Morgunblaðið - 26.10.1968, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 26.10.1968, Qupperneq 18
18 MORG-UNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1968 Helga Þorsteinsdóttir Gauksstöðum, kveðja Hún andaðist að heimili sínu 14. október sl. Helga var ein af þeim gagnmerku konum er frá byrjun hafa sett svip sinn á starfsemi Slysavamafélags Is- lands og veitt málefnum þess brautargengi af mikilli fómfýsi og dæmafárri alúð. Hún beitti sér í upphafi fyrir stofnun kvennadeildar Slysavarnafélags- ins í Garðinum og hefur lengst- um verið formaður hennar, en starfsemi þessarar deildar hefur veri'ð með eindæmum þróttmikil í gegnum árin. Þessu erilsama forustuhlut- verki gegndi Helga, húsmó’ðirin á Gauksstöðum um 30 ára skeið, þrátt fyrir umsvifamikil búsýslu störf og stóran bamahóp, þar til fyrir tveimur árum að hún lét af formennsku vegna heilsu- brests. Á þessu tímabili hefur henni tekizt, með ágætum stuðningi eiginmanns síns og samstarfs- kvenna að ynna af höndum mjög merkilegt og giftudrjúgt starf fyrir Slysavarnastarfsemina á þessum þýðingarmiklu slóðum þar sem skipsströnd og stórslys hafa verið svo tíð, en þar hafa og einnig mörg björgunarafrek verið unnin með þeim tækjum er konurnar hafa safnað fé fyrir. Helga Þorsteinsdóttir er fædd að Melbæ í Leiru í Gerðahreppi 22. júlí 1892. Þar bjuggu þá for- eldra hennar Kristín Þorláks- dóttir og Þorsteinn Gíslason. Þau fluttu siðan að Meiðastöðum í sama hreppi. Börn þeirra voru alls 15 og er það hin kunna Meiðastaðaætt. Meðal bræðra Helgu heitinnar og systkina- bama er að finna marga hina mestu sjósóknara samtíðarinnar og landsþekkta skipstjórnar- menn. Sjósóknin hefur og kostað fjölskylduna dýrar fómir. Meðal bræðra Helgu var Þorsteinn skip stjóri er fórst með b.v. Skúla fógeta við Reykjanes 10. apríl 1933 og Þórður skipstjóri á b.v. t Konan mín, móðir okkar og tengdamóðir, Aldís Alexandersdóttir, andaðist i Landspítalanum að faranótt 25. þ.m. Jarðarförin ákveðin síðar. Þorsteinn Hannesson, Hrefna Þorsteinsdóttir, Ásdís Þorsteinsdóttir-Stross, Wolfgang Stross. Baldri er var farþegi á l.v. Þor- móði er fórst út af Garðskaga 17. febr. 1943, en þetta var með hörmulegustu slysum, sem hér hafa or’ðið. Eftirlifandi eiginmaður Helgu Þorsteinsdóttur er hinn kunni útvegsbóndi Jóhannes Jónsson á Gauksstöðum, Finnssonar útvegs bónda sama stað. Þar hefur Slysavarnafélag Is- lands lengstum átt hauk í horni þar sem hann hefur alltaf verið umboðsmaður félagsins á staðn- um. Jóhannes varð átfcræður 4. apríl sl. Þau Helga giftust 21. desember 1912 og er honum þung ur harmur kveðinn við missi eig- inkonunnar eftir svo langa og ástrika sambúð. . Þeim hjónum varð 14 barna auðið og eru afkomendur þeirra nú samtals 72. Þau eignuðust 7 dætur og 7 syni og af þeim komust 12 til fullor’ðinsára. Þau eru: Þorsteinn fyrrverandi skip- stjóri nú framkv.stjóri í Garði. Honum var veittur afreksbikar Sjómannadagsins 1944 fyrir frækilega björgun áhafnar af báti, sem hvolfdi í Garðskaga- röst í stórsjó. Hann er giftux Kristínu Ingimundardóttur. Kristín gift Sigurði Magnús- syni, Keflavík. Jón, ógiftur heima á Gauks- stöðum. Sveinbjörg, gift Þórði Pálssyni, Sauðanesi, Húnavatnssýslu. Ástríður, gift Torfa