Morgunblaðið - 12.11.1968, Page 20

Morgunblaðið - 12.11.1968, Page 20
2« MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1968 — Gengislækkunin Framhald af bls. 2 leyti fullnægjandi til þess að hægt sé að tollafgreiða viðkom- andi vöru þegar í stað, og skal þá miða gjöld af henni, þar með talið 20% innflutningsgjald, skv. lögum nr. 68/1968, við eldra geng ið, en þó því aðeins, að tollaf- grei'ðsla eigi sér stað fyrir 17. nóvember 1968. Nú eru innflutningsskjöl, sem ekki hljóta tollmeðferð, skv. 5. málsgrein, tollafgreidd eftir 11. nóvember 1968 með bankastimpli fyrir þann dag, og skal þá greiða af hlutaðeigandi vöru 20% inn- flutningsgjald, skv. lögum nr. 68/1968, er miðist við tolíverð hennar á gamla genginu, en toll- afgreiðsla að öðru leyti við nýja gengið. Það er forsenda fyrir þessari tollafgreiðslu, að varan hafi verfð greidd á gamla geng- inu. Verði hún greidd á nýja genginu, t.d. þar sem samþykkt- ur hefur verið víxill fyrir henni, sem ógreiddur er, þegar lögin taka gildi, ber innflytjanda að sanna það fyrir tollstjóra með vottorði Gjaldeyrisdeildar bank- anna í Reykjavík eða vottorði útibús gjaldeyrisbanka utan Reykjavíkur og fellur þá 20% innflutningsgjaldið niður og var an tollafgreiðist grundvelli 1. og 4. málsgreina. Akvæði 1. málsgr. þessarar gr. gilda við tollafgreiðslu vara, sem hafa verið afhentar innflytjend- um með leyfi tollyfirvalda gegn tryggingu fyrir grei'ðslu aðflutn- ingsgjalda (sbr. 15. gr. tollskrár- laga), nema fullnaðartollaf- greiðsla, þ. m. t. greiðsla 20% innflutningsgjalds, eigi sér stað íyrir 1. desember 1968. 2. gr. Óheimilt er vegna gengisbreyt ingarinnar að hækka verð á birgðum innfluttra vara, sem greiddar hafa verið á gengi í gildi fyrir 11. nóvember 1968. og sama gildir um verð á birgðum iðnaðarvara, sem framleiddar eru úr efni, sem greitt hefur verið á eldra gengi. Til birgða telst í þessu sambandi vörur greiddar á eldra gengi, sem ekki eru komn- ar í hendur innflytjenda. Verðlagsnefnd skal heimila verzlunarálagningu á sem næst 30% þeirar hækkunar, sem leiðir af gengisbreytingunni, og sé þá miðað við þá álagningu, sem gilti fjrrir gildistöku bráðabirgðalaga nr. 68/1968. Þessi lækkun hundr aðshluta álagningar gildir þó ekki um smásölu- og heildsölu- álagningu á vöru þar sem nú- gildandi heildsöluálagning er 6,5% eða lægri. 3. gr. Nú á skipafélag kröfu, sem á- kvörðuð er í erlendum gjaldeyri eða miðuð við erlendan gjald- eyri, á innlendan a'ðila vegna farmgjalda af innfluttum vörum, er ekki hafa verið afhentar mót- takenda hennar fyrir gildistöku þessara laga, og skal þá einungis heimilt að innheimta slíka kröfu á hinu nýja gengi, að svo miklu íeyti sem skipafélagið á ógreidd- an kostnað utanlands í erlendum gjaldeyri vegna flutningastarf- semi sinnar, enda komi samþykki verðlagsnefndar til. 4. gr. Þá er skilað er til banka gjald- eyri fyrir útfluttar afurðir fram- leiddar fyrir 15. nóvember 1968, skal hann greiddur útflytjanda á því gengi, er gilti fyrir 11. nóv- ember 