Morgunblaðið - 26.10.1968, Side 13

Morgunblaðið - 26.10.1968, Side 13
MORG-UNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1968 13 frumvarpið tfl meðferðar. Reymt hefur verið að bæta starfsað- stöðu nefndarinnar á þann hátt, að um allmargra ára bil hefur formaður fjárveitinganefndar jafnan unnið með fjármálaráðu- neytinu að undirbúningi fjár- lagafrumvarpsins og síðan hefur með tilkomu Fjárlaga- og hag- sýshistofnunar fj ármálaráðuneyt isins skapazt ný og bætt aðstaða til að bæta áætlanagerð við und irbúning fjárlaga og vinna að hagræðingu og bættri skipan í einstökum þáttum ríkisreksturs- ins. Hygg ég að allir, sem til þekkja, muni vera sammála um, að þessi nýskipan má'la horfi til mikilla bóta og hafi þegar skil- að verulegum áramgri. Þótt á- greiningur hljóti að sjálfsögðu alftaf að vera á milli stjórnmála- flokka um meginstefnu í efna- hagsmálum og fjármálum, þá tel ég brýna mauðsyn bera til þess, að þeir aði'lar, sem á hverjum tíma eiga að hafa yfirumsjón með fjárgæzlu ríkisins og reyna að tryggja sem skynsamlegasta og hagnýtasta notkun ríkisfjár, fjár málaráðuneytið og fjárveitinga- nefnd Alþingis, geti haft nána samvinnu án allra flokkadrátta um þaðyviðfangsefni. Reynslan hefur ávallt sýnt, að mikillar tregðu gætir jafnan í sambandi við skipulagsbreytingar og fag- ráðuneytin- hafa jafnan tilhneig- ingu til að standa með sínum stofnunum. Það er því mjög hætt við því, að jákvæðar og raun- hæfar hagsýsluaðgerðir strandi oft á þessu tregðuskeri, ef ekki er traust samstaða mflli fjármála ráðuneytisins og fjárveitinga- nefndar. Ég tel ákveðið, að slík samstaða sé forsenda flestra rót- tækra breytinga á ríkiskerfinu, en slíkar athuganir og breyting ar tel ég hina brýnustu nauðsyn að kanna til hlítar, ekki sízt mið að við núverandi fjárhagsástand þjóðarinnar, og ég tel að hægt sé að hatda siíku samstarfi utan við alla flokkadrætti. Á síðasta Alþingi kom fram þingsályktun- artillaga um skipun sérstakrar nefndar til þess að ranmsaka rík isbúskapinn og gera tillögu til spamaðar í samvinnu við hag sýslustjóra. Ég lýsti þá þeirri skoðun minni. að mun æskilegra væri að efna til nánara sam- bands milii fjárveitinganefndar Alþingis og fjármálaráðuneytis- ins á þann hátt, að fjárveitinga- nefnd kysi sérstaka undirnefnd, sem starfaði allt árið í samráði og samvinnú við hagsýslustjóra að athugunum á hinum ýmsu þáttum ríkiskerfisins og kæmi síðan ti'llögum sínum og aðfinmsl um á framfæri við fjármálaráðu neytið eða eftir atvikum Alþingi í sambandi við afgreiðslu fjár- laga. Með þessu móti ætti að vera lagður nægilegur grund- völíur til þess að fjárveitinga- nefnd gæti með fullnægjandi rök stuðningi gert breytingatillögur, þar sem hún teidi vera um óeðli iega eyðslu fjár að ræða. Fljót- lega eftir að þingi lauk sl. vor var þeim tilmælum beint til aflra þingflokkanna, að þeir tilnefndu hver um sig einn fulltrúa úr fjárveitinganefnd til þess að mynda undirnefnd, er gera skyldi í sumar athuganir á þeim þáttum ríkiskerfisins, er nefnd- armönnum þætti sérstök ástæða til að gefa gaum að, með sparn- að fyrir augum og bætt vinnu- brögð, og jafnframt var undir- nefndinni gefinn kostur á að kynna sér eftir vi'ld fjárlagatil- lögur einstakra stofnana og ráðu neyta Undirnefnd þessi hefur haldið marga fundi í sumar und- ir forustu formanne fjárveitinga- nefndar og hefur verið hin á- gætasta samvinna milK undir- nefndarinnar og fjárlaga- og hagsýslustofnunarinnar, og vil ég nota þetta tækifæri til að þakka öllum undirnefndarmönn- um fyrir störf þeirra til þessa og ágæta