Morgunblaðið - 30.10.1968, Page 12

Morgunblaðið - 30.10.1968, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1968 Fyrirspurnir og svör á fundi borgarstjóra _ með íbúum Laugarnes- Sunda- Heima- og Vogahveriis A FYRSTA hverfafundi Geirs Hallgrímssonar, borg- arstjóra, í Laugarárbíó sl. laugardag var mikið um fyr- irspurnir um málefni hverf- isins og borgarinnar almennt. Mbl. mun birta allar fyrir- spurnir sem beint er til borg- arstjóra á fundum hans, svo og svör borgarstjóra og fara fyrirspumir og svör á fyrsta fundinum hér á eftir: Gísli Gíslason, Ferjuvogi 15: Er það rétt, sem fram kom í sjónvarpsþætti nú fyrir skömmu og áður hefur komið fram í blaðagreinum, að Reykjavíkur- borg hafi afhent Saltvík á Kjal arnesi unglingum borgarinnar til frjálsra umráða og án eftirlits fullorðinna ábyrgra aðiía. Við fyrirspyrjendur höfum lagt fram tillögu fyrir Æskulýðsráð um að staðurinn verði nýttur í sam- ráði við aðalatvinnuvegi þjóðar- innar, og þar rekin kynningar- stöð fyrir þann síaukna fjölda unglinga er ekki hlýtur ráðn- ingu á vinnumarkaði yfir sum- armánuðina. Höfum við 'lagt til, að þessi starfsfræðsla verði fram kvæmd eftir starfsreglum 4-H. Síðan verði æskulýðsfélögum á borgarsvæðinu og skólum boðin aðstaða til þátttöku. Hvert er álit yðar herra borgarstjóri á þessu máli og hvað líður því? Við höfum borið fram þá til- lögu, að Æskulýðsráð stofni til foreldrafélaga í . hverfum borgar innar, sem hvert á sínu • sviði fylgist með því, sem fyrir börn og unglinga er gert. Styðji það sem vel er gert en sporni í móti óæskilegum gorkúlum. Þessi félög vinni síðan með borgaryfirvöld- um að því er æskunni er holl tómstundaiðja framtíð þjóðar- innar til blessunar. Hvert er álit yðar herra borgarstjóri á þessu máli og sjáið þér ástæðu að vinna að framgangi þess. Borgarstjóri: Ég sá að vísu ekki þennan sjónvarpsþátt, sem á er minnzt í þessum fyrir- spurnum, en vildi taka það fram, að Sattvík hefur ekki verið af- hent einum eða neinum til fullra umráða öðrum en Æskulýðsráði Reykjavíkurborgar. Æskulýðsráð hefur umráð staðarins og ger- ir tillögur um nýtingu hans. Mér er kunnugt um, að Æskulýðsráð telur, að nýting hans hafi ekki verið sem skyldi sumpart vegna þess, að aðstaða hefur verið slök, m.a. hvað snertir drykkjar vatn en úr því hefur verið bætt nú í sumar. En að því er mér skilst hefur Æskulýðsráð þrennt í huga um nýtingu Saltvíkur. f fyrsta lagi heígarskemmtanir fyr ir unglinga, sem sérstaklega var drepið á í umræddum sjónvarps þætti, í öðru lagi samvinna við íþróttafélög um íþróttanámskeið í Saltvík og samvinna við önnur æskulýðsfélög um afnot af staðn um, í þriðja lagi samvinna við þá fyrirspyrjendur Gísla Gísla- son og sr. Sigurð Hauk Guðjóns- son, sem hafa vakið máls í hinni athyglisverðu starfsemi 4—H til þess að treysta tengsl æskunn- ar við atvinnuvegina og at- vinnustarfsemina. Það er mín skoðun og ég hygg, að það verði undir þ áskoðun tekið af Æskulýðsráði að koma beri upp I Saltvík starfsemi í líkingu við starfsemi 4-H félagsskaparins er lendis. Við viljum eiga sem bezt og mest samstarf ekki sízt við fyrirspyrjendurna, sem hafa haft frumkvæði í þessum málum. Þriðja fyrirspurnin er um stofn un foreldrafélaga í hverfum borgarinnar og hlutverk þeirra. Ég tel, að þarna sé drepið á njög athyglisvert mál og það er '.jt.v. Æskulýðsráð borgarinnar 1 heild, sem eitt getur komið upp slíkum foreldraráðum, er taki yfir alla æskulýðsstarfsemi í við