Morgunblaðið - 26.10.1968, Page 14

Morgunblaðið - 26.10.1968, Page 14
14 MORGrUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. OKTÓBBR 1068 JNwgtnifrlftfrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstj órnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgrei'ðslfi Auglýsingar Áskriftargjald kr. 130.00 í lausasölu Hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjiarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson, Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 8.00 eintakið. BOÐSKAPUR FJAR- LA GARÆÐUNNAR l/'jarni fjárlagaræðu Magn- úsar Jónssonar á Alþingi sl. fimmtudagskvöld var þessi boðskapur: „Verði undirstöðuatvinnu- Vegum þjóðarinnar, og þá fyrst og fremst útflutnings- framleiðslunni, ekki komið á eðlilegan rekstrargrundvöll, þá blasir það við, sem er voðalegra en allt annað, at- vinnuleysið“. Þetta er hinn einfaldi sannleikur um eðli vanda- mála okkar í dag. Ef útflutn- . ingsframleiðslunni verður ekki skapaður nýr og heil- brigður rekstrargrundvöllur þá er það um tómt mál að tala að tryggja afkomu- og atvinnuöryggi í landinu. Við íslendingar eigum því ekki annarra kosta völ en að snúast af raunsæi og festu gegn erfiðleikunum og skapa okkur möguleika góðra lífs- kjara og áframhaldandi upp- byggingar í landinu, eða að slá undan, bogna fyrir stund- arandbyr og leiða yfir okkur atvinnuleysi og ófyrirsjáan- leg vandræði. Engin ástæða er til þess að ætla annað en að mikill meirihluti þjóðarinnar muni velja fyrri kostinn. Það er líka í raun og sannleika eini kosturinn, sem er þjóðinni samboðinn. Margvíslegar upplýsingar fólust í ræðu fjármálaráð- herra. Hann upplýsti meðal annars að verulegur greiðslu halli hafi orðið hjá ríkissjóði á árinu 1967 og líklegt væri að rekstrarhalli ríkissjóðs yrði á þessu ári að minnsta kosti 300 milljónir króna. Ríkissjóður hefur orðið að taka á sig margvíslegar skuldbindingar á þessu ári, til að halda atvinnuvegunum í gangi og telja má líklegt að á næstunni verði óhjákvæmi- legt að tryggja aukið fjár- magn til þess að koma í veg fyrir að fjöldi atvinnutækja stöðvist og almennt atvinnu- leysi skapizt víðsvegar um land. Það 6r vissulega rétt, sem fjármálaráðherra sagði, að hér er um að ræða stórfelld- ustu efnahagsörðugleika, sem yfir þessa þjóð hafa komið um áratuga skeið. En þótt þjóðin sé vön góð- æri og velmegun man þó fjöldi fólks ennþá kreppu- ástandið á árunum 1930—40. Þá voru atvinnutæki lands- manna léleg og úr sér geng- in. Þá ríkti atvinnuleysi víðs- vegar um land mánuðum saman á hverju ári. Opinber- ar framkvæmdir voru þá sáralitlar og þjóðlífið allt fá- brotið og frumstætt. Nú eiga landsmenn stórvirk og glæsi- leg framleiðslutæki. Tækni og vísindi hafa verið tekin í þjónustu bjargræðisveganna. Möguleikarnir til þess að snúast gegn erfiðleikunum og sigrast á þeim eru því margfallt meiri nú en nokkru sinni fyrr í sögu þessarar þjóðar. Sá lærdómur, sem draga verður af boðskap fjárlaga- ræðunnar hlýtur þess vegna að vera þessi: Þing og stjórn verður að snúast gegn erfiðleikunum af festu og manndómi. Það verður að gera það sem gera þarf til þess að skapa nýjan og traustari grundvöll bjargræðisveganna. Það er stærsta hagsmunamál ís- lenzku þjóðarinnar í dag. 1800 STÚDENTAR ¥ dag er Háskóli íslands sett- 4 ur við hátíðlega athöfn. Innan vébanda hans munu í vetur stunda nám um 1300 stúdentar. Erlendis