Morgunblaðið - 26.10.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.10.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1968 15 Kórvillur — eftir Matthias Johannessen Fastafulltrúar NATO ræða inurásina í Tékkóslóvakín. ÞEGAR ég hitti Janicke, varaframkvæmdastjóra NATO og yfirmann stjórnmáladeiMar þess, í Brússel fyrir skömmu, sagði hann, að menn skyldu ekki halda að Tékkóslóvakía væri lokaþátturinn í útþenslu- stefnu rússnesku kommúnist- anna í Austur Evrópu nú, held ur væri hér um að ræða upp- haf nýrra aðgerða. Að öllum líkindum kæmi röðin að Rú- meníu — og hvað um Júgósla- víu? Djilas, sem veit lengra nefi sínu, fullyrðir að innrás í Júgósíavíu sé nánast óumflýj- anleg. Og sömu ályktanir mætti draga af ummælum Titos í þess ari viku, svo að ekki virðast orð Janieke út í hött. í samtali okkar Jan- ickes (hann kom hingað á ráð- herrafund NATOS í sumar) lagði hann áherzlu á að menn gerðu sér grein fyrir að hlut- verki Atlantshafsbandalagsins er síður en svo lokið, og ættu atburðir síðustu mánaða að taka af allan vafa um áfram- haldandi nauðsyn þess. En ó- neitanlega ríkti óvissa um fram- tíð þess, nú þegar bandalags- ríkin gætu sagt upp aðild sinni hvenær sem væri, með tiltöhi- lega litlum fyrirvara. Virt- ist hann hafa af þessu tölu- verðar áhyggjur, en þar vó á móti vitneskjan um örlagarík áhrif innrásarinnar í Tékkósló- vakíu. Hún hefði opnað augu margra, sem flotið hefðu sof- andi að feigðarósi. I aðalstöðvum Atlantshafs- bandalagsins beindist athyglin auðvitað einkum að innrás So- vétríkjanna og leppríkja þeirra í Tékkóáióvakíu. Sumir hafa haldið því fram, að innrás þessi hafi komið Atlantshafsbanda- laginu í opna skjöMu. En svo er ekki, ef marka má fullyrð- ingar manna í höfuðstöðvunum. Flestir gerðu sér grein fyrir því strax í sumar, að slík inn- rás gæti verið yfirvofandi. Aft- ur á móti kom það á óvart, hve kommúnistaleiðtogununi tókst að leyna áformum sínum, en þó ber þess að gæta að sennilega hefur ákvörðunin um innrásina verið tekin að- eins fáum klukkustundum fyr- ir hana. En mundi sú stað- reynd ekki gefa nokkra hug- mynd um, hversu nauðsynlegt er að vera við öllu búinn, ekki sízt hér á norðurs’lóðum, þar sem rússneskum herskipum hef ur fjölgað stórlega upp á síð- kastið, og þau iðka nú stórveMa tilburði uppi í landsteinum. Atlantshafsbandaíagið hafði fylgzt rækilega með herflutn- ingum og öðru sem benti til inn rásar í Tékkóslóvakíu. En henni var lokið á nokkrum klukkustundum, eða um svipað leyti og Rússar skýrðu Bretum og Bandaríkjamönnum frá henni „eftir diplómatískum leið um“. Það var hið eina sem var diplómatískt við þennan at- burff, sem hefur vakið ótta og kvíða öðru fremur. En þess ber og að gæta að vegalengdirnar á þessum slóðum eru smávægi- 'legar, t.d. ekki lengra frá A- Þýzkalandi tit Prag en sem svar ar bæjarleið. í höfuðstöðvum Atlantshafs- bandalagsins kveður við, að innrásin í Tékkóslóvakíu hafi sýnt svart á hvítu, að málstað- ur bandalagsins sé réttur. Frið- arviðleitni Sovétríkjanna, eins og sumir voru jafnval farnir að kalla utanríkisstefnu þeirra, var farin að bera árangur, slævði a.m.k. árvekni lýðræðis