Morgunblaðið - 12.11.1968, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.11.1968, Blaðsíða 26
f 26 MÖRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1968 Eitt af 6 beztu handknatt- leiksliðum heims leikur hér Landsleikirnir verba tveir á laugar- dag og sunnudag V-ÞÝZKA landsliðið í handknatt leik kemur hingað á fimmtudag- inn og leikur tvo Iandsleiki við íslendinga á laugardag kl. 15.30 og á sunnudaginn kl. 16. Verður þetta í 5. og 6. sinn sem þessar þjóðri etja kappi saman en Þjóð- verjar hafa unnið hina leikina f jóra, enda hafa þeir verið og eru meðal allra beztu handknattleiks þjóða heims, urðu t.d. í 6. sæti í síðustu heimsmeistarakeppni. Á undan báðum landsleikjun- um fara fram leikir unglinga- HSÍ fékk neif- un í Höllinni ÞAÐ kom fram á blaðamanna fundi með handknattleiksfor- ystunni í gær að æfingamið- stöð HSÍ sem starfrækt var í sumar, verður aftur opin næsta sumar, enda þarf góð- an undirbúning til stórátaka sem fyrir dyrum standa haust ið 1969. Skýrt var frá því að HSÍ hefði sótt um leyfi til að flytja ýmis tæki sem í æfingamið- stöðinni voru í íþróttahöllina, en við þeirri ósk fékk HSÍ neitandi svar. Ef beiðnin hefði verið sam- þykkt hefðu allir handknatt- leiksmenn er þar þjálfa haft aðgang að tækjunum en þau eru talin mjög góð til þjálf- unar. Engin kennslutæki í handknattleik eru til í höll- inni nema mörk. landsliðs pilta og velur unglinga landsliðsnefndin bæði lið, báða dagana. Forsala aðgöngumiða að lands- leikjunum hefst í dag í bókabúð- um Lárusar Blöndal í Vestur- veri og við Skólavörðustíg. V-Þjóðverjar koma hingað með sitt sterkasta lið og uppistaða liðsins er sú sama og áður hef- ur mætt ísl. landsliðinu. Þannig eru 5 hinir sömu og hér léku í nóvember 1966 og í liðinu eru 7 hinir sömu og mættu ísl. liðinu í Augusburg og Bremen í febrú- ar sl. Lið Þjóðverja er þannig skip- að. Merkt er við þá er hingað komu 1966, en þá má telja aðal- uppistöðu liðsins og í svigum eru tölur um landsleikafjölda þeirra: Meier, Wilfried (3) Pohl, Lothar (4) Ahrendsen, Herwig (0) Bucher, Peter (1) x Feldhoff, Jochen (19) Gröning, Burkhard (5) x Hönnige, Herbert (31) x Liibking, Herbert (77) x Munck, Bernd (46) Muller, Max (9) Möller, Heiner (0) Neuhaus, Peter (10) x Schmidt, Hans (19) Þegar Þjóðverjarnir komu hingað 1946 unnu þeir báða sína leiki, þann fyrri með _ 23:20 og hinn síðari með 26:19. Á sl. vetri er liðin mættust ytra urðu úr- slit þau að í Augsburg unnu Þjóð verjar með 23:20 og í Bremen með 22:16. Þýzka liðið er margreynt í hörðustu átökum handknattleiks manna. Á síðustu Hm-keppni voru þeir meðal 16 þjóða í úr- slitakeppni. í riðlakeppni þá unnu þeir Noreg 22:16, Japan 38:27 og Ungverja 29:23. í milliriðli sigruðu þeir Júgó- slava með 31:30 eftir tvífram- lengdan leik. Næst mættu þeir Rússum og nú töpuðu Þjóðverjarnir með 16:19 en í baráttu um 5. sætið töpuðu þeir fyrir Svíum 22:24 og urðu því nr. 6. Dómarar í leikjunum verða Svíarnir Carl-Olov Nilsson og Rolf Andreasson. Þjóðverjarnir dvelja hér til mánudags og á laugardaginn hef ur sendiherra V-Þýzkalands boð inni fyrir leikmenn og fleiri gesti. Hans Schmidt — einn