Morgunblaðið - 12.11.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.11.1968, Blaðsíða 13
MOROUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVBMBER 1968 13 Spartakistar í Þýzkalandi Vopna- Samherjar Þjóðverja höfðu yfirgefið þá, herir þeirra á vest urvígstöðvunum voru á hröðu undanhaldi, ólga ríkti heima fyr ir og orðasveimur var á kreiki um yfirvofandi byltingu. Lud- endorff missti kjarkir.n og sann færðist um að sigur yrði ekki unininn á vígvellinum Hann á- kvað að leita eftir friði til að komast hjá ósigri. Á fundi, sem haldinn var í aðalstöðvum yfirherstjórnarinn ar í Spa í Belgíu 29. september, tóku Hindenburg og Ludendroff af öll tvímæli um að leita yrði eftir vopnahléi. Þeir sögðu, að þýzki herinn væri að niðurlot- um kominn og gæti jafnvel ekki varið ströndina í Flandri. Ótt- azt var, að öll þýzka víglínan léti undan og herir Bandamanna flæddu inn í Þýzkaland. Vopna hlé var talið nauðsynlegt til þess að bjarga þýzka hernum, og talið var unnt að semja um frið með viðunandi ski'lmálum. Ludendroff leit svo á, að vopna hlé gæti gert Þjóðverjum kleift að hörfa frá herteknum svæð- um og búast rammlega til varn ar á landamærunum. Til þess að tryggja hagstæða skilmála var ákveðið að færa stjórnarskrána í „nýtízkulegra horf“ og draga úr völdum keis arans, sem lét það gott heita. Gamla stjórnkerfið var dauð- vona, og afnám þess var eitt af stríðsmarkmiðum Banda- manna. Utanrikisráðherrann, Paul von Hintze aðmíráll, sagði að bylting að ofan væri það eina, sem komið gæti í veg fyr- ir byltingu að neðan. Á fundin- um lagði Ludendorff til, að mynduð yrði ný ríkisstjórn, sem komizt gæti að viðunandi frið- arskilmálum á grundvelii 14- liða friðaráætlunar Woodrow Wilsons Bandaríkjaforseta. Skip uð var stjórn óbreyttra borgara undir forsæti Max prins af Bad en, sem hafði orð fyrir að vera frjálslyndur og var frændi keis arans, og jafnaðarmaðurinn Phil ip Schneidemann tók sæti í stjórn hans. Jafnframt var rit- frelsi endurreist, miklar stjórn málaumræður hófust og and- stæðingum stríðsins jókst fýlgi. Hinn 4. október sendi stjóm Max af Baden Wilson forseta orðsendingu, þar sem hún fór þess formlega á leit að lýst yrði yfir vopnahléi og féllst á 14-liða friðaráætlunina sem grundvöll friðarviðræðna. Þessi orðsending var af Bandamönn- um talin jafngilda yfirlýsingu um, að Þýzkaland hefði tapað stríðinu og að mótstöðukraftur Þjóðverja hefði verið brotinn á bak aftur, þótt Ludendorff liti ekki svo á. í svari við orð- sendingu Þjóðverja fjórum dög um síðar bað Wilson um stað- festingu á stuðningi Þjóðverja við 14 punktana og krafðist þess, að þeir flyttu allt herlið sitt á brott frá herteknum svæð um. Þjóðverjar voru sigri hrós- andi og tölud sig hafa náð fram hágstæðum friðarskilmálum. í orðsendingu til Wilsons 12. okt- óber ítrekaði Max af Baden stuðning Þjóðverja við 14-liða áætlunina. — ★ — Bretar og Frakkar voru aft- ur á móti óttaslegnir og óttuð- ust að þeir yrðu sviptir sigur- laununum, enda hafði Wilson ekkert samráð haft við þá. Wil son bætti fljótlega úr þessu og sendi sérstakan fulitrúa, E.M. House ofursta, til Lundúna og Parísar til þess að tryggja stuðn ing ríkisStjórna Bretlands og Frakklands við vopnahlésskil- mála sína. Hvorki Bretar né Frakkar höfðu markað ákveðna stefnu um endalok styrjaldar- innar og 14 punktarnii voru eina