Morgunblaðið - 28.12.1968, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 28.12.1968, Qupperneq 11
MORGUNB'LAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1968 11 fram um fullkomið sjálfstæði þjóðinnd til handa. í því sam- bandi er ánægjulegt að minnast þess, þegar þessi aldnd höfðingi átti viðtal í Ríkisútvarpinu fyr- ir fáum vikum síðan og rifjaði upp viðburðina sem áttu sér stað á Alþingi og í samningum við Dand fyrir 50 árum. — Þegar á það er litið, hvað ís- land er vegna legu sinnar harð- býlt land og þjóðin fámenn sem iandið byggir, verður ekki annað sagt en að það hafi gengið krafta verki næst hvað tekist hefur á undanförnum áratugum að koma á miklum umbótum og gera land ið færara um að búa þjóðinni þau lífskjör sem raun ber vitni um í dag. Auk þess sem Pétur Ottesen á sinn ríka þátt í þeim framför- um sem átt hafa sésr stað og snúa að þjóðarheildinni, hefur hann á þessu tímabili markað djúp spor í átt til framfara í sirunii heimabyggð, sem hann hef- ur öðru fremur verið fulltrúi fyr- ir. — Þar var hann sjálfkjörinn for ingi, með sín vökulu augu fyTÍr öllu því sem til heilla horfði og til hagsbóta fyrir íbúa byggðar lagsins. — Eitt af fyrstu málum sem Pét- ur Ottesen mun hafa beitt sér fyrir á Alþingi til umbóta í kjör dæmi sinu var að koma á bætt- um vegasamgöngum. — Þar var mikið verkefni fyrir höndum, því varla var um að ræða nokk- urn lagðan vegarspotta í öllu héraðinu — og því síður að ár væru brúaðar. — f þessum efnum sá Pétur ótrú lega marga drauma rætast, veit ég að Borgfirðingum er það ve'l ljóst, hvað þeir eiga hon um mikið að þakka fyrir hans ötulu framgöngu í þessum mál- um, sem öðrum er hann tók sér fyrir hendur að vinnia að. — Borgfirðingar hafa alla tíð átt sjö börn á landi og sjö bör-n í sjó, — það kom sér því sérstak- lega vel fyrir þetta kjördæmi að eiga slíkan forustumann sem Pét ur Ottesen var. — Á yngri ár- um stundaði hanm jafnhliða land búnaðarstörfum, sjóróðra á ver- tíðum, en með því móti öðlaðist hann meiri innsýn og betri þekk ingu á högum og þörfum hnina fornu atvinnuvega þjóðarinnar, landbúnaði og sjávarútvegi. — Akumesinigar sem áttu allt sitt undir sjósókn og aflabrögð- um var því mikill fengur í því, að ötullega var unnið að þeirra hagsmuna málum gilti þar einu um forustu Péturs Ottesen í sókn hans fyrir friðun fiskimiðanna, fyrir ágangi erlendra fiskiskipa og fyrir þeirri rányrkju sem átti sér stað, eða það var í sam- bandi við auknar hafnarbæt- ur og bætta aðstöðu fyrir fiski- bátana. f öllum þessum málum hafði Pétur fastmótaðar skoðan- ir og kvikaði hvergi frá settu marki. f landhelgismálinu bar nafn Péturs Ottesen hátt, hann var sí vakandi í baráttunni fyrir út- færslu fiskveiðilögsögunnar og fáir munu hafa lagd sig fram af meiri einurð og festu til fram- gangs þvi mikla hagsmunamáli allrar íslenzku þjóðarinnar. — Pétur Ottesen var alla tíð mik ill hvatamaður að því að ís- lendingar tækju að hagnýta sér þær orkulindir og auðæfi sem i iandinu búa. — Sérstaklega taldi hann mikla möguleika i hag nýtingu fallvatnanna og jarðhit- ans til orkuvinnslu fyrir hvers- konar iðnað sem upp kynni að rísa í landinu. Með virkjun Andakílsárfossa var stigið stórt spor í framfara átt fyrir Borg- arfjarðarhérað. Einn aðal hvata maður að þeiirri framkvæmd var Pétur Ottesen, er óhætt að full- yrða að framfaramál hafa tryggt betur lífsskilyrði landsbyggðar- innar og uppbyggingu at- vinnuveganna í landinu, en