Morgunblaðið - 18.12.1968, Page 5

Morgunblaðið - 18.12.1968, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1968 5 Kaupstaður í hálfa öld Fyrsta bindi sögu Reykjavíkur á vegum Sögufélagsins og borgarinnar KAUPSTAÐUR í hálfa öld 1786—1836 heitir fyrsta bindi í Safni til sögu Reykjavíkur, sem nýkomiff er út á vegum Sögu- félagsins og Reykjavíkurborgar. Uýffur Björnsson sá um útgáf- una, en um affdraganda verksins segir á þessa leiff í formála. — Hugmyndina að verkinu á Lárus Sigurbjörnsson, fyrrv. MUPSTADUR íhAífa öld 1786 1836 Forsíffa ritsins. skjalavörður, en síðar tók Pá!l Líndal, borgarlögmaður, málið upp við borgarstjórn. Tekin var upp fjárveiting til útgáfunnar í fjárhagsáætlun fyrir árið 1967 og um líkt leyti tókust samning- ar milli borgarinnar og Sögufé- lagsins um samvinnu við útgáf- 'una. Nefnd skipuð fulltrúum þessara tveggja aðila hefur haft yfirumsjón með verkinu. Nefnd- ina skipa: Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur, Einar Bjarnason, TÍkisendurskoðandi, Lárus Sigur- björnsson, fyrrv. skjalavörður, Magnús Már Lárusson, prófessor, Páll Líndal, borgarlögmaður og Lýður Björnsson, sem bjó verkið undir prentun. Kaupstaður í hálfa öld hefur að geyma helztu réttindaskjöl borgarinnar frá 1786 til 1838, út- tektir á húsum, úthlutun lóða, allar fundargerðir borgarafunda og öll borgarabréf. Rakinn er að- dragandinn að stofnun bæjar- stjórnar í Reykjavík. Bókin er 23 arkir, prýdd 46 Reykjavíkur- myndum frá 1836 og eldri, og eru ■tvær þeirra litprentaðar. Á fundi, sem fréttamenn áttu með útgefendum bókarinnar í Höfða í gær, sagði formaður Sögufélagsins, Björn Þorsteins- son m. a., að í þessu fyrsta bindi Safns til sögu Reykjavíkur væri fjallað um danska tímabilið í sögu borgarinnar. Þetta væri sag an af því, hvernig Reykjavík hefði orðið íslenzk og greint væri frá grundvallaratriðum sjálfstæðisbaráttunnar. „Bókin er ómissandi öllum þeim, sem láta sig sjálfstæðisbaráttuna ein- hverju varða og íslenzka verz.- unar- og málsögu,“ sagði Björn ennfremur, og hann bætti við: „Það er að sjálfsögðu aðallega á valdi Reykvíkinga sjálfra, hvernig tekst til með þessa út- gáfu. Bækurnar verða að seljast, ef framhald á að verða á útgáf- unni, en útgefendur treysta því að Reykvíkingar hafi svo mikinn áhuga á sögu borgar sinnár, að bækurnar Safn til sögu Reykja- víkur muni skipa virðulegan sess á reykvískum heimilum.“ Áformað er; að næstu bækur í þessum flokki verði fundar- gerðir borgarstjórnarinnar, a.m.k. fram til 1908, manntöl og vaktara skjölin. Elztu Reykjavíkurmann- tölin geyma m. a. mikinn menn- ingarsögulegan fróðleik, greina lestrarkunnáttu manna, bókaeign og ýmis persónufræði. Þá er einn ig fyrirhugað að birta kjarnann úr skjölum Innréttinga * Skúla Magnússonar og í undirbúningi er ritgerðasafn um reykvísk fræði. RALEIGH KING SIZE FILTER Leiö nútímamannsins til ekta tóbaksbragðsins frá Ameríku Úrvalsvörur frá PHILIPS TILVALDAR JÓLAGJAFIR ÚTV ARPSTÆKI R AFM AGN SR AKVÉLAR fyrir straum. fyrir straum og rafhlöðu. VERÐ FRÁ KR. 1975.— VERÐ FRÁ KR. 1178.— PLÖTUSPILARAR með og án magnara. Transistor ÚTVARPSTÆKI VERÐ FRÁ KR. 1.385.— GLÆSILEGT ÚRVAL AF ALLS KONAR JÓLASKRAUTI Á JÓLATRÉÐ - BORÐSKRAUT - LOFTSKRAUT EINNIG FJÖLBREYTT ÚRVAL AF JÓLATRÉSSERÍUM - ÖNNUMST SERÍUVIÐGERÐIR heimilistæki sf. HAFNARSTRÆTI 3 SÍMI 20455

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.