samvinnu, því að ljóst var, að allir vildu leggja sig fram um að ‘iáta gott af sér leiða, skoða viðfangsefnin af raunsæi og fulfri alvöru. Tel ég reynsl- una af þessu samstarfi ráðuneyt isins og fjárveitinganefndar svo góða, að ég lýsi hiklaust þeirri skoðun miinni að stefna eigi að framhaldi slíks samstarfs og mun ræða við alla þingflokkana um það með hverjum hætti því verði bezt fram haldið. Hefur fullt tiilit verið tekið til ábend- inga undirnefndarinnar um ým- is atriði í sambandi við fjárlaga frumvarpið og önnur atriði, sem tekur lengri tíma að gera sér grein fyrir, en eru í athugun hjá Fjártaga- og hagsýslustofnum inni. Starf Fjárlaga- og hagsýslustofnunar Ég tel rétt í stórum dráttum að víkja að þeim viðfangsefnum sem unnið hefur verið að á veg- um Fjárlaga- og hagsýslustofn- unarinnar í því skyni að stuðla að aukinni hagkvæmni í opin- berum rekstri og stuðla að sparn aði og hagkvæmari notkun ríkis fjár. Um tveggja ára bil hefur verið unnið að heildarathugun á bifreiðamálum ríkisins, lauk þeirri athugun á sfl. vetri og í tilefni fyrirspurnar gaf ég Al- þingi yfirlit um bifreiðaeign rík- isins og bifreiðastyrki. Ríkið á og 530 bifreiðar og af þeim eru 79 bifreiðar til afnota fyrir ein- staka embættismenn ríkisins, auk þess hafa yfir 400 starfs- menn bílastyrki, sem nema sam- tals 13-14 millj. kr. á ári. Er því hér um mjög mikið fjárhagsatriði að ræða, en málið er mjög vanda samt úrlausnar og því ekki að undra, þótt nokkurn tíma taki að leggja grundvöll að tillögum til frambúðarlausnar enda hafa þær tilraunir oft strandað áður. Auðvitað verður ekki komizt hjá því, að riki og ríkisstofnanir hafi allverulega bílaútgerð en því er ekki að neita, að bifreiðaumráð og bifreiðastyrkir hafa þróast of tilviljunakennt á síðustu áratug um og mikilvægt er að setja um þetta efni fastar reglur. Það eru mikil hlunnindi fyrir embættis- mann að hafa ríkisbifreið til af nota, sem ríkið greiðir al'lan reksturskostnað af, og því eðli- legt að óánægju gæti, þegar ó- samræmi er milli einstakra em- bætta,_ varðandi svo mikil hlunn indi. Ymsir embættismenn þurfa nauðsyníega á bifreið að halda vegna starfs síns, en í öðrum tilfellum er ijóst, að hér er fyrst og fremst um launauppbót að ræða. Ég skal fúslega játa, að mjög torvellt er að finna reglur, sem ekki myndu valda verulegri óánægju hjá mörgum, en hér er um svo mikilvægt kostnaðarmál að ræða fyrir ríkið, auk þess sem alltaf er nauðsynlegt að upp ræta misrétti, að ekki má gefast upp fyrir . viðfangsefninu. Nú stendur yfir endurmat á öllum bílastyrkjum og drög hafa verið samin að föstum reglum um rétt embættismanna til afnota af rík isbifreið. Hefur undirnefnd fjár veitinganefndar reglur þessar nú til umsagnar og er þess að vænta að auðið verði að ganga frá málinu, innan ekki langs tíma. Ríki og ríkisstofnanir leigja víðs vegar um land húsnæði fyr ir miklar fjárhæðir. Nauðsynlegt er í senn að gaeta þess, að rík- isstofnanir taki ekki á leigu stærra húsnæði en brýnasta þörf krefur og jafnframt þarf að gæta þess, að samræmi sé í leigu málum. Hefur því rikisstjórnin ákveðið, að allir leigumálar rík isstofnana, skuli vera háðir sam þykki hagsýslustjóra. Ríkið og stofnanir þess eiga nú 12 skip, sem gerð eru út undir yfirstjórn ýmissa aðila. Hag- sýslustjóra var, ásamt fulltrúum þeirra ráðuneyta, sem útgerð þessarra skipa heyrir undir, fal ið að gera á því athugun, hvort ekki murvdi hagkvæmast og til sparnaðarauka að sameina út- gerðarstjórn allra þessarra skipa á eina hendi. Athugunin leiddi í íjós, að svo mundi tvi- mælalaust