komandi hverfum. Við höfum að vísu haft foreldrafélög í skólum. En það sem okkur skiptir mestu í framtíðinni, er að flytja æsku- lýðsstarfsemina út í hverfin, sem og að samræma æskulýðsstarf- semi hinna mismunandi félags- samtaka sem að æskulýðsmálum vinna. Slík samræming má ekki verða á kostnað fjölbreytninn- ar, því að æskan krefst fjöl- breytni. Við verðum að reyna að fá sem mest út úr starfi kirkn anna, safnaðanna, íþróttafélag- anna, skátanna, og skólanna. Það má ekki fella þetta allt sam- an í eitt mót, en það verður að nýta hverja þessa starfsemi á sínu sviði, þannig að unglingar- nir í hverju hverfi finni starfs- vettvang í samræmi við áhuga- mál sín. Og þess vegna held ég, að tillaga þeirra sé athyglisverð, um foreldraráð eða foreídrafé- lög, er væru æskulýðsráði og forráðamönnum þessara ein- stöku æskulýðssamtaka í hverf- unum til ráðuneytis. Ég er því hlynntur og vænti þess, að Æsku lýðsráð ræði möguleika til að koma þeirri hugmynd í fram- kvæmd. Halldór Jónsson: Á gatnamót- um Skeiðarvogs og Elliðavogs er stórt opið svæði, sem Rafmagns veitur ríkisins hafa fyllt með kössum og alls konar drasli, sem ekki hefur verið hreyft árum saman. Má ekki vænta þess að borgin sjái um að þetta verði fjarlægt? Borgarstjóri: Að svo miklu leyti, sem þarna er um að ræða afnot af svæði sem Rafmagns- veitur ríkisins hafa ekki leigu- rétt yfir, þá er sjálfsagt að borg in sjái um fjarlægingu á því. Ef þarna er um að ræða svæði eða lóð, sem Rafmagnsveiturnar hafa á leigu, þá hlýtur og borgin að hafa íhlutunarrétt um hvernig um svæðið er gengið og hreins- unardeild borgarinnar að gera þá athugasemd varðandi um- gengnina. Og skal ég fylgja því eftir hvoru tveggja. Séra Ingólfur Guðmundsson, Laugarásvegi 1: Er gert ráð fyr- ir gagnfræðaskóla með lands- prófs og eða gagnfræðaprófs- kennslu fyrir vesturhluta þessa borgarsvæðis? Borgarstjóri: Eins og stendur og fyrirspyrjanda er kunnugt og er raunar tilefni fyrirspurn- arinnar, þá er það svo, að þriðji og fjórði bekkur gagnfræðaskóla og þar á meðal landsprófsdeild er ekki starfrækt í þessu hverfi nema í Vogaskóla. Þess vegna eru það eingöngu nemendur, sem sótt hafa Langholtsskóla og Vogaskóla, sem geta stundað 3. og 4. bekkjanám í gagnfræða- skóla í hverfinu sjáífu. Nemend ur úr Laugalækjar- og Laugar- nesskóla verða að fara í gagn- fræðaskólann við Lindargötu eða gagnfræðaskólann í Vonar- stræti ef þeir fara í landspróf. Ástæðan til þess hefur hingað til verið sú fyrst og fremst, að ekki hefur verið pláss í skól- unum sjálfum til þess að sjá fyr- ir námi þessara nemenda í 3. og 4. bekk, en ennfremur er ekki unnt eða erfiðleikum bundið að koma á námi í 3. og 4. bekk nema al'lfjölmennur nemendahóp ur sé tií staðar til þess að unnt sé að hafa þá fjölbreytni í náms- greinavali, sem nauðsynleg er á þessu aldursstigi. Það hefur reynzt erfiðleikum háð, þegar skortur er á kennurum á gagn- fræðastigi með fullum kennslu- réttindum að dreifa þessari kennslu of mikið. Og loks hefur það þótt eðlileg nýting á skól- um borgarinnar, að þar sem skól ar eru orðnir rúmgóðir, eins og í miðbænum og austurbænum verði það skólarými notfært og þá er ekki um annað að ræða en að eíztu börnin, sem bezt eiga með að ferðast á milli staða í borginni nýti það rými. Ágrund velli þessara athugasemda mundi ég svara því, að nú í dag eru engar ákveðnar hugmyndir um það, að leysa þetta vanda- mál eða kennslu 3. og 4 bekkjar fyrir vesturhluta þessa