Morgunblaðið - 12.11.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.11.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1968 /n Memoriam: Guðmundur Guðmundsson skipstjóri og útgerðarmaður í DAG' verður gerð frá Foss- vogskapellu útför Guðmundar Guðmundssonar, skipstjóra og t Konan mín, Þórunn Austmar, lézt í Ríkisspítalanum í Kaup- mannahöfn þann 8. nóv. Gunnar Ingi Jónsson. t Elsku litli sonur okkar Eðvald Stefánsson andaðist 2. nóvember. Jarð- arförin hefur farið fram. — Irmilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð. Guðrún Ragnarsdóttir Stefán Eðvaldsson. t Eiginmaður minn Ármann Sveinsson stud. juris lézt í Borgarsjúkrahúsinu sunnudaginn 10. nóvember. Helga Kjaran. t Eiginkona mín, móðir, tengda móðir, amma og tengdadóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Þingeyri, andaðist laugardaginn 9. nóvember. Baldur Sigurjónsson Svanur Baldursson Anna og Pétur Baldursson og böm Sigríður Jónsdóttir._____ t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Helga ólafsdóttir Suðurgötu 75, Hafnarfirði, lézt 10. þ.m. í Bandaríkjun- um. Fyrir hönd ættingja. Þorleifur Grímsson. útgerðarmanns til heimilis að Langholtsvegi 187 hér í borg. Skammt er stórra högga í milli. Fyrir rúmlega ári sfðan eða nánar tiltekið 21. júní 1967 féli í valinn faðirinn, Guðmund- ur Magnússon, útgerðarmaður í hárri elli og nú er það sonur- t Föðursystir mín og systir, Margrét Brandsdóttir Skipasundi 32, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 13. nóvember kl. 13,30 e.h. Jóhanna Sveinsdóttir, Kjartan Brandsson. t Jarðarför Aldísar Jónsdóttur Sunnubraut12 fer fram frá Akraneskirkju 14. nóv. kl. 14. Vandamenn. t Faðir minn og bróðursonur Ámundi Geirsson Nýbýlaveg 46, Kópavogi, sem lézt 5. þ.m. verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 13. nóv. kl. 15. Þeir sem vildu minnast hans vinsamlega láti líknarstofn- anir njóta þess. Ámundi Ámundason Sigríður Sigurðardóttir. t Innilegar þakkir færum við öllum, er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför Árna Þórðarsonar, Frakkastíg 20. Sigriður Magnúsdóttir Lára Ámadóttir og Jóhann Sigurjónsson Eyþór Árnason og Anna Ásmundsdóttir Guðfinna M. Áraadóttir og Marteinn Kratsch Þóra Arnadóttir og Albert Jensen. inn. Það verður vart minnzt á soninn, svo faðirinn komi þar ekki við sögu, svo tengdir voru þeir starfi og lífi hvors um sig. Þar sem annar fór, var hinn ekki langt undan. Það var aldrei lognmolla kringum þá feðga. Þar sem þeir komu, hvort held- ur saman eða hvor í sínu lagi, þá tók maður eftir þeim. Per- sónuleikinn leyndi sér ekki né skapgerð og bá’ðir höfðu þeir feðgar góðan talanda, sem þeir beittu í blíðu sem stríðu, ef mál- stað þurfti að verja, en vinfast- ir og hjálpsamir þeim er traust þeirra áttu. Guðmundur yngri fæddist á ísafirði 16. september 1917. Voru foreldrar hans Guðrún Guð- mundsdóttir, ættuð frá Eyxi í Ingólfsfirði og Guðmundur Magnússon, sem áður segir, en þau hjón bjuggu á ísafirði um langt skei’ð. Var Guðmundur því aðeins 51 árs, er