raf- væðingin. — Þegar til þess kom að farið var að ræða um byggingu Sem- entsverksmiðju á fslandi, fylgd ist Pétur með framvindu þess máls af miklum áhuga. Hygg ég að hann hafi með sinum alkunna dugnaði beitt áhrifum sínum að því að verksmiðjan var staðsett í kjördæmi hans á Akranesi. En um það munu flestir sammála í dag, að með byggingu Sements- verksmiðjunnar var stigið mikið gæfu spor. — Það mætti lengi telja þó ekki væri lokið, að geta þeirra mörgu mála sem Pétur Ottesen vann að og hafði afskipti að á einn eða annan hátt. — Hann naut eins og fyrr segir mikils álits og trausts í kjördæmi sínu. Auk þingstarfanna hlóðust á hann margvísleg störf í félagsmálum og þó ekki síður við að leysa vanda sinna skjólstæðinga sem hann var jafnan boðinn og bú- inn að rétta hjálparhönd þegar til hans var leitað. . Það sýnir betur en flest ann- að, fjölhæfni Péturs Ottesen, og þess trausts sem hann naut með- al samferðamannanna, að hann skyldi um áratuga skeið eiga sæti í aðalstjórnum beggja aðalat- vinunveganna, landbúnaði og sjávarútvegi. Er slíkt algjört einsdæmi, eins og reyndar fleira um þennan ágæta heiðursmann. Alla tið meðan Pétur Ottesen sat á Alþingi, rak hann jafnhliða þingstörfunum, fyrirmyndar bú að Ytra Hólmi, á þessum tíma hefur hann stór bætt jörðina, — aukið ræktunina til mikilla muna bætt húsakost og tekið í notkun margvíslega tækni við búrekst- urinn. Hann hefur ætíð verið op- inn fyrir öllum nýjungum sem til heilla hefur horft, þó að hann hafi einnig viljað hagnýta og læra af fenginni reynslu. — Á síðari árum kom það fyrir að Pétur Ottesen brygði sér til annarra landa, og gerðist þá stundum víðförull. Þeirra ferða naut Pétur í rikum mæli, hann hafði mikinn áhuga fyrir að stækka sjóndeildarhringinn og sjá sig um í heiminum. — Það var sönn ánægja að vera með Pétri og heyra hann lýsa því sem fyrir augun hafði borið, því frásagnar hæfileika hafði hann með ágætum. — í því sambandi er minnistætt, þegar hann á síð- astliðnu sumri heimsótti frænd- ur vora í Færeyjum og lýsti fyr ir alþjóð í útvarpinu, þeim nátt- úrufyrirbrigðum sem hann sá og öðru því sem fyrir augu bar. — Frásagnarhæfileikar Péturs voru með þeim hætti, að engu var lík ara en að áheyrendur væru í fylgd með sögumanni. — Árið 1916, sama árið og Pétur Ottesen tók sæti á Alþingi, gekk hann einnig annað örlagarikt spor á sinni fjölbreytilegu æfi. — Örlagaspor sem undirrituðum er kunmugt um að hann mat meira en nokkuð annað í lífi sínu. Það sama ár þann 16. mai giftist hann eftirlfiandi konu sinni Petrinu Jónsdóttur frá Kársneskoti á Kjalarnesi, hinni ágætustu konu sem jafnan hefur staðið við hlið manns síns í líf- inu sem traustur lífsförunautur. — Það segir sig sjálft, að eins og störfum bóndans var háttað, þar sem hann oft á timum var bundinn við störf sín, fjarri heim ilinu, að þá reyndi á trausta hönd húsmóðurinnar, sem jafnan stóð sig með ágætum og án henn ar aðstoðar, hefðu hinir ágætu hæfileikar Péturs Ottesen, til að vinna að margvíslegum þjóðfé- lagsmálum, eigi fengið notið sín til fulls. — Borgfirðingar og aðr ir þeir sem notið hafa góðs af störfum Péturs Ottesen eiga því frú Petrínu mikið að þakka. — Þau Pétur og Petrína eign- uðust tvö börn sem bæði eru uppkomin, Sigurbjörgu sem bú- sett er í Reykjavík og Jón, sem nú býr að Ytra Hólmi og hafði fyrir nokkrum árum tekið þar við búsforráðum með föður sín- um. — Ég hefi með þessum línum dreg ið upp örfáa þætti úr lífi Péturs Ottesen