Morgunblaðið - 12.11.1968, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.11.1968, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1968 Húsbyggjendur Milliveggjapl., góður lager fyrirl. Einnig hellur, kant- steinar og hleðslusteinar. Hellu- og steinsteypan sf., við Breiðholtsv. Sími 30322. Loftpressur — gröfur Tökum að okkur múrbrot og sprengingar og einnig gröfur til leigu. Vélaleiga Símonar Símon- arsonar, sími 33544. Bifreiðastjórar Gerum við allar tegundir bifreiða. — Sérgrein hemla viðgerðir, hemlavarahlutir. Hemlastilling hf, Súðavogi 14. - Sími 30135. Atvinna óskast Stúlka með 2ja ára barn óskar eftir atvinnu á heim- ili eða barnaheimili, má vera úti á landi. Uppl. í síma 32712. Sumarbústaður úr timbri til sölu, 35 fm, til brottflutnings. Upplýs- ingar í síma 30106. Ráðskona óskast Eldri maður í Rivík óskar eftir ráðskonu 60—68 ára. Tilb. með uppl. um aldur, nafn, heimilisfang og síma sendist f. 15. þ.m. merkt „Ráðskona 6533“. Tveggja herbergja íbúð óskast til leigu. Upplýsing- ar í síma 21940. Ríkistryggð skuldabréf kr. 100.000 til 15 ára til sölu með miklum afföllum. Sími 52628. Tapað varadekk 4.—5. nóvember tapaðist af Bronco i Vesturbæ nýtt varad. á felgu. Gerð Good- rich Silvertown 700x15. — Vinsaml. hringið í s. 12745, 24140. Keflvíkingar Munið fiskbúðina, Hring- braut 92. Opin kl. 9—12 f. h. og kl. 2—6 e. h. Vél og startari óskast í Octavíu '61. Uppl. í síma 34129 og 50574. Góð 4ra herbergja íbúð til leigu í Sólheimum þeg- ar í stað. Tilboð sendist blaðinu fyrir 16 þ. m. merkt „Háhýsi — 6534“. Afslöppun Námskeið í afslöppun og fleiru fyrir barnshafandi konur hefst 25. nóv. nk. Uppl. í s. 22723 n- daga kl. 13—14. Hulda Jensdóttir. Sandgerði Til sölu gott einbýlishús í Sandgerði. Hagstætt verð. Fasteignasalan Hafnarg. 27 Kv. Kvöldsími 1420. Rúðugler ekki minna en 60x60 sm óskast. Má vera gamalt. Uppl. í síma 1 08 50. 49 kort fyrir jól fró Sólarfilmu Jólakortaframleiðsla tslendinga hefur aukizt mjög á seinni árum, bæði að magni og gæðum. Sum kortanna eru hreint augnayndi, og hverjum sómi, sem sendir, og þá ekki síður þeim, sem fær þau send sem jólakveðju. í bókabúð einni rákumst við á kort frá Sólarfilmu, og birtum hér myndir af tveim þeirra. Annað er ljósmynd af Barnaskólanum á Akureyri með andapollinn í forgrunni, en hitt með vatnslitamynd af Menntaskól anum á Akureyri, sem Selma P. Jónsdóttir hefur gert. Við hringd um til forráðamanna Sólarfilmu, og spiu-ðumst fyrir hve mörg ný jóla- kort bætist við frá þeim fyrir þessi jól. Þeir sögðu okkur, að frá þeim myndu koma 49 jólakort ný á markaðinn fyrir jól. Eru það 17 kort með vatnslitamyndum Selmu víðsvegar að frá landinu, þá 20 ný ljósmyndakort með jólalegum myndum víða að af landinu, 1 nokkuð stærra broti og að auki 7 í sama broti og Selmu kortin, og 3 jólasveinakort, teiknuð af Seimu. Þá má að lokum geta þess, sögðu Sólarfilmumenn, að við bryddum 1 ár upp á þeirri nýjung, að út eru gefin 2 kont eftir erlendum fyrir- myndum, en unnin hér á landi. Það er sjáanlegt á upptalning- unni hér að ofan, að engin vand- kvæði verða fyrir fólk að velja kort í ár, en það er mála sannast, að það er góður siður að skiptast á jólakveðjum með þessu mótL Hann er orðinn gamall sá siður- inn hér, og ætti helzt ekki að falla í gleymsku. Jólakort hafa oft á tfð um haldið vináttu við og kunn- ingsskap, sem ella hefði glatazt i þessu daglega amstri okkar og Blöð og tímarit ÚRVAL, nóvemberheftið, er kom ið út. Að þessu sinni birtir ritið þrjár greinar úr islenzkum tíma- ritum, .Jíáttúruvernd í nútíma- þjóðfélagi", eftir Birgi Kjaran og ,Bessastaðir“ eftir Ti'yggva Gisla- son úr Eimreiðinni og .Risadýr frá miðöld jarðar", eftir Ingimar Óskarsson úr Náttúrufræðingnum. Auk þess er fjöldi þýddra greina, m.a. úr Das Seste, Great Lives (Friedrich Nietzsche og Artoro Tos canini), Vor Viden, Shell Maga- zine og Readers Digest. — Þá er siðari hluti bókarinnar „Lifandi dauði til sölu“, eftir Alvin Moscow, krossgáta og fleira. Spakmœli dagsins Viljir þú verða vitur, seztu þá nlður og hlustaðu. — Afrískt orð- tak. VÍSUKORN Æðir tíðum hörku hríð, hjarðir kvíða neyðum, klæðir viða fjöllin fríð fönnum gri^ai breiðum. Hjöríeifur Kristinsson, Gilsbakka. Á danslelk Hann er svartur, hún er björt heiðríkt skartar gaman Blíðar ástir blómgvast ðrt binding hjartna saman Ingþór Sigurbjörnsson Áheit og ajafir Strandarkirkja afh. Mbl. Hiíf 100. NN 100. NH 100, IE 50, ESK 400, Bettý 500, NN 100 NN 195 Elín Vífilsstöðum 25 ÞFE 100 JB og BÓ 150 NN 22, g.