Morgunblaðið - 22.11.1968, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1968
Sjdleiðin, sem var einu sinni farin
— rœtt við leikarana Valgerði Dan og Þorstein Cunnarsson
ÞEGAR ég kem, situr hann við
skrifborðið og teiknar upp út-
veggi á gömlu verzlunarhúsi,
sem í eina tíð var vettvangur lífs
og athafna austur á Eskifirði.
Hún kemur framan úr eldhúsi,
eilítið rjóð í andliti og hefur skil
ið svuntuna eftir. f annarr hend-
inni heldur hún á gamalli leik.
skrá frá Leikfélagi Reykjavíkur,
— Hvenær vaknaði áhugi ykk-
ar á leiklistinni? Valgerður?
— Ég held ég geti ekki til-
tilgreint neitt ákveðið í þessu
Hiidur í „Sjóðleiðinni til Bag-
dad“.
efni, segir hún og brosir. Frá því
ég man fyrst eftir mér hefur leik
húsið alltaf heillað mig. Ég lék
að vísu eitthvað í barnaskóla,
eins og reyndar flestir gera, og
ekki man ég íengur, hvað það
var. En síðan átti ég þetta ein-
göngu með sjálfri mér alt þar til
ég fór í leiklistarskóla L.R.; bað
var haustið 1962 og þar kom ég
fyrst fram í „Romeo og Júlíu“.
Árið eftir lék í bamaleikritinu
„Almansor konungsson“ og svo
fékk ég ýmis „statistahlutverk“
t.d. í „Þjófar ,lík og falar kon-
ur“ og „Sú gamla kemur í heim-
sókn“. Þá fékk ég líka að vera
hvíslari nokkrum sinnum. Það
var mjög garnan.
Hún talar hægt og horfir út um
gluggann á meðan. Það er eins
og henni >sé þvert um geð að tala
um sjálfa sig og því teitar hún
aðstoðar í haustinu úti.
— Svo kemur fyrsta stóra hlut
verkið?
— Já. Þegar ég er búin með
skólann, fæ ég hlutverk Hildar
í „Sjóleiðinni tiil Bagdad“ eftir
Jökul Jakobsson.
— Hvernig fannst þér þá?
Það kemur glampi í augun og
hún lítur af glugganum.
— Gaman!
Það er bragð af þessu eina orði
og nú brosir hún og horfir beint
á mig. Það er ekki lengur haust
fyrir utan gluggann.
— Og síðan koma hlutverkin
hvert af öðru?
— Já. Næst fékk ég lítið hlut-
verk í „Húsi Bernörðu Alba“.
Hauetið 1966 tók ég við hlutverki
Öndu baronessu í „Dúfnaveizl-
unni“ og það sama leikár lék ég
líka Clementínu í „Tve'gigja
þjónn“. í fyrravetur var ég svo
Pamela í „Indíánaleik“.
— Hvað með Dísu?
— Ég lék Dísu í leikför Þjóð-
leikhússins með „Galdra Loft“
til Norðurlanda.
— Fannst þér eitthvað öðru
vísi að leika fyrir frændur okk-
ar á Norðurlöndunum?
— Ég veit ekki. — Hún 'hugsar
sig um. — Þó að nokkuð hafi
verið af íslendingum á sýningun
um, skildi megnið af leikhúsgest-
unum ekki sýninguna nema í
stórum dráttum. Þess vegna tók
ég betur eftir því, 'hvað fólk ein-
beitti sér við að hlusta.
— Var Disa þitt óskahlutverk?
— Mig hafði alltaf langað til
að leika hana frá því ég fyrst las
„Galdra Loft“, en hvort hægt var
að kalla hana óskahlutverk; það
veit ég ekki.
— En fyrsta hlutverkið?
— Jú, mér þótti mjög vænt um
Hildi og þykir það raunar enn,
þegar ég hugsa til hennar. Ég
held, að fyrsta hlutverkið eigi
alltaf mikil ítök í hverjum leik-
ara.