vera, og hefur ríkis- stjórnin nú Skveðið að gera nauð synlegar skipulagsbreytingar á Skipaútgerð ríkisins, til þess að hægt sé að fela henni að ann- ast rekstrarstjórn allra ríkis- skipa. Vitanlega verða sérstofn- anir þær, sem skipin eiga að þjóna, ekki sviptar umráðum yf ir skipunum, heldur yrði hin al- menna rekstrarstjórn skipanna í höndum Skipaútgerðar ríkisins, þar eð ýmsar þessar stofnanir hafa hvorki aðstöðu né sérþekk ingu til þess að sjá um skipaút- gerð. Þá hefur um nokkurt skeið ver ið umnið að rækilegri athugun á framtíðarskipan verkstæðisrekst urs á vegum ríkis og ríkisstofn- ana. Hefur sérstakri nefnd verið falið að móta hugmyndir um það efni, og benda á æskilegustu teið ir til að koma málinu í fram- kvæmd. Kemur í senn til greina rekstur Landssmiðjunnar, sem hefur átt við vaxandi örðugleika að stríða og þau sérstöku verk- stæði, sem rekin eru á vegum flestra eða allra hinna stærri framkvæmdastofnana ríkisins. Virðist full ástæða til að halda, að sameining þessarar verkstæð isþjónustu, að öllu eða ein- hverju teyti, ætti að geta leitt til betri nýtingar starfskrafta og véla og þar af leiðandi til auk- ins sparnaðar. Nefndin hefir fyr ir skömmu skilað bráðabirgðaá- liti, sem nú er til athugunar. Verulegs misræmis ‘hefur oft gætt varðandi ákvörðun þóknun ar til hinna ýmsu nefnda, sem á hverjum tíma starfa að ýmiss konar viðfangsefnum á vegum ríkisins. Var því ákveðið, að við skipun allra nefnda, skýldi það tekið fram, að þóknun til nefnd arinnar væri háð endanlegu mati sérstakra trúnaðarmanna, og hefur hagsýslustjóna og deild arsrtjóra taunamáladeildar fjár- málaráðuneytisins verið falið að annást þetta mál. Rækileg athugun hefir verið gerð á möguleikum til hagkvæm ari reksturs flugþjónustu og flug valla. Dregið hefir verið nokkuð úr rekstri verkstæða og viðræð ur standa yfir við Reykjavíkur- borg um hvort eigi sé hagkvæmt fyrir báða aðila að sameina slökkvilið Reykjavíkurflugvallar og Reykjavíkurborgar. Loks er tatið auðið að loka alveg Reykja víkurflugvelli að nóttu, en á þeim tima er aðeins 1.5% umferðar- innar um vötlinn, aðallega einka flugvélar. Myndi þessi ráðstöf- un leiða til mikils sparnaðar og gera kleift að fækka um 13 starfsmenn. Er í frv. lagt til að þessi skipulagsbreyting verði gerð. Vegna núverandi atvinnu- örðugteika er erfitt að segja mönnum upp starfi og verður því að leita eftir því að koma starfsmönnum þessum að í öðr- um greinum ríkiskerfisins, þar sem störf losna. Hagsýslustofnunin hefur á ár- inu, í samráði við viðkomandi ráðuneyti, unnið að margvísleg- um athugunum á reksitri ýmissa ríkisstofnana og ríkisembætta. Hafa þessar athuganir sums stað ar leitt í 'ljós ýmsar misfellur og annmarka, sem lögð hefur verið áherzla á að ráða bót á. Þá hef- ur stofnunin, ásamt viðkomandi ráðuneytum, unnið að því að tryggja framkvæmd þeirra sparnaðar ákvarðana, sem tekn- ar hafa verið á þessu ári. Loks hafa margvíslegar athuganir ver ið gerðar og upplýsingum safnað fyrir undirnefnd fjárveitinga- nefndar. Þá hefur stofnunin hlut azt til um, að menn væru send- ir utan til þjálfunar í hagræð- ingu í opimberum rekstri á vegum hagræðingastofnunar norska ríkisins, sem veitt hefur mjög mikitsverða og þakk- arverða aðstoð. Hér er auðvitað ekki um neina tæmandi upptalningu að ræða á þeim viðfangsefnum, sem Fjár- laga- og hagsýslustofnunin hef- ur fengizt við auk undirbúnings fjárlagafrumvarpsins, sem að sjálfsögðu hefur verið meginvið- fangsefni stofnunarinnar, heldur er hér aðeins drepið á nokkur atriði ti’l dæmis um viðfangs efnin