munu stunda nám um 500 íslenzk- ir stúdentar. Samtals eru þá við nám um þessar mundir um 1800 íslenzkir stúdentar. Þetta er stór og glæsilegur hópur, sem miklar vonir eru tengdar við. Á miklu veltur að reynt sé að búa eins vel að þessu unga fólki eins og þjóðfélagið hefur frekast efni á. Æskan er ókomna tímans von. Hið íslenzka þjóðfélag bíður eftir því að hinir ungu stúdentar ljúki námi og taki til starfa á hin- um ýmsu sviðum þjóðlífsins. Mikill skortur er hér á sér- menntuðu fólki. Læknaskort- ur er tilfinnanlegur og ein- stakir landshlutar standa frammi fyrir hreinum vand- ræðum af þeim sökum. Veru- legur skortur hefur einnig verið á kennurum undanfar- in ár, þótt það sé ekki eins tilfinnanlegt nú og stundum áður. Háskóli íslands er æðsta menntastofnun þjóðarinnar. Frá honum hafa komið marg- ir frábærir menn, sem reynst hafa þjóð sinni vel og drengi- lega. Mun svo enn verða. En Háskólinn má aldrei standa í stað. Hann verður að hafa möguleika til þess að táka stöðugum þroska og mæta K s CT 3 ÞUNCAR REFSINGAR FYRIR EINKAFRAMTAK Erfiðlega gengur að ráða niðurlögum „svindlara og gróðabrallara" í föðurlandi sósialismans Moskvu. — SOVÉZKA tímaritið „Morg- unroðinn“ greindi nýlega frá því, hvernig „Ráðuneyti bar- áttunnar gegn ránum frá hinu sósíalístíska ríki“ hafi komið upp um svindl í vefnaðarvöru verzlun í Októbergötu, en upp komst að verzlunin hafði selt loðkápur á hinum frjálsa markaði í samvinnu við verk- smiðju eina. Lærdómur sá, sem af frásögn tímaritsins má draga, er að orðið hagnaðar- von er enn ljótt orð í Sovét- ríkjunum og að mikil and- staða ríkir gegn öllu fráhvarfi frá hinum viðtekna áætlun- arbúskap. Umræd’d viðskipti höfðu verið mjög ábatasöm fyrir alla þá aðiia, sem nærri þeim komiu. Maður eiinin í verk- smiðjunni, sem framleiddi loðkápurnar — eiin stærsta verksmiðja Georgíu — sá um að verzilunin fékk afgreiddar kápur, sem ekki voru færðar inn á eyðublöð ríkisinis. Bíl- stjóri einn fékk væna greiðslu fyrir að flytja vörumar til verzlunarinnar. Samkvæmt samkomulagi fengu starfs- menn •venksmiðjunnar 25% af hagnaðinum og þeir, sem störfuðu í verzluninni sjálfri, 75%. Þetta „einkaframtak" — en í Sovétríkjunum gengur þess hátar undir nafninu brask — endaði með því , að verk- smiðjustjórinn var dæmdur í 13 ára fangelsi, framleiðslu- stjórinn og yfirmaður verzl- unarinnar fengu 12 ár, fjórir menn voru dæmdir í 10 ára fangelsi og margir aðrir, þar á meðal mangir verkamenn í verksmiðjun’ni, hlutu lengri eða skemmri fangelisisdóma. En áður en dómar féllu í málum þessum, bar ýmislegt f leira til. , ,Morgunroðinn“ skrifaði, að þetta „væri jafn- igott og leyn ilögreglusaga.“ Braskið teygði sig víðar, m. a. til Bafcu, þangað sem hráefnið var sótt. Verksmiðj- an í Tiblis annaðist framleiðsl una og eftir öllum sólarmerkj um að dæma var það ekki að- eins verzilunin við Október- götu í höfuðborg Geongíu, sem séð haifði um söluna, sífellt auknum kröfum, sem gerðar eru á hendur honum og því unga fólki, sem sækir til hans menntun og mátt. Margvíslegar umbætur hafa verið unnar við Háskóla ís- lands á síðustu árum. Þó bendir margt til þess, að stór- átök þurfi að gera þar á næstu árum. SJÁLFS ER HÖND- IN HOLLUST CJaltfiskframleiðendur telja ^ að sjálfs sé höndin holl- ust í sölu- og markaðsmálum. Á aðalfundi SÍF, var felld heldur ýmsir aðrir aðilar einnig.