Morgunblaðið - 26.10.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.10.1968, Blaðsíða 20
r 20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 196« eftir ásamt myndum frá sam. komunni. „Hef ánœgju og gleði af starfinu hér" Viff ræddum viff Sigríði Sólveigu Friffgeirsdóttur, 16 ára gamla menntaskólastúlku úr MR. — Er mikið af stúlkum á þínu reki, sem starfa í KFUK? — Það er nokkuð mikið, já, og þær eru allsstaðar að úr borginni og einnig Kópa- vogi og Hafnarfirði. — Hvernig fer KFUK starf ið fram í meginatriðum? — KFUK starfið far þannig fram, að því er aðallega skipt í tvennt, eldri og yngri deild. f yngri deild eru 7-12 ára stúlkur, í unglingadeild eru 13-17 ára stúlkur og svo er aðaldeild, þar sem eldra fólk- ið er. Einu sinni í viku eru fund- ir hjá hverri deild, en í hverri deild eru margar sveitir. Sveitarfundir eru síðan hálfs mánaðarlega og i hverri sveit er sveitarstjóri, sem er eldri. Fjöldinn í sveitirnar er tak- markaður til þess að sveitar- stjórinn geti þekkt og kynnzt sínum krökkum. Almennar samkomur fyrir KFUM og K eru ávallt á sunnudögum. Félagsstarfið hjá stúlkunum beinist allt að kristilega starfinu, sem er mjög fjölþætt, en alltaf flétt- ast boðskapurinn inn í með t.d. söng, bæn eða hugleið- ingu. Á sumrin er farið í ferða lög, haldnar kvöldvökur, kristileg mót, helgarferðir, saumafundir og fleira, en sumt af þessu starfi er einnig á veturna. í gegn um starfið syngjum við mikið, við fáum einnig heimsóknir ýmissa manna, sem ræða einstök mál á fund um hjá okkur og þá gjarnan um kristindóminn og þjóðfé- lagið almennt. — Starfa skólastúlkurnar hér í KFUK ekki einnig í Kristilegum skólasamtökum? — Jú, við störfum þar, en „Vinnum æskuna fyrir Krist“ — á æskulýðsviku KFUM og K. — Fjölþætt kristilegt starf unga fólksins, vaxandi og vinsælt KYRRT kvöld í borginni, meff hægsuðandi niff hvers- dagslífsins, einstaka hjól- barðahvinur og sönggjálfur frá svamlandi öndum á Tjörn- inni. Viff Lækjargötu; styttan Viff fórum á samkomu eitt kvöldið í vikunni og röbbuð- um þar viff ungt fólk, sem allt lét vel af starfinu, var ánægt og fjörugt. Birtast viff- tölin við unga fólkið hér á á hverju laugardagskvöldi halda Kristileg skól.|samtök fundi hér í KFUM og K hús- inu og þar er starfið stöðugt að vaxa og á síðasta fundi t.d. voru 120 skólanemar og starf- Fjolmennur æskulyðskór syngur a samkomunum meff gítar- og píanóslætti og fleiri hljóff- færum. af séra Friffrik, sem tákn manngæzkunnar rís upp úr nóttinni og frá húsi viff Amtmannsstíg berst söng- ur ungs fólks, lofsöngur til Guðs, út um opna gluggana, út til fólksins á þreyttri öld hraffans. f húsi KFUM og K viff Amt- mannsstíg fer fram fjölþætt starf á kristilegum grundvelli fyrir ungt fólk. Þar starfa á annaff þúsund ungs fólks úr borginni og ná- grenni í hollum og skemmti- legum félagsskap, margbreyti legu starfi, en ávallt í kristi- legum anda. Þar eiga hundr- uð ungmenna athvarf í heil- brigðum áhugamálum og vin- sælu starfi meðal félaga sinna. Formaffur KFUM er Bjarni Eyjólfsson ritstjóri og for- maður KFUK er Kristín MöIIer. ÖIIu félagsstarfinu er skipt niður í deildir og sveit- ir, en einnig starfa félögin saman. Mikill fjöldi ungs fólks starfar í- félögunum og vinn- ið og aðsókn fer stöðugt vax- andi. Megintilgangur starfsins er að vinna skóla æskunnar fyr- ir