Morgunblaðið - 12.11.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.11.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1968 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritst j ómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgrei'ðslg Auglýsingar Askriftargjald kr. 130.00 í lausasölu Hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjiarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími RÞIOO. Aðaistræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 8.00 eintakið. GENGISLÆKKUN VAR ÓHJÁKVÆMIKEG k uðvitað er lækkun gengis krónunnar aldrei gleði- frétt, en í íslenzkum efna- hagsmálum hafa engin gleði- tíðindi gerzt síðustu misserin, heldur þvert á móti, hvert áfallið af öðru dunið yfir, eins og alþjóð veit, og við þeim vanda varð að bregð ast af fullu raunsæi, ef hér átti ekki að skapast alvarlegt atvinnuleysi og margháttað- ir erfiðleikar. Forsætisráðherra lýsti þeim miklu erfiðleikum, sem nú er við að glíma, þannig í upp- hafi ræðu sinnar á Alþingi í gær: „Á undanförnum tveimur árum hefur þjóðarbúskapur íslendinga orðið fyrir meira og skyndilegra áfalli en nokkru sinn fyrr á þessari öld. Verðlag útflutningsaf- urða hefur lækkað stórlega og afli brugðizt einkum á síld veiðum. Verðmæti útflutn- ingsframleiðslunnar hefur af þessum sökum minnkað um allt að 45% milli áranna 1966 og 1968. Þar sem erlendur v kostnaður við öflun þessa verðmætis hefur ekki minnk- að að sama skapi, hefur inn- lendur hluti framleiðsluverð- mætisins minnkað enn meira, eða um eða yfir 55%, með öðr um orðum hrein minnkun gjaldeyristekna í sjávarútvegi nemur svo miklu. Útflutnings framleiðslan á mann mun ekki verða öllu meiri á árinu 1968 en hún var fyrir 12 ár- um, eða árið 1956. Útlit er fyrir, að raunverulegar þjóð- artekjur á mann muni á árinu 1968 verða um 15% lægri en á árinu 1966, en þetta jafn- gildir því að þær verði ívið lægri, en raunverulegar þjóð- artekjur á mann voru á árinu 1963.“ Þegar þessar uggvænlegu upplýsingar lágu fyrir og að- staðan öll hafði verið skoðuð eins ítarlega og kostur var, reyndust allir þeir, sem á- byrgð báru á málum og að athugunum unnu, hvort held- ur það voru stjórnmálamenn eða embættismenn, sammála um að ógerlegt mundi reyn- ast að komast fram úr efna- hagsvandanum, án þess að fella gengi krónunnar. Menn verða að gera sér grein fyrir þeirri staðreynd, að lífskjör okkar íslendinga hafa versnað að sinni af óvið- ráðanlegum ástæðum. Við það fær enginn mannlegur máttur ráðið. En hitt er meg- inatriðið, að allt verði gert til að tryggja fulla atvinnu og aukna framleiðslu, sem er undirstaða bættra lífskjara á komandi árum. Árið 1960 var óhjákvæmi- legt að gera svipaðar ráðstaf anir og nú, ekki vegna þess að þá hefðu nein sérstök ó- höpp að borið eins og nú, heldur vegna þess, að hér hafði tildrast upp fáranlegt kerfi uppbóta og hafta, sem mjög dró úr framförum. í kjöl far efnahagsráðstafananna 1960 fylgdi mesta blómaskeið í sögu landsins, og allir þjóð- hollir menn hljóta að vona, að aðgerðirnar nú leiði til svipaðra framfara og þá, þeg- ar íslenzkir atvinnuvegir efld ust og styrktust ár frá ári. Því miður geta þessar efna- hagsráðstafanir nú ekki frem ur en aðgerðirnar 1960 borið árangur, nema menn sætti sig við tímabundna kjara- skerðingu. Þess vegna verða gerðar ráðstafanir til þess að menn fái ekki sjálfkrafa upp- bætur fyrir þær hækkanir, sem héðan í frá verða og koma ættu til framkvæmda frá 1. marz n.k., heldur þurfi nýir samningar til að koma. í þeim samningum mun auð- vitað reyna mjög á alla aðila, þjóðhollustu manna og skiln- ing á erfiðleikunum, og á lausn þeirra mála mun það fyrst og fremst byggjast, hvort við íslendingar berum gæfu til að leggja grundvöll- inn að nýrri framfarasókn. Bjarni Benediktsson forsæt isráðherra lauk ræðu sinni á Alþingi með þessum orðum: „Við skulum játa, að í dag erum við í vörn gegn bráðri neyð, en ég vonast til þess, að við berum gæfu til þess að halda þannig á málum, að vörn verði snúið upp í sókn til þjóðarheilla.