Morgunblaðið - 30.10.1968, Síða 18

Morgunblaðið - 30.10.1968, Síða 18
r 18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1968 Jónheiður — Minning f DAG verður jarðsett frá Kópavogskirkju ekkjan Jónheið ur Einarsdóttir, lengi búsett að Kópavogsbraut 2 í Kópavogi. Þessarar merku konu og fyrr- verandi sóknarbarns er mér ljúft að minnast með nokkrum kveðju orðum. — Jónheiður var fædd að Arngeirsstöðuín í Fljótshlíð 11. sept 1884 og lést á Landa- kotsspítala 20. þ.m., eftir þunga vanheilsu síðustu misserin. Var og lífsskeiðið orðið langt, full 84 ár að leiðarlokum. Foreldrar Jónheiðar voru:Einar Magnús- t Guðbjörg Soffía Einarsdóttir Karlagötu 5 andaðist í Landsspítalanum 27. þ.m. Vandamenn. t Hjartkær dóttir mín Kirsten Anna Sigfússon Vestmannabraut 24 V estmannaey jum er látin. Jarðarförin hefur farið fram. Aase Sigfússon. t Útför dóttur minnar Dagbjartar Guðmundsdóttur bankafulltrúa Túngötu 32 fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 1. nóv. kl. 2 e.h. Guðm. H. Guðmundsson. t Útför mannsins míns Tómasar Þorsteinssonar verzlunarmanns fer fram frá Dómkirkjunni i dag kl. 10.30. Blóm vinsam- legast afbeðin. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. F. h. vandamanna. Hrefna Jónsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi Pálmi Jónsson Selvogsgötu 9, Hafnarfirði verður jarðsunginn frá Hafn- arfjarðarkirkju fimmtudaginn 31. okt. kl. 2 síðdegis. Blóm og kransar afbeðið. f>eir sem vildu minnast hins látna láti líknarstofnanir njóta þess. Einhildur Pálmadóttir Magnús Jónsson Jón H. Pálmason Sigríður E. Magnúsdóttir Eva Pálmadóttir Ólafur Jóhannesson Asdís Ragna Valdimarsdóttir og barnabörn. Einarsdóttir son, bóndi að Arngéirsstöðum, og bústýra hans Kristín Þor- leifsdóttir. Rætur beggja lágu frá traustum bændastofni í Landeyjum eystri. Var Einar sonur Magnúsar Magnússonar, bónda að Búðarhóli, og þeir feðgar allir atgervismenn að manndómi og starfshæfni til lands og sjávar. Foreldrar Krist ínar voru: Þorleifur Þorleifs- son og Kristín Valgerður Jóns- dóttir, hjón búandi að Hólmum í Austur-Landeyjum. — Á for- eldraheimilinu að Arngeirsstöð- um ólst Jónheiður upp, yngst fjögurra efnissystkina og hverf- ur nú síðust þeirra til grafar. Voru foreldrarnir atorkumenn, sem gjörðu ríkar kröfur til sín og sinna. Ung lærði því Jónheið- ur að sinna hverskonar störfum úti og inni. Hún varð snemma starfskona mikil og um leið gædd óvenjulegum fegurðarsmekk og fegurðarþrá. Munu átthagarnir m.a. hafa stuðlað að þeirri þró- un. Átti hin fagra æskusveit jafnan rík ítök í hjarta hennar og sál. Kenndi hún nöfn beggja barna sinna til bæjarins, sem var hennar bernsku- og æsku- reitur. Fegurðarþráin og hin haga hönd leiddu Jónheiði unga til hannyrðanáms í Reykjavík. Þar dvaldi hún um skeið og lærði karlmannafatasaum o.fl, sem fá- t Útför Sigríðar Guðnýjar Jónsdóttur frá Alftanesi fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. nóvember kl. 13,30 eftir hádegi. Fyrir hönd okkar systkin- anna og annarra aðstandenda. Oddur Jónsson. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður minnar, tengdamó'ður, ömmu og lang- ömmu Ingveldar Jónsdóttur. Guð blessi ykkur öll. Ingunn Jóhannesdóttir, tengdaböm, bamabörn og barnabarnabörn. t Jarðarför eiginmanns míns Sigurður Þórðarsonar tónskálds fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 1. nóv. kl. 10.30. Aslaug Sveinsdóttir. t Jarðarför konu minnar og móður okkar Önnu Halldórsdóttir Munkaþverárstræti 12 sem andaðist 24. þ.m. fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 31. okt. kl. 1.30. Þeim er vildu minnast hinnar látnu