Morgunblaðið - 30.10.1968, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1968
Barizt um Norðurlanda-
titil á Seltjarnarnesi
— og Iþróttafréttamenn takast á v/ð
meistaraflokkskonur \ reiptogi
I.EIKl’R Fram og FH annað
kvöld, þá er liðin geta mætzt til
átaka í leik, sem ekki varðar úr-
Eldur d
Hompden Pnrk
ALLMIKILL bruni varð á Hamp
den Park-vellinum í Glasgow sl.
laugardagsmorgun. Þennan dag
átti að fara fram úrslitaleikur
skozka deildarbikarsins milli
Celtic og Hibernian en leiknum
varð a'ö fresta. Völlurinn, sem er
í eigu áhugamannafélagsins
Queen’s Park var þó í góðu ásig
komulagi, en ein álma í áhorf-
endastúku var brunnin að miklu
leiti og heldur óvistlegt um að
litast.
slit í íslandsmóti eða öðru sýór-
móti, ætti að geta orðið einn af
helztu handknattleiksviðburðum
í byrjun þessa keppnistímabils.
Bæði liðin hafa sýnt að þau eru
i góðri þjálfun. Hér hefur verið
verið um óvenju tilbrigðarika
keppni við erlend lið |ð ræða
þegar í upphafi keppnistímabils
og hingað komið bæði sænska
meistaraliðið (Saab) og dönsku
meistararnir HG.
Það er skemmtilegt til þess
að vita að þessi tvö lið hér á
landi náðu mjög athyglisverð-
um árangri móti þeim liðum,
svo að segja má að við eigum
tvö af sterkustu félagsliðum á
Norðurlöndum — og það er
sagt án þess að skruma. FH
vann bæði Saab — sænsku
meistarana, og HG, dönsku
meistarana og síðast þá er FH
Liverpool efst
ÚRSLIT leikja í erasku deilda-
keppninni sl. laugardag:
1. deild:
Arsenal — West Ham 0-0
Ipswich — Tottenham 0-1
Leeds — West Brom 0-0
Leicester — Burnely 0-2
Liverpool — Newcastle 2-1
Manch. C. — Nottingham F. 3-3
Queens P.R. — Manchester U. 2-3
Southampton — Sheffield W. 1-1
Stoke — Cheisea 2-0
Sunderland — Coventry 3-0
Wolverhampton — Everton 1-2
1. deild:
Aston Villa — Carlisle 0-0
Biackgurn — Norwich 3-0
Blackpool — Crystal Pal. 3-0
Boiton — Huddersfield 2-3
Bristol City — Portsmouth 2-2
Derby County — Birmingh. 1-0
Fulham — Bury 0-0
Hull City — Cardiff 3-3
Millwall — Preston 0-0
Oxford — Middlesbro 2-4
Sheffield U. Charlton 2-0
Framhald á bls. 27
og Fram mættust varð jafn-
tefli. Má því segja, að FH sé
einskonar Norðurlandameistari
í handknattleik karla.
En þarna er mjótt á munun-
um. Fram, sem heldur íslands-
meistaratitlinum, gerði jafn-
tefli bæði við Saab og HG og
vinni þeir FH á morgun, þá
geta Framarar státað af Norð-
urlandatitli ekki síður.
Það skemmtilegasta er að við
skulum eiga tvö jafn sterk lið
og sem leika jafn góðan og
skemmtilegan handknattleik.
Þessi félög hafa ákveðið að
leika þennan leik að tilstilli
íþróttafréttamana. Leikurinn
verður í hinu nýja og glæsilega
íþróttahúsi Seltirninga. Upphaf-
lega var farið fram á, að leik-
urinn færi fram í íþróttahöll
Reykvíkinga, en við beiðni þar
um fékkst þegar í stað ákveðin
neitun. Út af fyrir sig gerði það
ekki útslag í málinu. Bæði er
íþróttahöll Reykvíkinga leigð
með mjög hárri leigu og það er
auðveldara fyrir úlfalda að kom
ast í gegnum nálarauga en að
fá þá höll leigða. En við bæjar-
mörkin stendur nýbyggð og
glæsileg íþróttahöll sem rúmar
um 1000 manns í stæði og hún
tekur móti þeim sem fyrstir ná
í miða að þessum spennandi leik.
Um leið og menn sjá spenn-
andi leik á morgun, kynnast
Framhald á bls. 27
Grátur getur einnig brotist fram af einskærri gleði og geðs-
hræringu yfir unnum sigri. Þetta skeði hjá Kaye Hall frá
Bandarikjunum er hún heyrði að hún hefði sett bæði OL-met
og heimsmet í 100 m. baksundi kvenna, er hún synti á 1:06.2
mín. Það eru Lynette Watson, Ástralíu (t.v.) og Kendis Moore
Bandarikjunum sem samfagna henni.