“ Er endurskoðendurnir frá „Ráðuneyti baráttumnar gegn ránum frá hinu sósíalíska ríki“, rannsökuðu plöggin, isýndi það sig að aðeims þessi eina verzlun 'hafði selt vörur á einkamairkaðnum fyrir nær 6 milljónir ísl. króna. Monguinroðinn sagði, að verksmiðjan, sem loðkápurn- ar framleiddi, hefði lengi ver- um, þ .e. laun sín frá ríkinu og síðan önnur „sem voru mörgum sinnum meiri“, að því er Morgunroðinn segir. Umframframleiðslan jókst með aiU’kiinni framleiðslu og miililiðurinn, Fjodor Avaldze, greiddi stöðugt hærri og hærri arð til yfirmanna og verkamanna. Eftirleifcurinn átiti sér stað fyrir hæstarétti í Tiblis og refsingin fyrir þetta frjálsa ið álitin gamaldags. Hún fram lieiddi lamgt undir því, sem áætlanir gerðu ráð fyrir og vörugæðin voru léleg. Síðan komu til nýir og yngri starfs- kraiftar. f»eir höfðu niumið við tækniskólann í Geongíu og brátt jókst starfsemin og vöru gæðin bötnuðu. Nýjar vélar voru pantaðar. Hinir umgu nýsköpumar- menn komust brátt að því, að hægt var að auka framleiðsl- una og þar með afraksturinn. Menn litu s vo á, að ef aukn- , um afrakstri værí deiit meðal verkamannanna mundu þeir fá aukinn áhuga á því að herða enn róðurinn og fram- leiða ennþá meira. Ætlunin var, að opinberlega yrði fylgt framleiðsliuáætluninni, en framleitt yrði með leynd enn raeira og umframframleiðsl- an seld á hinum frjálsa mark- aði. Áranguri'nn varð sá, að þeir, sem hlut áttu að máli, fengu laun greidd á tveimur stöð- með nær öllum atkvæðum tillaga um að heimila fleir- um en SÍF útflutning á salt- físki. Framámenn samtak- anna bentu á reynsluna í þessum efnum og töldu hana sanna, að óhyggilegt væri að rjúfa samtök framleiðenda. Sem betur fer eru horfur allgóðar um sölu á íslenzk- um saltfiski um þessar mund ir. Saltfiskframleiðslan í ár hefur orðið 60% meiri en á sama tíma á sl. ári, og segja má, að salan hafi gengið vel. Saltfiskurinn var um langt skeið aðalútflutningsvara okkar íslendinga. Því fer víðs fjarri að þessi verkun- framtak varð ströng. Þaninig urðu hin réttmætu ©ndalok á sögun'ni um siðferðilega hnign un hinina uragu sérfræðiinga, sagði Morgunroði'nin. Þessi saga hefði naumais't verið gerð opiinber ef hún efcki ætti að flytja ákveðinn boð- skap. Hún minnir á réttar- höld, sem fram fóru fyrir meira en ári gegn yfirmanni samyrkjubús eins, sem var í mjög slæmu ásigkomulagi og á eftir tímanum, er hann tók við reksitri þess. Skuldir þess námu 300,000 rúbluim, verka- menniirn'i r höfðu sultarlaun. Samyrkjubústjórinn fékk leyfi tl þess að byggja iitla verk- smiðju og árangurinn varð sá, að hafizt var handa um að framleiða ýmis raftæki úr málmafgöngum og ónotihæf- um marmia'raplötum. Pantanir streymdu að frá nærliggjandi samyrkjubúum, orðrómurinn um einikaframtakið á þessu samyrkjubúi breiddist út, Framhald á bls. 27 araðferð sé úrelt orðin. Þvert á móti getur hún bjargað miklu þegar verðlag lækkar á frystum fiskafurðum. En hinar ýmsu verkunarað'ferð- ir fisks verða að haldast í hendur. Nauðsynlegt er að gera fiskverkunina sem fjöl- breytilegasta. Og umfram allt verður að leggja höfuð- áherzlu á vöruvöndun. Á því hlýtur aðstaða okkar á er- lendum mörkuðum að velta að verulegu leyti. Samtök framleiðenda og ríkisvaldið verða svo að leggjast á eitt um ofluga sókn í markaðs- málum okkar. Á því sviði má einskis láta ófreistað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.