Morgunblaðið - 31.01.1969, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.01.1969, Blaðsíða 27
MOBGUNBLAÐIB, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 196fl 27 Hlaut 3 mán. fangelsi — fyrir rangan framburð fyrir fógetarétti KVEÐINN var upp á dómþingi Sakadóms Reykjavíkur nýlega dómur í máli, sem ákæruivaldið Ihöfðaði vegma rangs framburðar manns fyrir fógetarétti og er það fyrsti dómurinn, sem kveð- inn er upp í máli af því tagi. Hlaut maðurinn 3 mánaða fang- elsi auk þess, sem honum var gert að greiða allan sakarkostn- að. Með ákæruiskjali dagsettu 1. nóvember 1968 höfðaði saksókn- ari ríkisins mál gegn manni þessum fyrir rangan framburð og undanskot eigna, með þvi að ákærði hafði við uppskriftar- gerðir vegna gjaidþrotaskipta á búi sínu í skiptarétti Reykjavík- ur ranglega borið í réttinum, að hann ætti engar eigur.í því skyni að koma í veg fyrir, að lánar- drottnar gætu öðlazt fullnægju af eignum hans. Við rannisókn málsins kom i ljós, að ákærður hafði gerzt sekur um háttsemi þá, sem lýst er í ákærunni. Ármann Krist- insson, sakadómari, kvað upp dóminn í móli þessu. - Á HORNI Framhald af bls. 28 I>eim finnist sjálfsagt ekkert þægilegit að sitja í landi, þeg- ar þeir ættu að vera að störf- um úti á sjó. Þetta eru menn með starfsáhuga. Og svo leið þeim auðvitað ekkert vel þeg- ar fréttist um bátinn. Segðu mér annars hvað var það sem olli þeissu með bátinn? — Stormhnútur, sem skall á honum framanvert. ' — Já, einmitt. Við fylgd- umst annars með björgunar- aðgerðum. — Heldurðu að varðskips- menn geti teppat hjá þér lengi? — I>að gæti svo sem komið fyrir að þeir yrðu að dúsa hér nokkuð lengi. Þeir gætu brotizt hérna yfir í Horn- víkina, er veðrinu slotar, en þar er betri lending. En það er eins og þú skilur ómögu- legt að segja. Hann er bál- hvaiss eins og er, 7—8 vind- sitig, isnjókoman er minni en í gær, en frostið hefir hert. En þó að þetta sé að vísu óþægilegt fyrir þá varðskips- menn þá er einn ljós punktur í þessu. Þeir sjá þá þarna á •skrifstofunum að það er ekki alveg eins einfalt að fást við ,þessa staði. Það er eins og eitthvað sérstakt þurfi að koma fyrir tiil þess þeim Ækiljist það. Ólafur Valur Sigurteson. — Hefir þú nokkuð af skepnum þarna? — N,ei það er ekiki hægt. Hér er ekki grasgefnara en svo að það myndi taka allt sumarið að heyja handa einni kind. — Þú hefir þá ekki kýrnar eða mjólkina? —• Nei. Og það er ekki allt- af að maður fær mjólk frá ísafirði, þótt ferð gefist. Ég veit heldur ekki hvað veldur en það virðist allt önnur mjólk þaðan en frá Akureyri t. d. Þetta er svoddan dá- semdardrykkur þarna að norð an. Það er kannske vinnslan. — Það er Þá ekki mikið um vætuna hjá þér? — Við höfum nóg vatn. — En ekkert að setja út í það? — Það er nú svo að maður varður alltaf að eiga eitthvað handa mönnum, sem kynnu að koma hraktir, eitthvað til að hilýj'a þeim, á ég við. Ekk- ert öðruvisi. — Og nú er kalt. — En engir hraktir. — Og nú hafið þið nóg að bíta og brenna, eftir að vist- irnar komust í land. — Já. Og það er gaman að fá heimsókn á þessum tíma. Brosið eitt hefði nægt að kalla. — Mætti ég fá að tala við Ólaf Val? — Já, gerðu svo vel og vertu blessaður. Jóliann Pétursson vitavöröur — Sæll vertu Ólafur. Hvern ig kunnið þið við ykkur. — Ágætlega. Annars hef ég komið hér áður, jafnvel gang andi. Labbaði hingað utan úr Hornvík með blaðapakka. — En heldurðu að þetta geti ekki orðið löng dvöl, ef illa viðrar? — Við erum nú vanir að vera nokkuð að heiman og hér væsir ekkert um okkur. — Hvað gerið þið ykkur til dægrastyttingar? — Við erum