Nú hefur Þorsteinn lokið við
að teikna upp útveggina á
„Gömlu búð“ á Bskifirði og hann
kemur til okkar. Við fáum okk-
ur aftur í bollana.
— Áhuga minn á „leikhús-
standinu" get ég rakið allt aft-
ur til 7 ára aldurs, segir Þor-
steinn. Þá var mér gefið brúðu-
leikhús í afmælisgjöf, en áður
hafði ég mikinn áhuga á að
teikna. f þessu brúðuleikhúsi
hófst minn leikhúsferill og ég
man sérstaklega eftir „Gullna
hliðinu“, sem ég sá í Iðnó 1948.
Það var leikið lengi á eftir fyrir
fullu húsi í brúðuteikhúsinu
mínu.
f barnaskóla lék ég eitthvað
smávegis og ég man, að Árni
Tryggvason var einu sinni leik-
stjóri okkar, þegar ég var í gagn
fræðaskóla. Fyrsta veturinn
minn í menntaskóla var Leikfé-
lag Reykjavíkur að hefja æfing-
ar á „Browningþýðingunni" og
þá vantaði ungan skólapilt ’í eitt
hlutverkið. Árni Tryggvason
benti á mig og Gísli Halldórsson,
sem var leikstjóri, kom og
spurði, hvort hann mætti ekki
prófa mig. Ég var til í það, og
svo var ég prófaður og prófað-
ur, þar til ég heyrði einn góðan
véðurdag, að frumsýningin yrði
eftir viku. Ég hafði víst staðizt
prófið.
Eftir þetta var ég sjálfskipað-,
ur í Herranóttina og ték ég í
henni næstu þrjú árin. Frægasti
samleikari minn þar er eflaust
Ómar Ragnarsson, en við Ómar
vorum sambekkingar og lékum
saman öll árin í leikritum eins
og „Vængstýfðir englar“ og
„Þrettándakvöld". Ég held ég
fari með rétt mál, að í þessum
leikjum hafi bæði Benedikt
Árnason og Helgi Skúlason
þreytt frumraun sína sem leik-
stjórar. Jafnframt þessu var ég
svo eins og grár göttur niðri í
Iðnó og lék þar nokkur smá'hlut-
verk.
Þegar áhuginn var orðinn yfir-
þyrmandi fór ég í leikskóla Þjóð-
teikhússins og tók millibekkja-
próf. Þar lék ég smáhlutverk í
„Blóðbrullaupi", sem Gísli Hall-
dórsson setti á svið. Svo komst
ég að því, að stúdentshúfan
krafðist allrar minnar athygii.
Ég lagði leiklistina á hilluna í
bili; tók stúdentspróf og fór tií
Kaupmannahafnar að nema
arkitektúr.
Sigrún og Þórarinn í „Manni og konu“.
og Þórarin í „Manni og konu“.
— Já. Þetta er í fyrsta sinn,
sem við vinnum saman í sýningu
frá upphafi, segir Þorsteinn. Og
okkur þykir báðum vænt um
þennan samleik.
Dísa í „Galdra Lofti“. Gunnar E yjólfsson í hlutverki Galdra Lofts
John Taplow í „Browningþýðingunni". Þorsteinn Ö. Stephensen í
hlutverki Crocker-Harris.
— Komstu þá ekkert á sviðið á
meðan?
— Jú, jú. Ég hélt mér við efn-
ið; kom heim á sumrin og lék.
Fyrst fór ég í leikför um landið
með „Kviksand", en tvö næstu
sumar var ég í Grikklandi og
vann m.a. við rannsóknir á æva-
gömlu leikhúsi í Delfí. Næsta
sumarið, sem ég kom heim, lék
ég í Sumarleikhúsi Gísla Hall-
dór.vsonar, en Gísli hefur jafnan
stutt mig í leikíistinni með ráð-
um og dáð, og fórum við þá með
tvö leikrit eftir Jökul Jakobs-
son; „Gullbrúðkaup" og „Tert-
una“. Sumarið 1966 fór ég svo í
leikför með L.R. með „Sjóleið-
ina til Bagdad“ og þar hófust
kynni okkar Vallýar.
