Morgunblaðið - 31.01.1969, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.01.1969, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐÍÐ. FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1969 Últgeíandi H.f. Árvafcim*, Reykjavófc. Fnamfcvœmdastj óri HaraJdur Sveinsson. ititstjóraí Sigurður Bjarnason frá VilJulT. Matfchías Joihaiuiiesáöa. Eyjólfur Kooiráð Jónssoo. Ritstjómarfullfcrúi Þorbjöm Guðimundssoib Fréttatstjóri Björn Jóhannsgora. Auglýsingastj óri Árni Garðar Kristinsaoin. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalsfcrætá 6. Sími 10-109. Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-09. Áakxiiftargjald fcr. 159.00 á naánuði innanlands, í lausagölu kr. 19.09 eintafcið. LANDHEL GISMÁLIN TVTefnd sú, sem vinnur að til- lögugerð um framtíðar- fyrirkomulag fiskveiða innan ísl. fiskveiðitakmarkanna, hefur að undanförnu haldið fundi um þessi mál víða um land og leitazt við að kynna sér sem bezt skoðanir manna á því, hvernig fiskveiðum í landhelgi verði bezt fyrir komið. Að sjálfsögðu er það bæði réttur og skylda íslend- inga að nýta sem bezt fiski- miðin innan fiskveiðitakmark anna. í heimi, þar sem milljón ir svelta, er skylt að leitast við að auka fæðuöflun, en jafnframt ber að forðast alla rányrkju. Eins og að líkum lætur eru skoðanir skiptar um það, hvemig hagnýta beri íslenzku fiskveiðilandhelgina. Togast þar á mismunandi hagsmunir og raunar líka tifinningasjón armið. Ef því hætt við, að nefndarmenn í landhelgis- nefndinni eigi ekki öllu auð- veldara með að gera sér grein fyrir skoðunum manna al- mennt, þrátt fyrir þá fundi, sem haldnir hafa verið. Alþingi hefur um langt skeið brugðizt þeirri skyldu sinni að setja heilbrigðar regl ur um fiskveiðar í landhelgi. Af þeim sökum skapaðist óvið unandi ástand í þessum mál- um, en Jóhann Hafstein, dóms málaráðherra, sýndi þá ein- beitni í desember sl., að Al- þingi gat ekki lengur skotið sér undan þeirri skyldu sinni að setja lög um veiðar innan fiskveiðitakmarkanna, sem unnt væri að framfylgja. Bráðabirgðalausnin, sem nú gildir um þessar veiðar, vakti að sjálfsögðu nokkrar deilur, en þó mun minni en ætla hefði mátt. Bráðabirgðalausn þessara mála auðveldar fram búðarlausnina, því að menn fá nú nokkra reynslu af því fyrirkomulagi, sem gildir fram á vorið. En meginatriðið er, að löggjafinn getur ekki lengur hliðrað sér hjá því að setja skynsamlegar reglur um þessar veiðar, og þær verða að vera þannig, að þeim sé unnt að framfylgja. - ÓSÆMILEGAR AÐDRÓTTANIR lifenn hafa löngum verið *■"■*• býsna óvægir í stjórn- máladeilum hér á landi, þótt nokkuð hafi stjórnmálaskrif færzt til heilbrigðari vegar hin síðari árin. Við því er raunar ekkert að segja, að stjórnmálamenn verði fyrir allhörðum ádeilum, einkum ef þær eru málefnalegar. Raunar komst Bjarni Bene- diktsson forsætisráðherra svo að orði í gamansömum tón, að til þess væru stjórnmála- mennirnir að láta skamma sig og fengju laun fyrir. Sjálfsagt er líka að ræða að gerðir og aðgerðaleysi áhrifa- mikilla embættismanna, en flestir blaðamenn hafa talið eðlilegt, að þeir fengju nokkurn veginn að njóta sann mælis, þótt skammir væru látnar dynja á pólitíkusunum. Nú hefur það hins vegar gerzt, að tvö dagblöð, Tíminn og Þjóðviljinn, hafa margsinn is haldið fram þeim vísvitandi ósannindum, að Jónas Haralz hafi á fundi sagt, að þrjú prósent atvinnuleysi væri vel við unandi, þótt staðreynd sé sú, að hann gat þess aðeins, að slíkt atvinnuleysi þekktist víða um lönd, en mælti þvert á móti gegn því, eins og hann hefur gert í yfirlýsingu, sem hann hefur talið sig knúinn til að birta vegna hinna sið- lausu skrifa þessara tveggja