stefnumiðið, sem Banda- menn gátu stuðzt við House ofursta reyndist tilitölu lega auðvelt að tryggja stuðn- ing Breta og Frakka, sem ótt- uðust að ella yrði saminn sér- friður, og benti þeim á að túlka mætti vopnahlésskilmálana á ýmsa vegu. Bretar og Frakkar vildu ekki glata stuðningi Bandaríkjanna og samþykktu að stefnuatriðin 14 yrðu grund völlur samkomulags um vopna hlé, þar sem vopnahléstilboð Þjóðverja benti til þess, að þeir gætu fallizt á slíkt samkomu- lag og töldu að 14 punktarnir gætu leitt ti'l varanlegs friðar. En Bretar og Frakkar settu tvö skilyrði. Lloyd George vildi ekki að hafnbanninu yrði af- létt og vildi ekki fallast á á- kvæði stefnuskrár Wilsons um frelsi skipa á hafinu Clemen- ceau krafðist þess, að Þjóðverj ar yrðu látnir greiða stríðs- skaðabætur. í enn einni orðsendingu, sem Wilson sendi 16. október, gætti meiri festu en áður. Þar kann að hafa ráðið nokkru um, að skömmu áður höfðu Þjóðverjar Síðari grein þrátt fyrir sjálfyfirlýstan frið arvilja sökkt írska gufuskipinu „Leinster“ á hafinu mi'lli írlands og Englands. Allir, sem í skip inu voru, 450 karlar, konur og börn, þar af allmargir Banda- ríkjamenn, fórust, og vakti þessi atburður mikla reiði í löndum Bandamanna. Háværar raddir voru uppi um, að engp vægð mætti sýna Þjóðverjum, og menn höfðu ekki gleymt þeim hörðu skilmálum, sem Þjóðverjar höfðu neytt Rússa til að ganga að í Brest Litovsk og hörku þeirra stríðinu. f orðsendingu sinni krafðist því Wilson þess, að Þjóðverjar hættu tafarlaust öll um kafbátahemaði, að herfor- ingjar en ekki stjórnmá'lamenn semdu um vopnahléð, þar sem hér væri ekki um friðarsamn- inga að ræða og að Þjóðverjar sönnuðu svo að ekki ydði um villzt, að þeir hefðu afnumið „allt gerræðislegt vald . .. sem truflað gæti friðinn í heimin- um . ..“ — ★ — Svar Wilsons olli miklum von brigðum l Þýzkalandi og kom af stað deilum milli hinnar nýju lýðræðirlegu stjórnar og yfir- herstjórnarinnar. Vígstaða Þjóð verja hafði batnað og Luden- dorff reyndi nú að koma ábyrgð inni á ósigrinum á herðar stjóm arinnar og vildi að styrjöld- inni yrði haldið áfram. Eftir harðar umræður var hugmynd- um hans vísað á bug Kafbáta- hernaðinum var h;ett og fall- izt var á það skilyrði Wilsons, að hernaðarlegir ráðunautar rík isstjórna Bandamanna ákvæðu vopnahlésskilmálana. Þremur dögum síðar, 23. október, sam- þykkti Wilson svar Þjóðverja og fór þess á leit, að Banda- menn ramþykktu 14 punktana sem grundvö'll friðarviðræðna. Það var gert þegar gengið hafði verið að skilyrðum Breta og Frakka. 27. október sagði Lud- endorff af sér. Ekki fór á milli mála hvað Wilson forseti átti við þegar hann krafðist afnáms alls ger- ræðisíege valds í Þýzka- landi, og Þjóðverjum var'ð ljóst, að keisarinn stóð í veg fyrir friði. Sú krafa varð æ háværari að keisarinn yrði að leggja niður völd. Konuings- sinnar reyndu að fá Vilhjálm keisara til þess að fela völd- in í hendun ríkisstjóra til þess að bjarga konungdæminu, og jafnvel jafnaðarmenn voru fús- ir að fallast á að einhver son- arsona hans tæki við. en hót- uðu að segja sig úr stjórninmi ef keisarinn færi ekki frá, því að öðrum kosti gætu þeir ekki staðið gegn kröfum róttækari manna I flokknum um stofmm lýðveldis. Keisarinn vildi ekki heyra á þessar kröfur minnzt, og þar sem honum fannst and- rúmsloftið í Berlín orðið óþol- andi, hélt hann