Morgunblaðið - 26.10.1968, Síða 24

Morgunblaðið - 26.10.1968, Síða 24
24 MORG-UNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1968 mjög langt á staðinn, sem hafði verið valinn fyrir kappreiðarnar. Og þegar þangað kom, var allt þar á ferð og flugi. Nokkur tjöld höfðu verið reist, og einnig var þarna sóRjald, sem áhorfendurn ir gátu staðið undir. Fyrir utan kaðlagirðingu voru allir íbúar þorpsins búnir að koma sér fyr- ir, og sátu þar nú og skröfuðu saman, konurnar eins og svartir bögglar og maeltu ekki orð af vörum en úfnir krakkarnir með hrafnvsörtu augun borfandi að borðunum, þar sem matnum og drykknum hafði verið komið fyr ir. Abdul Hassein stjórnaði öl'lu. Hann hafði íklæðst hinum hefðbundna klæðnaði höfðingj- ans, og allir Arabarnir um- gengu&t hann með mikilli auð- mýkt og kurteisi. Móses lagðist á hnén og Jilf steig af baki. Hún svipaðist um eftir Söndru, en vinstúlka henn- ar var hvergi sýnileg. Ameríku- mennirnir tveir voru önnum kafnir að taka kvikmynd að allri dýrðinni, og taka upp á seg- ulbönd. Jill settist skamfnt frá þeim í skugganum, ásamt Davíð og Hammond Barker, og var enn að velta þvi fyrir sér. hvert Sandra hpfði getað farið. Hún sá Oliver í nokkurra skrefa fjar- læeð að tala við frú Fallowman. Svo kom Graham í iiós og gekk tif beirra. og Enid Cater á eftir honum. Hún var í þunnri guiri blússu við anahisku reiðhuxturn- ar sínar og með ieðuról í hendi. sem hún sveiflaði eins og ósiálf- rátt meðan hún horfði á hina riddarana, sem voru sem óðast að nálgast. Hún var kuidaleg og hrokaleg á svipinn, of full fyrir- litningar, en töfrandi um leið. Abdul Hassain hleypti af skammbyssunni sinni og áður en bergmáfið af skotinu var þagn- að, voru úlfaldarnir þotnir af stað í einu rykskýi. Jill gat ekki almennilega greint þá fyrr en þeir voru komnir fyrir klettinn við brautarendann og á heim- leið aftur. En þá hreifst hún af þessum afskaplega hraða. Það var ótrúlegt, að þessi stirðlegu dýr skýldu geta komizt svona hratt áfram, svo að grönnu fæt- urnir virtust varla snerta jörð- ina og þeir næstum stukku frem ur en hlupu. Allt í einu sá hún að einn úlfaldinn var kominn fram úr öllum hinum. Riddarinn barði ákaft með svipunni, og Jill varð ekkert hissa, þegar hún þekkti Enid á hvítu buxunum og einbeittu stellingunni. Enid sigraði og ópin og öskr- in gullu við og einnig var barið í trumbur. — Hún verður að vinna þrisvar til þess að fá fyrstu verðlaunin, útskýrði Davíð fyrir Ameríku- mönnunum, sem voru að spyrja hann. — En þá fær hún líka allt lófaklappið. — Ha? Hvað er það? — Það eru bara heiðursverð- laun ef svo mætti kafla. Allir keppendurnir skipa sér í röð og sigurvegarinn ríður fram með allri fylkingunni. Það er eins- könar heiðurssprettur. Og Enid vann þrisvar. Jill gat ekki annað en dáðzt að dugnaði hennar og hugrekki ... Einu sinni sá hún Enid slá til annars úlfalda sem ætlaði að strjúkast framhjá henni og furðaði sig á því, að nokkur kona skyldi geta verið svo grimm. Loksins fór En id af baki og stóð hjá hópnum, kafrjóð og ofurlítið móð. Annar Ameríkumaðurinn tók að hrósa henni, og var hávær. — Þetta var svei mér vel gert, ungfrú Cater. Það minnir mig mest á kappreiðar, sem ég sá einusinni í Texas. Jill tók lítið eftir þessu. Hún var enn óróleg út af Söndru, því að nú var klukkan orðin meira en tíu og hún hafði ekki séð hana síðan klukkan hálfátta. Sól in var þegar komin hátt á loft og skein gulrauð- á himninum, en þegar Enid væri búin með heið- urshringinn sinn, væri kappreið unum lokið og allir kæmu þjót- andi til að fá sér eitthvað í svanginn. Suliman ætlaði að sjá um Arabana, ásamt aðstoðar- mönnum sínum, en leiðangurs- fólkið mundi aðeins fá sér að drekka og ef til vill einhvern lítinn bita. Síðan mundu allir snúa aftur í tjaldstaðinn og Jill mundi gefa þeim hádegisverð þar. Sumir þeirra, svo sem pró- fessorinn, mundu svo lesa með- an hitinn væri mestur, en hinir mundu annað hvort leggja sig eða dunda við eitthvað fyrir sjálfan sig eða þá bara skrafa saman í rólegheitum. Jill færði sig að borðinu sínu í skugganum og bjóst til að fylla glös með ís og ávaxtasafa og taka fram samlokur úr loftþétt um dósunum, sem þær voru geymdar í til þess að verja þær uppþornun. Það gæti gefið henni tækifæri til að spyrja Oli ver, hvar