1968. Ríkisstjórnin kveð- ur nánar á um, til hvaða afurða þetta ákvæði skuli taka, og eru ákvarðanir hennar þar að lút- andi fullnaðarúrskurðir. Mismunur andvirðis skilaðs gjaldeyris á eldra gengi og and- virðis hans á hinu nýju gengi, skv. 1. málsgr., skal færður á sér stakan reikning á nafni ríkis- sjóðs í Seðlabankanum. Fé, sem á reikninginn kemur, skal ráð- stafað með sérstökum lögum I þágu þeirra atvinnuvega, sem eiga viðkomandi afurðaverð- mæti. 5. gr. Á gengisbreytingarreikning við Seðlabankann, sem stofnaður var skv. 5. gr. laga nr. 69 frá 25. nóv- ember 1967, skal færa þann geng ismun, er vei*ður vegna gengis- breytingarinnar hjá einstökum bönkum. Við útreikning á þess- um gengismun skal taka tillit til allra eigna og skulda viðkom- andi banka í erlendum gjald- eyri, þá er hið nýja gengi tekur gildi. Færslur þær, sem af þess- um ástæðum þurfa að eiga sér stað milli Seðlabankans og bank- anna, skulu jafnast með verð- bréfakaupum eða öðrum eigna- tilfærslum, eftir því sem nánar verður um samið milli þessara aðila. Innstæður og skuldir í krónum á nafni erlendra aðila, sem gengistryggðar eru með sér- stokum samningi, þar með tald- ir skuldareikningar ríkissjóðs gagnvart alþjóðastofnunum, telj- ast erlendur gjaldeyrir í þessu sambandi, og sama gildir um gull eign Seðlabankans. Nú hefur bankaábyrgð til handa erlendum aðila verið greidd erlendis, en ekki greidd í íslenzkum banka fyrr en eftir 11. nóvember 1968, og skal þá gerð upp á hinu nýja gengi. Ákvæði þetta gildir ekki um greiðslu- frestsábyrgð, þegar skjöl hafa verið afhent innflytjanda fyrir gengisbreytinguna. Gengismun- ur, er til verður vegna ákvæða þessarar málsgreinar, skal færð- ur á gengisbreytingarreikning, sbr. 1. málsgr. 6. gr. Ríkisstjóminni er heimilt að setja með reglugerð eða á annan hátt nánari fjrrirmæli um fram- kvæmd laga þessara. 7. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi og fellur þá jafnframt niður ákvæði 5. gr. laga nr. 68/1968 um 20% gjald á útgjöld til ferðalaga er- lendis. Bráðabirgðaákvæði. Við uppgjör á endurgreiðslum innflutningsgjalds, skv. heimild í bráðabirgðalögum nr. 68/1968, skal heimilt að endurgreiða eða fella niður innflutningsgjald af eftirtöldum vörum: Gasoiíu, brennsluolíu, flugvéla eldsneyti, flugvélahreyflum og hlutum til flugvéla, skv. nánari ákvörðun fjármálaráðuneytisins, svo og salti og síldarkryddi. Athugasemdir við lagafrumvarp þetta. í dag, 11. nóvember 1968, hef- ur Seðlabanki íslands gefið út tilkynningu um nýtt stofngengi íslenzkrar krónu. Af þessu leið- ir, að nauðsynlegt er að setja sérstök lög, er kveði á um ýmis framkvæmdaratriði varðandi gengisbreytinguna. Hafa slík lög ætíð verið sett, þegar líkt hefur á staðið. f lagafrumvarpi því, sem hér liggur fyrir er þó ein- göngu að finna þau ákvæði sem mest liggur á að lög- festa, svo að ekki sé um nein vafaatriði að ræða, þegar gjald- eyrisviðskipti hefjast væntan- lega að nýju þriðjudaginn 12. nóvember á grundvelli hins nýja stofngengis. Síðar verður