til Spa, þar sem hann taldi sig geta treyst stuðn ingi yfirherstjórnarinnar. — ★ — Á meðan þessu fór fram höfðu örvæntingarfullar tilraunir Karls Austurríkiskeisara til að bjarga veldi Habsborgarættar- innar farið út um þúfur. Aust- urrikis stjóm bað Wilson um vopnahlé 4. október á grund- velli 14-liða stefnuskrárinnar, og án þess að bíða eftir svari gaf hann út sérstakt ávarp, þar seim lýst var yfir því að hinn austurríski hluti keisararíkis- ins yrði sambandsríki og allar þjóðir hans fengju að ráða mál- um sínum sjálfar. Hinar undir- okuðu þjóðir Austurríkiskeis- ara höfðu bundið miklai vonir við stefnuskrá Wilsons þar sem þar var þeim heitið frelsi og þær 'litu á ávarp Karls keis- ara sem viðurkenningu um ó- sigur. í svari sínu sagði Wilson að hinar undirokuðu þjóðir yrðu sjálfar að ákveða friðar- skilmálanna. 28. október tók Þjóðarráð Tékka í Prag stjórnina í sínar hendur án þess að embættis- menn keisarans veittu nokkra mótspyrnu, og tveimur dögum síðar lýsti Þjóðarráð Slóvaka yfir sameiningu við tékknesku héruðin Bæheim, Mæri og Slésíu. Um sumarið höfðu Bandamenn viðurkennt Tékka sem styrjaldaraðila og 18. október hafði Tomas Masaryk lýst yfir sjálfstæði Tékkóslóvak íu í Washiington. 6. október var myndað Þjóðarráð Serba, Kró- ata og Slóvena í Zagreb, land- stjóri keisarans lagði niður völd 29. okt. og Þjóðarráðfð lýsti yf- ir sameiningu suðurslavneskra Woodrow Wilson forseti hluta keisararíkisins og Serbíu. 15. október lýstu Pólverjar yf- ir því, að þeir teldu sig ekki lengur þegna Austurríkiskeis- ara heldur borgara í nýendur- reistu Póllandi, og í október lok hófu Austurríkismenn brott flutning frá Galizíu. Það eina sem eftir stóð af hinu forna keisararíki voru Austurriki og Ungverjaland auk Transylvan- íu, sem sameinaðist Rúmeníu, og ítalskra héraða, sem Italir fengu. Austurriski herinn hafði ver- ið lamaður síðan í hinni miklu orrustu við Píave í júní, þótt hann hefði farið með sigur af hólmi í þeirri viðureign. 24. október hófu Bandamenn mikla sókn meðfram Piave og mættu lítilli mótspyrnu, enda varð mik il upplausn í austurrísk-ung- verska hernum, og margir her- menn neituðu að berjast og gerð ust liðhlaupar. Sama dag urðu óeirðir í Búdapest, Þjóðarráð var myndað og heitið skilnaði Ungverjalands frá Austurriki og tafarlausum friði. f Vín mynduðu þingfulltrúar frá hin- um þýzku héruðum Austurrík- is bráðabirgðaþing „hins sjálf- stæða þýzka austurríska ríkis“ og skipuðu ríkisráð undir for- sæti jafnaðarmannsins Karls Renners. Ríkisstjórn keisarans hélt þó áfram störfum 27. okt. fór Karl keisari fram á vopna- hlé og var það undirritað 3. nóvember. Meðan þessu fór fram sóttu Italir fram og tóku þúsundir fanga. — ★ — í Þýzkalandi ríkti einnig al- gert upplausnarástand. 28. okt. gerðu sjóliðar í Wilhelmshaven uppreisn og tveimur dögum síð ar breiddist hún út til úthafs- flotans í Kiel. Tveimur deildum úthafsflotans hafði verið skip- að að sigla framhjá flota Breta til Ermarsunds til þess að að- stoða við undanhaldið í Flandri en áhafnirnar héldu að yfir- menn þeirra hygðust leggja til atlögu við brezka fiotann og Framhald á bls. 16 Vilhjálmur keisari ásamt yfirhershöfðingjum sínum, Hindenburg (til vinstri) og Ludendorff. Friftaramleitanir Wilsons, upplausn Miiveldanna, endalok stríisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.