Morgunblaðið - 26.10.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARÐAGUR 26. OKTÓBER 1968
19
Unga stúlkan fremst á myndinni var ein af ræðumönnu^
kvöldsins. Hluti kórsins á bak við.
- ÆSKULYÐSVIKA
Framhald af bls. 20
Kristilegra skólasamtaka, —
KSS. — Við röbbuðum stutt
lega við hann um starf sam-
takanna
— Hvert er mar’kmið og
starf ykkar samtaka?
— Markmiðið er: „Skóla-
æskan fyrir Krist“. Starfið fer
aðaliega fram hér í húsi
KFUM og K og á hverjum
laugardegi er sameiginlegur
fundur fyrir pilta og stúlkur.
Þar safnast félagarnir saman
til þess að eiga sameiginlega
stund um þau mál, sem þeim
eru ksérust. Félagarnir eru úr
öllum framhaldsskólum borg-
arinnar og þeir kjósa sér
stjórn úr hópnum.
Sigurbjörn Sveinsson.
Einu sinni á vetri er hald-
inn útbreiðslufundur, þar
sem öllum framhaldsskóla-
nemum í Reykjavík og n'á-
grenni er boðið á sérstakan
fund til þess að kynnast starfi
samtakanna. Einnig eru
haldnir kynningarfundir í
nok'krum gagnfræðaskólum
borgarinnar og svo hefur t.d.
nýlega verið í Réttarholts- og
Hagaskóla.
Þá má ef til vill segja að
hápunktur starfsins sé þegar
haldið er kristilegt skólamót
yfir 'bænadagana og það mót
er í Vatnaskógi. Aðalmark-
miðið með því er, að boða
Guðs orð og þar hafa margir
unglingar átt sínar mestu
ánægjustundir í lífinu. Þarna
er mikið sungið, að góðra fs-
lendinga sið.
Sumarstarfið er aðallega
fólgið í því að haldnir eru
biblíulestrar á hverju föstu-
dagskvöldi, en þar er venju-
lega tekið fyrir visst efni eða
rit í Biíblíunni í ákveðinn
tíma. Á þann hátt reynum við
að skilja Biblíuna sem bezt
með aðstoð okkur eldri
manna.
Við notum auðvitað tím-
ann, þegar vel viðrar og för-
um í hópferðir til náttúru-
skoðunar.
Við endum síðan starfsárið
með öðru skólamóti á haustin,
en einnig kemur ársrit sam-
tákanna út á haustin, yfir-
leitt, en það heitir Kristilegt
skólablað, og er nú nýkomið
út. í því er t.d. grein um
Cliff Richard og hans kristi-
lega starf, svipmyndir frá
stai'ii Kristilegra skólasam-
taka o.m.fl., sem varðar unga
fólkið.
,,Viljum tá sem
flesta til starfa"
Jón Dalbú Hróbjartsson er
kórformaður æskulýðskórsins
í KFUM og K og hann starf-
ar einnig mikið á öðrum svið
um félagsstarfseminnar. Við
röbbuðum stuttlega við Jón
um kórinn og æskulýðsstarf-
ið almennt:
— Æskulýðskórinn hefur
fastar æfingar einu sinni í
viku og alls eru um 40 ung-
lingar í kórnum. Við syngjum
íslenzk lög, dönsk, norsk og
sænsk og einnig ensk og am-
erísk og þá m.a. negralög.
Lögin eru öll með kristileg-
um textum. Kórinn syngur á
æskulýðssamkomum og al-
mennum samkomum og svo
þar, sem hann er beðinn að
syngja, en til þess hefur hann
farið í ferðir út á land.
Stjórnandi kórsins í vetur er
Geirlaugur Árnason, en hann
tók við af stofnandanum,
Kristínu Þór. Þá starfar einn-
ig blandaður kór og kvenna-
kór, svoi og margir smærri
sönghópar.
Þættir starfsins í heild
byggjast á barna- og unglinga
starfinu, sem hefur aðstöðu á
6 stöðum í borginni og Kópa-
vogi.
Sérstök aðaldeild, sem í eru
félagar eldri en 17 ára, hefur
sjálfstæða fundi og svo eru
almennar samkomur á sunnu-
dögum árið um kring.
Á sumrin rekur félagið svo
sumarbúðastarf fyrir börn og
unglinga í Vatnaskógi og
Vindáshlíð.
— Er æskulýðsvikan, sem
nú stendur yfir, fastur liður
í starfinu?
— Já, æskulýðsvikan er
fastur liður og þá eru sam-
komur á hverju kvöldi í eina
viku. Samkomurnar eru mið-
aðar við hæfi ungs fólks, það
er margt ungt fólk, sem tek-
ur til máls og það er mikið
sungið.