hann lézt. Guðmundur ólst upp í foreldra- húsum og var á Isafirði fram á fermingaraldur, er hann flutti með foreldrum sínum til Reykja víkur. Sjóriinn var hans lífsvettvang ur alla tíð og hóf hann að t Þökkum innilega þá samúð er okkur var sýnd við andlát og jarðarför móður okkar Sigurlínar Jónsdóttur frá Norffur-Flankastöðum, SandgerffL Sérstakar þakkir færum við starfsfólki og vistfólki Elli- heimilisins Grund fyrir hlý- hug og skilning er henni var þar sýndur. Börnin. t Innilegar þakkir sendum vfð öllum þeim, sem sýndu okk- ur hluttekningu og vinsemd vegna andláts og útfarar Maríu Matthíasdóttur og sonar hennar Ragnars Þ. Péturssonar. Steinþór Guffmundsson Sigríffur Pétursdóttir Áðalheiffur Pétursdóttir Þórunn Pétursdóttir Karl Pétursson María L. Ragnarsdóttir Þór S. Ragnarsson og barnabörn. t Hjartkær móðir okkar, tengda móðir, amma og langamma Guðrún Sigríður Sigurðardóttir Gullteigi 29, lézt að Hrafnistu hinn 9. þ.m. Böra, tengdaböra, barna- börn og barnabarnabörn. Hugheilar hjartans þakkir færi ég hinum fjölmenna hópi einstaklinga, kórum, hljóðfæraleikurum, ein- söngvurum og Ríkisútvarpi fyrir þá ómetanlegu samúð og hlýhug, sem mér var sýnd við andlát og jarðarför eiginmanns míns SIGURÐAR ÞÓRÐARSONAR TÓNSKÁLDS Hver hugsun hlý, hvert ástríkt orð oss æðri fylling Ijær. Sem fljótt er vex og fríkkar mest þá færist hafi nær. S.J. Áslaug Sveinsdóttir. stunda sjóstörf ungur að árum, eða um fermingaraldur með fö’ð- ur sínum. Þegar tími þótti til hóf hann nám í sjómannafræðum og lauk prófi, minna fiskimanna- prófi, við Sjómannaskóla ís- lands. Ég hefi aldrei kynnzt neinum feðgum, sem voru eins sam- rýmdir og þeir voru, enda á- hugamál þeirra eitt og hið sama. Hugur þeirra snerist um hag og framgang útgerðarinnar, m.b. Hermóðs, sem þeir ger'ðu út héð an frá Reykjavík mörg hin sið- ari ár. Var þar ekki kastað til höndum. Guðmundur eldri var skipstjóri á bát sínum framan af. Þegar Guðmundur yngri hafði hlotið tilskilin réttindi, þá tók hann við bátnum sem skip- stjóri og var það unz báturinn var settur í fúa fyrir um það bil ári síðan. Nú þegar báturinn Hermóður var ekki lengur of- ansjávar, gat Guðmundur ekki hugsað sér annað en að fá sér annan bát, því áð hætta störfum á sjónum kom ekki til mála að hans dómi. Hann keypti því vél- bátinn Kristbjörgu og umskráði nafn þess báts og nefndi hann Guðrúnu Láru í höfuðið á móð- ur sinni og tengdamóður. Rak hann útgerð þessa á meðan líf og heilsa entist í tæpt ár og sótti sjóinn af sömu hörku og áður. Það er ekki of sagt, að Guð- mundur helgaði sjónum alla starfskrafta sína, meðan heilsan entist honum. Enginn fær sköp- t Þakka innilega auðsýnda sam- úð við andlát og jarðarför konunnar minnar Ragnheiðar Elínar Jónsdóttur. Fyrir hönd aðstandenda. Kjartan Stefánsson. t Þakka hjartanlega auðsýnda samúð við fráfall og útför föður míns Melga Kr. Jónssonar frá Vatnsenda. Sérstaklega þakka ég lækn- um og hjúkrunarliði á Vífils- stöðum fyrir ágæta hjálp og umönnun, sömuleiðir öllum er heimsóttu hann síðustu