Krist. Jón Dalbú Hróbjartsson — Finnst þér gaman að starfa hér? — Ég hef mjög gaman af starfinu hér, hér er mikill söngur og fjörugir krakkar og ég vil eindregið 'benda krökk um á að koma á fundi hér í KFUK og kynnast starfi jafn aldra sinna hér. Þeir, sem koma eru ávallt mjög ánægðir og starfið er vinsælt, enda fjölþætt. Ég vil leggja áherzlu á að ég hef mikla ánægju og gleði af starf inu 'hér og þarf ekki að sækja aðrar skemmtanir til þess að vera ánægð. „Fjölbreytt starf í kristilegum anda" Viff ræddum einnig við Guðmund Einarsson 18 ára Kennaraskólanema, sem starf ar mikið í KFUM. — Ég hef starfað í KFUM í 4 ár af fullum krafti, en eiginlega frá því að ég man eftir mér hef ég sótt drengja- fundi hér og fleiri þætti starf seminnar. — Hvernig fer starfið í unglingadeildinni fram? — í unglingadeildinni er mjög fjölbreytt efni á fund- um. Við höfum fyrst og fremst eitthvað kristilegt efni á fundunum og fáum þá oft elztu meðlimi deildarinnar til þess að segja frá sinni reynslu og ‘hvernig þeir eignuðust trúna. Þá fáum við gjarnati „fræðara" til þess að fjalla um sérstök mál. Við höfum myndasýningar, leikþætti og sitthvað fleira. Unglingadeild piltanna skiptist í margar deildir og eru 40-80 strákar á aldrinum 13-17 ára á fundum í hveflli deild, allt eftir því hvar þeir eiga heima í borginni, en alls eru um 500 strákar í borginni og Kópavogi, sem eru skráðir í unglingadeildina. — Þið hafið aðstöðu í skála fyrir utan borgina? — Já, við eigum skála uppi við Úlfarsfell og þangað reynum við að fara eins oft og við getum og það er mjög vinsælt, enda er skálinn upp- tekinn um hverja helgi yfir veturinn. Einnig höfum við tóm- stundakvöld einu sinni í viku og þar er t.d. hægt að leika borðtennis og billjard og þau kvöld eru vinsæl og mjög vel sótt. Elztu strákarnir í deild- inni hafa leigt Hálogaiand einu sinni í viku og stunda Sigríffur Sólveig Friðgeirsdóttir þar körfubolta og handbolta, en annars er lítill tími til slíks vegna kristilega starfs- ins. Einn til tveir fundir á vetri eru sameiginlegir fyrir unglingadeildir KFUM og K og þá er sérstaklega vandað til dagskrár og þetta er oft gert í sambandi við afmæli eða aðrar hátíðir. Þá er unglingavika einu sinni á vetri, sem er sameig- inleg fyrir unglingadeildir KFUM og K og þar er boð- skapurinn kynntur á nýstár- legan hátt og í fjölbreyttara formi en venjulega. T.d. var stofnsett í fyrra hljómsveit, með bítlahljómsveitadhljóð- færum og þessi hljómsveit lék fyrir söng og einnig hafa tvær ungar stúlkur sungið létt lög við kristilega texta með hljómsveitinni. Á sumrin er svo unglinga- mót um Verzlunarmannahelg- ina og það mót er í svipuðum dúr og unglingavikan. Markmiðið er ávallt fyrst og fremst að benda öllum unglingum á þá hamingjuleið, sem við höfum fundið í trúnni á Jesúm Krist. „Vaxandi starf skólafólks" Einn af piltunum á æsku- lýffssamkomunni var Sigur- björn Sveinsson, menntaskóla nemi, en hann er formaffur Framhald á bls. 19 Guðmundur Einarsson. ur þar ötnlt starf í sjálfboða- vinnu. Um þessar mundir stendur yfir æskulýðsvika KFUM og K, og eru almennar samkom- ur á hverju kvöldi í húsi fé- laganna. Á samkomunum tal ar ungt fólk og þaff er mikið sungið. Seff yfir lítinn hluta salarins. þéttsetinn ungu fólki. (Ljósmynd Mbl. Árni Johnsen). L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.