Morgunblaðið - 26.10.1968, Síða 16

Morgunblaðið - 26.10.1968, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1968 Ferming á morgun BÚSTAÐAPRESTAKALL Ferming í Kópavofskirkju sunnu daginn 27. október kl. 2. Prestur séra Ólafur Skúlason. STÚLKUR: Ásta María Skúladóttir, Rauðagerði 56 Bryndís Snorradótcir. Breiðagerði 29 Geirlaug Ingibergsdóttir, Grensás- vegi 56 Jónína Guðrún Ha’ldórsdóttir, Ásenda 14 Sigríður Guðmundsdóttir, Steinagerði 9 Sigurlaug Jósepsdóttir, Réttar- holtsvegi 41 Steinunn Þrúður Hlynsdóttir, Bugðulæk 7 Steinunn Þórisdóttir. Melgerði 12 Svava Oddný Ásgeirsdóttir, Brúnalandi 11 Unnur Ólafsdóttir, Langagerði 94 PILTAR: Ásgeir Guðmundsson, Heiðarbæ 2 Garðar Baldvinsson. Ásgarði 141 Gísli Arnar Gunnarsson, Teiga- gerði 9 Karl Ottó Karlsson, Tunguvegi 52 Lárus Björnsson, Fossvogsbletti 6 Lárus Róbertsson, Hólmgarði 25 Ragnar Ásbjörn Guðmundsson, Grensásvegi 60 Ragnar Sigurðsson, Teigagerði 12 Sigurður Markús Sigurðsson, Skógargerði 5 Snæbjörn Stefánsson, Sogavegi 210 Steinar Gíslason, Háagerði 73 Úlfar Garðar Rafnsson, Ásgarði 143 Þorsteinn Jónsson, Langagerði 4 ÁSPRESTAKALL: Sr. Grímur Grímsson. Ferming í Langarneskirkju sunnudaginn 27. október kl. 2. Hanna Jóhannsdóttir, Skipasundi 14. Þóra Björk Jónsdóttir, Vesturbrún 12. Fermlng ■ Laugarneskirkju sunnu- daginn 27. okt. kl. 10 30 f.h. Prestur: Séra Garðar Svavarsson STÚLKUR: Ástríður Ebba Ragnarsdóttir, Meistaravöllum 21. Guðbjörg Aðalheiður Haraldsdóttir Hraunteig 24. Ragna Sigríður Kjartansdóttir, Kirkjuteig 18. DRENGIR: Bergþór Smári Óskarsson, Karfavog 13 Bjami Kristmundsson, Smálandsbraut 3 Björgvin Valdimarsson, Laugateig 5 Gunnar Larsson, Silfurteig 6 Sveinbjörn Egilsson, Kleppsv. 66 Þór Vigfússon, Hvammsgerði 12 Þórir Bjarnason, Kleppsveg 76 Ferming i Dómkirkjunni kl. 11 Séra Jón Auðuns. STÚLKUR: Ásdis Hjálmtýsdótíir, Sólvallagötu 33 Sigrún Hjálmtýsdóttir, Sólvallagötu 33 Guðbjörg Hákonardóttir, Grundarstíg 4 Guðmunda Eygló Baldursdóttir, Sogavegi 101 Helga Jónsdóttir, Skriðustekk 31 Margrét Þóra Gunnarsdóttir, Skólavörðustíg 5 Nína Kristín Sverrisdóttir, Grýtubakka 10 Olga Ólafsdóttir, Grýtubakka 4 Steinunn Kristensen, Suðurlandsbraut 74 Þóra Kolbrún Sigurðardóttir, Suðurgötu 35 Þórhildur Árnadóttir, Hamrahlíð 37 DRENGIR: Hallgrímur S. Sveinsson, Hörgshlíð 8 Haraldur öm Jónsson, Bergsstaðastræti 44 fvar Árnason, Eiði 2. v.Nesveg Jóhannes Ámi Bjavnason, Mávahlíð 6 Jón Sigurpálsson, Rauðalæk 8 Sigurður Sigurðsson, Eiríksgötu 21 örn Sigurðsson, Eiríksgötu 21. Ferming í Háteigskirkju sunnu- daginn 27. október kl. 2. Prestur: Séra Jón Þorvarðsson. DRENGIR: Alfreð Adólfsson, Fellsmúla 8 Baldur Þorsteinsson, Þorfinnsg. 