nauð- synlegt að setja frekari löggjöf um ýmis vandamál, er úr þarf að skera vegna gengisbreyting- arinnar. Yfirleitt má segja, að frumvarp þetta þurfi ekki mikilla skýringa við, þar sem það er að mestu leyti byggt á þeirri reynslu og ákvæðum, er áður hafa verið sett, þegar líkt hefur á staðið. Fara hér á eftir athugasemdir við einstakar greinar þess. Um 1. gr. Efni greinarinnar er hið sama og 1. gr. laga nr. 69/1967 um ráðstafanir vegna ákvörðunar Seðlabanka íslands um nýtt gengi íslenzkrar krónu. Þó hef- ur reynzt nauðsynlegt að bæta inn í greinina ákvæðum, sem kveða á um ýmis atriði, sem leiða af 20% innflutningsgjaldi, skv. bráðabirgðalögum nr. 68/ 1968. Gert er ráð fyrir, að um inn- heimtu innflutningsgjalds verði farið eftir venjulegum reglum um tollafgreiðslu, þannig að eldra gengi gildi sem grunnur innflutningsgjaldsins um skamm an frest fyrir þá vöru, sem tekin hefux verið til tollmeðferðar (full gild skjöl, innlögð til tollyfir- valds) fyrir 11. nóvember 1968. í 6. málsgrein er ákvæði um, að vörur, sem greiddar eru á gamla genginu, en berast til toll- afgreiðslu eftir 11. nóvember 1968, skuli hljóta sérstaka toll- meðferð, þannig að af þeim reiknast 20% innflutningsgjald, miðað við tollverð á gamla geng inu, en tolluppgjör að öðru leyti miðast við nýja gengið. f þessu ákvæði felst, að 20% innflutnings gjaldið, skv. lögum nr. 68/1968 heldur áfram gildi eftir 30. nóv- ember 1968 um vöruskjöl, sem tollafgreiðast skv. þessari grein. Hins vegar er ráð fyrir því gert, að allir þeir, sem greiða þurfa vöru á nýju gengi sleppi við greiðslu 20% gjalds, en af hinum sé gjaldið innheimt með sama hætti og verið hefur. Loks er sú breyting gerð frá 1. gr. áðurnefndra laga nr. 69/ 1967, að frestur til uppgjörs á tolli fyrir vörur, sem afhentar hafa verið innflytjendum með leyfi tollyfirvalda gegn trygg- ingu, er styttur úr tveimur mán- uðum í u.þ.b. þrjár vikur. Þykir ekki ástæða til lengri frests í þessu efni. Um 2. gr. í fyrstu málsgrein er um að ræða samhljóða ákvæði og áð- ur hefur verið fylgt við gengis- breytingar, og er sett til að tryggja, að ekki verði um verð- hækkunargróða að réeða á þeim birgðum erlendra vara, sem greiddar eru á eldra genginu. í 2. málsgr. er kveðið á um þær ákvarðanir, sem þegar í stað þarf að gera í verðlagsmálum eftir gengisbreytinguna og er hér um hliðstætt ákvæði að ræða og sett var í 3. gr. bráðabirgðalaga nr. 68/1968 um 20% innflutnings gjadið, en þó þykir óhjákvæmi- legt að hafa sérákvæði um þær vörur, sem allra lægst álagning hefur verið á í heildsölu. Um 3. gr. Samhljóða ákvæði var í lög- um nr. 69/1967 um gengisbreyt- inguna það ár. Skipafélög hafa haft ákvæði í farmsamningum, sem miða farmgjöld við erlendan gjaldeyri. Munu þau ákvæði byggð á því, að verulegur hluti tilkostnaðar skipafélaga fellur til erlendis, enda standa félögin að jafnaði í miklum erlendum rekstrarskuld um, einkum við umboðsmenn. Að því leyti, sem skipafélag á kröfu í erlendum gjaldeyri á inn lendan aðila, eins og segir í