Morgunblaðið - 12.11.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.11.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1968 5 Póst- og símgiöld hér og í Noregi í TILEFNI af ummælum á Al- þingi hefur Gauonlliaugur Briem, póst- og símamálaistjóri, beðið blaðið að birta eftirfaraindi sam- anburð á nokkrum iminianilands póst- og símagjöldium í Noreigi og á íslandi. Noregur hefur orðið fyrir val- inu af þiú að aðstæður e.ru tald- a.r þar líkastar og hér, og svo eru sumdurliðaðar upplýsingar fyrir hendi þaðan. Heimilissími (v/sjálfvirka stöð): a. Afnotagjald á ári (imeð 4x377 eða 2300 Noregur fsland:3) Kr. Kr. símtöluim) 7.656.001) 3.000.00 b. Hvert símtal þar yfir 2.16 1.30 Símskeyti innan- lands (10 orða): 40.00Q 24.00 Almenn bréf (20 gr.): a. Staðartaxt'i 5.20 4.00 b. Ríkistaxti 5.20 5.00 Póstkort: a. Staðartaxti 4.00 2.50 b. Ríkistaxti 4.00 3.00 Ábyrgðargjald: 12.00 6.00 Prent (50 gr.): a. Siia'ðairtaxti 3.20 2.50 b. Ríkistaxti 3.20 2.50 Bögglar: a. StaSartaxti 1 kg 28.00 8.50 2 — 40.00 12.00 3 — 40.00 15.50 4 — 56.00 19.00 b. Ríkistaxti 1 kg. 28.00 17.00 2 — 40.00 24.00 3 — 40.00 31.00 4 — 5-6.00 38.00 Póstávísanir: Ininanlamds , (lægsta gjald) 8.00 6.00 Póstkröfugjald: Innaniliands 8.00 4.00 1) 2688,00 (fastagj. án simitaLa) 4- 2.16 2) 24.00 (fastagj. án orða) + 1.60 x orðafjöldi (minnst 7 orð). 3) Símaefni kostar um 70—80% meira hér heldur en í Noregi vegna að- f lutningsgj aldanina. Stofngjald fyriir venjulegan sjálfvirkan símia er í Noregi sem sva’rar ísl. kr. 4.800 að viðbættu kr. 8000 að láni til 8 ára með 4 V2 % vöxtum. í Danimörku er stofnigjaldið isl. kr. 8.550, en þar er afnotagjaldið um ísl. kr. 3000 + 0.76 x hverjar 97 sek. af sim- talinu, eða í heild kr. 6.496 fyrir 2.300 símtöt, sem stamd.a um 2 mínútur að meðaltali. — Kvikmyndir Framhald af bls. 15 Þarna gefur að líta marg- ar stórfenglegar bardagasenur, þótt hvergi nærri séu þær allt í sómanum, hvað fegurð snertir. — Quinn fer, eirts og svo oft áð- ur, með hlutverk dálítið kyn- legrar og sérviturrar persónu, gamansamur og gráglettinn stel- ur hann flestum senum. Það er helzt, að Delon, „góði dátinn“, haldi svolítið í við hann. Hlut- verk Delons er vandasamt, hann á í tilfinningatogstreitu, þar sem á það reynir, hvort hann á að „vinna það fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans". Svo glöggt stendur með niður- stöðu þeirrar togstreitu, að Qu- inn verður að gefa vini sínum ærlega á kjaftinn, til þess, að hann átti sig á stöðu sinni í hei'njin'Uim, taki pokann sirun og klæðist borgaralegum fötum. S.K. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu HÁRGREIÐSLUSTOFA til sölu á góðum stað í bænum. Upplýsingar í síma 24721. Sinfóníuhljómsveitin í Hlégnrði x símtalafjöldi. FYRSTU tónlPikar Tónlistarfél- ags Mosfellssveitar á þessu starfs ári verða í Hiégarði á miðviku- dagskvöld og leikur Sinfóníu- hljómsveit íslands undir stjórn Sverre Bruland. Á efnisskránni verða verk eftir Halvorsen, Haydn, Strauss og Bizet. Tónlistarfélag Mosfellssvéitar var stofnað fyrir tveimur ár- um og er hugsað sem máttar- stoð að reksti'í Tónlistarskóla Mosfellssveitar. Annast stjórn félagsins rekstur skólans ásamt skólastjóranum, Ólafi V. Alberts syni. Styrktarfélagar eru 140. í vetur stunda 80 nemendur nám við tónlisiarskólann og er kennt á píanó, fiðlu og blásturs- hljóðfæri. M.a. fá nemendur lúðrasveitar Barnaskólans að Varmá kennslu í skólanum. Kennarar við skólann eru auk skólastjórans: Birgir D. Sveins- son, Gunnar Reynir Sveinsson og Jakob Hallgrír i.3son. Maðúr um þrítugt með stúdentsmenntun óskar eftir starfi Góð enskukunnátta og reynsla í bókhalds- og skrif- stofustörfum. Kaupkrafa kr. 15.000 á mán. Tilboð sendist auglýsingadeild Morgunblaðsins fyrir 16. nóv. merkt: „6642“. Dodge Weapon Björgunarsveitin „Kyndill“ óskar eftir Dodge Weapon 1953 með benzínvél. Sími 66127 milli kl. 7 og 8 e.h. næstu daga. Gjöf til aldraðra HJÓNIN Sigríður Stefánsdóttir og sr. Gunnar Árnason sóknar- prestur í Kópavogi hafa afhent Velferðarnefnd aldraðs fólks í Kópavogi fimmtíu þúsund krón- ur, sem stofnfé til byggingar vistheimilis fyrir aldrað fólk í Kópavoigi. Fyrir nokkru afhenti safnaðar- nefnd Kópavogs og allmargir vinir þeirra (hjóna þeim ákveðna fjárhæð í því skyni, að þau not- uðu hana til Jórsalaferðar eða annars, sem þeim væri hugleik- ið, en nú hafa þau ráðstafað gjöfinni á framangreindan hátt og er það von þeirra, að þessi vinargjöf geti á þennan hátt orð- ið fleirum til ánægju og gleði en þeim. Velferðarnefnd aldraðs fólks í Kópavogi hyggst nú beita sér fyrir fjársöfnun til byggingar heimilis fyrir gamla fólkið hér í bænum og mun á næsti^nni leita til Kópavogsbúa í þessu skyni. Fréttatilkynning. Iðnnðnrhúsnæði ósknst 100 — 150 ferm. húsnæði óskast fyrir Trésmíðaverk- stæði frá 1. jan. 1969. Upplýsingar í síma 32519. BUSLOÐ Fatlegu sófaseftin okkar með p/uss áklœðunum aftur fáanleg B ( )S L w O o s HÚSGAGNAVERZLUN VIP NÓATÚN — SlMI 18520 Philip Morris vekur athygli á mest seldu amerísku filtersigarettunni í Evrópu. Reynið pakka af Marlboro og þér sannreynið hvað kallað er raunverulegur tóbakskeimur. Keimur, réttur keimur. Fullþroskað fyrsta flokks tóbak gefur Marlboro þennan góða keim. Er þetta ekki það sem þér leitið að í filtersigarettunni? „FILTER“ • RÉTTUR KEIMUR • „FLIP TOP“ PAKKI. c

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.