blaða. Sjónarmið Jónasar Haralz eru auðvitað umdeild, eins og allra manna, sem einbeita sér á sviði þjóðmála og hagvís- inda. En hitt er staðreynd, að hann er með hæfileikamestu mönnum, sem verið hafa í þjónustu íslenzka ríkisins, og á rétt á því, að orð hans séu ekki rangtúlkuð á þann veg, sem gert hefur verið, en þar að auki er þess að gæta, að stjómmálamennirnir — og þá fyrst og fremst ríkisstjórnin —bera ábyrgð á stjórnarstefn unni og þangað á að beina skeytunum, enda þarf sú ríkis stjórn, sem nú hefur setið um langt skeið, ekki að kvíða þeim dómi, sem upp verður kveðinn um störf hennar, er fram í sækir, þótt um stund hafi syrt í álinn, af óviðráðan legum ástæðum. ÚRBÆTUR í FANGELSIS- MÁLUM Ijiyrir allmörgum árum vakti þáverandi dómsmálaráð- herra, Bjarni Benediktsson, máls á nauðsyn þess að reist yrði fullkomið fangelsi, því að ástandið í fangelsismálum væri ekki viðunandi. Vom þá gerðar á ráðherrann harðar 'AN IÍR HFIMI U 1 %si vr 1 nli Ull nuivii De Gaulle og sjálfstæðishreyf- ingin í BRETAGNE CH ari.es de gaulle hygffst í dag byrja þriggja daga ferðalag til Bretagne, en hann mun vart verffa jafn skilningsríkur gagnvart sjálf stæffiskröfum íbúanna þar og hann hefur veriff gagnvart vígorffum frönskumælandi Kanadamanna, „Quebec lib- re“ effa „Frjálst Quebec“. Mun meiri spenna ríkir í Bretagne en þegar de Gaulle hrópaði þessi umdeildu orð sín „Lifi frjálst Quebec“ 1967 og þeir sem bera ábyrgð á öryggi forsetans gagnvart frelsishreyfingu Bretagne (FLB), eru sennilega lítið hrifnir af ferðalagi forsetans nú, því að FLB hefur staðið, að því er talið er, fyrir að minnsta kosti 30 sprengjuárás um á eignir ríkisins sl. tvö ár í baráttu sinni fyrir frelsi Bretagne. Hafa yfirvöldin lát ið fara fram umfangsmikla rannsókn í sambandi við heim sókn de Gaulles nú og látið handtaka 41 mann þar á með- al 4 presta. En stjórn FLB situr í írlandi og á sér marga sfcuðningsmenn í vesturhluta Frakklands. Það er markmið FLB, að Bretaigne verði keltnieskt sér svæði innan Frakklands og enda þótt hreyfingin hafi inn an vébanda sinna naumast fleiri en nokfcur hundruð manns, sem eru virkir félag- ar, þá nýtur þetta markmið útbreidds stuðnings á meðal íbúanna. Sjálfstæðisþráin hef ur verið rík í Bretagne, allt frá því að þetta hertogadæmi var hernumið af franska kon- unginum Francois I. árið 1532. Flestir íbúanna í Bretagne eru ‘hlynntir þeirri viðleitni, að aukin rækt verði lögð viff keltnesfcan menningararf þeirra svo sem gallíska málið, sem enn er talað af mörgum á þessu svæði og líkist mjög miáli því, sem ta'lað er í Wales. Sjálfstæðislhreyfinigin vairð hins vegar fyrir áfalli í heims styrjöldinni, er föðurlands- Charles de Gaulle. sinnaðir Bretagnebúar fóru með þá, setm vildiu segja skilið við Frakkland sem föð- urlandssvikara. Efnahagsleg stöðnun á þessu svæði hefur leitt til þess, að 30.000 manns leita burt þaðan á hverju ári í at- vinnuleit. Það er næstum svo komið, að það er að verða óráð fyrir bændurna á þessu svæði að afla sér lífsviður- væris á jörðum sínum, sem em mjög smáar. Þetta hefur haft í för með sér, að hvað eftir annað hef- ur komið til mótmælaað- gerða af hálfu bænda og í ofctóber 1967 grýtbu ofsareið- ir bændur flokksskrifstofur gaullista í bænum Quimper. Urðu úr þessu reglulegir götu bardagar, þar sem yfir 10.000 Bretagnebúar áttu í höggi við lögregluna. Þrátt fyrir þessa ókyrrð hafa kjósendur samt áður alltaf veitt de Gaulle yfir- gnæfandi srtuðning í Bretagne og hershöfðinginn á sér marga trygga vini þar, sem staðið hafa við hlið hans, allt frá því á dögum síðari heims- styrjaldarinnar. Enginn vafi leikur á .