upphafi greinarinnar, þá er þvi aðeins heimilt að innheimta um- rætt farmgjald, miðað við hið nýja gengi, að svo miklu leyti sem skipafélagið á ógreiddan er- lendan kostnað vegna flutnings- starfseminnar, þegar gengisbreyt ingin tekur gildi, enda komi sam þykki verðlagsnefndar til. Um 4. gr. Hér er um að ræða ákvæði, sem að efni til er það sama og var i lögum nr. 69/1967. Er nú miðað við 15. nóvember 1968. Samkvæmt greininni er gert ráð fyrir því, að sá gjaldeyrir, sem skilað er til banka fyrir af- urðir, sem framleiddar eru fyr- ir nefndan dag, skuli greiddur á hinu gamla gengi. Þá er talið sjálfsagt, að þeim mismun, sem þarna kemur fram, verði varið i þágu þeirra at- vinnuvega, sem þær afurðir koma frá, sem ákvæði þessarar greinar taka til. Nánari ráðstöfun á því fé, sem hér um ræðir, fellur hins veg- ar ekki innan ramma þessara laga og er því gert ráð fyrir, að um það verði sett sérstök lög. Um 5. gr. Ákvæði hliðstæðs efnis er að finna í 5. gr. nr. 4/1960, 1. gr. laga nr. 28/1962 og 5. gr. laga nr. 69/1967, og er hér farin sama braut og áður um meðferð geng ismunar við gjaldeyrisbankana. Aðalefni greinarinnar er, að bankarnir hvorki hagnist né bíði skaða við gengisbreytinguna, og er gengismunurinn, hagnaður eða tap, færður á gengisbreyt- ingarreikning þann, sem stofnað ur var við Seðlabankann með lögum nr. 69/1967, 5. gr. í grein- inni er nú ákvæði, sem í felst, að heildaruppgjör milli Seðlabanka og gjaldeyrisviðskiptabanka skuli jafnast. með verðbréfakaupum eða öðrum eignatilfærslum, eftir því sem nánar verður um sam- ið milli þessara aðila. f annarri málsgrein er um að ræða hliðstætt ákvæði og sett var í nefnd lög, og gengismunur, sem til fellur í þessu sambandi, færð ur á sambærilegan hátt og áður hefur verið. Ákvæði greinarinn- ar nær þó eigi til gjaldfallinna ábyrgða með erlendum greiðslu- fresti, þegar hlutaðeigandi vöru- skjöl hafa verið afhent innflytj- anda fyrir gengisbreytinguna. Um 6. gr. Þarfnast ekki skýringa. Um 7. gr. Jafnhllða gildistökuákvæði er hér fellt úr gildi ákvæði 5. gr. bráðabirgðalaga nr. 68/1968 um útgjöld til ferðalaga erlendis. Um bráðabirgðaákvæði. Vegna gengisbreytingar þeirr- ar, sem nú hefur verið ákveðin, verður óþarft, að Alþingi taki að öðru leyti, en gert er f lðg- um þessum, afstöðu til frum- varps til laga um staðfestingu á bráðabirgðalögum nr. 68/1968 um innflutningsgj ald o.fl., sem nú liggur fyrir Alþingi. í framkvæmd laganna komu fram fjölmörg vandamál og sum þess eðlis, að ekki þykir fært að gjaldið verði innheimt. Hér er um að ræða gasolíu og brennslu olíu til annarra en sjávarútvegs- ins, flugvélaeldsneyti, flugvéla- hreyfla, hluti til flugvéla skv. sérstökum ákvörðunum fjár- málaráðuneytisins svo og salt og síldarkrydd. Þykir rétt að leita hér laga- heimildar til endurgreiðslu eða niðurfellingar gjaldsins af þess- um vörum. - NIXON Framhald af bls. 1 Brooklyn sem hann bjó í, og einn þeirra barði að dyrum og sagðist kominn til að gera við gasleka. Þegar hurðin var opnuð ruddist