þjóðanma. Enginn vafi er á því að Rússum hefur tekizt á und- anförnum árum að grafa undan Atlantshafsbandalaginu með þessu móti, veikja samheMni bandatagsríkjanna og draga úr a.m.k. pólitískum styrk þess, þótt hernaðarmáttur og virðing hafi eflzt fremur en hitt. Ján- icke lagði áherzlu á að alröng væri sú staðhæfing, sem stund- um hefði heyrzt, að bandalag- ið hefði vaknað af þyrnirósar- svefni við innrásina í Tékkó- slóvakíu. Kiesinger kanslari Vestur Þýzkalands hefði m.a. látið að því liggja, en í höfuð- stöðvunum þarf ekki lengi að hlera mál manna til að heyra þá skoðun, að hann hafi sagt svo margt vitlaust um störf NATOS, að enginn ætti að kippa sér upp við ummæS nans. Jánicke fullyrti að hvorki framkvæmdastjóri bandalags- ins né herforingjar þess hefðu sofið á verðinum. Aftur á móti hefðu stjórnmálamenn í sumum aðildarríkjanna haft tilhneig- ingu til að draga úr árvekni sinni, og þá ekki sízt vegna pólitísks þrýstings innan frá. Vitað er að í staðinn fyrir að vara við útþenslustefnu Rússa og efla árvekni þjóða sinna, hafa hentistefnupólitíkusar í lýðræðisríkjum tekið undir söng ýmissa manna á undanförn um árum um friðarviðleiti Sov étríkjanna og gjörbreytt „and- rúmsloft“ á alþjóðavettvangi. Nú hafa þessir menn hrokkið upp við vondan draum og sjá hæfctuna, sem stafar úr austri. En verið getur, að þeir vakni of seint, næst þegar þeir fá sér tílund. Þó að mér og fteiri hafi fund izt, að Ungverjaland hefði átt að nægja sem áminning öllu sæmilega hugsandi fólki, a.m.k. meðan engar stórvægilegar breytingar voru sýnilegar á þjóðernisstefnu rússnesku kommúnistaleiðtoganna, (og hver aðvörunin rak aðra: Kúba, Sinjavskí og Daníel, Tars- is o. s. frv.), virðast afcburð- irnir í Tékkóslóvakíu hafa verið ýmsum nauðsynleg lexía. Er hörmulegt til þess að vita að ekki dugi minni fórn til að menn haldi vöku sinni. Margir voru að villast af 'leið, voru jafnvel farnir að halda að ekki þyrfti að óbtast ofbeldi úr austri. Og hvað ætli Tékkar sjálfir hafi hugsað? Höfðu það ekki verið Þjóðverj- ar, sem reynzt höfðu Tékkó- slóvökum skeinuhættastir? „Drang nach Osten“ hljómaði enn í eyrum, en ekki öfugt. Hafði ekki jafnvel Jan Masar- yk sagt í New York (í des- ember 1944), að án Rússa væri aldrei hægt að stöðva austur- sókn Þjóðverja. En nú allt í einu var lýðum ljóst að illu andarnir í Evrópu gátu ekki síð- ur komið úr austri. Hitt er aftur á móti athygl- isvert að „Drang nach Osten“ kom ekki, í reynd, frá heims- vaMasininum — he'ldur hinum kommúnísku „bræðrum“ í Aust ur-Þýzkalandi. Þeir höfðu tekið við, þar sem Hitler sleppti: Það hefur verið beizkur sopi mörg- um sæmilega hugsandi kommún istum. Kannski sá sopinn sem var nauðsynlegur til að menn gætu áttað sig á — að það er eitur í bikarnum. A.m.k. hefur mörgum svelgzt rækilega á. Líklega télst það til eins dæma í sögunni að hernumið land eins og Austur Þýzka- land (þar eru 20 rússnesk her- fylki) eigi aðild að innrás í banda'lagsríki. Ein af ástæðunum fyrir inn- rás Rússa og fytgiríkja þeirra í Tékkóslóvakíu heyrði ég í höf- uðstöðvum Atlantshafsbanda- lagsins að væri sú, að ferða- mannastraumurinn milli Vestur Þýzkalands og