Morgunblaðið - 31.01.1969, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.01.1969, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIB, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1969 Frú Guðbjörg Hjartar- dóttir — Áttræð Áttræð er í dag, 31. janúar, frú Gúðbjörg Hjartardóttir Vest- urvallagötu 1, Reykjavík. Hún er fædd að Flautafelli í Þi.stilfirði, dóttir Hjartar Þor- kelssonar bónda og hreppstjóra á Ytra-Álandi og konu hans Ing- unnar Jónsdóttur, og ólst þar upp til fullorðinsára. Árin 1904—1906 gekk Guðbjörg í kvennaskóla á Akureyri, en síðan í kennaraskólann og út- skrifaðist þaðan 1911. Einnig var hún vetrarlangt á hússtjórnar- skóla í Danmörku. Má því segja að hún hafi fengið góða menntun miðað við það sem gjörðist um og eftir síðustu aldamót. Virðist mér þessi menntun hafa orðið henni notadrjúg þegar út í lífið kom, enda konan skarpgreind og gædd góðum umgengnishæfileik- um. Systkini Guðbjargar voru mörg, þar á meðal séra Hermann prestur á Skútustöðum og síðar kennari og skólastjóri við Lauga- skóla (d. 1950). Það er eftirtektarvert að flest eða öll þessi systkini voru sett eitthvað til mennta, og er það furðulegt því ekki hef ég heyrt a'ð Álandsheimilið hafi verið efn- um búið, og á þeim árum tíðkað- ist ekki að böm bændafólks fengju mikla menntun. Sýnir þetta að foreldrar Guðbjargar hafa verið víðsýn og látið sitja í fyrirrúmi að mennta böm sín, þótt þau jafnframt hafi kannski þurft að neita sér um ýmis önnur gæði sem nú eru nauðsynleg tal- in, en reynast oft og tíðum létt- vægt hismi. Guðbjörg stundaði kennslu- störf á ýmsum stöðum árin 1911 —1919 og var m.a. kennari og skólastjóri á Vopnafirði 1917—■ 1919. Hún giftist 1920 sr. Jakob Ein- arssyni sem þá var aðstoðarprest- ur hjá föður sínum, séra Einari Jónssyni prófasti á Hofi. Þegar sr. Einar lét af störfum 1929 var séra Jakob eirvróma kosinn sókn- arpreetur að Hofi og varð sama ár prófastur í Norður-Múlapró- fastsdæmi. Var sr. Jakob prestur á Hofi, og jafnframt prófastur, til ársins 1959 er hann lét af störfum, en þá fluttust þau hjón- in til Reykjavíkur. Frú Guðbjörg gegndi því hús- móðurstarfi að Hofi í 39 ár, og munu allir sem til þekkja ljúka upp einum muhni um að það hafi hún gjört með ágætum. Allir sem þar komu áttu vísa gest- risni og hverskonar fyrirgreiðslu hjá þeim hjónum, og var þar ekki farið í manngreinarálit. Guðbjörg er álitskona, ræðin og skemmtileg, og undraðist ég oft hvað hún gaf sér góðan tíma til að sinna gestum. Var hún þó jafnan störfum hlaðin eins og gerist með húsmæður. Guðbjörg sinnti hér ýmsum öðrum störfum. Hún var forroað- ur kvenfélags Hofsdeildar í 30 t Systir mín Dagný Þorkelsdóttir frá Sjöundastöðum í Fljótum, verður jarðsett frá Fossvogs- kapellu 1 febr. kl. 10.30. f.h. Þórdís Þorkelsdóttir og aðrir vandamenn. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir Marteinn Eyjólfsson frá Hveragerði, andaðist á Landspítalanum 30. janúar. Svanborg Jónsdóttir. t Jarðarför dóttur okkar Sigríðar Jónsdóttur fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, laugardaginn 1. febr. kl. 2 e.h. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Félag austfirzkra kvenna, verzl. Luktin, Snorrabraut 44. Eða Fríkirkjunnar í Hafnar- firði. Fyrir okkar hönd, syst- kina hennar og annarra að- standenda. Aðalheiður Tryggvadóttir, Jón Pétursson, Eyrarhrauni. t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför okkar hjartkæra föður, tengdaföð- ur, afa og langafa, Jóns Jónssonar, trésmiðs, Freyjugötn 9. