Morgunblaðið - 26.10.1968, Síða 17

Morgunblaðið - 26.10.1968, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1%8 17 - FJÁRLAG ARÆÐAN Framhald af bls. 13 Starfsemi skatta- rannsóknardeiídar Það hefir verið venja mín und anfarin ár, að gera Alþingi í fjárlagaræðu grein fyrir störf- nm skattrannsóknadeildar ríkis- skattstjóraembættisins og tal ég rétt að gera svo einnig nú. Hefir ötullega verið unníð að skatt- rannsóknum á árinu undir for- ustu nýs skattrannsóknastjóra og upplýstar ýmsar alvarlegar misfellur í skattframtölum. Þótt ekki sé venja að minmast á ein- staka aðila í þessu sambandi get ég ekki sti'llt mig um að nefna misferli forstöðumanna Sements- verksmiðjunnar, af því að þar er um ríkisfyrirtæki að ræða. Það er sannast sagna ekki að undra, þótt erfitt sé um aðlhald í þessum efnum, þegar ekki er einu sinni hægt að treysta opinberri stofnun. Því tel ég nauðsynlegt að taka mjög har-t á misferli slíks fyrirtækis. Tvö fyrirtæki hafa af dómstólum verið dæmd í þung viðurlög fyrir skattsvik og nýlega er upplýst stórt skatt- svikamál er skýrt hefir verið frá í dagblöðum. Frá 1. sept. 1967 — 31. ágúst 1968 hefir rannsóknadeildin tek- ið 171 mál tií rannsóknar og hafa þegar 134 þessara mála ver ið fúllrannsökuð, en frá því að deildin tók til starfa fyrir fjór- um árum hefir verið lokið rann- sókn 393 mála. Ríkisskattanefnd hefir á sl. 12 mánuðum lokið skattákvörðun í 98 málum. Nema þær hækkanir alls rúmum 14 millj. kr. auk skattsekta, sem enn hafa ekki verið ákveðnar i mörgum þessum málum. Útsvör hafa á þessu tímabiM verið hækk uð um 4.2 millj. kr. hjá 66 aðil- um, sem rannsóknadefldin hefir haft til meðferðar. f sambandi við þau 393 mál, sem skattrann- sóknadeildin hefir lokið * rann- sókn á fjögurra ára starfstíma sínum hefir ríkisskattanefnd á- kveðið 41.6 milllj. kr. skatthækk anir, skattsektanefnd 9.2 millj. kr. skattsektir og framtalsnefnd ir hækkað útsvör um tæpar 12 millj. eða alís nemur heildar- hækkun gjalda í sambandi við ránnsóknir deildarinnar 62.8 millj. kr. Þótt þessar tölur sýni, að kostnaður við skattrannsókna- deildina hefir margfaldlega skil að 9ér, þá er þó mest um vert það mikla aðhald, sem þetta aukna eftirlit með skattskilum hefir tví mælalaust veitt mörgum skatt- greiðendum. Auðvitað veldur það gremju hjá ýmsum, sem verða fyrir barði skattrannsóknanna, er þeir sjá þá sleppa, sem ef til vil'l eru sízt minna sekir, en þvi mið ur verður ekki náð til alllra, að minnsta kosti í einu, en það er sanngirniskrafa bæði hinna skil vísu gjaldenda og einnig þeirra, sem teknir hafa verið, að skaitt- rannsóknunum verði ótrauðlega fram haldið og einskis látið ó- freistað til áð uppræta mein- semd skattsvikanna og þeirri stefnu mun verða fylgt. Er enda Ijóst, að þótt náðst hafi mjög mikilsverður árangur koma enn miklar fjárhæðir ekki tfl skattlagningar. Er nú á grundvelli fenginnar reynslu unnið að því að gera skatteftir- litið enn virkara og jafnframt setja reglur um úrtök skattfram tala, þannig að það verði ekki háð tilviljanakenndu mati skattyfirvalda hvaða fram- töl séu tekin til