14 Guðmundur Þór Ármannsson, Laugavegi 157 Jón Matthíasson, Reynimel 51 Ólafur Þór Jóhannsson, Grýtubakka 18 Óskar Ámi Blomsteiberg, Lambastekk 2 Ragnar Ólafsson, Hörgshlíð 14 Sigurður Ágústsson, Fellsmúla 6 Steingrímur Matthiasson, Reynimel 51 Svavar Jóhannesson, Blönduhlíð 22. STÚLKUR: Anna Guðlaug Ástþórsdóttir, Búlandi 9 Birna Ágústsdóttir, Fellsmúla 6 Elín Mazelma Ryan, Blesugróf 18 Erla Jónsdóttir, Kleppsvegi 72 Guðný Rósa Gísladóttir, Stigahlíð 34 Ingrid Markan, Langholtsvegi 204 Sigurveig Erna Ingólfsdóttir, Drápuhlíð 46 Þóra Jónsdóttir, Rafstöðinni við Elliðaár. Ferming I Frikirkjunni í Reykja vik sunnudaginn 27. október kl. 2. Prestur: Séra Þorsteinn Björnss. STÚLKUR: Aðalheiður Sigríður Valgeirsdóttir - KVENNADÁLKAR Framhald af bls. 8 því, að það hefur óheillavænleg áhrif á líf hennar og heilsu. Allar vel gerðar konur myndu hafa miklu meiri áhuga á að fara vel með fé heimilanna, ef þær fengju að fylgjast með, hvers er aflað og hverju er eytt, og væri leyft að eiga þá hlutdeild í með ferð þess, sem henni ber. Sem betur fer, eru til mörg fyrir- myndar hjóniabönd, þar sem á- gæt samvinna og jafnræði ríkir. Þau eru líka mörg, sem hafa ver ið risjótt og erfið, en loks dregið til fulls skilnings og samkomu- lags svo að til fyrirmyndar hef- ur orðið. Hamingjunni sé lof, að slík ævintýri gerast. En hitt skeður alltof oft, að engu slíku er að fagma. Þær eru ótaldar hús freyjurnar, sem hafa beðið tjón á sálu sinni og líkama, vegna þeirr ar niðurlægingar og andlegrar spennu, sem skapast, þegar henni er misboðið á þann hátt, sem greinin lýsir. Og þær eru líka ótaldar, sem hafa glatað feg urð sinni, reisn og hamingju fyr ir aldur fram af þessum sökum. Þess vegna á greinin heima í riti Um heilbrigðismál. Mörgum finnst danska konan ef tíl vill öfga- full og svæsin í málfærslu sinni. Því miður er hún það ekki. Hjónabönd eru aliltaf að splundr ast og spillast vegna þess að eiginmennirnir gera konur sinar að miklu meiri þrælum heimil- anna en ástæða er til og svifta þær öllu sjálfræði um fjármál sem og flest annað en það að þræla heimilunum, honum og börnunum meðan hann sjálfur leikur lausum hala, hagar störf- um sínum og duttlungum og dekri við sjálfan sig eins og hon um bezt hentar, en sinnir því engu, þó konan standi á þönum allan daginn við að taka á móti honum og börnunum sitt á hverj um tíma og fær aldrei frið til að sinna öðrum heimi'lisstörfum en ala fjölskylduna á mat og drykk. Hitt verður að bíða kvöldsins eða jafnvel næturinn- ar. Tilhögun skólanna á sinn þátt í þessu með börnin, og er hreinasta ólán og illa hafandi. En börnin eiga ekki sök á því. Það er allt öðrum og öðru um að kenna. Um eiginmennina gildir í flest um tilfellum alít öðru máli. Það er hrein undantekning að þeir geti ekki hagað störfum sínum þannig, að virða fasta matmáls- tíma og hlífa konunni þannig við miklum erfiðleikum, tíma- eyðslu og niðurbældri gremju. Ástæðan er oftast nær engin önnur en sú, að við, þessir svo- kölluðu eiginmenn, erum eigin- gjarnir, heimskir og illa vandir. Heimskir að sjá ekki, hvað illt við gerum sjáífum okkur og allri fjölskyldunni með slíku fram ferði, gefum börnunum skammar legt fordæmi, eyðileggjum ham- ingju og starfsgleði konunnar og leggjum að lokum hjónaband okkar í rústir. Þó margar góðar Sólvallagötu 40, Keflavík Elín Ólafsdóttir, Bræðratungu 32 Kópavogi Elín María Ólafsdóttir, Hvassaleiti 155 Guðbjörg Jóna Guðjónsdóttir, Hraun v. Kringlumýrarveg Guðrún Margrét Valgeirsdóttir, Sólvallagötu 40 Keflavík Hrefna Eyjólfsdótrir, Skipholti 26 Hjördís Pedersen, Skúlagötu 72 Kristín Karólína Karlsdóttir, Bergstaðastræti 30 Ólína Magný Brynjólfsdóttir, Kleppsvegi 76 DRENGIR: Björgvin Grétar Guðmundsson, Baldursgötu 26 Brjánn Bjamason, Meistarav. 