Tékkóslóvakíu hefði gerbreytt viðhorfum Tékkóslóvaka og sýnt þeim svart á hvítu, að ekki væri allt satt sem þeim hafði verið sagt um vesturveldin. Tékkóslóvakar heyrðu sannleikann um Vestur Þýzkaland, þeir sáu þar sjálfir lýðræði í sköpun. A'ltt tal Rússa um heimsveldasinna og nasizta á Vesturlöndum koðn- aði niður við nánari samskipti Tékka og Vestur Þjóðverja. Af þessu hafi Rússum þótt sér mest hætta búin. Eins og allir vita þolir kommúnisminn sízt af öllu sannleika. Hvað gæti ekki gerzt, ef hann færi eins og eld- ur í sinu um allt ríki kommún- ismans? Við skulum setja okk- ur í spor Bréznevs og Kosygins, áður en við svörum. Þá skýr- ist málið. En auðvitað síast sannleik- urinn smám saman inn fyrir járntjatdið. Kannski lifum við þá stund að veldi kommúnism- ans hrynji, kannski ekki. Þús- und ára ríki Hitlers var enn á fyrsta tugnum, þegar það var lagt að velli. Kommúnisminn er lífseigari, þótt hrörnunarmerki blasi alls staðar við. Dubcek var áreiðanlega eini maðurinn í heiminum sem gat bjargað honum, með því að sannfæra okkur um að lýðræðislegur sósí- alismi (kommúnismi?) væri ekki í andstöðu við lýðræði og mannréttindi. Rússar og Ui- bricht þóttust vita betur. Þeir sögðu: Það er að kvikna í hús inu, við verðum að senda álökkvilið á vettvang. En það var ekki slökkvilið sem kom, heldur brunalið. Max Frisch hafði rétt fyrir sér í „Bieder- mann og brennuvörgunum“, enda er verk hans byggt á þeim atburðum, er Banes forseti tók kommúnista inn í ríkisstjórn sína. Biedermann vonast til að hægt sé að halda aftur af brennuvörgunum með gæs og rauðkáli. Benes reyndi einnig að halda þeim í skefjum, en það fór eins og í leikritinu. Skáldin háfa stundum rétt fyr- ir sér. Biedermann vaknaði í helvíti. Einræðisherrar gera, að því er virðist óumflýjanlegar kór- villur fyrr eða síðar. Auðvit- að með misjöfnum afleiðingum. í aðalstöðvum Atlantshafs- bandalagsins virðast menn sam máía um, að þeiir sem nú ráða ríkjum í Kreml, séu harðsvír- aðir kaldhyggjumenn og gall- harðir þjóðernissinnar, sem svífast einskis. Ætli það sé ný bóla — eða kemur það ein- hverjum á óvart? Harla athyglisvert er að ferðast um Evrópu um þessar mundir. Ég átti þess meðal ann- ars kost að koma að markalín- unni milli Vestur og Austur- Þýzkalands, skammt austan við Lubeck. Þar er ástandið líkast skotgrafahernaði: Varðturnar, jarðvígi, steyptar gryfjur, jarð sprengjur, og næst markalín- unni óplægður akur tií að vitna um spor væntanlegra fórnar- dýra. Tiltölulega fáir flýja nú frá Austur Þýzkalandi til vest- urhlutans, enda óðs manns æði eins og nú háttar. Svo vel bún- ir vopnum eru austur-þýzkir landamæraverðir, svo miklar hindranir eru á vegi flótta- manns. Ég sá austur-þýzku her mennina (þeir eru alltaf þrír saman af skiljantegum ástæð- um) koma út úr runnum og skóglendi, þeir beindu að okkur kíkjum, þeir voru að vonum ve'l vopnaðir. Frá því ég var í Berlín 1953, hafði sem sagt ekk- ert gerzt. Hvað á þessi ísöld eiginlega að standa lengi, spyr maður sjálfan sig, ósjálfrátt. Sumir Austur-Þjóðverjar eru hreyknir af sínu kerfi og vilja vernda það, sagði Vestur-Þjóð- verji við mig. Þeir þekkja ekki annað. Við