Morgunblaðið - 29.11.1968, Page 28
Suðurlandslíraut 14—- Sími 38550
INNIHTJRÐIR
i landsins i
mesta urvali 4A4.
SIGURÐUR ELÍASSON HF.
AUÐBREKKA 52—54, KÓPAVOGI.
FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1968
Fimm manna fjölskylda
bjargaðist naumiega
— er eldur kom upp í húsi á Akureyri
Akureyri — Fimmtudag.
FIMM manna fjölskylda bjargað-
ist naumlega út um glugga þeg-
ar eldur kom upp í býlinu Banda
gerði í Glerárhverfi um kl. 4.30
í nótt. Húsið er ein hæð, ris
og kjallari, gert úr steinsteypu
en klætt að innan með timbri.
Eldurinn kom upp í kyndiklefa
í kjallara, en mikinn reyk lagði
fljótlega um allt húsið. Þarna
býr Trausti Fjólmundsson með
konu sinni og þremur börnum.
Þau sváfu uppi í risinu en vökn
uðu við reykinn sem þá var orð-
inn svo mikill að þau treystust
ekki niður stigann.
Konan lét sig síga á kaðli nið-
ur úr glugga á risinu, vakti upp
í næsta húsi og hringdi á slökkvi
lið. Á meðan lét Trausti börnin
síga niður í kaðlinum og fór síð-
astur út.
Slökkviliðið slökkti eldinn fljót
lega. Brunaskemmdir urðu mikl
ar í kjallaranum, en á efri hæð-
unum urðu aðeins reykskemmd-
ir.
f vor brann ofan af þessari
sömu fjölskyldu í Grímsey, og
var fólkið nýflutt til Akureyrar.
Sv. P.
I hrakningum á Vesturöræfum
— 3 menn í eftirleit náttuðu í fönn
Egilsstöðum, 28. nóvember.
FÖSTXJDAGINN 22. nóvember
fóru 3 menn í eftirleitir á Vest-
uröræfi. Voru það Birgir Ás-
geirsson á Vaðbrekku, Páll Páls
son, Aðalbóli og Snorri Gunn-
arsson frá Egilsstöðum í Fljóts-
dal. Fóru þeir á rússajeppa frá
Aðalbóli í Hrafnkelsdal og voru
4—5 tíma að aka inn að Sauða-
kofa, sem er leitarmannakofi á
Vesturöræfum og þar gistu þeir.
Síld við
Hjaltlandseyjor
í FYRRINÓTT var nokkur sííd-
veiði í góðu veðri á Hjaltlands-
miðum. Mtol. hafði í gærkvöldi
samiband við Fuglafjörð í Fær-
eyjum, en ekkert íslenzkt skip
hafði komið þangað. Aftur á móti
var vitað að Sóley fór með 230
lestir til Bergen í Noregi og
munu íslenzku skipin líklega
landa þar.
Síldarleitin á Dalatanga hafðr
engar aflafréttir í gærkvöldi. Á
sildarmiðunum var þó komið
ágætt veður, en nóttina áður var
bræla.
Á laugardaginn fóru þeir gang
andi frá kofanum inn í svokall-
aða Hrauka, sem eru skammt frá
jaðri Vatnajökuls. Ekki urðu
þeir kinda varir. Þann dag fóru
þeir aftur í sauðakofann og gistu
þar næstu nótt.
Á laugardagskvöldið fór að
snjóa og hlóð niður miklum snjó
í logni. Á sunnudagsmorgun var
komið versta veður með norðan
hvassviðri og snjókomu og voru
þeir hríðtepptir í kofanum þann
dag. Á mánudagsmorgun birti til
um kl. 9.30 og lögðu þeir þá
af stað til byggða. Ekki tókst
þeim að komast nema %—1 km.
frá kofanum á bílnum og urðu
þeir að skilja hann þar eftir
vegna ófærðar. Lögðu þeir þá
af stað gangandi, en þá var aft-
ur skollið á versta veður með
norðan byl og fannkomu. Kaf-
aldsófærð var. Gengu þeir sem
leið lá út á Háls og Dysjarárdal og
komu að Búrfelli kl. 21 um
kvöldið. Var þá enn versta veð-
ur og skollið á svarta myrkur.
Sáu leitarmenn þá þann kost
vænstan að grafa sig í fönn og
lágu þeir þar þriðjudagsnóttina,
Á þriðjudagsmorgun var veðrið
svipað og lögðu þeir af stað í
birtingu. Eftir 7 klukkustunda
göngu frá náttstaðnum komu
þeir aftur að Aðalbóli í Hrafn-
kelsdal á 5. degi frá því að lagt
var af stað, en áætlað var í upp-
hafi að ferðin tæki um 2 daga.
Á leiðinni út af Öræfunum urðu
þeir varir við 3—4 kindur í Dysj
arárdal, ert gátu ekki sinnt þeim
vegna veðurofsans. Ekki varð
þeim félögum meint af þessum
svaðilförum, enda ýmsu vanir.
Þess má geta, að Snorri Gunn
arsson er 61 árs að aldri, en hin
ir mennirnir á rriilli tvítugs og
þrítugs. — Hákon.