5 Börkur Helgi Sigu'ðsson, Háaleitisbraut 51 Emil Gunnar Guðmundsson, Nesvegi 76 Hjálmar Kristinn Aðalsteinsson, Sólvallagötu 27 Kormákur Eiríksson Fossvogsbletti 3 Júlíus Sigmundsson, Hringbraut 58 Sigurður Helgason, Auðbrekku 7 Tómas Eyjólfsson, Skipholti 26 Þórir Baldur Guðmundsson, Baldursgötu 26 Þorvaldur Borgfjörð Gíslason, Grettisgötu 76 konur séu seinþreyttar til vand ræða og vilji halda heimilimu saman og friðinn í lengstu lög, fer þó oft svo, og ég segi sem betur fer, að skyndilega fer deiga járnið að bíta vegna enda lausrar brýn^lu, en þá þýðir ekki að biðja guð að bjarga bóndanum, því það mun vera of seint að iðrast eftir dauðann. Bj. Bj. - MINNINGARORÐ Framhald af bls. 18 og var gæddur fjölhæfum gáf- um eins og hann á-tti kyn til í báðar ættir. Sextn ára fór hann í lýðskólann á Hvítárbakka, og dvaldi þar tvo vetur, lengri gat skólagangan ekki orðið, þó hann kysi sér þess, þvi fé skorti til. Ingvar hlaut ágætan vitnisburð frá skólastjóra og kennurum, próf voru ekki viðhöfð í skólan- um. Um góðan árangur námsins vitnaði og al'lt er Ingvar skrifaði í bundnu sem óbundnu máli. Ingvar Pálsson kvæntist eftir- lifandi konu sinni Signýju Bene- diktsdóttur, árið 1920, og sama ár byrjuðu þau búskap á Eld- járnsstöðum í Blöndudal. Á Eld- járnsstöðum bjuggu þau hjón sex ár, en fluttu þá að Smyrla- bergi á Ásum, en ári'ð 1927 keyptu þau Balaskarð á Laxárdal og fluttu þangað sama ár, og bjuggu þar til hinztu stundar Ingvars. Þegar Ingvar og Signý hófu búskap á Eldjárnsstöðum, með lítinn bústofn, fór í hönd lam- andi fjármálakreppa, er mest hefur orðið á landi hér á þessari öld. En vegna dugnaðar og hygg inda þeirra hjóna þá bjargaðist heimilið án aðstoðar annarsstað- ar frá. Og um tuttugu ára skeið voru kjörin kröpp, en blessun fylgdi hverju handtaki. Ingvar bjó og svo að litla bústofninum, að afurðir hans voru jafnan meiri og betri en almennt þekktist. Balaskai'ð er erfið fjallajörð, en land mikið og kosta rikt. Þegar hagur þeirra Balaskarðs- hjóna rýmkaðizt eftir 1940, byrj aði Ingvar að bæta jörð sína, með ræktun og byggingum. Á sextán ára tímabili reisti hann íbúðarhús, miki'l peningshús og hlöður, úr steinsteypu og járni, allt vandaðar byggingar. Á sama tíma færðí Ingvar túngarðinn út. Túnið á Balaskarði er nú eitt hið stærsta og bezt ræktaða í bygg’ðarlaginu. Sem að líkum lætur voru Ing- vari Pálssyni falin mörg trúnað- arstörf í sveit hans og sýslu. Hann var langt árabil í sveitar- stjórn Vindhælishrepps, hann var í sóknarnefnd um skeið. Árlega var Ingvar kosinn á aðalfundi samvinnufélaganna í Húnaþingi, og um árabil var hann í stjórn Kaupfélags Húnvetninga, reynd- ist Ingvar á þeim vettvangi sem annarsstaðar ötull og farsæll um bótamaður. Var og rómað, að Ingvar veitti hverju góðu máli, eftir