er bent á Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri Gunnlaugur Markússon og dætur. títt var á þeim tíma. Varð hún mjög vel að sér í þeirri grein. Heimkomin sinnti hún svo mörg ár saumaskap bæði í Fljótshlíð- inni og annars staðar. Var sótst eftir þessum verkum hennar, svo vel þóttu þau unnin — Vorið 1918 fluttist Jónheiður á fornar ættarslóðir, að Búðarhóli í Aust ur-Landeyjum, giftist hún 14 júní sarna ár sveitunga sínum, Einari Högnasyni frá Núpi í Fljótshlíð. Var hann af hinni al- kunnu Presta-Högnaætt, greind ur vel, hagur í verki, hógvær í framkomu og valmenni að gerð. Það var því bjart yfur þessum ungu hjónum, þegar þau settust að búi á Búðarhóli. Þótt efnin væru smá, var heimili þeirra svo snyrtilegt, bjart og hlýtt. Þar mætti manni alúð, ástúð, eining og trú. Þau eignuðust snemma tvö yndisleg börn til að unna og lifa fyrir. Ennfrem- ur áttu þau unga fósturdótt- ur, sem síðar var tengd fjöl- skyldunni órofa böndum. Hjá þeim sýndist því flest stefna til vaxandi gæfu og gengis. En líf ið er fallvallt og sól bregður stundum skjótt sumri. Eftir 13 ára samvistir 20. júní 1931 lést Einar úr lungnabólgu, öllum óvænt og harmdauði. Ég minn- ist þess, að það blikuðu tár á margra hvarmi, þegar hann var lagður til hinztu hvíldar í kirkjugarðinum á Breiðabólstað. Stóð þá Jónheiður ein uppi með börnin þeirra tvö, 12 og 8 ára að aldri. En við þessa þungu raun lét hún hvorki beygjast né bugast. Hún vissi ávallt á hvern hún trúði. Hún var mikil í starfi, mikil í raun, ef ef til vill mest í sorg. Ástvinurinn látni lifði áfram hjá henni í börnum þeirra Fyrir þau lagði hún sig því fram af allri orku, lífi og sál. Eftir 6 kreppuára lúfsbaráttu með þeim einum að Búðarhóli, þar sem hún naut almennra vin- sælda og góðra granna, fluttist t Innilegustu þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur vináttu og samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu Auðbjargar Jónsdóttur frá Bólstað, Vestmannaeyjum. Börn, tengdaböm og bamabörn. t Innilegar þakkiæ til allra sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför elsku litlu dóttur minnar Guðrúnar Eyju sem andaðist 11. þ.m. Sérstakar þakkir færum við Birni Guðbrandssjmi lækni, yfirsystur og hjúkrunarliði Barnadeildar Landakots- spítalans. Alfheiður Einarsdóttir Sigurður Bjaraason Hofsnesi, Öræfum. hún alfarið til Reykjavíkur vor- ið 1937. Frá þeim tíma mátti segja að líf hennar og fjölskyld- unnar væri óslitin sigurganga. Börnin hennar mannvænlegu komust hér fljótt til frekari menntunar, manndóms og starfs. Björtu vonirnar um þau fengu vissulega að rætast. Síðar eignað ist hún frábær tengdabörn og 9 barnabörn, sem öll áttu hug hennar og hjarta og voru henni vel á einn og annan hátt. Ég held, að henni hafi aldrei liðið betur en þegar hún hafði sem flest þeirra í návist sinni. Þá fannst mér hún vera eins og ættardrottning, sem naut þess að hafa séð vonirnar rætast og finna ylinn frá brjóstum þeirra, sem hún unni. — Lengst átti Jón heiður heima að Kópavogsbraut 2, á hinu bjarta og hlýja heim- ili Arnþórs sonar ísns og göf- ugrar konu hans, Sólveigar Krist jánsdóttur. Þar naut hún þess, sem hún hafði verið og unnið fyrir lífið. Þar var flest látið liggja í skauti hennar. Þar naut hún þeirrar ástúðar og um- hyggju fjölskyldunnar, sem með eindæmum má teljast. Þar átt- um við hjónin líka margar bjart- ar stundir með þessari látnu vinkonu okkar. Og þær stundir ásamt órofa tryggð hennar og vináttu, er okkur nú bæði ljúft og skylt að þakka og geyma. Jónheiður Einarsdóttir var mik ilhæf kona og hugþekk öllum, sem henni kynntust að