Ég lít á hann spyrjandi, en sé
svarið strax í augnaráðinu, sem
hann sendir Valgerði. Það er
greinilegt, að sjóleiðin til Bag-
dad var að minnsta kosti einu
sinni farin.
— En svo lýkur þú leiknámi?
— Já, þegar ég var búinn með
arkitektúrinn, fór ég í leiklistar-
'skóla L.R. og lauk þar prófi síð-
astliðið vor. í vetur sem leið
lék ég svo í „Sumrinu ’37“, eftir
Jökul og má því með sanni
segja, að Jökull hafi leikið eigi
all lítið hlutverk í leiklistarferli
okkar Vallýar, það sem af er.
— Og riú leikið þið Sigrúnu
— Það var svolítið skrýtið,
segir hún og brosir. Við vorum
eiginlega hálf feimin hvort við
annað á fyrstu æfingunum; en
nú er það horfið.
Hún lítur spyrjandi á Þor-
stein, sem kinkar kolli.
— Jú, það er alveg horfið,
segir hann svo.
— En hvernig er að leika sama
hlutverkið svona kvöld eftir
kvöld? Engin þreyta?
Þau líta hvort á annað og Val-
gerður svarar.
— Ég hef leikið sama htutverk
ið oftast 80 sinnum — það var
í Sjál'eiðinmi — og það er svo
langt í frá, að ég fyndi til nokk-
urs leikleiða. Auðvitað getur leik
ari verið misjafnlega upplagður,
eins og hver annar, en þreyta á
hlutverkinu? Ég held ekki.
— Bara það að hafa nýtt fólk
í salnum skapar nýja og ferska
sýningu, segir Þorsteinn.
— Hvernig er svo ástandið hjá
ungum íslenzkum leikurum í
dag?
Þau líta hvort á annað og bera
sig saman. Hann kallar hana
Vallý — hún kaílar hann Steina
sinn. Svo er það hann, sem kveð-
ur upp dóminn, en hún kinkar
kolli, brosir og er sammála
Steina sínum.
— Við eigum í dag á að skipa
óvenjustórum hópi ungra og
efnilegra leikara. —- Hann segir
þetta hægt og er alvarlegur á
svip. — En starfsaðstaðan er
ekki í alla staði hin ákjósanleg-
asta. Ég ætla mér þó ekki þá dul
að grafast fyrir þær meinsemdir,
sem valda, eða öðrum skyldum,
en það verður ævinlega einkenn-
andi fyrir starf leikarans, að
þroski hans er mjög nátengdur
þeim verkefnum, sem leikhúsið
veitir honum. Leikarinn verður
að leika; öðru vísi dafnar hann
ekki.
Það eru mörg nærtæk dæmi
þess að ungir leikarar hafa sjálf-
ir skapað sér þessa vinnuaðstöðu
og er það vel. Hins vegar held
ég, að okkur sé hollt að hafa í
huga skyldur okkar við áhorf-
endur, því leiklistinni verður
tæplega fundið göfugra hlutverk
en að skemmta; en það álít ég
stærstu gæfu íslenzks leikhúss,
að íslendingar eru áhugasamir
og forvitnir leikhúsgestir.
— En hvað með blöðin t.d.?
Gera þau nóg fyrir leikhúsið?
— Mér finnast íslenzku blöðin
ekki nógu jákvæð í þessum efn-
um, segir Valgerður. Gagnrýni
eftir hverja frumsýningu er
vægast sagt nokkuð einhæf
mynd af íeikhúsmálum almennt;
það þarf að vekja áhuga fólks-
ins á leikhúsinu. — Ef á það er
litið, þá eruð þið með íþróttasíð-
ur á hverjum degi nærri því.
— Takið þið mikið mark á skrif
um gagnrýnenda?
Enn líta þau hvort á annað. Nú
Framhald á bls. 20
Jón í „Sumrinu ’37“.