rannsóknar. Hagg ar það að sjálfsögðu ekki þeim nauðsynfegu starfsháttum að taka að auki til meðferðar öll tortryggi'leg framtöd. í tveimur síðustu fjárlagaræð um vék ég nokkuð að stóreigna- skatti þeim, sem á var lagður 1958, en sem frestað hefði verið að mestu innheimtu á sökum stórfelldra málaferla, er leitt höfðu til meir en helmings lækk umar á hinum upphaflega skatti. Þótt skattheimta þessi væri að mörgu leyti vanhugsuð, taldi ég mér skylt að framfylgja iögum um innheimtu skattsins og lét undirbúa iinnheimtuaðgerðir á ár inu 1966. Þó voru ýmsir dómar enn ófallnir og frestuðust in-n- heimtuaðgerðir enn nokkuð þar eð umreikna varð vegna nýrra dóma skatt um 150 gjaldenda. Sl. vetur voru gefin fyrirmæli um aðför að eignum á grundvell'i lögtaka, sem gerð voru á árun- um 1959 og 1960, ef greiðslur fengjust ekki með öðru móti. Var þá uppboði mótmælt af hálfu gjaldenda á þeirri for- sendu að tögtaksgerðin væri fyrnd. Varð samkomulag um að velja prófmál ti'l að fá skorið úr gildi lögtakanna bæði í lausafé og fasteignum. Undirréttur hefir nú fellt þann dóm, að lögtakið í lausafé verði að teljast fymt en dómur er ekki enn genginn um gildi lögtaks í fasteign. Eft- ir að dómar eru fallnir í próf- máfunum verður að skoða að nýju réttarstöðuna varðandi skattheimtu þessa. ToNamál Snemma á þessu ári var gerð breyting á tol'lskránni, sem áætl að var að myndi leiða til tolla- lækkunar, er næmi um 160 millj. kr. á ári. Nýtt frumvarp, til breytinga á tollskránni, hefir verið lagt fyrir þetta þing. Er það frumvarp stórt í sniðum, en felur þó ekki í sér verulegar efnisbreytingar, heídur er fyrst og fremst um að ræða ýmiss konar leiðréttingar og lagfær- ingar á ýmsu ósamræmi, sem reynslan hefur leitt í ljós og leitt hafa til frávika frá Brussel-tollskránni, sem er grundvöllur tollfJokkunar í ís- lenzku tollskránni. Ekki er á þessari Stundu a.m.k. gert ráð fyrir því að leggja fyrir þetta þing frekari breytingar á toll- skránni, en ný heildarlöggjöf um tollheimtu og tolleftirlit, sem íagt var fyrir síðasta þing og varð þá ekki útrætt, verður aftur lagt fyrir þetta þing. Er í því frumvarpi um ýms veigamikil ný mæli að ræða, sem mjög æski- legt er að lögfesta og vildi ég mega vænta þess, að frumvarp- ið gæti orðið afgreitt nú án verúlegrar tafar. Verði ákveðin aðild að EFTA, mun það hafa mikil áhrif á toll- kerfi okkar í framtíðinni. Yrði þá smám saman að afnema al'la verndartolla, en þeir nema mjög háum fjárhæðum og yrði þá að sjálfsögðu um leið að sjá ríkis- sjóði fyrir nýjum tekjustofnum, sem mér sýnist eðlilegt að gerð- ist þá með þeim hætti að hækka söluskattinn, en hann er nú hér mun lægri en í nálægum lönd- um. Einmitt vegna þess að gera mátti á næstu árum ráð fyrir lækkun innflutningsgjalda, sem eru hér óeðiilega há, þá hef ég verið andvígur því, að söluskatt- urimn væri hækkaður til annarra þarfa, enda hefur síðustu þrjú árin engin hækkun verið gerð á söluskattinum. Tolíabreytingar þessar myndu að sjálfsögðu verða í áföngum og á alllöngu árabili, þótt við vitum ekki enn, hversu langan aðlögunartíma við kynnum að fá, ef