getu, brautargengi. í smærri samtökum s. s. ungmennafélag- inu í sveitinni og búnaðarfélag- inu reyndist Ingvar og skeleggur starfskraftur, laðandi unga fólk- ið til þátttöku í þróun félagsmál- anna. Samferðamenn Ingvars Páls- sonar um svið félagsmálanna misstu heilan og hugljúfan fé- laga, er heilsa hans brast, svo hann gat engum störfum sinnt mörg síðustu ár ævi sinnar. En þó líkamshreystin væri niður- brotin, var hugurinn opinn fyrir öllu, sem til heilla horfði heimili hans og samfélaga. Hann þráði bata, svo hann gæti aftur sinnt lífsstarfinu, en sú ósk fékkst ekki uppfyllt. Slíkum manni er mikil þjáning að vera dæmdur úr leik, og skipa sæti í biðsal dauðans um áraskeið. Ingvar Pálsson var ágætur hag yrðingur, þótt fátt hafi birzt eftir hann mun að nokkru hafa valdið eðlisgerð hlédrægni, og hinsveg ar lítill tími til slíkrar andlegrar sköpunar, er vanda þurfti svo honum líkaði. Lýsir hann þessu að nokkru í einu erindi kvæðis- ins, „Bernsku vonir“, er birtizt í Húnvetningaljóðum. Er höfund- urinn hefur sagt ýmsa sína æsku drauma bætir hann við: „Eins ég þráði áð yrkja og skrifa, yndis'legt þá væri að lifa. — Á hátind frægðar helzt að klifa, — ég hafði lesið oft um slíkt. Helzt var mér í huga ríkt að syngja ljóð með svanahljómi svo að þjóðarlofgjörð ómi. Og það var fleira þessu líkt.“ Skólanámið, þó stutt væri, opn aði Ingvari fordyr fagurra bók- mennta og þar gekk hann um Mbl. hafa borizt ályktanir að- alfundar Verzlunarráðs íslands og fara þær hér á eftir. Fríverzlunarbanda- lag Evrópu, EFTA Aðálfundur V.í. 1968 vekur at hygli á þeim óhagstæðu afleið- ingum sem myndum markaðs- bandalaga í Evrópu hefur fyrir útflutningsframleiðsluna og þar með íslenzkan þjóðarbúskap í heild. í því skyni að tryggja hags- muni íslenzkra atvinnuvega tel- ur fundurinn æskiíegt að leitað verði eftir aðild að Fríverzlun- arbandalagi Evrópu, EFTA, svo að úr því fáist skorið með hvaða kjörum ísland gæti gerzt aði’li að bandalaginu. Þá telur fundurinn, að við mat á hugsanlegum tengslum beri að hafa hagsmuni allra at- vinnuvega í huga og hagkvæmni þeirra fyrir íslenzkan þjóðarbú- skap. Verðlagsmál Aðalfundur V.f. 1968 vill enn á ný lýsa yfir þeirri skoðun sinni, að frjáís verðmyndun við nægilegt vöruframboð sé hent- ugasta fyrirkomulag verðlags- má’la og tryggi almenningi hag- stæðust verzlunarkjör. Fundurinn vill vekja athygli á því, að verðlagsákvæði þau, sem nú gilda fyrir verzlunina í landinu, hafi verið sett án nokk urrar rannsóknar á öreifingar- kostnaði og álagningarþörf fyrir tækjanna, og séu því mjög handahófskennd. Fundurinn telur óhjákvæmi- legt að verðíagsákvæðin verði endurskoðuð sem fyrst með hlið- sjón af rekstrarafkomu verzlun arfyrirtækjanna, enda væri ann að ósamrýmanlegt lögum um verð lagsmál, sem kveða á um, að verðlagsákvarðanir allar skuli miða við þörf þeirra fyrirtækja, sem hafa vel skipulagðan og hag kvæman rekstur. Þá vill fundurinn benda á, að við gengisbreytinguna 24. nóv. s.I. og áíagningu innflutnings- gjaldsins 3. sept. s.l. hafi ís- sali, þegar tími gafst til frá