Morgunblaðið - 12.11.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.11.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1968 að án óeðlilegrar tollverndar. Með almennri örvun atvinnu starfsemi og auknu svigrúmi í gjaldeyrismálum er þess loks að vænta, að gengisbreytingin geti átt mikilsverðan þátt í því að bæta atvinnuástandið og koma í veg fyrir samdrátt framleiðslu og framkvæmda og þá alvarlegu aukningu atvinnuleysis, sem nú virðist framundan, ef ekkert er að gert. Þessi og önnur markmið gengislækkunarinnar munu þó því aðeins nást, að hagstæðum áhrifum hennar á starfsemi at- vinnuveganna verði ekki eytt með hækkunum kaupgjalds og innlends framleiðslukostnaðar. Hjá því verður ekki komizt, að svo mikil gengislækkun hafi í för með sér ýmsa erfiðleika og komi í fyrstu við hagsmuni margra aðila. Engu að síður verður að vona, að hún valdi ekki sundrung og dýrkeyptum kjaradeilum, held ur verði mönnum hvatning til þess að gera sameiginlegt átak til þeirrar framleiðsluaukningar og verðmætasköpunar, sem ein getur búið íslenzku þjóðinni bætt lífskjör í framtíðinni. Gæti þá vel svo farið, að þjóðarbúið nái sér fyrr eftir undanfarna erfið- leika en flestir þora nú að gera sér vonir um. Vígð ný bdk- hlnðo Amts- bdkosaínsins d Akureyri SL. LAUGARDAG var vígð hin mikla og glæsilega bókhlaða Amtbókasafnsins á Akureyri. — Var margt manna viðstatt hús- vígsluna, og ræður fluttar. Bók- hlaðan nýja er við Brekkugötu og þykir ákaflega glæsilegt hús. Arkitekt er Gunnlaugur Halldórs son. Nánar verður sagt frá bók- hlöðunni, safninu og vígslunni i næsta blaði. — Gengi krónunnar Frá blaðamannafundi í Seðlabankanum í gær. Dr. Jóhannes Nordal, formaður bankastjórnar Seðlabankans tilkynnir gengisbreytinguna. Við hlið hans sitja Davið Ólafsson, bankastjóri og Björn Tryggvason, skrifstofustjóri. Framhald af bls. 1 hefur inn vegna sitórfram- kvæmdanna við Búrfell og í Straumsvík. Jafnframt hefur verið gripið til margvíslegra ráð stafana til þess að aðstoða sjáv- arútveginn og tryggja áfram- haldandi rekstur hans, þrátt fyr- ir sívaxandi örðugleika, sem hinn stórfelldi tekjumissir hef- ur haft í för með sér. Eftir því sem lengra hefur lið- ið, hefur þó reynzt erfiðara að verja þjóðarbúið fyrir afleiðing- um þeirra algjöru umskipta, sem átt hafa sér stað í sjávar- útveginum. Hafa því samdráttar áhrif þau, sem áttu sér upptök í lækkandii útflutningstekjum, smám saman breiðzt út um hag- kerfið og stöðnun og síðar sam- dráttur fyigt í kjölfarið. Með versnandi greiðslujöfnuði og minnkandi gjaldeyrisfoxða hef- ur svigrúmið til þess að halda uppi eftirspurn og atvinnu minnkað jafnt og þétt. Er nú svo komið, að allt er í hættu sam- tímis: greiðslustaða og efnahags- legt öryggi þjóðarinnar út á við, lífskjör almennings og skilyrð- in fyrir því, að hægt sé að tryggja nægilega atvinnu. Til þess að bægja þessum hætt um frá dyrum er óhjákvæmilegt, að nú verði gripið til róttækra efnahagsráðstafana, er hafi það meginmarkmið að skapa atvinnu vegunum á ný viðunandi af- komu- og vaxtarskilyrði. Er það skoðun bankastjórnar Seðlabank ans, að gengisbreyting hljóti að verða einn meginþáttur slíkra ráðstafana, enda verður ekki séð, að unnt sé eftir öðrum leiðum að ná þeim marfcmiðum, sem nú eru brýnu3t í íslenzkum efnahags málum, en þau eru bætt atvinnu skilyrði, aukin framleiðsla og hagstæður greiðslujöfnuður við útlönd. Sú gengislækkun, sem nú hefur verið ákveðin, mun í fyrsta lagi skapa útflutningsatvinnuvegun- um á ný viðunandi rekstrargrund völl, svo að tryggt verði, að öll tækifæri til framleiðsluaukning- ar, betri nýtingar og fjölbreytt- ari framleiðslu, verði notuð til hins ýtrasta. Við ákvörðun geng isins hefur verið að því stefnt, að sjávarútvegurinn verði rekinn hallalaust og án rekstrarstyrkja, og hefur þar m.a. verið stuðzt við víðtækar upplýsingar um af- komu hans, sem einkum hefur verið unnið að á vegum Efna- hagsstofnunarinnar. Gengisbreytingunni -er þó vissu lega ekki einungis ætlað að bæta stöðu sjávarútvegsins, heldur mun hún einnig hafa örvandi áhrif á fjölmargar aðrar fram- leiðslugreinar, einkum í iðnaði, þar sem hvatning til framleiðslu aukningar og til útflutnings ætti að skapast í skjóli hagstæðara gengis. Áhrifamáttur gengisbreyt- ingar er fyrst og fremst í því fólginn, að hún breytir hlutföll- unum á milli innlends og er- lends kostnaðar í öllum greinum þjóðarbúskaparins, jafnt í fram- leiðslu sem neyzlu. Hvarvetna hvetur hún til meiri gjaldeyris- öflunar, jafnframt því sem öll verðhlutföll færast íslenzkri vöru og þjónustu í hag. Það er ein- mitt slíkur tilflutningur eftir- spurnar frá erlendum til inn- lendra framleiðsluþátta, sem er nauðsynlegur til þess, að jafn- vægi geti náðst að nýju í greiðslu viðskiptum við útlönd eftir hina stórfelldu lækkun útflutnings- tekna, sem átt hefur sér stað undanfarin tvö ár. Gengisbreyt- ingin mun þannig styrkja stöðu þjóðarbúsins út á við og skapa skilyrði þess, að á ný endur- heimtist traust manna innanlands og utan á íslenzkum gjaldmiðli. Með gengisbreytingunni ættu ný tækifæri að geta skapazt til að auka fjölbreytni útflutnings- atvinnuveganna og koma á fót vaxandi framleiðslugreinum við hlið sjávarútvegsins. Eigi íslend ingar ekki að bíða varanlega hnekki í baráttu sinni fyrir bætt um lífskjörum vegna þeirra efna hagsáfalla, sem þeir hafa nú orð ið fyrir, verður á næstu árum að eiga sér stað mikil aukning útflutningsframleiðslu og gjald- eyrisöflunar. Þótt margvísleg tækifæri séu tvímælalaust enn ónotuð í sjáv- arútveginum, er engu að síður ljóst, að í framtíðinni verður í vaxandi mæli að treysta á auknar gjaldeyristekjur af annarri starf semi. Sú þróun, sem orðið hef- ur að undanförnu sýnir, að gjald eyrisöflun þjóðarinnar getur ekki áfram hvílt svo að segja eingöngu á einum atvinnuvegi, sjávarútveginum, en flestar aðr- ar greinar notið verndar og góðra lífskjara í sfcjóli hans. íslendingar standa nú frammi fyrir því mikla verkefni að gera iðnaðarfram- leiðslu landsins samkeppnishæfa, ekki aðeins á innanlandsmark- aði, heldur einnig erlendis. Þetta verður hins vegar aldrei gert, nema á grundvelli gengis, sem er hagstætt innlendri framleiðslu þannig að hún geti vaxið og dafn Um þessar mundir er að hefjast framleiðsla hérlendis á rafgeymum undir hinu heimsfræga vörumerki CHLORIDE. Hér er um að ræða samvinnu, sem tekizt hefur með rafgeymaverk- smiðjunni Pólar H/F og brezka risafyrirtækinu Chloride Electrical Storage Co. Ltd. Samband íslenzkra samvinnufélaga hefur haft milligöngu um þessa samvinnu, en það hefur um árabil haft á hendi aðalumboð Chloride hérlendis. ChlortÖe RAFGEYMAR Þessi samvinna hefur m. a. það f för með sér, að nú geta Pólar nýtt að vild allar tæknl- nýjungar Chloride, en á rannsóknarstofum þeirra vinna yfir 300 manns og auk þess opnast nú Chloride notendum alþjóðleg þjónusta Chloride fyrirtækjanna. Chloride rafgeymirinn framleiddur af Pólum H/F mun innifela allar þær tæknilegu nýjungar, sem hafa gert Chloride heimsfrægt á þessu sviði. Jafnvel enn mikilvægari er þó sú staðreynd, að ýmsir hiutar framieiðslunnar, sem of dýrt er að framleiga hérlendis vegna takmarkaðs fjölda munu fást frá Chloride á mun lægra verði vegna fjöldaframleiðslu þeirra fyrir heimsmarkaðinn. Bein afleiðing þessarar samvinnu er veruleg verðlækkun, sem er mismunandi eftir gerðum. Rétt stærð rafgeymis verður fáanleg fyrir allar tegundir bíla, báta og dráttarvéla. Einnig hafa verið gerðar ráðstafanir til framleiðslu á geymum til margvíslegra annarra nota. Pólar H/F munu framleiða 37 tegundir Chloride rafgeyma, sem panta má frá verksmiðjunni beint eða Véladeild S.Í.S. SMÁSALA: Umboðsmenn um land allt. HEILDSALA: Pólar H/F, Einholti 6, Reykjavík Pósthólf 809 Símar 18401 og 15230. Véladeild S.Í.S., Ármúla 3, Reykjavík — Pósthólf 180 — Sími 38900. Framleiðsla: PÓLAR H.F.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.