nýkomnir úr gönguferð. Þetta eru ungir og hraustir menn, sem hérna eru með mér. Við fórum alla leið upp á skarð, þar sem leiðin liggur til Hornvíkur. Við get- um labbað eitthvað hér í kring og þá kann að vera hægt að taka okkur upp, ef ólendandi er hér við vitann. — Hverjir eru með þér? — Þeir heita Sveinbjörn Svavarsson og Benóný Ás- grímsson. — Svo Jóhann hefir þá feng ið björn í heimsókn. En þið getið semsé vænzt þess að sitja þarna nokkuð enn. — Það getur svo sem vel komið fyrir. En ég reikna al- veg eins með að við förum í einhverja aðra vík þegar hald ið verður á brott. — Þetta hefir náttúrlega komið ykkur á óvart? — Já, en það varð að komast hingað núna. Það vantaði t.d. kol (mótorkol) í ljósavélina. Og þá var ekkert um það að tala þótt veður væri ekki al veg einsýnt. — Og hvað ætlið þið svo að gera ykkur til gamans? — Éig veit ekki hvort ég á að vera að segja þér fró því. Ekki vil ég vera vald- uir að því að rasika hér heim ilisifrið með of miklum heirn sóknium. Það er hixus Vegar allt í lagi að vetriniuim. Ann- ars er nóg við að vera. Hér er eitt ágætasta bókasafn uipp á fleiri hunidruð binda. Og ekki skortir á orðræður um hivens kyns heimspekileg efni. Við þurfum því ekki að kvíða dvölinni. — Úr því sivo er þá kenni ég ekkert í brjósti um ykk- ur þótt þið þurfið að dvelj- ast þairna nokkrar vetrarvik- ur. — Nei blessaður vertu ekki að því. Með það kveðjum við heimamenn á Horni, þar sem fjölgað hefir um sinn. - HELGA Framhald af bls. 2 íslenzka rifcinu fyrir tilrauna- veiðarnar við Gcænland. í viðtölum við áhöfnina kem- ur fram að fi-mim aif skipverj- uniuim 11 séu reiðubúnir að ráða sig á Esbjergs-fcúttera, ef ekki fari að rætaist úr roálumuim. Hafa þeir nú verið í Esbjerig í nœr 3 vikur og íítið gert annað en sofa, spi'la og ganga um höfn- ina. Þeim heifur verið iánað sjón varpstæki og í Akbuelt 28. jan- úar segir að um/boðsmaður þeirra í Esbjerg hafi séð um að þeir kæmiust í öfcuferð til Ribe og fyrir dyruim standi nokkrar kynn inig arbe iimisólkn ir till fyrir- tækja í Esbjerg. - SVR Framhald af bls. 28 ingar, sem niánar verður greint frá þegar endanilegri úrvinnslu er loikið. Sem s!tendiur er gert náð fyrir að breytingin taki igildi 1. júní n.fc, en það get- •ur hreytzt þegar niánari vitn- eskja fæst um ýmsa þá hluti, siem tengdir eru breytimgunni. - VIETNAM Framhald af hls 1 maður Suður-Vietnam, sagði að á sama hátt og á fundinum á laug ardaginn hefði málflutningur kommúnista einkennzt af hrein- um áróðri og karpi. Á fundinum sjálfum varaði hann við því, að áróðursræður kæmu í veg fyrir að viðræðunum miðaði áfram. Að alfulltrúi Þj óðfrelsisfylkingarinn ar sagði, að Bandaríkjamenn og Suður-Víetnamar reyndu að gefa heiminum rangsnúna mynd af því sem raunverulega væri að gerast í Vietnam. Hann sagði að Bandaríkjamenn töluðu um frið meðan þeir héldu áfram sprengju árásum í Vietnam. Á fundinum sjálfum höfðu fulltrúar Bandaríkjastjórnar og Saigonstjórnarinnar skorað á mótaðila sína að hefjast fljótt handa um að koma á friði. Báð- ir vöruðu við því að áframhald- andi áróðursræður gætu komið í veg fyrir að áfram miðaði í sam- komulagsátt. f Saigon sagði talsmaður Suður Vietnamstjórnar í dag, að suður- vietnamska sendinefndin í París mundi kref jast þess, að allar her- sveitir kommúnista, þar á meðal hersveitir Viet Cong, yrðu fluttar á brott frá Suður-Vietnam og að vopnlausa beltið yrði virt. En auk þess yrðu allar hversveitir Bandaríkjanna og annarra banda manna Saigonstjórnarinnr flutt- ar burtu. Frá því var skýrt í Saigon í dag, að í vikunni er lauk, 25. jan. hefðu hermdarverkamenn Viet Cong drepið 223 óbreytta borg- ara, þar á meðal fjóra þorpshöfð ingja. 