önn dagsins, eða hann stytti hvíldar- tímann, hugsjónanna og bókanna vegna. Vfð Ingvar Pálsson áttum lengi samleið á sviði félagsmála. Þegar við fyrstu kynni okkar var mér ljóst, að þar fór drengur góður, enda reyndist svo til ferðaloka. Börn þeirra Ingvars Pálssonar og Signýjar Benediktsdóttur eru: Björg húsfreyja í Keflavík, Ást- mar, bílstjóri, kvæntur á Skaga- strönd, Geirlaug og Elísabet, ó- giftar, heima á Balaskarði. Þær systur hafa unnið heimili for- eldra sinna ómetanlegt gagn, sér staklega eftir að heimilisfaðir- inn varð ófær til vinnu. Auk barna sinna önnuðust Balaskarðshjónin uppeldi Ingvars Björnssonar, er síðast var kenn- ari á Akranesi, en er látinn fyrir nokkrum árum. Var Ingvar Björnsson kennari hjá nafna sín- um og frænda frá sjö ára aldri til fermingar. Var svo kært með þeim frændum, að ekki gat betra verfð, þó um faðir og son hefði verið að ræða. Samhent voru Balaskarðshjón- in um höfðingsskap og risnu alla við gesti, sem að garði bar. Ég, sem þetta rita og kona mín, Helga Jónsdóttir, sendum kveðju í hæðir, og þökkum vini okkar, Ingvari Pálssyni drenglund hans og fölskvalausa vináttu. Við vott um ekkjunni, börnunum og öðr- um ástvinum hins látna hjartan- lega samúð okkar. Ljos minning lifir um mætan dreng. Steingrímur Davíðsson. lenzkum fyrirtækjum verið gert að skyldu að selja birgðir sín- ar undir endurkaupsverði, og á þann hátt hafi þau verið svipt verulegu fjármagni. Því er skor að á rikisstjórnina að hlutast til um, að fyrirtækjum verði bætt tjónið með viðeigandi breytingu á verðlagningarreglum. Aðalfundurinn leggur áherzlu á nauðsyn þess, að sett verði ný löggjöf um verðlagningu, þannig að horfið verði frá úreltu og ó- hagkvæmu prósentuálagningar- kerfi, sem hér hefur lengi tíðk- ast, en í stað þess beitt verð- gæzlu og aðgerðum til að ýta undir samkeppni og sporna gegn viðleiíni til myndunar ein- okunaraðstöðu á íslenzkum markaði. Upplýsingar um lánstraust; notkun tékka og víxla Aðalfundur V.í. 1968 beinir þeim tilmælum til bankanna að þeir taki upp nánara samstarf við Upplýsingaskrifstofu Verzl- unarráðsins í því skyni að bæta og treysta upplýsingar, sem þess ir aðilar gefa um skilvísi og greiðsíugetu íslenzkra fyrir- tækja. Fundurinn varar við þeirri ó- heillaþróun, sem lýsir sér í vax- andi misnotkun tékka og beinir þeim tilmælum til viðskiptabank anna, að þeir viðhafi strangar reglur um notkun tékkareikn- inga og svipti umsvifalaust þá aðila rétti til notkunar þeirra, sem uppvísir verða að slíku at- ferli. Bankarnir geri handhafa tékkanna viðvart þegar í stað, þegar innistæðu vantar. Þá vill fundurinn vekja at hygli á óhóflegum vanskifum víxla og beinir þeirri áskorun til einstaklinga og fyrirtækja að gæta varkárni í fjárskuldbind- ingum og stuðla þannig að þvl að treysta gildi víxla í viðskipt- um. Ennfremur vill fundurinn hvetja til þess, að Upplýsinga- skrifstofa Verzlunarráðsins hefji sem fyrst upplýsingastarfsemi fyrir innlenda íánveitendur, sem Framhald á bls. 27 Ályktanir Verzlunarráds

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.