Morgunblaðið - 26.10.1968, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 26.10.1968, Qupperneq 1
28 SfllliK 237. tbl. 55. árg. LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Þegar farþegaþota af gerðinni Boeing 727 frá Pan American flugfélaginu var að koma til lendingar á Stuttgart flugvelli á þriðjudag, kom í ljós að hjólin hægra megin sátu föst og gengu ekki niður. Með þotunni voru 54 farþegar auk áhafnar, og tóku allir fréttinni með stillingu. Flugstjóranum tókst svo að lenda þotunni „kviðlendingu" eftir að sprautað hafði verið froðu á brautina, og m eiddist enginn í vélinni. Hanoi-stjórn heldur fast við kröfur sínar — Segir Bandaríkin verða að stöðva loftárásir án skilyrða Saigon og Hong Kong, 25. okt. (AP-NTB) Útvarpið í Hanoi har í dag á móti fregnum, sem heyrzt hafa um að stjómin í Norður-Viet- nam hafi fallizt á nokkur skil- yrða Bandaríkjanna fyrir stöðv un loftárása á Norður-Vietnam. Sagði útvarpið að fregnir þess- ar væru hreinn uppspuni, og að stjóm Norður-Vietnam héldi fast við fyrri kröfur sínar um að Bandaríkjamenn hættu skilyrðis laust öllum loftárásum á Norð- ur-Vietnam og einnig öllum öðr um hernaðaraðgerðum. í Saigon ræddust þeir við í dag Ellsworth Bunker sendi- herra Bandaríkjanna og Nguyen Van Thieu forseti Suður-Viet- nam, og er þetta sjöundi fundur Dvöl sovézkra hersveita dæmi þess hvernig Tékkúslóvakía er vernduö segir Moskvublaðið Pravda Prag, 25. október. AP-NTB ■jfc- „Tímabundin dvöl sov- ézkra hersveita er nýtt dæmi um það, hvernig Tékkósló- vakía og allt hið sósíalistíska kerfi er verndað fyrir árásar- og afturhaldsöflum", sagði Moskvublaðið Pravda í grein í dag skrifaðri í tilefni af 50 ára lýðveldisstofnun Tékkó- slóvakíu. „Það væri að blekkja sjálfan sig“ að telja, að allri andkommúnistiskri starfsemi hefði verið hætt í T ékkóslóvakíu. Hafin eru leynileg rétt- arhöld gegn fólki í Austur- Þýzkalandi, sem gefið er að sök að hafa tekið þátt í mót- mælaaðgerðum gegn innrás- inni í Tékkóslóvakíu. Eru þar Lyndo Bird ól dóttur Washington og Da Nang, 25. okt. (AP—NTB) FRÚ Lynda Bird Robb, dóttir Johnsons Bandavíkjaforseta ól í dag dóttur í Bethesda-sjúkra- húsinu í Washington. Dóttirin, sem er annað barnabarn forset- ans, vó 3,3 kíló og líður mæðg- unum vel að sögn lækna. Faðirinn, Charles Robb höfuðs maður í landgönguliði flotans, var í Da Nang í Vietnam, þeg- ar honum bárust fréttirnar, en hann var sendur til víðstöðv- anna stuttu eftir giftinguna. Bár ust hónum fréttirnar aðeins 17 mínútum eftir að dótturin fædd ist. í hópi ýmsir kunnir vísinda- menn og listamenn. Moskvublaðið Pravda varaði í dag þjóðir Sovétríkjanna við því, að það væri að „blekkja sjálfan sig“, að telja að allri andkommúnistískri starfsemi hefði verið hætt í Tékkóslóvak- íu. Þeir, sem að þessari starf- semi stæðu, treystu ó utanað- komandi hjá'lp og héldu stöð- ugt áfram fjandsamlegum áróðri gegn sósíalismanum í því skyni að ná hefndum fyrir mistök sín. En kommúnistaflokkur Tékkó- slóvakíu og íbúar landsins „hefðu nú tækifæri til þess að hefja úrslitasókn gegn andsós- íalistísku öflunum", segir Pravda og að því er virðist í því skyni að hvetja íbúana til þess að nota sér þetta tækifæri. Fjallaði Pravda um ástandið í Tékkóslóvakíu í langri grein í tilefni 50 ára afmætis lýðveldis stofnunar ’landsins sem er á mánudaginn kemur. Höfundur greinarinnar leggur áherzlu á vináttu Tékkóslóvakíu og Sovét ríkjanna og minnir á, að Rauði herinn hafi hjálpað við að frelsa Tékkóslóvakíu undan nazistum í síðari heimstyrjöldinni. Framhald á bls. 27 De Gaulle í Ankara Ankara, 25. okt. (AP-NTB) CHARLES de Gaulle Frakk- landsforseti og frú hans komu í dag táj Ankara í fimm daga op- inbera heimsókn til Tyrklands. Er þetta í fyrsta skipti í fimm aldir, sem franskur þjóðarleið- togi heimsækir Tyrkland, þótt vinátta hafi rikt milli þjóðanna um aldaraðir. De Gaulle kom með einkaþotu frá París, og þegar flugvélin lenti á