Morgunblaðið - 26.10.1968, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.10.1968, Qupperneq 12
12 MORG-UNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1968 M Nauösynlegt að taka skatta- kerfiö í heild til athugunar — Víðtækar aðgerðir til jbess að draga úr útgjöldum rikisins — Siðari hluti fjárlagaræðu Magnúsar Jónssonar á Alþingi í síðara hluta fjárlagaræðu sinnar, sem hér fer á eftir, ræddi Magnús Jónsson, fjár- málaráðherra, um tekjuáætl- un ársins 1969, framkvæmdir á því ári og fjármögnun þeirra. Ennfremur ræddi ráð- herrann starfsaðstöðu fjár- veitinganefndar Alþingis, hina nýju Fjárlaga- og hag- sýslustofnun, skattamál og tollamál og fjölmargt fleira, sem snertir fjármál ríkisins. Hér fer á eftir síðari hluti ræðu ráðherrans: Tekjur ríkissjóðs 1969 Heildartekjur á rekstrarreikn- ingi fjárlagafrumvarpsins, eru áætlaðar 6.592.1 millj. kr., sem er 350.6 millj. kr. hækkun frá fjár- lögunum 1968. Af þessari fjár- hæð nema fyrirfram ráðstafaðir (tekju8tofnar 1.469.4 millj. kr., sem er 240,9 mil.j. kr. hækkun frá fjárlögum 1968, eða 19,6% Er bróðurpartur þeirrar hækk- unar vegna nýrrar fjáröflunar- til Vegasjóðs. Gert er því ráð fyrir, að ríkistekjur, að frátöld- um þessum ráðstöfuðu tekju- Stofnum, hækki um 109.7 millj. kr. eða aðeins 2.2%. Rekstrar- afgangur verður þá 119.7 millj. kr., en þar sem halli á lána- hreyfingum nemur 68.2 millj. kr., verður greiðsluafgangur í heild 51.5 millj. kr. Tekjuáætlun þessi er byggð á mjög ótraustum grundvelli, því að í ágústmánuði 3korti ótal for- sendur til þess að gera sér raun- hæfa grein fyrir tekjuhorfum ríkissjóðs á næsta ári. í megin- atriðum má segja, að tekjuáætl- unin sé byggð á því, að innflutn- ingur, atvinnustig og viðskipta- velta verði í heild ekki lakari á næsta ári en í ár. Er þó ekki reiknað með þeirri aukningu, sem eðlileg er á venjulegum tím um, vegna fólksfjölgunar. Verð- ur auðvitað að endurskoða tekjuáætlunina frá grunni, eftir að ákvarðanir hafa verið tekn- ar um meginstefnuna í efnahags málum og til hvoira ráða verð- ur gripið til þess að rétta við hag útflutningsframleiðslunnar. Ég tel því á þessu stigi ekki éstæðu til að ræða nánar ein- staka tekjustofna ríkissjóðs, en samkvæmt frumvurpinu er gert ráð fyrir að núverandi tekju stofnar, miðað við þær forsend- ur, sem ég hér hefi nefnt muni nægja á næsta ári til þess að standa straum af kostnaði við ríkisreksturinn, ef því stranga aðhaldi er beitt, sem fjárlaga- frumvarpið gerir ráð fyrir, varð andi útgjöld ríkissjóðs. Sérhverj um nýjum kröfum á ríkissjóð, verður hins vegar að mæta með nýrri tekjuöflun og það er meg- in viðfangsefnið, sem Alþingi þarf nú að leysa. Framkvœmda- áœtlun fyrir 1969 Á undanförnum árum, hefur framkvæmdaáætlun ríkisins, fyr ir ár hvert, ekki komið til kasta Alþingis á annan veg en þann, að leitað hefur verið heimildar þingsins fyrir lántökum til ým- issa framkvæmda í framkvæmda áætluninni og Alþingi jafnframt verið gerð grein fyrir áætlun- inni í einstökum atriðum, jafn- hliða því, sem flutt hefur verið skýrsla um heildarþróun fram- kvæmda og fjárfestingar í land- inu og horfur á því tiltekna ári. Hefur framkvæmdaáætlunin náð bæði til einstakra þátta ríkis- framkvæmda, þar sem gerð hef- ur verið grein fyrir nauðsynlegri fjáröflun umfram fjárveitingar fjárlaga hverju sinni og leiðum til fjáröflunar, og einnig til fjár- festingarlánasjóða atvinnuveg- anna, bæði fjárþarfar þeirra og fjáröflunarúrræða. Með löggjöf- inni um Framkvæmdasjóð ríkis- ins, var þeim sjóði fengið það viðfangsefni að afla fjár til stofnsjóða atvinnuveganna og er því sá þáttur frainkvæmdaáætl- unarinnar I rauninni ekki leng- ur nema óbeint verkefni ríkis- stjórnarinnar. Eftir