490 óbreyttir borgarar særð ust og 1147 var rænt. í síðustu viku féllu 190 bandarískir her- menn í bardögum, en 1224 særð- ust. f sömu viku féllu 2350 norð- ur-vietnamskir hermenn og skæruliðar. 264 suður-vietnamsk ir hermenn féllu og 951 særðist. í Hanoi lýsti málgagn norður- vietnamska hersins, „Quan Doi Nhan Dhan“ yfir því í dag, að stefna Nixons forseta í Vietnam- málinu væri í engu frábrugðin fyrri tillögum, sem Norður-Viet namar hefðu hafnað. - BREIÐHOLT Framhald af bls. 28 er að koma þeim þannig fyrir,- að eitthvert skjól verði að þeim. Þessi 7 hæða háhýsi eru á brún, sem gefur gott útsýni úr íbúð- unum til vesturs úr öðrum helm- ingnum og austurs úr hinum helmingnum. íbúðir há'hýsanna eru bæði litlar og frtórar. Eru þetta ekki fyrst og fremst ódýr- ar íbúðir, heldur ætlaðar fólki sem viill skemmitilega íbúð með góðu útsýni. — Við teljum sjálf- sagt að blanda háhýsum inn í byggðina, sagði Geirharður. Þau hafa ýmsa kosti, gatnagerð verð- ur ódýrari fyrir hverja íbúð og margir vilja búa S há'hýsi, þar sem sambýli reynist betur en í minni blokkunum. Síðan reynum við að koma þeim, eins og öðru, þannig fyrir, að það verði sem gallaminnist. I Blandað hverfi 6—8 hæða blokkakeðja Spurður hvort hverfið væri að öðru leyti líkt hinum fyrri hlutum Breiðholtsbyggðar sagði Geirharður, að þetta væri fyrir utan háhýsin bJanda af einnar. tveggja og 3% hæðar byggð. En svæðið er svo stórt, að hver ein- ing hefði nokkur sérkenni. Auk þess væri nyrzt á hásléttunni aftur gert ráð fyrir keðju af 6—8 hæða blokkum. Þ. e. að segja frá hendi skipulagsins væri gert ráð fyrir þessu, en borgar- ráð hefði ekki enn tekið afstöðu 'til þess. Breiðholts-III-hverfið sfciptist í heild í 5 einingar, sem fyrr er sagt. Eru fjórar kenndar við áttirnar, suður, auistur, vestur og norður, en í miðeiningu eiga að verða skólar, allir íþróttavellir, sundlaug, helzt skautasvell o. fl. Er búið að setja þetta niður í grófum línum. Athyglisvert við þetta hverfi er, að gerð er tilraun til að að- greina gangandi umferð frá ak- andi, þ.e.a.s. einkum í syðstu einingunni, því þetta á ekki alls staðar jafn vel við í landislaginu. Þetta hefur verið gert áður, en hér eru gangstígirnir gerðir að nokkurs konar íverusvæði, þar sem fléttað er saman gangstíg- um og litlum leiksvæðum. Er borgarráð um þessar mund- ir að fjalla um tillögur arki- tektsins. - ÍÞRÖTTIR Framhald af bls. 26 Gylfi Gíslason, Selfoss Pétur Carlsson, Val Einar Gunnarsson, ÍBK Snorri Haukisson, Fram. Varamenn: Sigfús Guðmundsson, Víking Kári Kaaber, Víking Þór Hreiðarsson Sverrir Guðjónsson. - CERNIK Framhald af hls 1 kjörinm heifur verið fbrseti neðri deildar þingsins. Sex þingimenin sátu hjá við fcosninigu Colotka og nofckrir voru fjarverandi. Karol Laco frá Slóvalkíu var kjörinn aðstoðanforsætisréðlherra í stað Colotka. Vestur-þýzka fréttastoían DPA herrnir að 60 kumnir blaða- menin og fréttaskýrendur, þar á meðal flestir kumnustu og vim- sælustu starfsmemn sjómvarpsims í Pra'g, haifi verið sviptir störf- uim. Þessar hreinsamir miumu hatfa verið gerðar beinlinis að kröfu Rússa, enda hafa fjökniðl unartæfci gagnrýnt þróum síð- ustu miánaða. í þimigræðu sinni sagðd Cernik að sambúðina við Varsj'árbanda lagsrí'kin yrði að bæta stig af súgi og um leið yrðu bætt sam gkiptin við Vestur-Þýzkaland og Bandarikin gegn skilyrðum er áður hefðu verið sett. Ný Moskvu-herferff? í DAG sögffu blöffin í Moskvu í fyrsta skipti eftir innrásina aff ástandiff í