Morgunblaðið - 26.10.1968, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 26.10.1968, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1968 BÍLALEIGAN AKBRAUT SENDIM NÝIR BÍLAR ÁRG. ’69 SÍMI 8 23 47 Sími 22-0-22 Rauðarárstíg 31 SÍM11-44-44 mmm Hverfisfötu 103. Simi eftir lokun 31160. IVfAGIMÚSAR UCIPH0m21 S4MAR21190 pHirlokun-V ' 40381 ‘ LITLA BÍLALEIGAN Ber jstaðastræti 11—13. Hagstætt leigugjald. Simi 14970 Eftir lokun 14970 effa «174«. Sigurður Jónsson. BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Siml 35135. Eftir lokun 34936 o% 36217. 350,- kr. daggjald. 3,50 kr. hver kílómetri. M MOON SILK settlng lotlon cleansing milk bubble bath hand-lotion eg- shampoo ClfANSlNG MILK flk SETIING LOTION M .... Halldór Jónsson í? Hafnarstraeti 18 sími 22170-4 línur 0 Hörmulegt ástand í heilbrigðismálum „Reykvíkingur, sem nákunnur er sjúkrahúsmálum", sendir eftir farandi bréf: ,Ég las í Morgunblaðinu fyrir stuttu bréf frá lækni utan af landi. Hann hafði hringt í sjúkrahúsin í Reykjavík og beðið fyrir sjúkl- ing sinn, sem var í nauðþurftum staddur. Hann fékk hvergi áheym þar til einn yfitlæknir varpaði fram þeirri spurningu til sveita- læknisins: Hvort sjúklingar væru hættir þvi að geta dáið heima hjá sér. Óneitanlega er þetta kaldrana- legt svar fyrir góðan lækni, sem gerir sitt bezta fyrir þá þjáðu, en engan veginn megi ætla, að þeir leysi allan vandann. Læknar skapa ekki sjúkrahús. Það er hlutverk annarra. Læknir- inn, sem skrifaði í Morgunblað- ið benti á þá leið, að taka þyrfti auð hús fyrir læknastarfsemi. Eru þetta að vísu orð í tíma töluð. En það er algjörlega óverð- skuldað að láta allar ásakanir sínar bitna á Reykvíkingum í Þessum efnum. Reykjavikurborg hefur i langan tíma staðið undir byggingu Borgarsjúkrarússins, er kostar hundruði milljóna. Lands spítalinn er að koma upp miklu og myndarlegu stórhýsi fyrir sig í höfuðstaðnum. Búðið er að koma upp heimili fyrir aftur- bata-sjúklinga á BJARGI.“ 0 Hvað gerir Kópavogur? „Manni verður að spurn, hvað næsti bær við Reykjavík, Kópa- vogskaupstaður, hefur lagt til mála. t Kópavogi eru til ágætis- hús, sem henta mvndu fyrir hjúkr unarmiðstöð. Þaðan er stutt í Röntgendeild Borgarsjúkrahússins. í einu orði sagt Getur Kópa- vogsbær ekki létt af Reykjavík LANDROVER — SKODA 1000 Vil kaupa jeppabifreið (Landrover) árgerð 1962—’67. Til greina koma skipti á Skoda 1000 MB. Upplýsingar gefur Árni í síma 10100 eða 38517. Hestomannafélagið FÁKUR efnir til vetrarfagnaðar að Hótel Borg í kvöld í tilefni af landsþingi hestamannafélaganna sem haldið er hér í Reykjavík 26. og 27. október. Samkoman hefst með borðhaldi kl. 19.30. Húsið verður opnað fyrir þá sem ekki taka þátt í borðhaldinu kl. 21. Verð aðgöngumiða á borðhaldið kr. 300.— Félagar fjölmennið. Hestamannafélagið Fákur. biadburdTrVolk OSKAST í eftirtalin hverfi: NESVEGUR II Talið við afgreiðsluna i sima 10100 nauðsynlegum og eðlilegum átroðn ingi varðandi sjúklinga. Þá gætu skapast þeir tímar, að reykvlsk- ir læknar svöruðu þvi til við utanbæjarlækna, að sjúklingar gætu dáið heima hjá sér. Vera kann að Kópavogskaup- staður afsaki sig með því, að hann sé ungur kaupstaður. En þar tel ég ekki meinsemdina að finna. Kaupstaðurinn byggir fyrir offjár sumardvalarheimili, sem að eins eru nýtt í 2—3 mánuði á ári. Ef Kópavogur væri nægur sjálf um sér, hvað