því, að Bretagne hefur orðið að gjalda þeirrar miðstjórnar- þróunar, sem stjórnin í París 'hefur beitt sér fyrir án þess að taka tillit til ástar íbú- anna í Bretagne á héraði sínu og eldgamalla erfðavenja þé‘t-. París stendur í 500 km fjar- lægð og hin fjölmenna „Ile de Franee“ sem liggur um- hverfis höfuðborgina, hefur svipt Bretagnebúa stórum markaði fyrir landbúnaðar- vörur. Á svipaðan hátt hef- ur kola- og námuvinnsla fæzt austur á bóginn. í því skyni að vinna bug á skortinum á náttúruauðæfum hafa íbúarnir í Bretlandi snú- ið sér að hafinu í þeirri von, að það myndi skapia þeim atvinnu, en frá forniu fari ihafa þeir verið miklir sjó- menn. En fiskveiðarnar hafa brugðizt síðustu árin og íbú- arnir hafa ekki megnað að fylgjast með, að þvi er varð- ar þróun nútíma fiskiskipa. Lofcun Súezskurðarins hefur aftur á móti í ríkium mæli leitt til þess, að farið er að smíða risaolíuskip, sem eru of stór til þess að fara í gegn um Ermarsund og þess vegna hefur ríkisstjórnin látið smíða olíuhreinsunarstöð í Bretagne sem getiur hreinsað 3—4 millj. tonn á ári og höfn, þar sem skip allt að 200.000 tonn að stærð geta lagt að og ennfremur komið upp þurr- kví í Brest fyrir skip allt að 250.000 tonn að stærð. Heimsókn de Gulles mun ef til vill verða upphaf nýs tíma í Bretagne, því að íbúarnir þar reyna nú að leggja niður gamaldags landbúnaðarþjóð- félag í því skyni að aðlaga sig nútíma iðnaðarþjóðfélagi. De Gaulle hyggst eiga við- ræður við marga forystu- menn í héraðinu og sfcoða þar ýms mannvirki, sem að upp- byggingu eiga að stuðla. Samt mun hann varla hafa mikil tengsl við almenning sjálfan, en forsetinn ætlar aðeins að flytja eina ræðu, sem verður á torginu í Quimper. „Skálholt” Kambans - SÝNT Á SELFOSSI og illvígar árásir og því jafn- vel haldið fram, að hann hefði mestan áhuga á því að koma sem flestum löndum sínum inn fyrir fangelsismúra. Síðan hefur áð vísu nokkuð þokast í áttina í fangelsismál- um, bæði vegna fangageymsl unnar í Síðumúla og bygging ar lögreglustöðvarinnar í Reykjavík. En samt sem áður hafa mál þessi ekki komizt í það horf, sem vera ber, og er skilningsleysi landsmanna á nauðsyn þess að gera úrbætur í þessu efni með ólíkindum, en það hefur valdið því að dómsmálastjórnin hefur ekki getað komið fram óskum sín- um um aðkallandi úrbætur. Vonandi endurskoðar þó fjárveitingarvaldið afstöðu sína í þessu efni, svo að unnt verði að reisa fullkomið fang- elsi og auðvelda á þann veg framkvæmd dómsvaldsins. 'LEIKRITIÐ Skálholt var frum- sýnt í Selfossbíói sunnudaginn 26. janúar. Að undanförnu hafa leikfélög- in í Hveragerði og á Selfossi æft í sameiningu leikritið „Skálholt" eftir Guðmund Kamb an. Leikstjóri er Gísli Halldórs- son, en hann hefur á sl. 5—6 misserum aðstoðað þessi leikfé- lög, hvort í sínu lagi, með upp- setningu á leikritum. Alls koma fram 20 leikendur, Brynjólf biskup leikur Valgarð Runólfsson, biskupsfrúna leikur Aðalbjörg M. Jóhannsdóttir, dóttur þeirra leikur Þóra Grét- arsdóttir. Daða Halldórsson, ást- mög biskupsdótturinnar, leikur Bjarni E. Sigurðsson, Helgu í Bræðratungu leikur Svava Kjart ansdóttir, Dómkirkjuprestinn leikur Hörður S. Óskarsson, ráðskonuna leikur Kristín Jó- hannesdóttir og skólameistarann leikur Gunnar Kristófersson. Með önnur hlutverk fara þau Guðjón H. Björnsson, Jóna B. Helgadóttir, Hjörtur Jónsson, Lovísa Þórðardóttir, Ágústa Sigurðardóttir, Ester Halldórs- dóttir. Gestur Eyjólfsson, Her- bert Jónsson, Lúðvík Jónsson, Sigursteinn Ólafsson, Kolbeinn Guðnason og Atli Gunnarsson. Leikmyndir og smíði þeirra hafa annazt þeir Herbert Gránz og Erlingur Þorsteinsson. líJft’Dtmí'íaÍJth

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.