ráði. Hún var kona fyrirmannleg og vel á sig komin bæði til líkama og sálar. Mér fannst hún bera með sér tign og yl. Fljótshlíðar- innar í svip og sál. Hún var grandvör í orði og verki, ein- örð í allri framkomu og þó létt og hlý um leið. Ljóðum unni hún og vel sögðum orðum og sagði sjálf skemmtilega frá. Trygglyndi og vinfesta stóð djúpum rótum í sál hennar. Hjarta hennar var svo viðkvæmt og opið fyrir áhrifamyndum lífs- ins og náttúrunnar. Hjá henni áttu því börnin löngum athvarf GUÐMUNDÍNA og skjól. En hinn vaxandi há- vaði og hraði nútímans, ásamt samfara hættum, urðu síðast of- raun fíngerðum taugum hennar. Það vildi sækja að henni ami og áhyggjur, þegar kraftarnir voru þrotnir. Ekki vegna hennar sjálfr ar, heldur vegna þeirra, sem hún unni. Nánustu vínirnir urðu þá aftur litlu börnin hennar, sem hún þurfti að vaka yfir og vernda sem áður. Viðkvæmu hjörtun verða oftast að bera sínar sérstöku byrðar áður en leiðinni lýkur. Eftirlifandi börn Jónheiðar eru þau Arnþór, for- stjóri í kjötversluninni Búrfelli hér í borg, kvæntur Sólveigu Kristjánsdóttur, Anna Arnheiður, húsfreyja og kennari, gift Þor- steini Herði Bjömssyni vélstjóra að Bugðulæk 17. í hugum okkar allra, sem til þekktum, er bjart yfir minn- ingu Jónheiðar Einarsdóttur. Sú birta fylgir henni nú ófölnuð inn á leiðir nýrra heima. Jón Skagan. Ég skrifa þessar línur í þeirri trú, að þær muni á einhvern hátt ná til þín eslku amma mín, þótt þú sért nú horfin á braut úr þessum heimi. Þær eiga að færa þér þakkir mínar fyrir allt það, sem þú hefur verið mér um ævina. Þú tókst þátt í leikjum mínum og starfi, sagðir mér sög- ur, spilaðir við mig, kenndir mér að lesa og draga til stafs, og síðast en ekki sízt kenndir mér að þekkja og biðja guð almátt- ugan. Á þennan hátt áttir þú ekki svo lítinn þátt í að móta barnshugann. Þú vaktir mig til umhugsunar um velferð manna og dýra, kenndir mér að elska land mitt og móðurmál. Og nú þegar líkami þinn er lagður til hinztu hvíldar, gleðst ég af þeirri vissu, að sál þín, laus við ellifjötra og þjáningar hins jarð- neska lífs, lifir nú um eilífð 1 bjartari heimum. Guð blessi þig elsku amma mín. Kveðja frá dótturdóttur ÁRNADÓTTIR Fædd 15. september 1886. Dáin 23. október 1968. KVEÐJA FRÁ DÓTTURSYNI OG FJÖLSKYLDU. Þú amma elsku góða nú ástarkveðju hljóða með þökkum flyt ég þér. Á björtum bernskuvegi þú bæði á nótt og degi það bezta athvarf bjóstu mér. Ég man þig alla ævi ef auðnan mér það gæfi að eignast eins og þú, þá mannkostina marga sem milda göfga og bjarga og auka hinum yngri trú. Þig blessa börnin ungu, af barna þinna tungu þú hlýtur þökk og hrós. Þú stóðst í stríði löngu svo styrk á lífsins göngu, það verði okkar leiðarljós. Á sælum sumardegi það syrti á okkar vegi er lengi þjáðist þú. Nú sæl í sumarlöndum ert signd af englahöndum, það er mín vissa, von og trú. Þú konan merka, mæta er marga vildir kæta svo létt og ljúf og fríð. Við blessum minning bjarta og biðjum þess af hjarta, þér lýsi guðdómsljósin blíð. L.B. Ég þakka af alhug öllum þeim, sem sýndu mér vináttu með heimsóknum, fögrum gjöfum, blómum og heilla- skeytum á 80 ára afmæli mínu 11. okt. og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Elín Jónsdóttir Valshamri. öllum þeim sem heiðruðu mig á áttræðisafmælinu 24. október s.l. með símskeytum, heimsóknum, blómum og góð- um gjöfum, færi ég mitt inni- legasta þakklæti. Sig. Kristjánsson frá Siglufirffi. Innilegar þakkir tii þeirra er heimsóttu mig, sendu mér kveðjur, blóm og aðrar gjaf- Lr á 75 ára afmæli mínu. Lifið heiL Jóhann Eiriksson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.