fyrrv. alþingismanns. Þeir sem áttu því lánd að fagna að starfa með honum og kynnast honum náið, vita bezt hve frá- bær heiðursmaður fór, þar sem hann var. — Hann var sannur fslendingar í orðsins fyllstu merkingu og orðstír hans mun lifa um lantga framtíð. Ég vfl að lokum flytja þessum Látna vini minum, hinztu kveðju þakka honum órofa tryggð og vináttu um leið og ég votta konu hans börnum og öðru venzla fólki innilega samúð. Jón Arnason. ÞEGAR Pétur Ottesen varð átt- ræður 2. ágúst sl., var af ýms- um ritfærum möntnum rakinn æviferill þessa merka heiðurs- manns. í dag, þegar hann er kvaddur, veit ég, að svo muni enn verða gert, en mig langar þó að bæta við fáeinum orðum um þann þátt starfa hants, sem mér var einkum kunnugt um. Pétri Ottesen voru snemma fal in ýms trúnaðarstörf í íslenzku atvinnulífi, og fór saman hjá hon um einstök þekking á störfum þjóðarinnar bæði til sjáivar og sveita. Sem bónda var honum þegar á unga aldri, vel ljóst mik- ilvæ.gi sölusamtaka bændanna, og gerði hann sér mjög vel grein fyrir því, að til þess að neytand- inn fiái sem bezitar neyziluvörur, þurfa að vera fyrir hendi fulil- komnar vinnslustöðvar og gott dreifingarkerfi. Á þessi atriði lagði Pétur Ottesen jafnan ríka áherzlu og vegna sérstakrar þekkingar á íslenzku þjóðlífi kunni hann vel að meta þýðingu þess fyrir landbúnaðinn, að allar atvinnugreinar þjóðarinnar blómguðust og döfnuðu vel. Pét- ur fylgdist því vel með atvinnu- lífinu í öllum greinum og á síð- ari árum sérstaklega með iðnþró uninni. Hafði hann brennandi áhuga fyrir sem beztri nýtingu íslenzkra hráefna, fyrir orkulind um landsins og stóriðju. Árið 1929 var Pétur Ottesen kosinn í stjórn Sláturfélags Suð- urlands sem fulltrúi Borgfirð- inga og átti sæti þar óslitið til dauðadags. Þegar Ágúst Helga- son í Birtingaholti, sem verið hafði formaður S.S. í 40 ár, lézt árið 1948, var Pétur einróma kjörinn formaður félagsins. Að því starfi gekk hann eins og öll- um öðrum, af einistakri ósér- hlífni og atorku til hinzta daigs, átti alla tíð manna drýgiatan þátt í að móta starfsemina og naut jafnan fyllsta trausts félags- mannanna. Þeir, ásamt starfs- mönnum Sláturfélagsinis, eiga á bak að sjá hinum traustasta for- ingja, sem minnzt er með þakk- læti og virðingu. Þegar Morgunblaðið skýrði frá andláti Péturs Otteisien, fylgdi með stór forsíðumyntd af hinum látna. Sex ára sonur minn, sem heyrt hafði fréttina áður, sýndi mér blaðið og sagði: „Pabbi, ég ætla að geyma þessa mynd, svo að ég muni betur efitir honum“. Samferðamennirnir munu geyma í huga sér mynd þessarar stór- brotnu persónu, hins dugmikla og bjartsýna bænda höfðimgja, Pét- uns Ottesen. Líf hans og störf munu verða öllum hivatning, upp örvun til dreragskapar og nýrra dáða. Jón H. Bergs. ÉG fæ ekkj orða bundizt þegar Pétur Ottesen er allur. Ein minna fyrstu minninga um stjórnmálamenn er bundin við Pétur Ottesen. Eftir að útvarp kom til sögunnar lagði ég eyrun hvað bezt við máli hans, hvenær sem það heyrðist. Ekki vegna þess að málhreimur hans væri öðrum áheyrilegri, heldur af því að það var rammefldur sann- færingarkraftur, er fylgdi máli hans. Og hann var bóndi og Sjálf stæðismaður. Rödd hans var bergmál úr minu brjósti. Ég var löngu fulltíða maður er ég sá Pétur. Ekki urðu það mér von- brigði. Miklu fremur jók það álit mitt á honum og einkum eftir að ég kynntist honum nokkuð, sem varð þá fyrst er hann var horf- inn af Alþingi. Ég hefi engan mann