Jónssyni, Torfalæk, A-Húnavatnssýslu. Gísli Steinar, skipstjóri á m.s. Jóni Finnssyni. Giftur Sigríði Skúladóttur. t Jarðarför föður okkar, tengda föður og bróður, Júlíusar Þorkelsssonar, sem lézt að Hrafnistu 22. okt. sl. verður gerð frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 29. þ.m. kl. 3 e.h. Börn, tengdabörn og aðrir aðstandendur. t Þökkum innilega hluttekn- ingu og samúðarkveðjur við andlát og jarðarför, Þorvaldar Ólafssonar. Fyrir hönd vandamanna. Margrét Ólafsdóttir, Guðlaugur Jónsson. t Innilegustu þakkir fyrir auð- sýnda samú'ð við andlát og jarðarför, Ólafar Úlfarsdóttur. Sigurður Jónsson, Margrét Halldórsdóttir, Úlfar Andrésson, Sólveig Friðfinnsdóttir, Sigurjón Andrésson, Ágústa Sigurgeirsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar, Ólafar Kristjánsdóttur Görðum, Beruvík. Börn, tengdabörn og barnabörn. GULLBRÚÐKAUP Jóhannes Gunnar, eigandi að m.s. Eldey, giftur Ásdísi Óskars- dóttur. Kristín Ásthildur, gift Pétri Þorlákssyni, Blönduósi. Þórður útgerðarmaður, Kefla- vik, giftur Ragnhildi Einarsdótt- ur. Sigurlaug Erla, gift Jóni Tómas syni, Reykjavík. Einar, giftur Sigurbjörgu Árna dóttur, Njarðvíkum. Matthildur, sem látin er fyrir nokkrum árum. Með Helgu Þorsteinsdóttur er merk og mikilhæf kona horfin úr stórum hópi ástvina og sam- starfsmanna. Þar er mikið skarð fyrir skildi en minningin um hana og störf hennar mun lifa. Persónulega er mér ljúft og skylt áð þakka henni og eftir- lifandi eiginmanni langa og ánægjulega samvinnu. í nafni Slysavarnafélags Is- lands hefi ég verið beðinn að votta minningu hinnar látnu virð ingu og þakklæti stjórnar Slysa- varnafélags íslands og jafnframt að votta ástvinahópnum stóra innilegustu samúð. Utför Helgu Þorsteinsdóttur fer fram að Útskálakirkju í dag (laugardag 26. 10.) Blessuð sé minning hennar. Henrý Hálfdánsson. ÁTTRÆÐUR er í dag Hall- grímur Ólafsson frá Dagverðará á Snæfellsnesi. Hallgrímur er fæddur í Sogni í Ölfusi, sonur hjónanna Ólafs Guðmundssonar í DAG eiga gullbrúðkaup, hjón- in Rannveig Vigfúsdóttir og Sig- urjón Einarsson, skipstjóri. Þeim hjónum hefur alla tíð verið það sameiginlegt að vilja hag sjómanna sem mestan og hvorugt legið á liði sínu í því efni. Frú Rannveig gaf sig snemma að slysavarnamálum og og Ragnheiðar Símonardóttur, en föður amma hans var Þórunn Rósa, dóttir, Vatnsenda-Rósu. Árið 1917 kvæntist Hallgrím- ur Guðfinnu Hallgrímsdóttur og eignuðust þau 4 börn og eru 2 þeirra á lífi. Slitu þau samvist- um síðar. Hann kvæntist í ann- að sinn árið 1930, Helgu Hall- dórsdóttur frá Tröðum í Staðar- sveit, og reistu þau bú á Dag- verðará, sem þá hafði verið 80 ár í eyði. Eignuðust þau 7 börn, sem öll eru á lífi. Hallgrímur annaðist mörg trúnaðarmál fyrir sína sveit, var oddviti og sýslunefndarmaður, svo eitthvað sé nefnt. Hallgrím- ur var þjóðhagi á tré og járn og reisti allmörg hús um ævina. í kvöld mun Hallgrímur taka á móti vinum og velunnurum í Sjálfstæðisihúsinu í Kópavogi upp úr kl. 8. — Vinur. gekk í Slysavarnafélag íslands þegar það var stofnað 1928 og sat í stjórn þess á þriðja ára- tug. Hún var einnig ein af stofnendum slysavarnadeildar kvenna í Hafnarfirði og formað- ur þeirrar deildar um fjölda ára. Frú Rannveig á mikið og merkt starf