kæmi til EFTA-aðildar, og yrði við to'lla- breytingarnar að hafa nána hiið- sjón af samkeppnisaðstöðu ís- lenzs iðnaðar. Þetta vandamál er margþætt, en ég sé ekki á- stæðu tií að gera það frekar hér að umtalsefni, því að þetta svið tollamálanna mim væntanlega koma til umræðu hér á Alþingi í sambandi við umræður um að- ild fslands að EFTA. Samstarfs mefnd þingflokkanna um athug- un á aðild að EFTA, hefir ný- 'lega skilað áiliti, sem nú er til athugunar hjá þingflokkunum. Herra forseti. Ég hefi þá, í stórum dráttum, gert grein fyrir afkomu ríkis- sjóðs á árinu 1967, horfum á þessu ári og fjárlagafrumvarp- inu fyrir árið 1969, horfum varð andi ríkisframkvæmdir og hugs- anlega fjáröflun til þeirra og loks rætt ýmis önnur atriði, er máli skipta, varðandi ríkisbú- skapinn, Hefði vitanlega verið freistandi að gera margt fleira Jóhannes Jóhannes- son opnar málverkasýningu JÓHANNES Jóhannesson, listmálari, opnaði málverka- sýningu í sýningarsal Hús- gagnaverzlunar Reykjavíkur í Brautarholti í gær kl. 3. kl. 3. Jóhannes mun sýna þarna um 30 myndir, mestmegnis olíumálverk, og eru þær mál- aðar á tímabilinu frá síðustu sýningu Jóhannesar, sem hann hélt 1964 ásamt Valtý Péturssyni, og fram á þennan dag. Jóhannes hefur haldið fjölda sýninga á undanförn- um árum. Ein'kasýningar voru í Reykjavík 1947, 1949, 19513, 1961, 1963 og 1964. Þá hefur hann einnig átt mynd- ir á mörgum samsýningum hér iheima og á Norðurlönd- um, og ennfremur tekið þátt í sýningum á Ítalíu, Belgíu, Rússlandi, Póllandi, Þýzka- landi, Ástralíu, Bandaríkjun- um og Englandi. Sýning Jóhannesar verður opin frá kl. 2—10 daglega til 3. nóvember nk. og er hér um sölusýningu að ræða. að umtalsefni, en ræða mín er þegar orðin ærið löng og því er þess ekki kostur. Hið háa Alþingi og þjóðin öll hlýtur nú að verða að horfast í augu við þá staðreynd að við eigum nú við stórfel'ldari efna- hagsörðugleika að stríða en um áratugabií, örðugleika, sem eru hlutfallslega stærri en nokkur önnur þjóð, á sambærilegu þró- unarstigi, á nú við að stríða. Þrátt fyrir hið harðbýla land, sem við byggjum, hafa fslending ar á síðustu árum verið meðal þeirra þjóða, sem hafa haft hæst ar þjóðartekjur á manin og þótt margt hafi vitanlega farið for- görðum í peningaflóðinu, þá er þó siður en svo hægt að segja, að þessum miblu fjármunum hafi verið flla varið, því að fjár- munamyndun hefur hér á landi einnig verið hlutfaílslega meiri en í flestum öðrum löndum. Af þessarri ástæðu og einnig vegna skynsamlegrar stefnu í efnahags- og peningamálum, þá hefur allt til þessa, án stóráfalla, fyrir at- vinnulíf þjóðarinnar og fyrir lífs kjör álmennings, tekizt að fleyta þjóðarskútunni yfir erfið leika aflabrests og verðfalls út- flutningsafurða, sem hefur verið sívaxandi nú um nær tveggja ára skeið og er komin á það stig, að áætlað er, að útflutningstekj- ur þjóðarinnar verði 40% 1966. Þar eð megináherzlan hef- ur verið á það lögð að skerða ekki kjör almennings umfram brýnustu nauðsyn, hefur at- vinnuvegunum verið skorinn svo þröngur stakkur, að þeir eru í vaxandi mæli reknár með halla, sem