Veturinn hefur farið mildum höndum um borgarbúa og ná-
granna þeirra til þessa. Ljósmyndari Mbl. Ól. K. M. átti leið
fram hjá Tjörninni fyrir skemmstu og tók þá þessa mynd. Þær
eru að ræða um það stöllurnar hvenær skautaísinn ætli eigin-
lega að koma, en fuglarnir virðast harðánægðir með að þurfa
ekki að leggja ís undir fætur.
Menntamálaráðherra á Alþingi:
16 millj. kr. hækkun fjárveit-
inga til lánasjóðs námsmanna
— fjárhœðir til erlendra námsmanna
hœkka um S4,4°Jot en 18°/o til náms-
manna hérlendis — Aukning sjóðsins
RÍKISSTJÓRNIN hefur nú
ákveðið að beita sér fyrir því að
hækka allar þær fjárhæðir, sem
ganga til íslenzkra námsmanna
erlendis um 54,4%, eða sem svar
ar til þeirrar hækkunar er varð
á erlendum gjaldeyri við geng-
isfellinguna og verða því lán og
Víðtækar skipulagsbreyt-
ingar samþykktar
— Á þingi A. S. í.
31. þing Alþýðusambands
íslands samþykkti seint í gær
Geirþrnður Bernhöfl
formaður HVATAR
AÐALFUNDUR Sjálfstæðis-
kvennafélagsins Hvatar var ný-
Iega haldinn. Fór þar fram stjórn
arkjör og gerðar voru lagabreyt-
ingar, m.a. var fækkað úr 15 í 9
í stjóm félagsins.
Formaður var kjörin frú Geir-
þrúður Hildur Bernhöft, en frú
Auður Auðuns færðist eindregið
undan endurkosningu. Varafor-
maður var kjörinn frú Gróa Pét
ursdóttir, en frú Kristín Magn-
úsdóttir gjaldkeri og frú Jónína
Þorfinnsdóttir ritari.
Aðrar í stjórn voru kjörnar
frú Ragnheiður Brynjólfsdóttir,
frú Sigurbjörg Runólfsdóttir, frú
Sigríður Björnsdóttir, frú Sonja
Bachmann, frú Þorgerður Sig-
urðardóttir.
kvöldi breytingar á lögum
sambandsins sem hafa í för
með sér all víðtækar breyting
ar á skipulagi Alþýðusam-
bandsins.
Samkvæmt hinum nýju lögum
verður ÁSÍ fyrst og fremst
byggt upp af landssamböndum
en einstök verkalýðsfélög geta
einnig átt beina aðild að ASÍ
samkvæmt nánari reglum. ASÍ
þing skal halda á fjögurra ára
fresti í stað tveggja ára nú, en
þing einstakra landssamtaka skal
hins vegar halda á tveggja ára
fresti. Ýmsar aðrar mikilvægar
breytingar voru gerðar á lögum
Alþýðusambandsins svo sem um
stækkun miðstjórnar og sam-
bandsstjórnar sem á að koma
saman árlega.
Að hinu breytta skipulagi ASÍ
hefur verið unnið alllengi og m.
a. var haldið aukaþing um skipu
lagsmálin í janúar sl., etn þá náð-
ist ekki samkomulag um breyt-
ingar en tveir þriðju hlutar full
trúa þurftu að samþykkja þær.
Síðan hefur verið unnið að því
að samræma hin mismunandi
sjónarmið.
Þingi Alþýðusambandsins átti
að ljúka í nótt með kjöri for-
seta sambandsins og miðstjórn-
ar, en um miðnætti átti enn eftir
að afgreiða ýmis önnur mál
þingsins, svo sem kjaramál.
INNBROT
EITT innbrot var framið í fyrri-
nótt; í Vogakaffi, Súðavogi 50 og
stolið þaðan tæplega 300 krónum
í peningum og 5—7 lengjum af
vindlingum.
styrkir til íslenzkra námsmanna
erlendis á næsta ári jafnhá í er-
lendum gjaldeyri og þau voru
fyrir gengislækkun. Þá hefur
einnig verið ákveðið að lán og
styrkir til íslenzkra námsmanna
hérlendis muni á næsta ári
hækka um 18% frá því sem ráð
var fyrir gert, Auk þess hefur
ríkisstjórnin einnig ákveðið að
leggja til, að lánasjóður íslenzkra
námsmanna fái nokkra viðbótar-
fjárveitingu, til þess að veita
þeim námsmönnum sem brýnust
þörf er talið á að hjálpað verði.
Framangreindar upplýsingar
komu fram í ræðu Gylfa Þ. Gísla
sonar, menntamálaráðherra á Al-
þingi í gær, en þá mælti hann
fyrir stjórnarfrumvarpi um breyt
ingar á lögum um lánasjóðinn.
Miðar breytingin að því að nýj-
um hópum námsmanna á íslandi
verði veitt aðild að Lánasjóði
íslenzkra námsmanna. Er um að
ræða nemendur í kennaraskóla
íslands og nemendur í fyrsta
Framhald á bls. 27
Scotice
hominn í lag
VIÐGERÐINNI á sæsímastrengn
um Scotice lauk í gærdag laust
eftir hádegi og komst þá á aftur
eðlilegt símasamband á milli ís-
lands og Evrópu. Viðgerðarskip-
ið Northern hélt síðan rakleitt
að staðnum, þar sem Icecan
strengurinn er bilaðiur, en það
er um 50 mílur frá Vestmannai-
eyjum.