skotharð- asti maður heims. Skoraði 9 mörk í landsleiknum hér 1966. Herbert Lúbking er einn af beztu mönnum liðsins, skipuleggjari og eldfljótur. Hann hefur leikið 77 landsleiki. Hjalti hlýtur nú gullúrið — einn nýliði er í hópnum er landsliðið var valið i handknattleik LANDSLIÐSNEFND HSÍ til- kynnti í gær landslið það sem leika á fyrri leikinn gegn V-Þjóð verjum í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Þjóðverjarnir leika hér tvo leiki, þann síðari á sunnu dag, en landsliðsnefnd getur, ef hún vill breytt liði íslands milli leikjanna. Einn nýliði er í íslenzka liðinu, Ólafur H. Jónsson Val, en hann hefur átt mjög góða leiki að undanförnu og ekki átt síztan þáttinn í Reykjavíkurmeistara- titli Vals. Hjalti Einarsson markvörður FH er nú í landsliði í 25. sinn — en fyrir þann áfanga hljóta lands liðsmenn gullúr og verðlaunum frá HSÍ. Leikreyndastur og elzt- ur liðsmanna er Gunnlaugur Hjálmarsson sem nú leikur sinn 45. landsleik. Liðið er annars þannig skipað, og í svigum tala um fjölda leikj- inna landsleikja: Þorsteinn Björnsson, Fram (25) Hjalti Einarsson FH (24) Ingólfur Óskarsson, Fram (26) fyrirliði Geir Hallsteinsson FH (15) Örn Hallsteinsson FH (22) Fyrirliði Reykvíkinga sleginn til blóðs Mismunur á leikreglum tilefni til barsmiða i leik gegn úrvali varnarl. Á StJNNUDAG gengu körfu- knattleiksmenn til sinnar keppni í hinu nýja íþróttahúsi á Sel- tjamamesi. Úrvalslið Banda- rikjamanna á Keflavíkurflug- velli lék gegn úrvali úr Reykja- víkurliðunum, sem landsliðs- nefnd KKÍ hafði valið. Var leik urinn allvel sóttur, og er at- hyglisvert að hagnaður varð af leiknum, og er sannarlega langt síðan að Körfuknattleiksmenn hafa sloppið skaðlausir frá því að efna til opinberra leikja í íþrótt sinni, hvað þá að þeir hafi hagnazt á. Munar þar mestu að húsaleiga er lægri í Seltjarnar- nesshúsinu heldur en í stein- steypubákninu í Laugardal. Á undanförnum árum hafa varnarliðsmenn og íslenzkir körfuknattleiksmenn þreytt með sér keppni í körfuknattleik nokkr um sinnum hvern vetur. Hafa íslendingarnir yfirleitt haft bet- ur nú hin síðari ár. Varð svo Bogi áfram formaður ÁRSÞING Körfuknattleiikssam- bands íslands fór fram sl. laug- ardaig að Leifsbúð í Loftleiða- hótelinu. Um það voru áhöld fyrir þing- ið hvort Bogi Þorsteinsson gæfi kost á sér til fonmennsiku sam- bandsins enn eitt ár, en Bogi hef- ur stýrt KKÍ frá stofnun þess íyrir sjö árum. Sú varð raunin að Bogi brást eigi vonum körfu- knattíeiksmanna og sitiur enn við stjórnvölinn. Aðrir í stjórn voru kjömir: Magnús Björnsson, Magnús 'Sigurðsson, Hólmsteinn Sigurðsson, Helgi Sigurðsson og Guðmundur Þorsteinsson. Verður nánar sagt frá þinginu síðar. einnig að þessu sinni, en þó ekki baráttu og blóðsúthellingalaust. Leikurinn var jafn framan af, eða þar til um miðjan fyrri hálf leik er leikar standa 18:16 Rvík- urúrvalinu í vil, en það tekur mikinn sprett og skorar 14 stig gegn 4 fram að hléi. Hörð barátta. Varnarliðsmennimir koma mjög ákveðnir til leiks í síð- ari hálfleik og voru greini- lega ekki á þeim buxunum að lúta í lægra haldi fyrir Mörlandanum, skyldi nú úr því skorið í eitt