er þá aðeins að gera sér grem fyrir stefn- unni varðandi ríkisframkvæmd- irnar sjálfar og fjáröflun til þeirra. í sambandi við afgreiðslu Alþingis á lántökuheimildum vegna framkvæmdaáætlunar árs ins 1968, sem voru nokkuð seint á ferðinni, vegna hinnar miklu óvissu í efnahags- og fjármál- um, lýsti ég því yfir, að ég mundi stefna að því að drög að fram- kvæmda- og fjáröflunaráætlun gætu fylgt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1969. Jafnhliða undir búningi fjárlaga/rumvarpsins í júlí- og ágústmánuði, var því unnið að dröguin að fram- kvæmdaáætlun fyrir árið 1969, varðandi ríkisframkvæmdir, sem kemur þá ásamt fjárlagafrum- varpinu til athugunar í fjár- veitinganefnd og síðan endan- legrar ákvörðunar Alþingis á sama hátt og fjárlög. Er hér vit- anlega aðeins um drög að fram kvæmdaáætlun að ræða, til þess ætluð að draga upp mynd af annars vegar ríkisframkvæmd- um, sem óhjákvæmilegt er talið að vinna að umfram það, sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrum- varpinu, og jafnframt hugsan- legri fjáröflun til þeirra fram- kvæmda. Mun ég nú í stuttu máli gera grein fyrir þessári fram- kvæmdaáætlun. Vegna 2. milljón sterlingspunda lántöku á þessu ári, reyndist auð ið að leysa fjárhagsvandamál stofnsjóða atvinnuveganna og afla nauðsynlegs lánsfjár vegna framkvæmdaáætlunar ríkisins. Slík stórlántaka erlendis til þess að leysa almenn framkvæmda- vandamál í landinu, er óhugsandi aftur á næsta ári, og vegna stöðugt aukinna erfiðleika á pen ingamarkaði innanlands, verður ekki auðið að afla samsvarandi fjárhæðar á innlendum markaði, nema með því að þrengja óhæfi- lega lánsfjáraðstöðu atvinnuveg anna, eða tefla greiðslustöðunni út á við í stórfellda hættu. Er því óhugsandi að ætla banka- kerfinu sjálfu stærri hluta en leggja fram hluta af sparifjár- aukningu til stofnlánasjóða at- vinnuveganna, eins og gert hef- ur verið undanfarin ár, og er því ekki um aðra fjáröflun að ræða til ríkisframkvæmda, um- fram fjárveitingar í fjárlögum, en annars vegar útgáfu spari- skírteinalána og hins vegar hugsanlega notkun PL 480 láns, sem þó hefur ekki ennþá samizt um við Bandaríkjastjórn. Eins og ástatt er í peningamálum, virð ist óraunhæft með öllu að gera ekki ráð fyrir einhverri lækkun spariskírteinaláns á næsta ári, og er á þessu stigi áætlað, að sala nýrra spariskírteina og endur- greiðslur af spariskírteinalánum, sem ekki ganga til innlausnar á bréfum, geti numið um 120 millj. kr. á næsta ári, og að PL 480 lán geti numið 50 millj. kr. Gæti því heildarfjáröflun til ríkisfram- kvæmda orðið 170 millj. kr. í stað 330 millj. kr. á þessu ári. Með hliðsjón af atvinnuá- standi, væri það að sjálfsögðu eðlileg stefna að geta aukið veru lega opinberar í'ramkvæmdir á Magnús Jónsson næsta ári á sama hátt og eðli- legt var að takmarka þessar framkvæmdir, meðan ofþensla var á vinnumarkaðnum. Með hliðsjón af þessari nauðsyn, var einmitt enska lánið tekið á þessu ári. Því miður er hins vegar vandinn sá, að hinn almenni sam dráttur í framkvæmdum einkaað ila, stafar af stórfelldum alls- herjarefnahagserfiðleikum þjóð- arbúsins, sem torvelda stórlega lánsfjáröflun til opinberra fram- kvæmda, svo sem til annarra framkvæmda, og torvelda jafn- framt nýjar skattaálögur, vegna almennrar kjaraskerðingar. Það er líka ljóst að opinberar fram- kvæmdir geta aldrei leyst meg- in vanda atvinnulífsins, og þess vegna má fjáröflun til þeirra ekki verða til þess að auka enn á erfiðleika atvinnuveganna. En það sýnist hins vegar augljóst, að vilji menn nú verulegar opin- berar framkvæmdir, þá verður það að gerast með nýrri skatt- heimtu en ekki með lántökum. Það getur auðvitað mjög ork- að tvímælis, hvaða opinberar framkvæmdir