Allt starfið í KPUM og K
er sjálfboðastarf og nýtur fé-
lagið engra fjárhagslegra
styrkja frá því opinbera.
Unga fólkið í félögunum er
mjög áhugasamt í starfinu og
eyðir flestum sínum frístund
um í kristilega starfið. Unga
fólkið heldur hópinn í fjöl-
þættri starfsemi og unir sér
vel í því starfi. Það er ávallt
markimiðið að fá sem flest
ungt fólk til þess að kynnast
starfi þessara kristilegu fél-
laga og kynnast þeim boð-
skap, sem þau byggja á og við
viljum fá eins marga og hægt
er til þess að starfa með okk-
ur.
Það er rétt að taka fram að
félögin eru ekki sértrúarfé-
lÖg, heldur félög leikmanna
innan íslenzku þjóðkirkjunn-
ar.
Við vonum að sem flest
ungt fólk sjái sér fært að
kynnast starfi okkar og starfa
með okkur að því að vinna
æskuna fyrir Krist.
— Á. J.
israelsk listakona gest
ur T ónlistarf élagsins
ÍSRAELSKA listakonan Hadassa
Schwimmer píanóleikari kemur
hingað tii Reykjavíkur nú um
helgina og heldur tónleika á
vegum Tónlistarfélagsins n.k.
mánudags- og þriðjudagskvöld
kl. 7 í Austurbæjarbíói.
Á efnisskránni eru verk eftir
Haydn, Chopin, Bela Bartok og
Pranz Liszt.
Eins og fyrr getur er Hadassa
Schwimmer ættúð frá ísrael, hún
NANCY-bækurnar eru eftirlætis-
bækur allra ungra stúlkna. —
■ HÚSSTJÓRNARBÓKIN
sparar yður tíma og peninga.
Jóna bjargar vinum sínum heitir
nýja bókin um Jónu. — En nýja
PÉTUR MOST-bókin heitir Pétur
stýrimaður. — Spennandi bók.
er fædd í Tel Aviv og þar byrj-
aði hún 6 ára gömul að læra
píanóspil. Tólf ára gömul hélt
hún fyrstu tónleika sína í ísra-
elska útvarpið og sama ár lék
hún opinberlega með hljómsveit
um. Hún lauk burtfararprófi í
píanóspili frá Tónlistarakademí-
imni í Tel Aviv. Þar næst fór
Hadassa Schwimmer til Briissel
og stundaði þar framhaldsnám í
3 ár á Konúnglega tónjistarskól-
anum í Brússel og lauk þaðan
meistaraprófi með „Premier
prix avec distinction“ í píanó-
spili og kammermúsik. Kennari
hennar var hinn frægi Chopin-
spilari Stefan Askenase. Hún
hefir einnig unnið til verðlauna
fyrir píanóleik sinn bæði í París
og Berlín.
Hadassa Schwimmer hefir
einnig stundað nám hjá Geza
Anda í Luzern og hjá Klaus
Linder í Basel. Hún hefir hald-
ið fjölda tónleika í ýmsum lönd-
um. Nú er hún ráðin píanókenn-
ari við Tónlistarháskólann í
Zúrich í Sviss.
Þessir tónleikar á mánudags-
og þriðjudagskvöld eru haldnir
fyrir styrktarfélag Tónlistarfé-
lagsins, en að þeim loknum muri
Hadassa Shwimmer halda tón-
leika á ísafir'ði og víðar út um
land.
nverfaffundBir
um
aargarmáleffrtij
GEIR HALLGRÍMSSON BORGARSTJÓRi
RODAR TIL FUNDAR UM BORGARMÁL
MEÐ ÍBÚUM SMÁÍBÚÐA- BÚSTAÐA-
HÁALEITIS- OG FOSSVOGSHVERFIS
SUNNUDAGINN 27. OKT. KL. 3 E.H.
í DANSSAL HERMANNS RAGNARS í
MIDBÆ VIÐ HÁALEITISBRAUT
Borgarstjóri flytur ræðu á fundinum um borgarmálefni almennt og um
málefni hverfisins og svarar munnlegum og skriflegum fyrirspurnum
fundargesta. Fundarstjóri verður Hilmar Guðlaugsson, múrari og fundar-
ritari Arnfinnur Jónsson, kennari.
(Fundarhverfið er öll byggð milli Kringlumýrarbrautar og Elliðaáa, sem
takmarkast af Suðurlandsbraut í norður og b æjarmörkum Kópavogs og
Breiðholti í suður).
Reykvikingar |
Sækjum
borgarmálaiundina