hverfis, í hverfinu sjálfu. Þá má segja að vísu, að það rýmkist mjög í Vogaskóla, þegar viðbyggingin er að öllu leyti komin upp og sömuleiðis í Laugalækjarskóla þegar lokið verður við byggingu hans, en tæpast er það þó nóg ef við setjum markið svo hátt að hafa einsett á unglinga og gagn- fræðastigi. Þótt tvísett sé á barnafræðslustigi. Að vísu kæmi til greina að byggja við Laugar- nesskólann þar sem lóð er sæmi- lega rúmgóð. AU lengi hafa ver- ið hugmyndir um að koma upp menntaskóla í þessu hverfi og talað um staðsetningu hans ein- hvers staðar við Suðuhlands- braut, enda er talið heppilegt að hafa menntaskóla fyrir hverja 25 þús. íbúa og samkv. því ættu merr,'i ' Vera þrír í borginni. Sannleik- urinn er líka sá, að þrengsli eru mikil í menntaskólunum. í því sambandi kemur og til greina sú hugmynd, hvort æskilegt sé að hafa einn samfelldan skóla, sem getur útskrifað stúdenta og jafnframt veitt a.m.k. unglinga- og gagnfræðaskólakennálu. En svarið hlýtur að verða það, að á þessu stigi eru önnur verkefni í skólabyggingum sem eru enn meira knýjandi eri verkefni það, sem raunar er fyrir hendi og fyrirspyrjandi bendir á. Viggó M. Maack: Hvað líður barnaheimili eða íeikskóla við enda Sporðagrunns á milli Sporðagrunns og Dalbrautar. Borgarstjóri: Það er rétt hjá fyrirspyrjanda, að þarna er skv. skipulagi gert ráð fyrir leikskóla og hefur lengi verið ætlunin að reisa þar álíkan skóla. Hins veg- ar hafa enn ekki verið teknar ákvarðanir um að hefja bygg- ingu á þessum stað. Þær leik- skólabyggingar, sem nú eru í gangi, eru við Sólheima, í Breið- holti og íoks í Fossvogi, en sá leikskóli verður notaður fyrstu 2-3 árin sem smábarnaskóli. En auk þessa hlýtur að koma að því að staðsetja þurfi líklega fljótlega um 2 leikskóla til við- bótar. Sigmundur Guðnason: Hvern- ig er gangstéttargj ald lagt á húseigendur, þegar gangstétt er aðeins öðru megin. Borgarstjóri: Gangstéttargjöld eru samningsbundin milli borg- aryfirvalda og húseigenda, þar sem um leigulóðir er að ræða en byggt er á lagafyrirmælum, þar sem um eignarlóðir er að ræða. Lóðarhafi greiðir 1/3 kostnaðar við gangstéttargerð og skv. lengdarmetrum lóðar hans við götu. Af þessu leiðir hygg ég, að þeir einir greiða, sem fá gang stétt fyrir framan hús sín. Ef gangstétt er sleppt öðru megin, þá er ekki innheimt gangstétt- argjald hjá þeim. Ingimar Einarsson. Álfheim- um 34. Ég á tvö bom í Lang- holtsskóla og þrjú barna minna hafa verið þar samtímis. Til Vogaskólans þekki ég lítið. Skóla starfið getur verið víðtækara en nám og kennsla og á ég þá við tómstundastarf og skemmtanir og vil ég aðeins í sambandi við hið síðara spyrja þessara spurninga. Er ekki hægt að koma því við að halda dansleiki í Langholts- skólanum fyrir skólanemend- urna 13-15 ára t.d. hálfsmánað- arlega. Þótt unglingar uni sér að jafnaði vel á heimilum sín- um og séu þar velkomnir með vini sína, skilur maður vel þörf þeirra og löngun til hóflegra skemmtana. Mér þykir líklegt, að foreldrar væru refðubúnir að leggja eitthvað af mörkum í sambandi við þetta mál. Mundu t.d. ekki mæður vilja týgja dæt- ur sínar með eitthvað af kök- um eða slíkum kosti á dans- leiki og þannig mætti koma í veg fyrir sæígætisátið. Ég spyr líka, er nokkur nauðsyn ef þessu yrði á komið að hafa dýrar hljómsveitir til að leika fyrir slíkum dansi. Mundu ekki ungl- ingarnir una við hljómlist af plötum, sem mikið úrval er til af, með þekktustu bítla- ogpop hljómsveitum