eigi að sitja í fyrir- rúmi, en það er sammerkt með öllurn þeim framkvæmdum, sem taldar eru í drögum að fram- kvæmdaáætlun arsins 1969, að þær eru flestar eða allar óum- flýjanlegar af ýmsum ástæðum, og hefir það sjónarmið ráðið vali framkvæmdanna. Hugsanlegt er þó með einstak- ar þessar framkvæmdir, að þeim megi fresta. Gert er ráð fyrir, að 168 millj. af hugsanlegri 170 millj. kr. lánsfjáröflun, verði var ið þannig: í fyrsta lagi 50 millj. kr. til Búrfellsvirkjunar, sem er 25 millj. kr. lægri fjárhæð en afla þurfti í framkvæmdaáætlun yfirstandandi árs. Vegna aukins kostnaðar við Búrfellsvirkjun, er þessi fjáröflun óumflýjanleg. I öðru lagi verði 55 millj. kr. ráðstafað til annarra raforku- framkvæmda, þar af 15 millj. vegna gufuaflstöðvar í Náma- skarði, sem ákveðið hefur verið að Laxárvirkjun reisi og jarð- borana í sambandi við þá stöð og vegna Kísiliðjunnar. Þessi fjáröflun er einnig óumflýjan- leg. 40 millj. kr. eru áætlaðar að þurfi til ýmiss.a framkvæmda á vegum Rafmagnsveitna ríkis- ins, m.a. vegna áframhalds Smyrlabjargárvirkjunar, sem nú þegar hefur verið samið um og til lagningar háspennulínu, til þess að geta lagt niður diesel- rafstöðvar, sem eru óhagkvæmar í rekstri. Hugsaniegt gæti verið að fresta einhverjum þessarra framkvæmda og er það í nánari athugun. í ár og í fyrra þurfti að afla mikils Jánsfjár vegna landshafnanna til þess að ljúka framkvæmdum, sem verksamning ar höfðu verið gerðir um. A næsta ári ætti að vera auðið að draga verulega úr framkvæmd- um við þessar hafnir, og eru því áætlaðar 7 millj. kr. til þeirra vegna brýnna viðbótarfram kvæmda í stað 40 millj. kr. á yf- irstandandi ári. Þá hafa skuld- bindingar verið gefnar um að- stoð til fjáröflunar vegna Hafn- arfjarðarvegar í Kópavogi. Var aflað 10.9 millj. kr. lánsfjár í ár til þeirrar framkvæmdar, en láns fjárþörfin er talin geta orðið allt að 36 millj. kr. á næsta ári. Virð- ist þessi lánsfjáröflun vera óum flýjanleg. Rétt er að það komi fram, að þessi dýra vegarfram- kvæmd, verður að lokum borin uppi af Kópavogskaupstað sjálf um á þann hátt, að vegasjóðs- framlag það, sem kaupstaðurinn á rétt á, gengur t.il framkvæmd- anna og er því hér aðeins um fjáröflun að ræða. Þá er loks hið stöðuga fjáröflunarvandamál vegna Reykjanesbrautar, en greiðslur vaxta og afborgana vegna hennar eru mjög þungar á næstu árum og miklu þyngri en tekjur brautarinnar af veg- gjaldi og framlagi til hennar í vegaáætlun, eins og það nú er ákveðið. Hér er því um fjáröfl- un að ræða til lengingar lánum, og er áætlað að afla þurfi 20 millj. kr. í því skyni, sem þó er ófullnægjandi, nema aðrar ráð- stafanir verði gerðar til fjáröfl- unar, annað hvort með hækkun framlags úr Vegasjóði eða hækk un umferðargjaldsins eða hvort tveggja. Verður það að metast í sambandi við afgreiðslu vegaá- ætlunar, en óumflýjanlegt er að finna viðhlítandi iausn á greiðslu vandamálum þessarar vegagerð- ar, því að án aukinna óaftur- kræfra framlaga til hennar, er óhugsandi að losna við skulda- baggann. Þessi fjáröflun verður einnig að teljast óumflýjanleg. Með þessum hætti yrði ráð- stafað öllu hugsanlegu lánsfé til ríkisframkvæmda á næsta ári. Engu að síður er í ótaldar ýms- ar framkvæmdir, sem mjög mikil vægt verður að teljast að afla fjár til, en sem ekki er sjáan- legt, að hægt sé að afla fjár til, íiema með beinum fjárveitingum í fjárlögum. Þar sem meginstefna fjárlagafrumvarpsins er sú, að halda óbreýttum fjárveitingum til opinberra framkvæmda, mið- að við fjárlög yfirstandandi árs, eins og frá þeim var gengið fyrir áramótin í fyrra, hefur á þessu stigi málsins ekki þótt rétt að gera ákveðnar tillögur um beinar fjárveitingar til þessarra fram- kvæmda, heldur