“ Undir þessi orð ætti þjóðin öll að geta tekið. AFSTAÐA STJÓRNARAND- STÖÐUNNAR að vakti athygli á Alþingi í gær, að stjórnarand- stæðingar töluðu nú umbúða- laust um það, að þeir vildu koma á hér á landi gamla haftakerfinu, sem verst gafst. Þeir vildu bæði fjárfestingar- höft, gjaldeyrishöft, innflutn- ingshöft og víðtækar uppbæt- ur. Má segja, að ánægjulegt sé að fá slíkar yfirlýsingar, því að þjóðin veit þá hverju hún ætti von á, ef stjórnarand stæðingar kæmust til valda og áhrifa. r, iii 'AN IÍR HFIMI \íi»V U1 Vw 1 nli UH nlIIVII FRÆGIR LEIGU- „LANDSKNÆGTE" kölluðu Danir hermenn þá, sem gengu á mála hjá konungum og keisurum þegar þeir háðu sbríð. Þetta var miklu fínna nafn en „leigu-dáti“, einkum ef það var skrifað upp á þýzku: „Landesknedht". Þeir börðust víðsvegar á vígvöll- um Evrópu og voru hafðir í hávegum þegar þeir komu heim ódrepnir. Þessi atvinnustétt lifir enn góðu lífi. í fréttum'firá Niger- íu er getið um leiguhermenn, — oftast eru þeir í einhverri yfirmannastöðu því að þeir kunna meira til hemaðar en sauðsvartur sveitamaðurinn. I Kongó var fræg sveit hvítra manna, kennd við Schramme majór lengi á mála og vann mikil hryðjuverk. Loks komst hún undan tit Ruanda-Urundi en var þá send til Evrópu eftir að allir höfðu undirskrifað drengskaparheit um að koma aldrei til Afríku framar. Sohramme er betgískur. Hann hafði verið 24 ár í Kongó og rak kaffiekrur þar. Þegar Kongó varð sjálfstætt hófst Lumumba til valda og fór um landið með báli og brandi. Þá stofnaði Schramme hersveit og leigði sér her- menn frá Evrópu og borgaði I þeim gífurlega hátt kaup. Þessir menn urðu brátt kunn- . ir og voru kallaðir „rnorð- englarnir“. Þeir tóku aldrei fanga en drápu andstæðing- ana. En þess má geta þeim til lofs, að árið 1960, þegar mann drápin voru sem gífurlegust, björguðu þeir mörg þúsund hvítum mönnum frá bana. Síðan gengu þeir í þjónustu Tsambe og það var þeim að þakka að hann náði Katanga undir sig. Tsombe varð síðan forseti í Kongó, þangað til Mobutu steypti honum. Tsombe varð landflótta en Alsírbúar náðu honum á sitt vald. Og nú var Schramme- liðið á flæðiskeri, fékik engan mála og engar vistir, en tókst þó að komast til Ruanda-Ur- undi, en þar voru þessir leigu dátar kyrrsettir og sendir til Evrópu og þótti landhreinsun að. í þessum hóp voru all- margir Svisslendingar. Þeir voru settir í tukthúsið þegar þeir komu heim, því að sam- kværnt svissneskum lögum er það glæpur að ráða sig í her- þjónustu hjá erlendu ríki. Og þó hafa einmitt sviss- neskir leigudátar orðið fræg- ari en annarra þjóða. Þeir koma mikið við sögu franskra hermála. Og nú á dögum eru þeir frægastir fyrir að vera í lífverði páfans. Að vísu eru ekki nema 60 menn í „sviss- neska verðinum" svokallaða. Og nú á dögum eru Svisslend- ingar ekki ginnkeyptir fyrir að komast í þessa sveit, því páfinn borgar þeim lágt kaup. „Franska útlendinga-her- sveitin" heyrist oft nefnd í sambandi við herferðir. Hún var stofnuð 1831, þegar Frakk ar voru að leggja Alsir undir sig. Síðan hefur sveitin tekið þátt í öllum frönskum styrj- öldum og herferðuim í Evr- ópu, Asíu, Afríku og Suður- Ameríku. í síðari heims- styrjöldinni var hún send til að bjarga Narvík í Noregi úr höndum Þjóðverja. Fæstir í þessari hersveit eru Frakkar, nema yfirmennirnir. Þetta enu ungir ævintýramenn ýmsra þjóða, sem hafa orðið leiðir á lífinu eða gert eitt- hvað fyrir sér, svo að þeir vilja „hverfa“. Enda eru pilt- arnir í útlendingasveitinni ekki hræddir við dauðann. Þegar Frakkar voru að berj- ast við að halda yfirráðunum í Indó-Kína sendu þeir út- lendingasveitina þangað og 11.000 menn úr henni féllu — flest Þjóðverjar. Og samt varð Indó-Kína að Viet-Nam, svo að fórnin var unnin fyrir gýg. í dag hafa Frakikar út- lendingahersveit í