og til að vekja athygli á því, hvernig leitazt er við að stuðla að aukinni hagkvæmni ( ríkisrekstrinum: Gott samstarf hefir verið við önnur ráðuneyti um þessi viðfangsefni og yfir- menn stofnana hafa yfirleitt sýnt áhuga og skilning á nauð- syn hagkvæmustu vinnubragða. Þá skal þess getið, að ríkis- stjórnin setti í ársbyrjun ýmsar hömlur á utanferðir á kostnað ríkisins. Skipulag opinberra framkvœmda í lok næst síðasta þings tagði ríkisstjórnin fram frumvarp um skipulag opinberra fram- kvæmda. Var þar í mörgum efn- um um algjörlega nýja starfs- hætti að ræða á þessu sviði, en frumvarpið vag þó í rökréttu framhaldi af þeim skipulags- breytingum, sem gerðar hafa ver ið varðandi framlög ti'l hafnar- gerða og skólabygginga, sem beinast að því að undirbúa sem bezt viðkomandi framkvæmd og tryggja síðan fjármagn til henn- ar með þeim hætti að ekki verði um óeðlilegan seinagang í bygg ingu að ræða og þannig komið í veg fyrir margvislegt tjón, sem af slikum seinagangi oftlega hef ur leitt. Frumvarpið var þá sýnt tit að kynna hugmyndirnar, sem lágu því til grundvallar, en aug- ljóst var, að málið þarfnaðist nánari athugunar ti'l að hægt væri að lögfesta það. Hefur frum varpið síðan verið í mjög ræki- legri og ítarlegri endurskoðun, leitað um það m.a. álits aðalsér- fræðings Alþjóðabankans um gerð framkvæmdaáætlana, og í sumar hefur málið enn verið kannað frá ötlum hliðum undir forustu hagsýslustjóra í samráði við fullttrúa frá Sambandi ísl. sveitarfé'laga og Efnahagsstofn- unina. Er þess að vænta, að frumvarpið geti orðið lagt fyrir þetta þing og sýnist ljóst, að ef okkur auðnaðist að ná samkomu lagi um málið þá mundi skipulag opinberra framkvæmda vera komið í betra horf hér á landi en með flestum öðrum þjóðum. f samræmi við samkomulag milli fjármálaráðuneytisins og Bandatags starfsmanna ríkis og bæja, hefur nú að undanförnu verið unnið að skipulögðu starfs mati, og var i samkomulaginu á- kveðið, að því starfsmati skyldi 'lokið fyrir næstu áramót, en lauinabreytingar, sem kynnu að verða samkvæmt starfsmatinu, skyldu taka gildi frá ársbyrjun 1968. Er hér tvímælalaust um mjög mikilvægt viðfangsefni að ræða, sem vonandi er að takist ð leysa með samkomulagi og forð ast þannig stöðugt stríð um það, hvar eðlilegt sé að skipa opin- berum starfsmönnum í launa- ftokka. Lokið er endurskoðun kjarasamningalaganna, en það frumvarp hefur þó ekki verið lagt fram vegna sívaxandi á- greinings um samingsaðild, þar eð stórir hópar opinberra starfs- manna hafa neitað því, að B.S.R.B. færi með samningsaðild þeirra vegna, og er hér fyrst og fremst um ýmsa hópa háskóla- menntaðra manna að ræða. Þarfnast málið því nánari athug umar, áður en hægt er að leggja það fyrir AlþingL Þá stendur yf ir endurskoðun á lögunum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Skattamál Á sviði skattamála hefur ým- islegt veigamikið verið að ger- ast. Hefir nefnd sú, sem Alþingi kaus til framhaldsathugunar á staðgreiðslukerfinu stöðugt unn ið að sínu umfangsmikta verk- efni, og hefur mikill tími farið í að leita álits ýmissa aði'la, svo sem fyrir var mælt í ályktun Al- þingis. Líkur eru til að nefndin geti lokið störfum í byrjun næsta árs. Verði það ofan á, að innleiða beri staðgreiðslukerfið, sýnist augljóst að gera þurfi all viðtækar breytingar á skattalög unum, ekki hvað sizt tekjustofna tögum sveitafélaga til þess að draga úr þeim frávikum, sem þ«r eru heimi'luð frá lögunum. Koma þar mörg atriði til greina, sem ekki eru tök á að gera hér að umtalsefni, en hinn mikli á- greiningur, sem kom hér