skipti fyrir öll að Bandaríkin eru meira en fsland. Þetta virtist ætla að takast, því eftir nokkra stund hafa Bandaríkjamennirnir unn ið upp forskot Rvikurliðsins og einubetur, og er staðan 39:38. Okkar knáu landar voru ekki á því að tapa leiknum að óreyndu og þrátt fyrir harða pressu af hendi varnar- liðsmanna, tókst Rvíkurliðinu að ná yfirhöndinni á ný og sigra örugglega 63:52. Reykjavíkurúrvalið lék af miklu öryggi þennan leik, og sýndi mun betri leik en jafnan gerist svóna snemma á keppnis- tímabili körfuknattleiksmanna. Segir til sín sú þjálfun sem lið- in hafa hlotið í keppni, sem háð hefur verið frá septemberbyrj- un á Keflavíkurflugvelli og Reykjavikurliðin hafa tekið þátt jlr Góður leikur. Gott er til þess að vita að Körfuknattleiksmenn eru vel undir veturinn búnir, því stór- verkefni bíða þeirra. Beztan leik í Reykjavíkurúrvalinu átti Krist inn Stefánsson, sem lék frábær- lega vel, og hefur ekki sýnt slík- an leik um langan tíma. Einnig áttu Þorsteinn Hallgrímsson, Kol beinn Pálsson og Birgir Jakobs- son góðan leik. Stig Rvíkurúr- valsins skoruðu Kolbeinn 16, Kristinn 12 og Þorsteinn 10 en aðrir minna. ár Blóðsúthellingar Varnarliðsmenn sýndu allgóð- an leik á köflum, einkum í upp- hafi síðari hálfleiksins. Sá hátt- ur hefur verið hafður á þegar keppt er við varnarliðsmenn að leikið er eftir alþjóðareglum en þær eru í nokkru frábrugðnar þeim sem Bandaríkjamenn nota. Meðal þeirra atriða sem mismun ur er á er það hvenær lið má biðja um leikhlé, en samkvæmt alþjóðreglum er það aðeins þeg- ar knöttur er úr leik, þ.e. við Framhald af fols. 27 Jón Magnússon, Víking (11) Einar Magnússon, Víking (7) Auðunn Óskarsson, FH (7) Sigurbergur Sigsteinsson, Fram (3) Björgvin Björgvinsson, Fram (3) Gunnlaugur Hjálmarsson, Fram (44) Ólafur H. Jónsson, Val (0) Á blaðamannafundi í gær kvörtuðu forystumenn hand- knattleiksmála yfir því, að erfitt væri með sérstakar æfingar lands liðsins, því stöðugt kæmu fyrir alls kyns truflanir sem landsliðs- nefnd fengi ekki að vita um, svo dæmi væri tekið. Minntust þeir á ferð FH til Akureyrar — ein- mitt á landsliðsæfingadögum og aukaúrslitaleik í Reykjavíkur- móti, en um hvorugt hefði lands liðsnefndin fengið að vita. Kváðu þeir að reynt mundi verða að koma æfingamálunum í fastara form. Mikil breidd er í ísl. handknatt leik nú og mætti sjálfsagt raða upp 2—3 mjög álíka sterkum lið um. Fáum mun samt blandast hugur um að hér hefur verið raðað upp liði skipuðu okkar leik reyndustu og efnilegustu mönn- um. Athyglisvert er að 8 af 12 þessara leikmanna hafa hlotið reynslu í unglingaliði og er það mjög ánægjuleg þróun í ísl. hand knattleik. 50 Iandsleikir ó 18 úram ÍSLENDINGAR hafa til þessa leikið 50 landsleiki í handknatt- leik, 20 hér heima en 30 erlendis. Sú skipting er næsta óvenjuleg hjá íslenzkum landsliðsmönnum, en flestir leikirnir hafa verið lið ur í heimsmeistarakeppni. Af þessum leikjum hafa fs- lendingar unnið 14, 3 orðið jafn tefli, en 33 hafa tapazt. Heildar- markatalan er 812 mörk skoruð gegn 941. Svarar það til meðal- tals um það bil sama 16:19 mörk í leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.