áh 100, BS 200. RÞ 100 SS 200 afh. af afgr Mbl. í Hafnarfirði MM 50 afh af afgr. Mbl í Hjfnarfirði KÞ 100, JÞ 500, KFJ 500, Ástríður Guð- mundsd. 200, NN 30, HB 100, KO 100, SDV 100, ómerkt 50 DÞ 100 GG 50 NN 150 ÁÁ 100 NM 75, HG 500, ómerkt 100. I dag er þriðjudagur 12. nóv. og er það 317 dagur ársins 1968. Eftir lifa 49 dagar. Árdegisháflæði kl. 10.44. Fyrir því, ir.mir elskuðu, flýið skurðgoðadýrkunina. (1. kor., 10,14) Upplýsingar um Iæknaþjónustu í borginni eru gefnar í síma 18888, símsvara Læknafélags Reykjavík- ur. Læknavaktin I Heilsuverndarstöð- inni hefur síma 21230. Slysavarðstofan í Borgarspítalan um er opin alian sólarhringinn. Aðeins móttaka slasaðra. Sími 81212 Nætur- og helgidagalæknir er í síma 21230. Neyðarvaktin svarar aðeins á virkum dögum frá kl. 8 til kl. 5 sími 1-15-10 og laugard. kl. 8-1. Keflavíkurapótek er opið virka daga kl. 9-19, laugardaga kl. 9-2 og sunnudaga frá kl. 1-3. Borgarspítalinn í Fossvogi Heimsóknartími er daglega kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Borgarspítalinn í Heilsuverndar- stöðinni. Heimsóknartími er daglega kl. 14.00 -15.00 og 19.00-19.30. Kvöld- og helgldagavarzla í lyfja- búðum i Reykjayík vikuna 9.-16. nóvember er I Háaleitisapóteki og Laugavegsapó- teki Næturlæknir i Hafnarfirðl aðfara- nótt 13.11 Gunnar Þór Jónsson sími 50973 og 83149. Næturlæknir í Keflavík 12.11 og 13.11 Arnbjörn Ólafsson, 14.11 Guðjón Klemenzson, 15.11, 16.11 og 17.11 Kjartan Ólafs- son, Ráðleggingarstöð Þjóðkirkjunnar um hjúskaparmál er að Lindar- götu 9, 2. hæð. Viðtalstími læknis miðvd. 4-5, Viðtalstími prests, þriðjudag og föstudag 5-6. Framvegis verður tekið á móti þeim, sem gefa vilja blóð í Blóð- bankann, sem hér segir: mánud. þriðjud., fimmdud. og föstud. frá kl. 9-11 f.h. og 2-4 e.h. Miðviku- daga frá kl. 2-8 e.h. og laugardaga frá kl. 9-11 f.h Sérstök athygli skal vakin á miðvikudögum vegna kvöldtímans Bilanasími Rafmagnsveitu Rvík- ur á skrifstofutima er 18-222 Næt- ur- og helgidagavarzla 18-230. A.A.-samtökin Fundir eru sem hér segir: í fé- lagsheimilinu Tjarnargötu 3c: Miðvikudaga kl. 21. Föstud. kl. 21. Langholtsdelld, í Safnaðarheimili Langholtskirkju, laugardaga kl. 14. Orð lífsins svara í síma 10000. I.O.O.F. Rb. 1 = 11811128 H — 9X ■ Edda 5968111127 = 2 Q Mímir 596811137 = 2 Strandarkirkja afh. Skrifst. bisk- ups. x 18.000,- Hailgrímskirkja í Saurbæ afh. Mbl. SOV 100.- Sólheimadrengurinn afh. Mbl. M.J. 250,- Dómkirkjan Væntanleg ferðmingarböm séra Óskars J. Þorlákssonar (vor og haust) eru vinsamlega beðin að koma til viðtals í Dómkirkjuna i dag kl. 6. um 'nnu Hún Anna úr Austurvegi var eitt sinn á ferðinni hér, þá fann hún á veginum vængbrotinn fugl og vafði að brjósti sér. Og fuglinn var fljótur að stillast og falla í djúpa ró, því ástríka hjartað Önnu litlu undir barminum sló. En þrátt fyrir umhyggju alla, einatt af fuglinum dró, svo hallaði hann litla höfðinu sínu að hjarta Önnu og dó. Vildi ég hafa verið vængbrotni smáfuglinn, meðan hann átti, Anna litla, athvarf við barminn þinn. Svipleg er sagan um fuglinn, samt er hún verri af mér: uie'ð þverbrotna vængi vona minna villtist ég burt frá þér. Hjörleifur Kristinsson, Gilsbakka. (Höfundurinn er 50 ára í dag. Kvæði þetta er tekið úr Skagfirzkum ljóðum, sem út voru gefin 1957). Fiskar sofa fast Nýjustu rannsóknir hafa leitt í Ijós, að það taki a.m.k. 10 mínútur að vekja sofandi fisk. Ættl því engan að undra, þó að fiskveiðarnar gangi hálf skrykkjótt á stundum!!!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.