Sandra væri, um leið og hún þjónaði honum. Hann starði skilningslausum augum á hana, þegar hún kom ASKUR suðurlandsbraut 14 sími 38550 með spurninguna. — Já, en ég hélt að hún væri hjá þér Jill. — Nei, ég skildí við hana i tjaldstaðnum þar sem hún var að hafa kjólaskipti um klukkan hálfátta, og síðan hef ég ekki séð hana. Oliver sneri sér og gekk til Grahams. Þeir töluðu eitthvað saman og sneru síðan til Jill. Svörtu augnabrýrnar á Graham voru hnyklaðar. — Sagði hún nokkuð, hvert hún ætlaði, Jill? Hún hefði auðvitað ætlað að fara á hestbaki, af því að hún hefur svo mikla óbeit á úlföld- um. — Ég fór og gáði að henni áð- ur en ég lagði af stað, en ég gat hvergi héð hana. Svo að ég hélt auðvitað, að hún væri þegar kom in af stað, og því varð ég hissa, þegar ég rakst ekki á hana hérna. — Er nokkur eftir í tjaldstaðn um? spurði Oliver Graham. — Aðrir en verðirnir, á ég við. — Því býst ég ekki við. Próf essorinn er lagður af stað þang- að, en hann er rétt nýfarinn. Ég held við ættum að fara þangað sem allra fyrst, ef Sandra skyldi hafa orðið fyrir einhverju slysi. — Hún kynni að hafa það, sagði Jill. — Henni hættir við að fara óvarlega á hestbaki. Kannski. . . . Nei, viljið þið bara sjá! Þarna kemur hún á þeim gráa, Guði sé lof fyrir það! Mennirnir tveir gengú á móti Jill varð að sinna skylduverk- um sínum, því að nú var fólk- ið tekið að safnast inn í tjald- ið. Nokkru seinna fann hún, að eggjasam’lokurnar höfðu þornað, þrátt fyrir allar varúðarráðstaf anir. Hún leit í kring um sig, en nú voru engir tötraklæddir krakkar neinsstaðar nærri. Þeir voru auðvitað allir að háma í sig sætindi og allskyns góðgæti undir stjórn Suliman, sem Ab- dul Hassain hafði skipað að gefa þorpsbúum vel að borða, engu síður en þjónustufólki leið angursins. En Jill vissi eina góða aðferð til að 'losna við sam- lokurnar. Hún setti þær á pappa disk og gekk þangað sem Móses lá. Hann teygði úr langa háls- inum, jafnskjótt sem hann sá hana nálgast. Jill dokaði þarna við stutta stund, því að hún hafði aíltaf gaman af að sjá Móses maula og kingja. En svo fór hann allt í einu að gerast órólegur, snörl aði eins og hann væri hræddur og krafsaði í sandinn. Jill sá, að Enid Cater var þarna í að- eins fárra skrefa fjarlægð og Sandra með henni. Þær sneru baki í Jill, en hún gat greini- lega heyrt til þeirra enda brýndu þær raustina. — Þú vildir koma mér úr vegi, var það ekki? sagði Sandra ásakandi. — Þú varst afbrýði- 3m. Þú vildir geta ljómað frammi fyrir honum Graham, án allrar samkeppni. Svo að þú gafst mér svefnmeðal í staðinn fyrir aspír- ín. Jæja, þú varst nú ofklók og hélzt að ég væri heimskari en ég er. En ég tók einn skammt og vissi þá strax að eitthvað var í veginum. — Ég hef enga hugmynd um, hvað þú ert að búlla, hvæsti Enid. — Ætli það sé ekki bara eitt móðursýkiskastið þitt? Það er algengt, að eyðimörkin hafi trufiandi áhrif á fólk. — Jæja, það er þá það, sem gengur að þér, svaraði Sandra snöggt. — Og það er hvimleið ur sjúkdómur, sem gerir þig arga út í hverja kvenpersónu, sem er ekki jafngömul fjöllun- um hérna og fjót ein og erfða- syndin. Þú hefur ekki einusinni vit til að skilja, að þú nærð aldrei í karlmann með því móti. Þú ert alltaf að kjafta eitthvað um sálarfræði, en þekkir ekki undirstöðuatriðin á því sviði. Horfðu einhverntíma a'lmennilega á siálfa þig, Enid Cater. Ég skal bölva mér uppá. að þú verður steinhissa á því. sem þú sérð. Röddin í Söndru var ísköld og nú vissi Jill vel, að hún var orðin fokreið. Þá var hún vön að segja óyfirveguð og meinleg orð. til að erta andstæðinginn og koma honm í uppnám. Jill gekk til þeirra, án þess að vita fyrir víst, hvað var að gerast, en vonaði að geta skvett ein- hverri olíu á öldurnar. Hún tók Gólfdúkur — plast- vinyl og línólíum. Postulíns-veggflísar — stærðir 714x15, 11x11 og 15x15. Amerískar gólfflísar — Godd Year, Marbelló og Kentile. Þýzkar gólfflísar — DLW. Hollenzkur Fiesta dúkur — eldhúss- og baðgólfdúkur. Málningarvörur — frá Hörpu hf., Málning hf. og Slipp- fél. Rvíkur. Teppi — ensk, þýzk, belgísk nylonteppi. Fúgavarnarefni — Sólinum, Pinotex. Silicone — úti — inni. Veggdúkur — Somvyl, frönsk nýjung. Vinyl veggfóður — br. 55 cm. Veggfóður — br. 50 cm.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.