Morgunblaðið - 29.11.1968, Síða 11

Morgunblaðið - 29.11.1968, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1968 11 ,,Þegar amma var ung" í síðasta sinn MJÖG góS aðsókn hefur verið á skemmtanir Leikfélags Reykja- víkur í Austurbæjarbíói að und- anförnu. Sýnd eru atriði úr gömlum revýum sum allt frá ár- inu 1926. Nú eru sýningar orðn- ar átta og hefur verið uppselt á allar nema eina. Ákveðið hefur verið vegna mikillar eftirspurn- ar að hafa eina sýningu enn og verður það í allra s'iðasta sinn. Sú sýning verður laugardaginn 30. nóvember og hefst sýningin kl. 23.30. Um 40—50 landskunnir skemmtikraftar taka þátt í þessari revýu-sýningu. Af þeim má til dæmis nefna Lárus Ing- ólfsson, Brynjólf Jóhannesson, Árna Tryggvason, Nínu Sveins- dóttur, Emilíu Jónasdóttur og fleiri. Ailur ágóði af sýningunni rennur í Húsbyggingarsjóð Leik- félags Reykjavíkur. Myndin er af nokkrum þátttakendum. revý- unnar. Jorðsprengjui vekja óhug Þrjú Krabbameins- félög stofnuð d árinu Bonn, 2V. nóv. NTB. SENDIHERRA Bandaríkjanna í Bonn, Henry Cabot Lodge, hvatti til þess í dag, að allar jarð- sprengjur á landmærum Austur- og Vestur-Þýzkalands yrðu fjar- laegðar í tilefni þess að 16 ára drengur varð fyrir einni slíkri sprengju á mánudaginn með þeim afleiðingum að hann missti báða fæturna. Cabot Lodge sagði í yfirlýs- ingu í dag: „Bandaríkjastjórn fordæmir þetta siðasta morð og lýsir yfir því að fjarlægja verð- ur jarðsprengjurnar frá marka- 'línunni“. Austur- og vesturþýzk- ir landamæraverðir hlustuðu án þess að aðhafast nokkuð á sárs- aukaóp piltsins í þrjá klukku- tima. Að lokum sóttu austur- þýzkir verðir piltinn, sem hafði reynt að flýja til Vestur-Þýzka- lands. Kiesinger kanzlari lagð; til á stjórnarfundi í dag, að vestur- þýzka landamæralögreglan byði austur-þýzkum landamærayfir- völd afnot af vestur-þýzkum þyrlum til að bjarga særðum flóttamönnum á jarðsprengju- svæðum Austur-Þjóðverja. í FRÉTT frá Krabbameinsfélagi I fslands, sem Mbl. hefur borizt ] segir að auk krabbameinsfélaga j þeirra, sem stofnuð voru fyrir 1 forgöngu Kra'bbameinsfélags ís- lands í S.-Þingeyjarsýslu og að Blönduósi á síðastliðnu hausti, ! hafi verið stofnað félag að Hvammstanga þann 3. október.! í stjórn voru kosnir: Ásgeir Jcns 1 son héraðslæknir, formaður; Ing óifur Guðnason hreppsstjóri, rit ■ ari; frú Eva Thorsteinsen gjaid- : keri; meðstjórnendur eru þær j frú Elsa Barnadóttir og frú Guðný Daníelsdóttir Jæknir Formaður Krabbameinsfélags íslands, Bjarni Bjarnason lækn- ' ir flutti erindi á stofnfundinum i 'vg sýndar voru ’iokkrar af fræðsi umy ndum félagsins. Hið nýja félag gekkst fyrir því að nýlega voru haldnir fræðslu- fundir í félagsheimilum héraðs- ins, „Ásbyrgi“, „Víðihlíð“, á Hvammstanga og auk þess að Reykjastkóla. Erindreki Krabba- meinsfélags íslands, Jón Oddgeir Jónsson annaðist fundina, sem voru vel sóttir og gengu margir í hið nýstofnaða félag, en stjórn pess mun bráðlega gangast fyrir leit að leghálsakrabbameini hjá konum í héraðinu á aldrinum 25-60 ára, sem fram fer á vegum héraðslæknir í samvinnu við leit arstöðvar Krabbameinsfélagsins í Reykjavík. No. 240 Peysa og pils prjónaö úr tízku garninu Freesía Crepe. Gaminu með gæöastimplinum. Fjölbreyttar uppskriftir finnast i Sönderborg prjónabókum. VERZLUNIN DALUR Framnesvegi 2. BÍLAHLUTIR & £0 Rafmagnshlutir í flestar gerSir bíte. KRISTINN GUÐNASON h.f. Klapparstíg 27. Laugav. 168 Sími 12314 og 21965 TIL LEICU er rúmgóð 4ra herb. íbúð í Vesturbænum. íbúðin er nýstandsett. Tilboð leggist inn á afgreiðs u Morgunblaðsins merkt: „6553“. KAUPI VÍXI.A Kaupi verðtryggða víxla 3ja—6 mán. kr. 100—500 þús. Tilboð merkt: „Trygging — 6555“ sendist afgr. Mbl. strax.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.