Fram og Val nægir
jafntefli til sigra
í KVÖLD lýkur Reykjavíkur-
meistaramótinu í handnkattleik
að því er snertir leiki í meistara
flokki karla og kvenna. Fara síð
ustu leikirnir fram í kvöld og
þá keppa:
M.fl. kvenna Valur — Ármann
M.fl. karla.
Þróttur — Ármann
Víkingur — KR
'>
Nýja íþróttahúsið
á Seltjamarnesi
Valur — Fram
í kvennaflokki nægir Val jafn-
tefli til þess að sigra í mótinu.
Valsliðið er efst með 5 stig —
en Víkingur hefur einnig 5 stig
en lakari markatölu. Þar ofan
hafa Víkingar leikið alla sína
leiki í mótinu en Valur á mögu-
leikana eftir. Sigur Ármanns hef
ur ekkert að segja fyrir Ármanns
liðið.
í flokki karla er Fram efst og
hefur tvö stig og mun hagstæð-
ari markatölu umfram Val sem
næstur kemur. Fram nægir því
jafntefli til Reykjavíkurtitilsins.
Fjórir leik-
ir í
UM helgiraa fór fram fimm leikir
í undankeppni HM í knattspyrnu.
Úrsiit þeirra urðu þessd:
Portúgal — Rúmemía 3—0
Júgóslavía — Spámin
Búlgaría — Holland
Sambía — Súdan
Baindaríkin Kanada
0—0
2—0
4—2
1—0
Árangur Rússa þ arf nast rannsóknar
Seg/o
Rússar
Bandaríkja-
menn segja:
Hættum þátttöku í Olympíuleikjum
ÞÓ BANDARÍKJAMENN og
Savétríkin hafi skipað tvö
efstu sætin í keppninni um
verðlaun og stig á Mexikóleik
unum — og Bandaríkjamenn
sigrað með meiri glæsibrag
en við var búizt, virðist hvor-
ugur aðilinn ánægður. Ó-
ánægja Sovétmanna er skiljan
leg, en nú skulum við líta á
hvað blöð þar í austri og
vestri segja:
„Til allrar óhamingju náðu
íþróttamenn okkar og konur
ekki eins góðum árangri og
vænzt var“, sagði Pravda.
„Við erum á eftir Bandaríkja-
mönnum hvað verðlaun snert
ir, bæði gull, silfur og brons."
„Árangur okkar OL-þátttak
enda krefst nákvæmrar rann-
sóknar“ sagði „Sovyesky
sport“ eina íþróttablað Sov-
étríkjanna. Blaðið tiltók að
frjálsar íþróttir, sund, körfu-
knattleikur, róður og hjólreið-
ar væru þær greinar, sem sov
ézkir iþróttamenn þyrftu
mest að auka getu sina í. Og
krafist var betri þjálfunar og
aukins „sálfræðilegs undirhún
ings til að auka á ábyrgðartil-
finningu sem yki þjóðarheiður
Önnur blöð hafa litið sagt
um málið — og alveg sleppt
viðtölum við keppendur er
heim komu meðan á leiknum
stóð. Þykir þetta benda til að
ráðamenn vilji ekki deilur um
orsakir „ófaranna".
Ekkert sovézkt blað hefur
birt lista yfir skiptingu verð
launa og stiga milli landa.
Skýtur þar skökku við miðað
við leikj þar sem Sovétmenn
hafa verið efstir á listanum.
En óánægja er víðar ríkj-
andi en í Sovétríkjunum. The
New York Daily News, út-
breiddasta blað Bandaríkj-
anna hvatt til þess í ritstjórn
argrein í gær (þriðjudag) að
Bandarikin hætti þátttöku í
Olympíuleikunum. Blaðið
sagði að Sovétríkin og lepp-
ríki þeirra hefðu deytt allan
anda áhuga og íþrótta-
mennsku í OL-leikunum með
því að senda til keppni þraut
þjálfaða o>g reynda atvinnu-
menn undir fölsku flaggi. Til
gangurinn hefði aðeins verið
sá að þjóna kommúnisma
með því að vinna sæg verð-
launa.
„Við skulum hætta sem sig-
urvegarar" sagði blaðið og til
greindi hvaða yfirburði Banda
ríkin hefðu haft yfir Sovét-
ríkin í verðlaunum og afrek-
um á Mexikóleikunum.
Blaðið ræddi síðan málin í
Mexikó frá fleiri hliðum.
„Næstu leikir eru ráðgerðir
í Múnchen“ sagði blaðið. „Þá
ættu Bandaríkin að hafna
boði um þátttöku og í öllum
leikum eftir það en yrði
það talin of öfgafull ákvörðun,
hvers vegna ekki að áskilja
sér rétt til að senda atvinnu-
menn til keppni á OL - fram-
tíðinni, fyrst aðrar þjóðir fá
að gera það, óáreittar?"
Þannig tala blöð stórþjóð-
anna. Og þessi ummæli spegla
aðeins þær stjórnmáladeilur
sem ógna framtíð Olympíu-
leikanna — leikanna og hug-
sjónarinnar sem átti að halda
utan við allt stjórnmálaþras.