eigum að afskrifa þá. Við tölum að vísu sömu tungu, samt skiljum við ekki hvorir aðra. Það erum við sem, að þeirra dómi, erum arftakar Hitlers. Þannig reyna þeir að kaupa samvizku sinni frið. En þó eru flestir þeirrar skoð unar, að mikill meirihtuti A- Þjóðverja séu óánægðir og þreyttir á ógnarstjórn kommún ista. Harðstjórar þeirra hafi safnað glóðum elds að höfði sér. Við sjáum þess oft dæmi að frelsisþráin frá 1953 er síður en svo kulnuð. Jafnvel í A-Þýzka- landi voru mótmælaaðgerðir vegna innrásarinnar í Tékkósló- vakíu. Mundi það ekki segja sína sögu. Við skulum gera okkur grein fyrir að Þýzkalandsmálið er flókið og vandmeðfarið. Það verður ekki leyst á augabragði. Vesturveldin hafa ekki hatdið mjög fast við kröfuna um sam- einingu Þýzkalands, sumir virð ast jafnvel beinlínis hugsa með hryl'lingi tíl slíkrar sameining- ar, minnugir þeirra spora sem Þjóðverjar hafa skilið eftir sig í sögu þessarar aldar. Fulltrúi flokks kristilegra demókrata, sem ég átti viðræður við í Bonn, Merkatze fyrrum ráð- herra, gat þess líka að ein af ástæðunum fyrir því að flokk- ur Von Thaddens hefði náð nokkrum árangri, væri sú, að bandamenn Þjóðverja hefðu ekki staðið með þeim eins og skytdi, og mörgum hefði því þótt þeir slakir í kröfunni um sameindngu Þýzkalands. Sú krafa hefði alltaf verið einn af meginþáttunum í stefnu Kristi- lega demókrataflokksina, enda sprottin af djúpri þrá í brjósti þjóðarinnar. Auðvit- að er tómt mál að tala um sameiningu Þýzkalands, meðan stefna Sovétríkjanna er sú, sem raun ber vitni. Engum dettur í alvöru í hug að ástæða sé til að leggja hálfan eða allanheim inn í rúst vegna sameiningar Þýzkalands. Þjóðverjar eiga ekki þá ávísun, hvorki á einn né annan. Samt hljótum við að viðurkenna að eðlilegt sé að þróunin stefni í þá átt. Að öðr- um kosti verður Evrópa æ hættulegri púðurtunna. En hvað sem öllu þessu líð- ur er eitt víst, að ef nokkur þjóð er þess fullviss að hún á líf sitt undir styrk Atlantshafs- bandalagsins og vernd Banda- ríkjanna, þá eru það Vestur- Þjóðverjar. Og þeir, sem áður voru á báðum áttum, hafa nú sannfærzt um, að án NATO væri stöðug hætta á innráa kommúnista í landið, að án NATO hefðu Rússar ekki stöðv að innrásarher sinn við tékk- nesk-þýzku landamærin. Það sýndi ekki sízt yfirlýsing þeirra um rétt Bandamanna til í’hlutun ar í innanríkismál óvinaríkis, ef þeim þætti ástæða til — og í því sambandi vísað í stofnskrá S.Þ. Auðvitað tóku Þjóðverjar þessar ögranir til sín. Þær verða ekki til að minnka spenn- una í Evrópu. En það, sem yfir- menn Atlantshafsbandalagsins hafa nú mestar áhyggjur af, er sá möguleiki, að Rússar láti tfl skarar skríða og taki Vestur- Berlín. Hvernig ætti — eða öllu heldur mundu — Vestur- veldin og Atlantshafsbandatag- ið bregðast við? Brosio hefur af þessu hvað þyngstar áhyggj ur um þessar mundir. En hverjum dettur í hug að taka Berlínar hefði annað í för með sér en hernaðarátök — og þá sennilega heimsstyrjöld. „Ich bin ein Berliner“, sagði Kennedy forseti. Við erum öll, sem trúum á lýðræði og mann- réttindi — „ein Berliner". Það ættu Rússar að vita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.