hópurinn inn. Eldrj sonurinn slapp út en náðist fljótlega aftur. Það var lítið um mótspyrnu og feðgarnir voru fluttir á lög- reglustöð til yfirheyrslu. Þeir virtust mjög öruggir með sig og harðneituðu allri vitneskju urn fyrirhugaða morðtilraun, en í íbúðinni fundust nokkrir rifflar, hnífar og skotfæri. Namer hefur búið í Bandaríkjunum í 13 ár en synir hans komu til landsins fyrir tveim árum. Þeir segjast Vera frá bænum Rafac i Jemen. Sem fyrr segir var það á föstu dag sem lögreglan fékk fyrst veð ur af fyrirhuguðu morðtilræði, en þá hringdi þangað maður sem sagði að Namer hefði beðið sig að skjóta Nixon. Lögregluþjónn inn sem svaraði í símann „hélt honum uppi á snakki“ meðan fé- lagar hans höfðu samband við símstöðina og fengu að vita hvað an var hringt. Þeir æddu svo á staðinn og voru komnir á vett- vang áður en maðurinn lagði á. Honum brá þó ekki sýnilega við komu lögreglunnar, virtist frek- ar létta en hitt. Hann er nú undir strangri lög- regluvernd og nafn hans hefur ekki verið látið uppskátt. Maður þessi er frábær skytta og hann sagði lögreglunni að honum hafi verið boðin milli fjárupphæð fyr ir að myrða Nixon. Strax eftir að ljóst varð að Nixon myndi vinna kosningarnar bauð Namer honum heim til sín. Þar sýndi hann honum þrjá kraftmikla riffla með sjónaukamiðum, gerði honum tilboðið og útlistaði áætl- unina. Hann vissi ekki um aðra menn en rifflarnir þrír og ýmis- lega annað benti til þess að hann hafi ekki verið eina skyttan sem leitað var til. Fréttablaðið New York News kveðst hafa heimildir fyrir því að Namer fjölskyldan hafi verið í nánu sambandi við samtök Ar- aba bæði í Bandaríkjunum og heimalandi sínu. Hugleiðir blað- ið þann moguleika að um víð- tækt samsæri sé að ræða sem eigi jafnvel rætur sínar í Aust- urlöndum. Til bráðabirgða hafa feðgarnir verið úrskurðaðir í gæzluvarð- hald fyrir að hafa ólögleg vopn undir höndum. Ef nægilegar sannanir fást er hægt að dæma þá í samræmi við lög sem sett voru árið 1963 eftir að Kennedy forseti var myrtur. Þessi lög vernda bæði forseta og forseta- efni sem hefur verið kjörinn en ekki tekið við embætti. Sam- kvæmt þeim lögum er hægt að dæma i lífstíðar fangelsi fyrir fyrirhugaða morðtilraun, en þá verður að fjalla um málið fyrir ríkisdómstól. Ef ríkið New York verður ákærandinn, verður ákær an venjuleg: samsæri með morð fyrir augum, og minnsta hegn- ing 15 ára fangelsi ef feðgarnir verða fundnir sekir. Mikið hefur verið skrifað um hina fyrirhuguðu morðtilraun í blöð í Austurlöndum og halda Arabar því fram að mennirnir séu verkfæri samsæris fsraels- manna sem hafi viljað eyðileggja samband þeirra við Bandaríkin. Nixon sjálfur, og aðrir stjórn- málamenn f Bandaríkjunum hafa ekkert látið frá sér fara um þetta mál. Fulltrúaráð Heimdallar F.U.S. Fundur verður að Himinbjörgum, Valhöll v/Suðurgötu í dag þriðjudag kl. 18.00. Forsætisráðlierra dr. Bjarni Benediktsson mætir á fundinum og gerir grein fyrir efnahagsráðstöfunum STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.