Morgunblaðið - 18.12.1968, Side 1

Morgunblaðið - 18.12.1968, Side 1
32 SIÐUR 283. tbl. 55. árg. MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Jarðhitasvæðið á Reykjanesi Nýjar efasemdir um stööu Smrkov- skys forseta þjóöþings T ékka — Miðstjórn kommúnistaflokksins rœðir skipun nýs þjóðþings í janúar Prag, 17. desember. — AP • MIÐSTJÓRN kommúnista- flokks Tékkóslóvakíu á að koma saman tii fundar snemma í janú- ar n.k. í því skyni að ræða um skipulag nýs þjóðþings. Skýrði Petr Colotka, varaforsætisráð- herra, frá þessu í dag. Hefur fréttin um þennan fyrirhugaða fund miðstjórnarinnar vakið nýjar efasemdir um stöðu Josefs Smrkovskys, forseta þjóðþings- ins, en Colotka sagði, að ógerlegt væri að segja fyrir um, hverjir yrðu valdir í æðstu stöður nýja þjóðþingsins, en um skipulag þess hefði ekki verið rætt á mið- stjórnarfundi þeim, sem lauk á föstudag. • Colotka sagði ennfremur, að tillögur um nýja sambandsríkis- stjóm hefðu verið samþykktar af miðstjóm kommúnistaflokks- ins, en hann nefndi engin nöfn. Samkvæmt heimildum innan flokksins verður Oldrich Cernik Sjóefnavinnslan rœdd á Fulltrúaráðsfundi Sjálfstœðisfélaganna: Virkjum alla okkar þekkingu og göngum til samstarfs — — við erlenda þekkingu og hagnýtum erlent fjármagn ótrauðir, sagði Jóhann Hafstein, iðnaðarmálaráðherra — Itarlegt og fróðlegt erindi dr. Vilhjálms Lúðvíkssonar um sjóefna- vinnslu og þýðingu hennar Á AÐALFUNDI fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í fyrrakvöld flutti dr. Vilhjálmur Lúðvíksson erindi um sjóefnavinnslu og þýðingu hennar fyrir íslend- inga. Vakti erindi þetta mikla athygli fundarmanna. Að lokinni ræðu dr. Vil- hjálms mæli Jóhann Hafsein, iðnaðarmálaráðherra, nokk- ur orð og sagði m.a. að þessi ungi vísindamaður hefði áminnt fundarmenn um nauð syn þess að halda vöku sinni og að f slendingar mættu ekki verða of seinir að hagnýta auðlindir landsins meðan tækifæri gæfist. Við eigum að slá skjaldborg um slíka unga menn, sagði Jóhann Hafstein, meta áræði þeirra og trú á 4andið. í erindi sínu gat dr. Vil- hjálmur Lúðvíksson þess, að Rannsóknarráð ríkisins hefði látið fara fram athuganir á hugsanlegri vinnslu ýmissa efna úr sjó og söltu hvera- vatni á Reykjanesi. Jarðhita- deild Orkustofnunarinnar hefði framkvæmt rannsóknir á jarðhitanum og látið fara fram efnafræðilegar athugan- ir á eðli saltvatns og gufu, sem upp kemur úr borhol- unum á svæðinu- Baldur Lín- dal, efnaverkfræðingur, hef- ur að mestu annast þær verk- fræðilegu athuganir, sem gerðar hafa verið á sjóefna- vinnslu og var hann aðal hvatamaður að þessum at- hugunum, en frá því á sl. sumri hefur dr. Vilhjálmur Lúðvíksson unnið að ýmsum öðrum þáttum þessara at- hugana. Hér fara á eftir ummæli Jóhanns Hafsteins, iðnaðar- málaráðherra, á Fulltrúaráðs- fundinum og síðan erindi dr. Vilhjálms Lúðvíkssonar. Jöhann Hafstein þakíkaði dr. Vilihjálmi fyrir hið ágæta og upp Framhald á bls. 10. Barizt í Biafra Biafrastjórn sökuð um að neyða unglinga til herþjónustu — Umuaihia, Biafra, 17. des. (NTB-AP) • Barizt er af hörku víða meðfram víglínunni í Biafra, og segja talsmenn Biafra- hers, að hann hafi víða sótt fram, og meðal annars náð Stjórnarandstaðan í Portúgal — fer fram á aukið frelsi, afnám ritskoð- — unar og náðun pólitískra fanga Lissabon, 15. des. (NTB) UM 200 leiðtogar andstæðinga eins-flokks kerfisins í Portúgal hétu í dag Marcello Caetano for- sætisráðherra stuðningi gegn þvi skilyrði að hann flýti nú framkvæmd þeirrar frjálslyndis- stefnu, sem hann hóf er hann tók við völdum af Salazar ein- valda. Segja leiðtogarnir í orðsend- ingu, sem þeir sendu Caetano í dag, að ef hann snúi aftur til einræðisstefnu fyrirrennara síns, muni það óhjákvæmilega leiða til mótþróa. Meðal þeirra, sem undirrita orðsendinguna er Mario Soares, leiðtogi sósíalista. Sa.lazair sendi Soares í útlegð til eyjarinnar Sao Tome í marz sl., en hann var látinn laus fyrir mánuði sam- krvæmt boði Caetano. Bent er á að orðsending lei'ð- toganna 200 sé einsdæmi í nú- tímasögu Portúgais, því