Korsika, Madagaskar, Djibouti og Tahiti. Spánverjar fóru að dæmi Frakka og stofnuðu útlend- ingahersveit 19-12 í spánska Marokko. í henni eru 6000 menn. Þar eru margir glæpa- menn, en fá uppgjöf saka ef þeir starfa í hersveitinni um ákveðinn tíma. Eftir átta ára DATAR þjónustu fá þeir „lausn frá em bætti“ og um leið vegabréf og önnur skiíríki, gefin út á nafn sem þeir geta valið sér sjálf- ir! Af leigudátum vorra daga eru gurkhahermennirnir frá Nepal elztir í hettunni. Árið 1815 hlífðu Englendingar Katamandu — höfuðstaðnum í Nepal — við eyðileggingu gegn því að þeir fengi fjögur herfylki (bataljon — 800 I manns) gurkha-liðs. Nepal er i fátækt útkjálkaland, kvíað / inni milli Indlands og Kína, ? og þar tifir fólk við þröngan / kost, því að meðaltekjur \ heimilis eru sjaldan yfir 120 l dollarar á ári. En þetta er hraust fólk, og ungu menn- irnir í Nepal eiga sér ekki aðra afkomuvon betri en að komast í herþjónustu. í síð- ustu styrjöld höfðu Bretar 200.000 gurkha undir vopn- um, og af þeim fél'lu 24.000. En 11 f-engu Victoríukrossiinn, sem er mesti hernaðarheiður sem Bretar geta sýnt. Gurkharnir hafa löngum verið kjarninn í indverska hernum. Þeir voru það í tíð Breta og eru það enn í her hins sjálfstæða Indlands. í Koreu-stríðinu lögðu kín- versku dátarnir á flótta ef þeir uppgötvuðu að andstæð- ingarnir voru gurkhar. Draumur ungu strákanna í Nepal er sá, að þeir fái ein- hverntíma að fá að skera fjandmenn á háls með „kuri“ sinni, en það er 40 sentiimetra íöng sveðja. En nú hafa Bret- ar litla þörf fyrir gurkha, síð- an þeir fóru úr stöðvum sín- um við Suez. Þó er talsvert af þeim enn á mála hjá henmar 'hátign drottningunni, því að á fjárlögunum brezku er gurkha-kaupið talið rúmlega milljón sterlinigspund. Gurk- har verða að gegna herþjón- ustu í 30 ár til að fá eftir- laun, en þau eru há. í þorpun- um í Nepal eru uppgjafa- gurkhahermeninirniir svo að segja þeir einu, sem hafa nægi legt ofan í sig að éta. Esská. flgæt samkoma fyrir eldra fólk I Mýrdal og Austur-Eyjafjöllum Að vísu er nú alllangt um liðið síðan þetta kerfi var hér við líði og menn eru furðu fljótir að gleyma, en samt sem áður er ólíklegt, að lands menn vildu kjósa yfir sig þá ömurlegu stjórnarhætti, sem frá var horfið með efnahags- ráðstöfununum 1960. En þessi sjónarmið stjórn- arandstæðinga skipta þó ekki meginmáli, hitt er aðalatriðið hvort þeir bregðast við vanda málunum af þjóðhollustu, eftir að þær ráðstafanir hafa verið gerðar, sem nú eru óhjá kvæmilegar, eða leggja sig fram um að eyðileggja þær. Með því mun almenningur fylgjast næstu mánuðina og eftir því verða stjórnmála- menn og stjórnmálaflokkar metnir. Litla Hivammi, 11. nóv. SL. SUNNUDAG hafði Lions- klúbbuirinin Suðri boð fyrir eldra fólk í saimkom/uhúsinu Leikskál- iim í Vík í Mýrdat. Var þarna um að ræða fólk, sem er orðið 70 ára og eldra af svæðinu yfir Mýrdal og Austur-Eyjafjöll. Þátt taka vair góð. Samkoman hófst með því að formaður klúbbsinis, Guðmundur Magnússon, kennari að Skógum, bauð fólkið velkomið og kynnti starfsemi klúbbsiins. Þá hófst kvikmyndasýning og voru sýndir þættir úr kvikmyndiuni „í jökl- ainnia skjóli“, sem sýnir lifniaðar- hætti Skaftfellinga frá fyrri tíð. Er þarna um að iræða ýmsar stairfsgreinar, sem eru al'veg að faMa niður og flasbar alveg horfn ar. f hléi báru konur kíúbb- manna úr Vík firam veitingar af mikilli rausn. Var glatt yfir um- ræðum gesbantna, sem suimir hverjir höfðu ekki sézt árum saman. Að kvikmyndasýninguinni lokinni flutti sóknairpreisburinin sr. Ingimar Ingimarsson í Vík, er- inri. Einni'g taiaði Bjöm Jóns- son, skólastjóri í Vík, nokkur orð í létbum tón. Þá risu allir úr sætum og sungu ættjarðarljóð. Að endingu þakkaði Mattihildur Gottisveinsdótitir fyrir hönd gesta og árnaði klúbhnium allra heitlla. Er óhætt að fullyrða að samkom an var ölfum fil ánægju. — Sigþór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.