að baki í þessu lífsnauð- synjamáli sjómanna. Bóndi hennar barðist á öðrum vettvangi fyrir hagsmunum sjó- manna, þó að hann væri að sjálf- sögðu áhugamaður um slysavarn ir. Það þarf ekki að kynna Sig- urjón Einarsson fyrir fullorðnum sjómönnum. Hann hefur verið sjómaður frá barnæsku og jafn- an í fremstu röð, annálaður fyrir dugnað, afla og farsæld í starfi. Sigurjón var um árabil einn af framámönnum „Sjómannadags- ins“, og hvatti jafnan til sam- stöðu allra sjómanna í hagsmuna málum sínum og enn í dag er sú hugsjón ríkust með honum að sjómenn nái að sameinast en gangi ekki sundraðir til baráttu fyrir sameiginlegum hagsmun- um. Sigurjón hefur ritað fjölda merkra greina bæði um tækni- Leg atriði og félagsmál og yfir- leitt látið flest það, sem við kem ur sjómennsku, til sín taka. Fyrir hönd þeirra samtaka, sem ég er fulltrúi fyrir, árna ég þessum heiðurshjónum heilla, íriðsællar elli og góðs gengis í hvívetna. Þess skal getið, að þau hjónin verða heima í dag. F.h. Farmanna- og fiskimanna- sambands fslands. Guðm. H. Oddsson. Hallgrímur Ólaisson frá Dagverðará 80 ára Ingvar Pálsson — Minningarorð — „Ekki er lengur lán en léð er.“ Móðir jörð heimtir sitt, en „and- inn fer til Guðs er gaf hann.“ Lögmálið um líf og dauða hins dauðlega verður aldrei sniðgeng ið, ungir sem aldráðir verða að hlýða kallinu. Þegar menn burtkallast á morgni lífsins, eða miðjum aldri, er eðlilega meiri sorti yfir sorg ar ranni en þegar öldungar falla í valinn. Og þó er sorgin alltaf þungbær, og ekki sízt, ef vænta mátti enn margra starfsstunda og ljúfrar samveru ástvina um nokkurt skeið ævinnar. Og trúin veitir huggun og örugga vissu um samfundi á æðra sviði lífs- ins. Undirstrikum orð skáldsins: „En ég veit að látinn lifir, það er huggun harmi gegn.“ 1 dag kveðja Ingvar Pálsson frá Balaskarði í hinzta sinn á jörðu hér: Kona hans og börn, aðrir vandamenn og vinir, og fela fósturmoldinni að geyma hið dauðlega í faðmi sínum, en andinn er þegar svifinn til sælli heima. „Meira að starfa guðs um geim.“ Ingvar Pálsson var fæddur í Köldukinn á Ásum þann 25. október 1895, og var því tæpra sjötíu og þriggja ára, er hann andaðist 18. þ.m. Foreldrar Ingvars voru: Páll Pálsson, prests á Bergsstöðum í Svartárdal og Elísabet Gísladótt- ir, Sigurðssonar í Kóngsgarði í Fossárdal. Ingvar var einbimi Páls og Elísabetar, en hún var áður gift Jóni Rafnssyni, bónda í Rugludal, og átti með honum þrjú börn: Ásdísi, er giftist Sveini Guðmundssyni á Kára- Stöðum, Kristínu konu Björns Björnssonar Orrastöðum og Gís’la er lengi bjó í Saurbæ í Vatns- dal. Þegar Ingvar Pálsson var sjö ára gamall missti hann föður sinn, og ólst upp með móður sinni á ýmsum stöðum, lengst í Ljótshólum í Svínadal, hjá Guðrúnu Eysteinsdóttur og manni hennar Guðmundi Tómas- syni. Ingvar Pálsson var bráðþroska, Framhald á bls. 16 Þakka innilega öllum þeim sem glöddu mig með heim- sókn og gjöfum á 75 ára af- mælinu. Guð blessi ykkur öll. Ólína Guðmundsdóttir Hrafnistu. Vinir mínir og vandamenn gjörðu mér 60 ára afmælis- daginn minn ógleymanlegan með rausnarlegum gjöfum, blómum og skeytum, sem ég þakka af alhug. Guð blessi ykkur öll. Martha Oddsdóttir Efstasundi 100.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.