undan- farin fjörutíu ár hefur aðeins einn flokkur fengið að starfa í landinu, þ.e. flokkur Salazars. í orðsendingu sinni fara leiðtog- arnir þess á leit við Caetano, að hann láti afnema ritskoðun dag- blaða, og að orðsending þeirra verði birt í blöðunum. Þeir fara þess einnig á leit a*ð pólitískir fangar verði látnir lausiæ, og að stjórnarandstaðan fái að bjóða fram við kosningamar, sem fram eiga að fara í landinu í nóvem- ber næsta ár. Leiðtogamir segja, að frjáls- lyndisstefna Caetanos hafi vakið verðskuldaða hrifningu allra Portúgala, en ræða ein, sem for- setinn hélt nýlega, hafi vakið áhyggjur. Þar komst ráðherrann meiðal annars svo að orði, að kommúnistar og stjórnleysingjar ættu ekkert erindi inn á stjóæn- málasviðið í Portúgal. hluta borgarinnar Owerri úr höndum Nígeríuhers, sem lagði borgina undir sig fyrir nokkru. 0 Talsmenn Nígeríuhers bera þessar fregnir til baka, og segía) að her Biafra hafi hvergi tekizt að sækja fram. í tilkynningu Nígeríustjórnar í dag segir, að her hennar hafi tekizt að hrinda öltam áhlaup- u.m Biaframanna, og að hann ráði enn öl.lum þeim land'ssrvæð- um, sem tdkin hafa verið frá því styrjöldin hófst. í tilkynningu Biafra-stjórnar segir hinsvegar að sveitir úr her hennar hafi tek- ið sér stöðu við ýmsar helztu byggingar í Owerri. Frá borg- inni reyni svo sveitirnar að stöðva aðflutninga til hers Nígeríu frtá birgðastöðvum sunn- an hennar. Þá segir Biafrastjórn, að sveitir úr her hennar hafi einnig náð á sitt vald stöðvum Nígeríubers fyrir sunnan borg- ina Aba. í Onitsha í Nígeríu, sem áður var stærsta borgin í Biafra, var alþjóða eftirlitsnefndinni boðið að ræða við 14 ára pilt, sem full- trúar Nígeríustjórnar segja hafa Framhald á ols. 31 áfram forsætisráðherra og ekki verða gerðar neinar breytingar á ríkisstjórninni, sem teljast megi óvæntar. Colotka skýrði frá því, að eft- irfarandi breytingax væru fyriir- hugaðar: 1. Þjóðþingið á að koma sam- an á miðvikudag og ræða breytingar á ríkisstjóminni og um þær breytingar í efnahagslifi landsins, sem miðstjórnin ræddi á fundi sínum. 2. Núverandi ríkisstj órn mun leggja fram lausnarbeiðni sína við forseta landsins, Ludvik Svoboda, fyrir árs- lok og skipar hann sdðan nýja ríkisstjórn, sem tekur við völdum 1. janúar. 3. Þá á miðstjóm kommúnista- flokksins a'ð koma saman í janúar til þess að ræða myndun nýs þjóðþings. Svo virðist sem fréttin um fyrirhugaðan fund miðstjórnar kommúnistaflokksins í janúar hafiwakið nýjar efasemdir um stöðu Josefs Smrkovskys, forseta þjóðþingsins og djarfmæltasta stuðningsmann frjálsræðisstefn- unnar innan forystu flokksins. Colotka skírskotaði til Smrovskys og sagði, að „enginm hefði rétt til þess a'ð erfa neitt Framhald á bls. 31 DREPINN OG ÉTINN TÓKÍó 17. desember (AP).. | Franski kvikmyndastjórnand- ) inn Pierre D. Gaisseau, sagði . í dag að villimenn á hollenzku 'Nýju-Guineu hefðu drepið og etið Michael Rockefeller, son ) Nelsons Rockefellers ríkis- ! stjóra í New York, árið 1961. Michael Rockefeller var að I vinna að rannsóknarstörfum á eynni þegar hann hvarf þar . fyrir rúmum gjö árum, og hef- ur ekkert spurzt til hans síð- 1 an. Segir Gaisseau að sér hafi ) verið kunnugt um örlÖg ) Michaels í fimm ár, en ekkert viljað um málið ræða, þarl I sem hann hefði álitið að hol ).lenzk yfirvöld hefðu skýrt i Rockefeller ríkis'stjóra frá\ endalokum sonarins. Ástæðan ’ fyrir því að Gaisseau lætur •nú til sín heyra er sú, að mál- . gagn hersins á Indónesíu hef- ur nýlega skýrt frá því, að I nýjar sannanir hafi fengizt fyrir því að mannætur hefðu | drepið Michael. Upplýsingar sínar hefur I Gaisseau eftir hollenzkum . presti og trúboða, van Kassel að nafni sem starfaði á hol- llenzku Nýju-Guineu. Að sögn von Kassels tókst Michael að I synda til lands eftir að bát hans hvolfdi við strönd eyj- arinnar. Var hann örmagna | þegar honum skolaði á land, og lá þar í fjörunni meðvit- undarlaus. Þar fundu íbúar Iþorpsins Otjanep hann, og Framhald á bls. 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.