vik- urnar. Sigmundur R. Helgason. um að rá’ða. Daginn sem áfallið reið yfir, fór hann glaður og reifur að heiman frá sér um morguniinn um níuleytið. Hann kvartaði þá um höfuðverk við konu sína, en fékkst ekki til að hætta við að fara á sjóinn, held- ur ók bifreið sinni niður að bát sínum og lét úr höfn. Ekki hafði hann farið langt, þegar hann fann til þess, áð munnur hans og neðri hluti andlitsins var far- ið að dofna, hann gerðist allur kaldur, en streittist á móti, með- an orka hans leyfði, unz hann féll í ómegin og var borinn af samstarfsmönnum sínum Og lagður í koju sína. Var þá haldið til lands. Síð- asta spölinn í lifanda lífi hóf hann þennan kalda morgun upp á Landsspítala, þar sem dauða- stríði hans lauk sólarhring síðar í nærveru elskaðrar eiginkonu sem hafði setið yfir honum á meðan nokkur von var. Hann komst aldrei til meðvitundar. Síðasta er hann leit var sjórinn og Faxaflóinn, þar hafði hann margan hildi háð við veðurguð- ina. Réttilega verður varla á betra kosið, að hann fékk það síðasta að líta það svið, er at- höfn hans og barátta hafði stað- ið um langt skeið og hefði ég haldið, að ef Guðmundur fengi nú að mæla, þá hefði þetta ver- ið ein af síðustu óskum hans. Eitt er víst, að við mannfólk- ið fáum engu að ráða í þessum heimi, hvað líf og dauða snert- ir og getum aðeins hlýtt kallinu, þegar það kemur. Beðið þess er koma skal, hvað er Guð vill láta henda mannfólkið hverju sinnL Krankleika þess, er leiddi Guðmund til bana, hafði hann kennt um nokkurt bil og má segja, að undanfarin tvö ár hafi hann ekki gengið heill til skóg- ar. Samt var hann sístarfandi og þvert um geð, að gefa frá sér starf sitt fyrr en í síðustu lög, enda bar hugurinn hann jafnan hálfa leið. Guðmundur kvæntist 24. sepL 1938 eftirlifandi konu sinnL Báru Ólafsdóttur. Áttu þau hjón 30 ára brúðkaupsafmæli hinn 24. september sl. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið, sem öll eru á lífi: Erla, sem gift er Ásgeiri Ásgeirssyni, deildar- stjóra hjá kaupfélaginu á Blönduósi, Magnús, kjötiðnaðar- maður hjá Kjötver h.f., kvænt- ur Ástu Gunnarsdóttur og býr í Reykjavík og Lára, sem gift er Tom Goodreau, sölustjóra og bú- sett er í Los Angeles í Banda- ríkjunum. Annað veit ég ekki en sambúð þeirra hjóna hafi ætíð verið hin bezta. Heimilið einkar snoturt og þau hjón gott heim að sækja. Átti eiginkonan þar ekki minnstan þátt, en þau hjón mjög samhent um allt er laut að högum þeirra. Ég kynntist þeim feðgum fyr- ir nokkrum árum, þar eg ég sýslaði um fjárreiður og skatta- mál þeirra. Tveim dögum áðuæ en Gu’ðmundur lézt, þá kom hann í síðasta sinn á skrifstofu mína. Var kátur að vanda, þótt þreytulegur væri og heilsa hans ekki sem skyldi. Bar hann Framhald í bls. 21 Ég þakka ykkur öllum, sem hefðruðu mig með heimsókn, gjöfum og hlýjum ámaðar- óskum á áttræðisafmæli mínu hinn 22. október sl. Guð blessi ykkur öll. Rósa Eyjólfsdóttir Hjálmsstöðum. Lokað vegna jarðarfarar frá kl. 2.30—4.30 í dag. KJÖTVER HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.