fram á síðasta þingi um ýms atriði í tekjustofnalögum sveitafélaga, leiddi glöggt í ljós, að nauðsyn- legt er að taka þau lög til all- rækilegrar endurskoðunar. Tet ég þó ekki tímabært að gera það fyrr en séð verður, hvaða áhrif staðgreiðslukerfið sjálft óhjá- kvæmilega hlýtur að hafa á þessa löggjöf. Reynslan hefir þó þegar sýnt, að aðstöðugjaldið er í mörgum tilfellum varasöm skattalagning og gera þarf aukn - ar ráðstafanir til að bæta hag vanmegnugra sveitarfélaga, ann- að hvort með sameiningu eða jöfnunarframtögum. Þá er brýnt viðfangsefni að endurskoða regl ur um vaxtafrádrátt. Er þar um erfitt má'i að ræða, en hömlu- laus vaxtafrádráttur hefir tví- mælalaust stuðlað að spákaup- mennsku og veiðbólgufjárfest- ingu. Hér er aðeins drepið á fá atriði, en kynni mín af skatta- málum, tollamáium og ríkisfjár- málum almennt hafa sannfært mig um það, að mjög æskilegt væri og nauðsynlegt að taka skattkerfi okkar í heitd til gagn- gerðrar athugunar jafnhliða tekjuskiptingu ríkis- og sveitafé laga og með hliðsjón af þróun þjóðarbúskaparins, til þess ann- ’ ars vegar að gera sér grein fyrir því hverjir gallar kunni að vera á núverandi skipulagi skatt- æimtunnar, bæði að efni og formi og einnig til að gera sér grein fyrir því, hvort óeðlilega stór hluti þjóðartekna væri tekinn til opinberra þarfa. Athuganir hafa raunar leitt í ljós, að ísland er alts ekki í hópi þeirra þjóða, sem stærstan hlut taka til hinna sameigin'legu þjóðfélagsþarfa, en það kann þá- engu að síður að vera rétt að gera sér grein fyrir þvi, hvort við e.t.v. getum leyft okkur að ganga lengra l þessu efni, og þá hvort byrðun- um er eðlilega skipt niður, þá ekki hvað sízt hvort skattheimt an kunni að verka á einhvern hátt lamandi á nauðsynlegar framfarir og atvinnuþróun í þjóð félaginu. Þetta stóra viðfangs- efni hefur verið til umræðu að undanfömu í samráði við alla okkar helztu sérfræðinga í þess um efnum, og var það samdóma átit þeirra, að slíkrar heildar- rannsóknar væri þörf. Viðbótar röksemd í málinu var og sú, að ef kemur til aði'ldar okkar að EFTA, sem væntanlega verður tekin ákvörðun um á þessu þingi er óumflýjanlegt að minnka hlut tolltekna í heildartekjum ríkis- sjóðs, og að rannsaka skatt- greiðslur félaga og fyrirtækja hér á landi til samanburðar við hliðstæða aðila í öðrum EFTA- töndum. Þótt við höfum ýmsum ágætum sérfræðingum á að skipa sem eru vel hæfir til þess að framkvæma slíka rannsókn, þá eru þeir sérfræðingar störfum hlaðnir við önnur viðfangsefni, en þetta vandamál hins vegar svo umfangsmikið, að ekki voru tök á að sinna því í hjáverk- um nema á óeðlilega löngum tíma, og að auki gat verið mjög fróðleet og nytsamlegt að fá mat utanaðkomandi hlutlauss aðila. Varð því niðurstaðan sú, að leit- að var eftir aðstoð Alþjóðagjald eyrissjóðsins, sem hefur á að skipa ýmsum mjög færum sér- fræðingum á þessu sviði og hef- ir forstjóri Atþjóðagjaldeyris- sjóðsins góðfúslega fallizt á, að sérfræðingar sjóðsins tækju þetta viðfangsefni að sér i sam- ráði við íslenzka sérfræðinga. Hefir sérfræðingur frá sjóðnum verið hér í nokkrar vikur og er álitsgerðar að vænta frá honum í byrjun næsta ars. Hvað sem líður viðbrögðum við hinu end- anlega áliti. þegar það liggur fyrir, þá er ég ekki í vafa um, að slík athugun hlutlausrar al- þjóðastofnunar. getur verið okk ur mjög gagnleg til mats á því, bvar við erum á vegi staddir I þessum þýðingarmik'lu mátum, sem vissulega eru á meðal hinna áhrifamestu þátta efnahags- og fiái-málakerfisins. Frambald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.