Morgunblaðið - 31.01.1969, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.01.1969, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1969 UM UMGT FÓLK I UMSJON GUNNARS SVAVARSSONAR OG INGIMUNDAR SIGURPÁLSSONAR Mikil gróska í starfsemi Æskulýðsrá&s ðteykj'avikur HAUSTIð 1955. skipaði borg- arstjórn sjö manna nefnd til þess að beita sér fyrir umbótum í félags- og skemmtanalífi æsku fólks í bænum. Nefnd þessi hlaut síðain nafnið Æskulýðsráð Reykjavíkur, og hefur mikil gróska verið í starfsemi þess nú hin síðari ár. Hlutverk ráðsins var að efla félags- og tómstunda gtörf meðal æskufólks í Reykja- vík og vera ráðgefandi aðili borgarstjórnar um æskulýðsmál. Aðalstarfsemi Æskulýðsráðs fer fram í hinu sögufræga og falleg húsi að Fríkirkjuvegi 11 sem Thor Jensen reisti á sínum tíma. Húsi þessu var illa við haldið, er Æskulýðsráð tókvið því, og var þegar hafizt handa um að ráða bót á. Eftir að húsið komist í gagnið, fengu ýmsir klúbbar og félög þar aðstöðu fyrir starfsemi sína, auk þess' sem ráðið rak þar námskeið í mörgum þáttum. Dansleikir voru haldnir í kjallara hússins, og leitazt var við að koma til móts við unglingana á sem flestum sviðum. Við náðum tali af Reyni G. Karlesyni, framkvæmdastjóra Æskulýðsráðs Reykjavíkur, og kvað hann aðspurður svo kall- að „opið hús" njóta hvað mestra vinsælda meðal unglinga. Að Frí kirkjuvegi 11 var „opið hús" í fyrsta sinn 17. janúar 1965. Þar gátu unglingar 15 ára og eldri komið á kvöldin, setið við spil, töfl eða smærri leiktæki og hlustað á tónMst í tveim stofum á 1. hæð. Á sömu hæð eru einn- * ig herbergi fyrir borðtennis, bobb og önnur leiktæki. Fljót- lega kom í ljós, að margir ungl- ingar, sem ekki náðu tilskildum aldri, vildu komast inn, og var þá gripið til þess ráðs að hafa „opið hús" fyrir 13—15 ára síð- degis á sunnudögum. í fyrstu var opið öll kvöld en síðar var horfið að því ráði að hafa að eins opið fjögur kvöld í viku, auk síðdegistímamis á suinnudög- um, m. a. vegna óska skóla manna. Aðsókn varð brátt mjög mikil og stundum meiri en hús- næðið gat rúmað með góðu móti. Olli þar eflaust að nokkru, að hér var um nýjung að ræða. Síð ar dró úr aðsókn, og hefur kom- ið í ljós, að um talsverðar sveifl- ur getur verið að ræða m.a. eft- ir árstíðum. — Strax í upphafi voru teknar upp ýmsar hliðar- greinar við „opið hús" til að gera það fjölbreyttara og æski- legra fyrir unglingana. Haldnar eru kvöldvökur, þar sem fram koma skemmtikraftar úr ýms- um klúbbum, og er þátttaka að jafnaði góð. Dansleikir fyrir ung linga eru haldnir síðdegis á sunnudögum yfir vetrarmánuð- ina og einnig að nokkru kl. 8—11 að kvöldi um hélgar, og leika unglingahljómsveitir fyrir dansi. Þá hefur einnig verið gerð ti'l- raun með dans eftir hljómplöt- um, en þátttaka varð þá mun minmi en þegar hljómsveit lék á staðnum. Þá eru kvikmyndasýn- ingar stór þáttur í starfi við „op ið hús". Eru þar sýndar margs konar fræðslumyndir, skemmti- myndir og teiknimyndir. Kvik- myndasýningar eru að jafnaði vel sóttar og virðast eiga mikl- um vinsældum að fagna. Á ár- inu 1966 var keypt sjónvarps- tæki til afnota við „opið hús" og var það að nokkru greittmeð fé, sem kom frá unga fólkinu sjálfu. Reynir sagði ennfremur, að reynsla af „opnu húsi" væri sú, að ekki megi reka slíka starf- semi of lengi í sama formi, held- ur verði að leitast við að breyta um starfshætti: finna nýjar leið- ir, ný leiktæki og svo framveg- is til að ha'lda áhuga ungling- anna vakandi, og á þetta séfstak „Opið hús". Það verður að fylgjast vel með að rétta platan komi upp... lega við um þá unglimga, sem hvergi eru félagsbundnir og hafa ekki fundið sér neitt sér- stákt áhugamál. 15 ára ungling- ar hafa verið nærri 80% þeirra, er sótt hafa „opið hús" og eiga þeir ekki innangengt á almenna veitinga- og skemmtistaði. 