séð, með slíkan eld i aug- um. Þau blátt áfram stungu aug- un hans þegar hann skaut þeim snöggt á mann. Handtakið var fast og hann kippti í hendina um leið, einkum er hann kvaddi. Það var brýning, hvöt i hand- takinu, hvöt til dáða. Pétur Ottesen er eldheitasti og harð- vítugasti framfara- og umbóta- maður er ég hefi fyrir hitt. Yngdist því' meir, sem árum fjölgaði. Færðist í aukana við hvert framfaraspor. Og þótt hann væri bóndi í þess orðs fyllstu merkingu og framfara- mál landbúnaðarins honum því hvað hugleiknust, lét hann ekk- ert svið í atvinnu- og umbóta- málum sér óviðkomandi, heldur hugleiddi þau, gladdist yfir sigr- um og framförum á öllum svið- um og hvatti til dáða, hvar sem var. Ég man t. d. afstöðu hans til sjónvarps og stóriðju löngu fyrr en til framkvæmda kom hér. Ég man sannfæringarkraftinn er hann var að lýsa fyrir mér gildi þeirra málefna. Þá skutu augun gneistum og hann beit fast i orðin. Kynnin við Pétur hafa verið mér ómetanleg. Hann er einn ör- fárra persónuleika, sem koma fram í aldanna rás. Mikilmenni frá hvaða sjónarhóli, sem til hans er litið. Sígild fyrirmynd ungra manna, sem vilja yngjast eftir því sem þeir eldast. Ég veit það er vonlaust að óska þjóð vorri margra manna slíkra, en þó geri ég það svo sannarlega. Megi gifta íslands vera slik. Ætti ég að draga saman i stutt mál hver mér sýndist vera hugsjón, lífsskoðun Péturs Otte- sen, sem hann fylgdi eftir af öll- um sinum krafti, myndi ég velja þessar látlausu kvæðalínur Jóns Trausta. Ég vil elska mitt land, ég vil auðga mitt land, ég vil efla þess dáð ég vil styrkja þess hag. Innilegar kveðjur til aðstand- enda. Jónas Pétursson. Horfinn er af Hólmi, höfðingi snjall, réð balli kynslóðar, sem er að kveðja kalda landið fjalla. Hann var ungur að árum, á Alþingi kjörinn með láði. Bar þar fram bænda hróður, búmaður alltaf góður. Sjávarútvegi sýndi, aannan hug í verki. — Markaði landhelgis línur, löngum á þingi hinn sterki. Málafylgju maður, í mörgu er horfði til dáða. Hugljúfur hre9s og glaður, hugsjón lét alltaf ráða. Við kveðjum kempu frá Hólmi, kjama laga og réttar. — Þökkum leiðsögn liðna, leiðtogans allra stétta. Júlíus Þórðarson. VIÐ kveðjum í dag fágætan drengskapar- og mannkosta- mann, sem eigi geitur gleymzt neinum er honum kynnfiust. Svo sterkur var persónuleiki hans. Tiilfinningar hans voru sterkar og heitar og þannig var viniáfita hans og tryggð við þær hugsjón- ir, er hann taldi til heilla horfa landi og þjóð. Hann brást aldrei því, er honum var trúað fyrix. Þess vegna leituðu margir lið- sinnis hanis og forustu, bæði ein- staklingar og félagasamitök, og þess vegna sýndu sýslungar hans honum það traust að fela horvum forræði sinna mála á löggjafar- þingi þjóðarinnar lengur en nobkur annar hetfir þar átt sæti og oítas-t með ytfirgnætfandi meiri hliuta atkvæða. Við heyrum oft um það rætt, að kynslióðaskipti verði ekki nógu ör í forustusveit þjóðarinnar. Vei kann svo að vera, en ég átti þess ofit kost á síðari þingsetuárum Péturs Otte- sen að vera með honum í hópi ungra Borgfirðinga og það leyndi sér ekki, að hann var foringinn, sem þetta uniga fiólk dáði og treysti engurn betur til að gæta sinna hagsmuna. Þetta sannar auðvitað elkkert almennt um hæfni hinna efldri til að vera leiðtogar utngs fióliks, heldur er vitnisburður u-m andlega æsku þessa aldna skörungs, sem til hinztu stundar átti þá stefnu- festu og þanm eldmóð hugans, sem hrífur ungt fól'k. Méí finnst