Morgunblaðið - 31.01.1969, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.01.1969, Blaðsíða 13
MORGUN'BLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1969 13 Ný ljósmyndastofa í Hlíðunum Á LAUGARDAG í síðustu viku opnaði ungnr ljósmyndari, Gunn ar Ingimarsson, ljósmyndastofu að Stigahlíð 45 og mun annast Jmr alla þjónustu, sem ljós- myndastofur geta veitt. Ef þess er óskað stingur hann líka myndavélinni niður í tösku og röltir út í rigninguna til að taka myndir á heimilum, árshátíðum, vörusýningum, eða öðru sem vert þykir að festa á pappír. Við hittum Gunnar að máli stúndarkórn í stofunni hans, sem er líklega vistleg á mœlikvarða ljósmyndara því þar er vart hægt að þverfóta fyrir tækja- búnaði. — Það hefur kostað góðan skilding að koma þessu upp, hvernig fara námsmenn að þe&su? —• Já, þetta er orðin sæmileg fjárfesting, það sem ég hef hérna núna kostar líklega um 200 þús- und krónur og ég á sjálfsagt eftir að bæta einhverju við í framtíðinni. Þetta er hægt ef maður er dálítið sparsamur. Nárnið tekur fjögur ár og við erum á launum á meðan, kannski ekki beint á forstjóra- launum, en þegar verið er að stefna að þessu marki leggur maður eins mikið fyrir og nægt er. Síðari hluta námstímans er líka hægt að fá aukaverk inn í milli og það léttir líka undir. — Er fjögur ár ekki óþarflega langur námstími? — Nei það held ég ekki. Ég veit ósköp vel að með þessum nýju sjálfvirku myndavélum er hægt að taka ágætar myndir án þess að læra nokkuð, en þetta er í rauninni heilmikið nám ef það á að vera atvinna manns. Fólkið sem fær myndirnar gerir sér áreiðanlega ekki grein fyrir því hvaða vinna liggur á bak við þetta laglega brosandi and- lit sem það sér á pappírnum. Það er kannski ekki líku saman að jafna, en það má segja sem svo, að flestir geti nokkurn veg- inn skammlaust bundið um meiddan fingur, en hversu marg- ir skyldu treysta sér til að gera botnlangaskurð? — >ú ert til í að mynda allt sem fyrir linsuna ber skilst mér? — Já mikil ósköp. Aðalvinnan verður hér á stofunni og meiri- hlutinn af henni verður sjálf- sagt að taka brúðarmyndir, fermingarmyndir, barnamyndir og þessháttar. En ef þess er ósk- að fer ég líka inn á heimilin og tek myndir þar, eða á árshátíð- um og fl. samkomum. Það er einnig mjög að færast í vöxt að framleiðendur iðnaðarvarnings láti mynda afurðirnar, t. d. til að nota í auglýsingar, og ég hef fengizt dálítið við það. — Þú ert ánægður með stað- setninguna, hér innst inni í Hlíðum? , — Já, mjög ánægður. Borgin er jú sífellt að vaxa út á við og það býr orðið mikill fjöldi á þessu svæði. Strætisvagnar og einkabílar gera það líka að verk- um, að það eru ekki langar vegalengdirnar í Reykjavík, og hér er nóg af góðum bílastæðum. Ég er líka svo heppinn að innan skamms verður opnuð hár- greiðslustofa hér í húsinu og við ættum að geta haft með okkux góða samvinnu. ÚTSALA KÁPUÚTSALAN HEFST Bernharð Laxdal Kjörgarði UTSALA í DAG Bernharð Laxdal Akureyri MICHELIN X’Y HJÓLBARDAR Þeir, sem nota MICHELIN XB, segja: 1. Michelín XB henla okkar malarvegum. 2. Michelín XB endast mun lengur. 3. Það er greinilegur brennslusparnaður. 4. Þeir eru sérstaklega mjúkir og fara því vel með ökumanninn og tækið sjálft. 5. Þeir þola mun meiri hleðslu og hraðari akstur — án þess að hitna, en það er einmitt þetta at- riði, sem veldur mestu sliti á hjólbörðum. FLEIRI OG FLEIRI KAUPA MICHELIN-HJÓLBARÐA ALLT Á SAMA STAÐ Egill Vilhjálmsson hf. LAUGAVEGI 118, SÍMI 2-22-40.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.