hefur leitt til stöðugt vax- andi vanskila og þar af leiðandi Stórvaxandi erfiðíeika stofn- sjóða atvinnuveganna, sem munu fara enn vaxanidi á næsta ári og verða lítt viðráðanlegir, ef ekki tekst nú að koma atvinnu- vegunum á næstu mánuðum á æmilega traustan rekstursgrund völl. Það getur verið réttlætan- legt og gerlegt að láta atvinnu- fyrirtæki um stundarsakir, búa við hallarekstur, en til lang- frama getur það ekki gengið og nú er mælirinn fullur. Verði undirstöðuatvinnuvegum þjóð- arinnar, og þá fyrst og fremst útfíutningsframleiðslunni, ekki komið á eðlilegan rekstursgrund völl, þá blasir það við, sem er voðalegra en al'lt annað, atvinnu leysið. Gegn þeim vágesti verð- ur að snúast með öllum tiltekn- um ráðum, og er þá umfram ailt nauðsynlegt að marka efnahags stefnu, sem verkar örvandi en ekki lamandi á framtak og at- vinnuuppbyggingu. Það er eng- um efa bundið, að sú efnahags- 9tefna, sem fylgt hefur verið undanfarin ár, er í meginefnum rétt, enda í samræmi við þau meginsjónarmið, sem allar þær þjóðir fylgja, sem tryggja vilja sér svipuð lífsski'lyrði og við bú um við og í samræmi við grund- vallarsjónarmið allra alþjóðlegra fjármálastofnana. Náist . víðtækt samkomulag um lausn efnahags- vandamálanna, sem vissulega verður að vona, má auðvitað gera ráð fyrir ýmiss konar frá- vikum til að samræma skoðanir manna, en aldrei má þó falilast á þau frávik, sem geti leitt til þeirrar stöðnunar í hagvexti, sem var á haftaárunum, heldur verður að virkja og örva allt já kvætt framtak og athafnaþrá og framfaraviðleitni, til þeas að efla núverandi atvinnuvegi þjóðar innar og leggja inn’ á nýj- ar brautir í atvinnuuppbyggingu til þess í senn að auka fram- SPINDILKÚLUR OG STÝRISENDAR fyrirliggjandi í Vauxhall Viva — Cresta —• Victor Varahlutaverzlun * Jóh. Olafsson & Co. Brautarholti l Brautarholti 2 - Sími 11984. leiðsluverðmæti, tryggja atvinnu öryggi og geta sem fyrst endur nýjað sóknina fram á við til betri lífskjara og betra þjóðfé- lags. Á þessum miklu erfiðleika tímum, krefst þjóðarheil'l þess, að pólitískar ýfingar verði lagð- ar til hliðar og löngunin eftir pólitískum ábata af andstöðu við óhjákvæmilegar, óvinsælar og harðneskjuíegar ráðstafanir og allir sameini kraftana um að ryðja torfærunum úr vegi. Takist að vinna að úrlausn vandamál- anna í þessum anda, þá munu erfiðleikarnir aðeins verða til þess að stæ'la þjóðina og bæta hana og auðvelda henni lausn vandamála sinna á komandi ár- um. Hlllllllllllllllll BÍLAR Bifreiiakaupendur: Enn getum við boðið not- aða Rambler Classic bíla — án útborgunar — gegn fast eignaveði — ef saimið er strax. Glæsilegir bílar nýkomnir á söluskrá: Rambler American árg. 1966, gulur. Willy’s jeppi árg. 1968. Chevy II. árg. 1965, rauður. Dodge Dart árg. ’66, rauður Rambler Classic árg. 1965, blár. Rambler Classic árg. 1965, hvitur. Lítið inn í sýningarsali ■ okkar, Hringbraut 121. Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt. Irill Rambler- llUli umboðið LOFTSSON HF. Hringbraut 121 — 10600 lllllllllllllllllll

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.