talið eðlilegast, að það verði metið í samráði við fjárveitinganefnd, að hve miklu leyti þessar framkvæmdir verði taldar óumflýjanlegar og þá eft- ir að endanleg tekjuáætlun hef- ur verið gerð, að hve miklu leyti þær geti rúmast innan greiðslu- getu ríkissjóðs á næsta ári. Ríkisstjórnin hefur talið nauðsynlegt í ár að veita nokkra viðbótaríjárveitingu til þess að hraða eftir föngum at- hugunum á saltvinnslu á Reykja nesi, sem er forsenda sjóefna- vinnslu og vítissótaverksmiðju, sem hugsanlegt er, að samning- ar gætu tekizt við Sviss-Alumin ium um að reisa hér á landi. Reynist þessar bráðabirgðaathug anir nægilega jákvæðar, er nauð syn verulegs fjár til fram- haldsrannsókna, og svo sem ástatt er í þjóðfélaginu, er aug- ljós nauðsyn þess að slíkarfram haldsrannsóknir ekki stöðvist sökum fjárskorts. Er því talið nauðsynlegt að áætla 1Z millj. kr. til þeirra framkvæmda og jarðborana í því sambandi. Þá væri og mjög mikilvægt að geta haldið áfram byggingafram- kvæmdum vegna Rannsókna stofnana atvinnuveganna á Keldnaholti, Rannsóknastofnun landbúnaðarins er þegar flutt þangað, en húsnæði það, sem henni var upphaflega ætlað, er óhóflega stórt, miðað við nú'ver- andi aðstæður og væri aðstaða til að koma þar einnig fyrir Rannsóknastofnun iðnaðarins, en til þess mundi þurfa 15 millj. kr. fjáröflun. Vegna mikilla hús- næðiserfiðleika Háskólans, væri einnig brýn nauðsyn að geta los að sem fyrst núverandi hús- næði iðnaðardeildar í húsi At- vinnudeildar háskólans og því af mörgum ástæðum æskilegt, að hægt væri þegar á næsta ári að útbúa húsnæði fyrir iðnaðar- deildina á Keldnaholti. Á síð- ustu árum hefur verulegs fjár verið aflað til framkvæmda í flugmálum með iántökum og er áætlað að afla þurfi á næsta ári 10 millj. kr. til viðbótar núver- andi fjárveitingu til flugvalla gerða. Enn á langt í land að ljúka framkvæmdum við Landspí talann. Er tekinn aftur í fjár- lagafrumvarpið 37 millj. kr. fjár veiting til þeirra framkvæmda, sem fjármagna varð með lán- töku á yfirstandandi ári. Gert er ráð fyrir, að þessi fjárhæðþurfi enn að hækka um 7 millj. og ennfremur er talið verða að afla 7 milljóna króna vegna Lög- regl uby ggingar inn ar í Reykja- vík og er það sama fjárhæð og aflað var í framkvæmdaáætlun yfirstandandi árs. Þá er loks ó- umflýjanlegt að afla 6 millj. kr. umfram fjárlagafjárveitingu til byggingar menntaskólanna. Hefði fjárþörfin raunverulega verið enn meiri, miðað við gerð- ar áætlanir um þæi framkvæmd ir, en með því að fresta sumum framkvæmdanna á að vera auð ið að leysa hin brýnustu við- fangsefni á þessu sviði með slfkri viðbótarfj áröf lun. Mér er það vel ljóst, að marg víslegum öðrum opinberum fram kvæmdum væri æskilegt að hraða eða hefjast handa um, og eru hér aðeins nefndar þær fram kvæmdir, sem erfiðast sýnist vera að komast undan að sinna. Hvort mönnum, við nánari athug un, kann að sýnast eitthvað ann að mikilvægara eða hvort menn telja auðið að sinna fleiri við- fangsefnum, skal ég ekki full- yrða um á þessu stigi, en legg aðeins enn og aftur ríka áherzlu á það, að tilgangslaust er að hugsa sér fjárhagslega lausn slíkra mála á þann hátt að veita ríkisstjórninni almennar lán- tökuheimildir, því að þeir lána- möguleikar eru ekki til staðar. Starfsaðstaða fjár- veitinganefndar Á undanförnum árum hefur, bæði af mér og öðrum, oft ver- ið vikið að nauðsyn þess að veita fjárveitinganefnd betri að stöðu tií þess að kynna sér rík- isreksturinn, þannig að nefndin gæti gert ákveðnar tillögur um útgjaldalækkanir eða skipulags breytingar, sem ekki hefur verið talið auðið að undirbúa nægi- lega raunhæft á þeim skamma tíma, sem nefndin hefur fjárlafia

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.