heimsins. Ég vildi heyra álit borgarstjórans á þessu máli. Þá er það hitt mátið. Háloga- landshverfið er geysilega fjöl- býlt og þéttbýlt. Þar eru 8 fjögurra hæða blokkir og við Sólheima þrjú 12 hæða háhýsi. Flest önnur hús í hverfinu eru með þrem eða fjórum íbúðum. Fjöldi barna og unglinga er því eftir þessu. Vestan og norðan Álfheima er mikið óbyggt svæði mil'li blokkanna og núverandi Holtavegar sem mun eiga að hverfa. í stað hans mun eiga að leggja nýja götu, sem nái frá Langhottsvegi milli Holtsapóteks og Langholtsskólans frá Suður- landsbraut móts við Grensásveg. Milli þessa nýja hugsaða vegar og blokkanna við Álfheima verð ur eftir breið löng landræma. Nú spyr ég, væri ekki ti'lvalið að nota þetta svæði sem alls- herjar útivistarsvæði fyrirbörn og unglinga í Hálogalandshverf- inu og nágrenni þess. Setja þar upp íeikvelli, körfu og hand- boltavelli og jafnvel sparkvöll, sem gera mætti að skautasvelli á vetrum. Ég býst við að erfitt sé fyrir borgarstjórann að svara þessari spurningu núna á stund- inni, vegna þess að ég efast um að þessi hugmynd hafi komið fram fyrr. Mundi ekki borgar- stjóri og borgaryfirvö'ld vilja íhuga þessa hugmynd, og koma henni í framkvæmd, ef þeim lýst vel á hana og við verður ráðið vegna kostnaðar. Ég er sannfærður um, að þetta yrði stórkostlegt framlag til að leysa afþreyingarvandamál barna og unglinga í þessu þéttbýlasta hverfi borgarinnar. Borgarstjóri: Varðandi fyrri fyrirspurn Ingimars Einarsson- ar, skal þess getið, að borgar- yfirvöld, Æskulýðsráð og fræðsl yfirvöld hafa áhuga á því, að félagsstarfsemi skólanemenda verði sem mest fyrst og fremst í hverfunum sjálfum og í tengsl um við skólana sjálfa. I þessu skyni hefur Reykjlavíkurborg varið töluverðum fjármunum og óskað eftir því að fá starfs- krafta til að sinna félagsstarfi innan veggja skólanna. Hitt er svo annað mál, það hefur borið við að skoðanir foreldra væru töluvert skiptar um dansleikja- hald og skemmtanahald bæði í skólunum og utan skólanna t.d. á vegum Æskulýðsráðs. Ýmist er það svo, að menn eins og við heyrum núna telja ekki nóg gert og hins vegar jafnve’l amast for- eldrar við því sem gert er, á þann veg, að verið sé að draga börnin og unglingana inn á þær lífsvenjur, sem ekki séu með öllu hoílar. Ég er þó sammála fyrirspyrjanda að það er eðlileg ur þáttur í uppvexti og uppeldi að taka þátt í heilbrigðu skemmt analífi, hvort sem dansleikirnir eiga að vera svo oft sem hann segir eða sjaldnar, en hins veg- ar skal ég beina því ti'l Æsku- lýðsrá2(s og skólayfirvaHda hvort þarna er hægt að koma á einhverju ákveðnu fyrirkomu- lagi, sem gæti verið almennt í skólum borgarinnar. Og sam- mála er ég fyrirspyrjanda um það, að óþarfi ætti að vera að kaupa dýrar hljómsveitir en hins vegar skilst mér að það sé svo, að jafnvel unglingunum þyki þá fyrst varið í slíka dansleiki, ef um það sé að ræða. Það er rétt að þetta svæði sem myndast fyr ir neðan Álfheimablokkírnar og sunnan Langholtsskólalóðar- inriar við framlengingu Grensás vegar í Holtaveg er ætlað sam- kv. skipulagi annars vegar til stækkunar á lóð Langholtsskóla og hins vegar sem opið svæði fyrir íbúa Hálogalandshverfis- ins og ég tel þess vegna leiða af sjálfu sér að unnt sé að verða við tillögu fyrirspyrjanda. Hins vegar skal ég taka það fram, að Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, tekur á móti fundargestum í Laugarásbíó sl. laugardag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.