1965- 1966 munu hafa komið allt að 700 unglingar á viku, þar af um 500 15 ára, en ekki nema 200 16 ára og eldri. Auk „opna hússins" eru ýms- ir klúbbar og námskeið starf- andi á vegum Æskulýðsráðs. Einna helzt maetti þar nefnavél hjóliaklúbbinn Eldingu, sem er til húsa í gamla Golfskálanum. Vélhjólaklúbburinn Elding starfar í Golfskálanum, og þar hafa piltarnir aðgang að verkstæði, því alltaf geta hjólin bil að þrátt fyrir STP. Klúbburinn hefur til umráða vinnustofu og fundarsal, sem í eru haldnir fumdir vikulega og sýndar kvikmyndir. Aðstaða er til viðgerða á viðgerðaverkstæð inu, sem opið er þrisvar í viku. — í Nauthólsvík starfar sigl- inga- og róðraklúbbur. Efnt er til róðra og siglinga og unnið að smíðum báta. Þar hefur að- sókn aukizt gífurlega, og eru nú um 300 félagar í klúbbnum, sem hefur yfir að ráða um 40 bátum. — Þá er og starfandi stangaveiðiklúbbur, módel- klúbbur, tónlistarklúbbur á<samt ýmsu öðru. Ennfremur hefur mikil aðsókn verið að sjóvinmu- námskeiði og Ijósmyndaiðju. Jörðina Saltvík á Kjalarnesi hefur Æskulýðsráð til afnota, og hafa þar verið haldin nám- skeið fyrir ýmsa hópa, auk þess sem kvöld- og dansskemmtanri eru þar um helgar yfir sumar- mánuðina. Æskulýðsráð hefur unnið að ýmsum könnunum varðandi þá aðstöðu sem uniga fólkið hefur í borginni, og gert heildaráætl- un um framtíðarverkefrá. Þ6 að áætlunin sé enm ekki ful'lmótuð, þá er greinilegur viilji borgar- yfirvalda fyrir hendi varðandi það. í þessari heildaráætlun er gert ráð fyrir 4—5 æskulýðsheim ilum í ýmsum hverfum borgar- innar. Áætlað er að koma sem fyrst upp aðstöðu í Breiðholti nýta íþróttamannvirkin í Laugardal einnig til félagslegra starfa- í fordyri hallarinnar — í samráði við íþróttahreyf- inguna. Og sem þáttur í þessari heifldaráæt'lun eru kaup borgar- inruar á veitingahúsinu Lídó, semi verður skemmtistaður fyrir ungt fólk. Að sjálfsögðu verður einm- ig reynt að efla og styrkjastarf þeirra æskulýðsfélaga og ann- arra aðila, sem að æskulýðsmál- um vinna. Veitingastaðurinn að Skaftahlíð 24 hefur enn ekki hlotið nafn, og er hugmyndin að unga fólkið velji staðnum nafn í samkeppni, sem fram mun fara. Einnig verður leitað til unga fólksins um tillögur um til högun starfseminnar. Hefur þeg ar verið leitað til nokkurraung menna og ákveðin nefnd sett á laggirnar til að semja dag- skrána. Ófyrirsjáanlegar tafir hafa orðið við að koma starfseminni af stað, en gera verðuir ráð fyrir að húsið verði opnað fyrst í febr úar. Þó enn hafi ekki verið full- mótuð dagskrá, þá mætti nefna það, sem einna helzt hefur ver- ið raett um að gera. Er það aðsjálf sögðu fyrst og fremst stærri dansleikir og skemmtanir um helgar, þar sem hljómsveitir leika fyrir dansi, komið verður fyrir fullkomnum tækjum til að leika hljómplötur (í formi dis- kóteks) og þjóðliagakvöld verða haldin. Tillaga hefur komið fram um að taka upp mánaðarlegan sjónvarpsþátt auk listakvölda í léttum dúr á sviði bókmennta, tónlistar og leiklistar. Eins og kunnugt er hefurkom ið fram í nýrri áætlun að fjar- lægja æsku'lýðsheimilið að Frí- kirkjuvegi 11 sökum þess, að þar mun rísa húsnæði Seðla- banka íslands. Þess í stað hefur borgarstjórn Reykjavíkur úthlut að Æskulýðsráði lóðina Tjarnar götu 12 og efnt til samkeppni um æskulýðsheimili þar. Áætlað er, að heimilið verði um 3000m3 með um 280m2 samkomusal, sem hægt verður að hluta niður I smærri einingar. Við salinn verða leiksvið fyrir minni háttar sýn- ingar ásamt sýningarklefa fyrir kvikmyndasýningar. Verður hér væntanlega um veglegt hús að ræða, sem mun brjóta blað i sögu æskulýðsmála borgarinnar. Myndir. Hliðaskóli hefur í samráði við Æskulýðsráð tómstundaiðju fyrir unglinga. Hér eru piltar í skákklúbbi. Fríkirkjuvegur 11 er byggður af Thor Xensen um 1908. Of gott hús til að f jarlægja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.