flugvellinum við Ankara, voru þar mætt til að taka á móti gestunum tyrknesku forsetahjón- in, Cevet Sunay og frú, Suley- man Demirel forsætisráðherra og aðrir ráðherrar tyrknesku stjórnarinnar auk fulltrúa er- lendra ríkja. Forsetarnir tveir fiuttu stutt ávörp á flugvellinum ,og minnt- ust báðir á langvarandi vinóttu- Framhald á bls. 2 Sex A-þýzkir njósnarar flýja frá V-þýzkalandi Bonn, 25. okt. (AP—NTB) SEX austur-þýzkir njósnarar, sem rekið hafa njósnastarfsemi í Vestur-Þýzkalandi, gátu fyrir skömmu komizt undan yfir landamærin til Austur-Þýzka- lands. Var skýrt frá þessu af hálfu vesturþýzku stjórnarinnar í dag, en því var neitað, að þessi flótti hefði tekizt vegna van- rækslu á öryggisráðstöfunum. Talsmaður stjórnarinnar, Con- rad Ahlers, sagði, að það væri „rangt og villandi", er Hamborg arblaðið „Die Welt“ hefði slegið því upp á forsíðu sinni, að njósnararnir hefðu fengið aðvar- anir um, að öryggisþjónustan væri á eftir þeim. Sagði hann, að tvenn hjón, sem hefðu verfð njósnarar, hefðu verið kölluð heim til Austur-Þýzkalands sök- um ósamkomulags, sem valdið hefði því, að kommúnistiskir stjórnendur þeirra hefðu talið, að þau ættu á hættu, að flett yrði ofan af starfsemi þeirra. Tveir aðrir njósnarar hefðu flú- ið, eftir áð þriðji njósnarinn hefði verið handtekinn, þar sem þeir óttuðust, að hann myndi koma upp um þá. Fréttin í „Die Welt“ kom í sama mund og ofboð hefur grip- ið um sig í Vestur-Þýzkalandi vegna margra sjálfsmorða á með al háttsettra herforingja og em- bættismanna. Hélt blaðið því Framhald i bls. 2 þeirra á tíu dögum. Er talið að eitt helzta málið, sem rætt var á fundunum, sé hugsanleg aðild Þjóðfrelsishreyfingarinnar, N.L. F„ að væntanlegum friðarsamn- ingum í Vietnam, en N.F.L. er pólitískur armur Viet Cong. Hef ur Van Thieu forseti algerlega neitað að viðurkenna Viet Cong sem samningsaðila. Þótt engar staðfestar fregnir hafi borizt er stöðugt á kreiki orðrómur um að Bandaríkjamenn Framhald á bls. ? Onassis forseti? París, 25. okt. (NTB ) ÞAÐ er álit grisku flótta- ■ mannanýlendunnar í París, að Aristotle Onassis verði Iskipaður forseti Grikklands | úr því hann nú er kvæntur I bandarísku forsetaekkjunni facqueline Kennedy, segir fréttaritari Columbia-útvarps kerfisins bandaríska í París. í fréttum CBS í dag segir fréttaritarinn, að margir flóttamannanna haldi, að Onassis verði skipaður forseti Grikklands vegna þess, að Jacqueline konu hans fylgi það, sem til þessa hefur skort, það er óbein bandarísk að- stoð, fegurð, glæsileiki — og frjálslyndisandi Kennedy-ætt arinnar. Þegar flóttamönnum ei bent á að Onassis ber argen- tínskt vegabréf, vísa þeir þeirri ábendingu á bug, og segja það atriði smámuni eina. Segja þeir að Onassis ;é tengdur Grikklandi sterk- um böndum, og það ætti ekk: að reynas't honum erfitt að endurheimta grískan borgara rétt. „Á þennan eina hátt getur hjónabandið öðlast einhverja þýðingu í augum Jackie Kennedy“, sagði einn af tals- mönnum grísku útlaganna. „Svona gæti hún orðið fremsta kona tveggja landa“, bætti hann við. Mótmæli í London — vegna styrjaldarinnar í Vietnam London, 25. okt. — (AP) STÚDENTAR í London hafa boðað til útifundar og hópgöngu þar í borg á sunnudag til að mótmæla styrjöldinni í Vietnam, og er búizt við mikilli þátttöku í mótmælunum, ekki aðeins frá stúdentum, heldur einnig frá samtökum vinstrisinna, friðar- sinna og stjórnleysingja. Vonast fundarboðendur til þess að þetta verði fjölmennustu mótmælaað- gerðir, sem efnt hefur verið til í London, og reiknar lögreglan * með að þátttakendur verði um 50 þúsund. Óttazt er að öfgamenn efni til óeirða að fundarhöldum loknum, og verða um sjö þúsund lög- reglumenn á verði í miðborg- inni, auk þess sem lögreglan hef- ur sjö þúsund manna varalið til taks á miðborgarsvæðinu og 150 menn úr riddaraliði lögreglunn- ar. Hafa lögreglumennirnir feng Framhald á bls. 27 t

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.