksins, hún beinist fyrst og fremst að því hverju Hannibal og félagar hans svara tilboði Alþýðuflokksins. Kommúnistar eru einir óti í kuldanum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.