Tékkóslóvakíu hefffi versnaff og aff kommúnistaflokk- nrinn væri klofinn. Þar meff er taliff aff hafin sé herferff í þeim tilgangi aff fá tékkóslóvakíska leifftoga til aff fara ekki út fyrir þau mörk sem Moskvn-valdhaf- arair hafa sett. 1 greinunum er vitnaff í ummæli hins íhaidssama kommúnistaleifftoga Lubomir Strougals þess efnis, aff flokkur- inn sé klofinn, aff áhrif hans á fjölmifflunartækin séu mjög veik og aff nú sé ef til vill síðasta tæki færið til að koma á reglu og sam heldni. Prag-fréttartiari Tass segir í grein um „hið erfiða ástand í Prag“ undir fyrirsögminmi „Und irróðursmenn og fómarlörob þeirra“ að vissir hópar, er reiki undirróðusistarfseimi roeðal stú- den.ta og amnarra, reyni að skapa andrúmslc»ft ótta og örygigisleys is. Vestræn blöð hafi sem vænta miátti blásið upp PaLaoh-málið og harmar fréttaritarinm að viss tékkóslóvakfek málgögn hafi tekið undir þamn söng. Enn séu öfl afturhallds og gaignlbyltkiigar sterk í Tékkóslóvaikíu. Þótt kommúnistaflokfcurinm hafi sitig ið ólhjákvæmilog slkref til að varðveita sósíalistíska reglu sé flokkurinn svo klofinm að mörg um finnist vanlta nauðsynlegt y.firvald. - ÍSRAELSMENN Framhald af bls 1 yfirlýsing Dayans er túlkuð þann ig, að ísraelsmenn muni ekki grípa til hefndarráðstafana, þar sem Dayan er talinn einn herská asti leiðtogi ísraelsmanna. f ræðu sinni sagði Dayan, að fsraelsmenn yrðu að hafa hugfast að Gyðingar væru aðeins 2,5 mill jónir talsins, umkringdir 100 milljónum Aröbum og að mark- aðstorgin í Bagdad væru full af óðum skríl. Hann tók undir þá yfirlýsingu Levi Eskhol, forsæt- isráðherra, að heimurinn léti sér örlög Gyðinga í Arabalöndum í léttu rúmi liggja. Hann beindi einkum skeytum sínum að de Gaulle Frakklandsforseta, sem nýlega bannaði vopnasölu til ísra els og sagði, að allt tal Frakka um réttlæti og friðsamleg mark- mið væri helber hræsni er þjón aði þeim tilgangi að banna vopna sölu til þjóðar, er byggi við um- sátursástand. Líkt viff Hitier Utanríkisráðherra fsraels, Abba Eban, hefur á ný fordæmt af- tökurnar í Bagdad og sagði í yfir- lýsingu í kvöld, að sjaldan hefði nokkur ríkisstjórn gripið til eins ómannúðlegra aðgerða síðan Hitlerisminn leið undir lok. De Gaulle forseti sagði á stjórn arfundi I dag, að stigmögnun deilumálanna í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs mundi leiða til „blóðugs öngþveitis" ef ekki yrði gripið til alþjóðlegra að- gerða til að leysa þau. Hann í- trekaði tillögu sína um að fjór- veldin reyni í sameiningu að finna friðsamlega lausn. í Moskvu ítrekaði Nikolai Pod gorny forseti stuðning sovét- stjórnarinnar við Arabaríkin, en lagði á það áherzlu, að Rússar vildu finna friðsamlega lausn í Miðausturlöndum. Kann lýsti yf- ir þessu í veizlu, sem haldin var til heiðurs Qahtar al-Shaabi, for seta Suður-Jemen. f London hét Michael Stewart, utanríkisráðherra Breta, því í kvöld, að þegar í stað yrði gerð athugun á því hvernig hjálpa mætti Gyðingum í írak er ættu það á hættu að verða teknir af lífi sakaðir um njósnir og skemmdarverk. Hann kvað af- tökurnar í írak dæmi um vaxandi villimennsku sem gerði nauðsyn- legt að fundin yrði friðsamleg lausn á deilumálunum í nálæg- ari Austurlöndum. Ný réttarhöld í Beirút er því haldið fram, að fleiri Gyðingar verði teknir af lífi ef fsraelsmenn grípi til hefnd arráðstafana og er talið að slík árás geti aukið hættuna á nýrri styrjöld í nálægari Austurlönd- um. Bagdad-útvarpið hefur enn ekkert sagt um ný njósnaréttar- höld, sem fréttir herma að 'hafin séu í Bagdad.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.