viðvíkur sjúklinga og sængurkonur, eru möguleikar á því, að Reykjavík geti séð borgurum sinum og sjúkum mönn um utan af landi farborða í þess- um efnum. Trassadómur Kópavogskaupstað ar f heilbrigðismálum er fyrir löngu kominn yfir allt velsæmi. Þessi afstaða bæjaryfirvalda er bókstaflega orðin liáskaleg. Ég spyr því að síðustu: Vildu bæjaryfirvöld í Kópavogi ekki létta af okkur Reykvíkingum hin um mikla þunga af hvers konar sjúklingum, sem þeir leggja inn á sjúkrahúsin okkar og tefja þann ig fyrir eðlilegri framgöngu í sjúkrahúsmálum almennt. Reykvikingur, sem nákunnur er sjúkrahúsmálum.“ 0 Fleiri „rottuholur" Bréfritari sem kallar sig Skrobb skrifar: „Kæri Velvakandi. Mikið hefur verið rætt um óréttlæti dómsins um upptöku Ásmunds GK til ríkissjóðs, og einn orðheppinn maður talaði um rottuholur í lög unum í því sambandi. Nú hefur verið troðið upp i þessa rottu- holu til bráðabirgða, þó aðferð- in orki tvímælis, þ.e. að veita saklausum manni sakaruppgjöf. En því miður eru fleiri rottu- holur í íslenzkum lögum, sem þyrfti að troða upp í. Ef við tökum sem dæmi ungan mann, sem fyrir tæpum tíu árum hefur gerzt brotlegur við hegningarlög in, og er dæmdur til refsingar í samræmi við það. Slíkur dómur fymist á fimm árum, og gerist maðurinn ekki brotlegur á þeim tíma, og er þar af leiðandi ekki látinn afplána refsinguna, álítur hann sig blessunarlega sloppinn við fangavist. En það er ekki svo gott. Tæpum tíu árum eftir að hann gerist hrotlegur í fyrra skiptið, brýtur hann af sér aftur, er dæmdur til refsingar, sendur 1 afplánun á þeim dómi, og þelm, sem var kveðinn upp fyrlr tæp- lega tíu árum. rivar liggur nú skekkjan í dæminu? Jú, -dómstól- arnir segja: Rúmlega fjórum ár- um eftir að maður þessi var dæmdur, hlaut hann náðun (al- menna náðun) é broti sínu, og skilorðstími náðunarinnar er fimm ár. Þannig er skilorðstimi þessa manns orðinn tæp tiu ár fyrir minniháttar brot. Þetta er ein af rottuholunum, og vafalaust eru margar líkar. Ég efast hinsvegar um að þeim sé beitt að ráði, ella væru enn fleiri íslendingar á tukthúsbiðlista, en sé þessum rottuholum beitt gegn þeim, sem fáa eða enga hafa sér til hjálpar, er hætt við að beir yrðu undir í baráttunni, enda er aðstöðumun- ur mikill. Vonast ég til að heyra álit fleiri um þetta. Kærar þakk ir. SKROBB.“ 0 „Ég hefi tapað reiðhjólinu mínu“ Loks er hér bréf frá Jóni Þór: „Kæri Velvakandi, Mig langar til að biðja þig um að koma því á framfæri við lesendur þína, að ég hefi tapað reiðhjólinu mínu. Ég hefi góða reynslu af þessu, þar sem bróðir nunn skrifaði þér og fékk sitt hjól strax aftur. Mitt reiðhjól var tekið við Hlíð arskólann þriðjudaginn 8. október og þrátt fyrir itarlega leit og auglýsingu, hefur það ekki kom- ið fram. Þetta er drengjahjól „Olympic" grænt að lit. Ef einhver skyldi hafa séð það eða vita um það, vildi ég biðja þann vinsamlegast að hringja til mín í síma 1 58 70. Með kærri kveðju, Jón Þór Elnarsson". Hvað segið þið um það les- endur góðir, að hjálpa honum Jóni Þór til þess að fá hjólið sitt aftur? Við skulum að minnsta kosti reyna. UTAVER NYTT - NYTT POST UÚNSVEGGFLÍSAR Nýir litir — Glœsilegt úrval allar byggingavörur á eínum stad Þnkjóin no. 24 6—12 feta lengdir fyrirliggjandi. Mjög hagstætt verð. byggingavöruverzlun KÓPAV0GS SÍMI 41010

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.