Pétur Ottesen dæmi hinna beztu eiginleika ís- lendingsins, sem gert hatfa þjóð- inni kleift að þrauka langar og dimmar aldir. Trú harus á land- ið var óbilandi. Það segir ein- stæða sögu um víðtækan skiln- ing hans á bjargræðisvegum þjóð arinnar, að hann skyldi í senn eiga sæti í stjórnum höfuðstotfn- ana landbúnaðar og sjávarútvegs og að lokum vera kjörinn í stjórn eins stærsta iðntfyrirtæk- is landsins. Það var ekki í eðli Péturs Otte- sensen að vera hugsunariauist já- bróðir foringja sinnar sveitar, hvorki á stjórnmálasviði né ann- ars staðar, þar sem hann var hlut takandi. Persóniuleg sannfæring réð ætíð gerðum hans og af- stöðu og var honuim meira virði en fjöldafylgi eða velþóknun ráðamanna. Því var það, að hann neitaði að styðja flokksforingja sinn og einkavin Ólaf Thors, er hann myndaði nýsköpunarstjóm ina. En þar áttust við drengskap- armenn á báða bóga og því slitn- uðu vinaböndin ekki af þessum sökum. En þessi stefnufiesta Pétiurs * Ottesen og skaphiti hans oMi því, að hann var stundum talinn ein- sýnn og þverlyndur og ertfiður í samstarfi. Víst skeUti hann stundum hurðum og neitaði að beygja sig fyrir álkvörðunum meiri hlutanis, en þetta sýnir hinn sterka persónuleika hans og hvílíkur styrkur það var hverj- uim málstað að eiga hann að talls- manni. Fals var ekki til í hans huga, og vatfningalauisar skoð- anir hans og hreinskiptin afistaða hliaut að vekja virðingu og að- dáun. Leiðir oikkar Péturs Ottesen lágu saman í fjárveitinganefnd Alþingis og þar átitum við nána samvinnu í mörg ár. í þessari áhrifamestu nefnd þingsins hafði Pétur lengi verið ráðamaður og var formaður hennar, er ég tók þar sæti sem nýliði. Það er venja, að formaður nefndarinnar sé jafnframt framsögumaður henn- ar, enda eðlilegt, því að fram- sögumaðurinn á að fiúlka stefnu meiri hluita nefndarinnar. Mér brá því mjög er hinn marg- reyndi þingskörungur tjáði mér, að hann ætlaðiist til, að ég yrði framsögumaður nefndarinnar. Mér fannst þetta fráleit hug- mynd, en þegar Péfiur Ottesen hafði tekið ákvörðun varð 'henni ekki haggað. Rök hans voru þau, að ég væri ungur og fyrir mér lægi að taka forustu í netfndinni og þess vegna ætti ég strax aS taka við þessu forustulhluitverki út á við meðan hann gæti stað- ið við bakið á mér. Þessi litla saga atf upphafi sam vinnu okkar Pétuns held ég lýsi honum vel. Hann vann með mér verkið og sá um að ég kynnt- ist hverju smáatriði, en í huga hans var það meira virði að reyna að þjálfa nýjan talsmann fyrir flokkinn en að auglýsa sjálf an sig, því afhemti hann mér hið sjálfisagða hlutverk formannsins, en tðk á sig allt erfiðið inn á við. Þannig var Pétur Ottesen. Hann sóttist aldrei eftir vegtyllum, en var otft knúimn til að taika við þeim. Honum var það nóg, ef hann fann hugsjónamálum sín- um þoka áleiðis, og þótt hann viki ógjarnan atf mankaðri braut sinni, þá var hann engu að síð- ur skilningsgóður á naiuðsyn sam vinnu frjálsra einstaklinga. Siðan við Pétur Ottesen hætft- um störfum í fjárveitinganetfmd haía leiðir okkar otft legið sam- an, og ég hefi lœrt mikið atf þess- um einstæða heiðursmanni. Milli oikkar hefir ætið verið ljúft sam- startf og með okkur þróazt vin- átta, er ég mun aldrei ^leyma. Hann er meðal þeirra manna, er ég met mest þeirra, er ég hef mætt á lífsleiðinni, og hefi ég þó verið svo gærfusamur að kynn ast mörgum ágætum mönnoim. Ég þekki enigan mann, er kynmt- Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.