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliðs deildar 3C, Landspítalanum. Drottinn blessi ykkur öll. Berthe Fumagalli, Óskar Jónsson, Aðalsteinn Jónsson, Betsy Jónsdóttir, tengdaböm, bamabörn og bamabarnabörn. t Kveðjuathöfn ummóðurokk- ur, Jóreiði Jóhannesdóttur frá Eystra-Miðfelli, Hvalf j ar ðarstr önd, verður gerð frá Akranes- kirkju laugardaginn 1. janúar kl. 1 e.h. Jarðsett verður að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd sama dag kl. 3. Steinunn Jósefsdóttir, Þorgeir Jósefsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við frá- fall og jarðarför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, stjúpu, tengdamóður og ömmu. Ingibjargar Úlfarsdóttur frá Fljótsdal. Guðjón Kr. Þorgeirsson, Guðlaug Þ. Guðjónsdóttir, Jón Sigurðsson, Úlfar Guðjónsson, Jónína Jóhannsdóttir, Ágúst Guðjónsson, Svanhvít Gissuradóttir og barnaböm. Gunnlaugur Björnsson Minning Það var þungur harmur að okkur hjónum kveðinn, er við fréttum að mótorbáturinn Þráinn frá Neskaupstað væri týndur, og að Gunni hefði verið einn af skipverjum. Auk tengdanna má segja að vfð höfum orðið sam- (§ ferða út í lífið, þax sem Gunni og Nýa settu upp hringana um sömu áramótin og við. Þá var litið björtum augum fram á veg- inn, og vart í huga að nokkru okkar yrði hann svo stuttur eins og hér varð raun á. ár og mætti oft á samfoandsfund- um austfirzkra kvenna, enda vel máli farin og nutum við þess oft Vopnfirðingar við ýms tæki- færi. Á þessum afmælisdegi vil ég þakka frú Guðbjörgu og þeim hjónum báðum fyrir farsælt og ánægjulegt staxf í þágu Vopna- fjar’ðar. Ég tel það sérstakt happ fyrir Vopnafjörð að hafa notið starfskrafta þeirra svo lengi, eða nær allt blómaskeið ævi þeirra. Þá vil ég þakka góða samvinnu og margauðsýnda vinsemd við okkar h°>mili Með hugheilum óskum um milt og ánægjulegt ævikvöld. Friðrik Sigurjónsson. P.S. Frú Guðbjörg Hjartardóttir verður í dag stödd að Básenda 14. ÞAKKARÁVARP Hjartanlega þöktoum við öllum þeim mörgu vinum og vandamönnum, sem glöddu okkur á 80 ára afmœlum okk- ar þann 20. og 24. janúar síðastliðinn, með heimisókn- um, heillaskeytum, blómum og margs konar gjöfum. Þessi ánægjustund verður okkur ógleymanleg. Við biðjum Guð að launa ykkur vinarhug ykkar og blessa ykkur öll. Guðlaug Þ. Guðlaugsdóttir, Agnar Jónsson, Bjarkargötu 8, Reykjavík. Hugur Gunna var sem margra annarra vaskra drengja í Eyjum til sjávarins. Þar varð líka hans starfssvið, og þar endaði ævi- skeiðið. Gunni var glaður og léttur í lund, í'hópi ættingja og vina, og stimdaði sitt starf af alvöru og festu. Heimilisfaðir var hann ágætur og dáður af Nýu og bömunum, sem eins og svo margar sjómannafjölskyldur, höfðu heimilisföðurinn sjaldnar heima en kosið hefði verið. Við Þökkum þér samfylgdina Gunni, og þér Nýa, börnum þínum, móð- ur þinni, tengdaforeldrum og öðru venzlafólki vottum við okkar innilegustu samúð. Þóra og Bjartur. Fæddur 13. jan. 1941 — Dáinn 5. nóv. 1968. Menn leggja ofta&t glaðir á hin gullnu hötf guðs í hendur leggja þeir allt valdið, Þó hefur vaskur drengur oft vota hlotið grötf, á veginn hinzta allt of snemma haldið. Enn á ný er höggvið á heilög vina bönd og heimili er þungri sorgu lostið. Þó eflaust bíði vinur þín vegleg himins lönd, víst um hríð er samband okkar brostið. Konuna á höndum þér og börnin ávallt barst, við barm þinn kæran var þeim heilög stundin, svo farsæll og ástríkur faðir æ þeim varst, svo fagnandi og létt þín hetjulundin. Höfði drúpa vinir og venzlamenn hvert sinn vinarins góða er af hjarta minnast, ljúft er þá að vita þó leiti tár um kinn að leiðarenda muni allir finnast. ( G. Þórðar.) Kaupum hreinar og stórar léreffstuskur Prentsmiðjan. Lokoð eftir hódegi í dog vegna jarðarfarar Helga Jónssonar, fulltrúa Trolle & Rothe h.f. VÁTRYGGINGAFÉLAGI H.F. Borgartúni 1. Vinyl-asbest-gólfflísar. Linoleum- og hálflinoleumdúkur. Vinyldúkur m. korkundirlagi m. a. í g'æsilegum parketmynstrum, ávallt á lager frá J. Þorláksson & Norðmann hf. Fífa ouglýsir útsölu Allar vörur á gamla verðinu og að auki gefum við 20% afslátt af eftirtöldum vörum: Barnaúlpum, peysum, skyrtum, buxum og miklu af ungbarnafatnaði. Einnig dömukápur á kr. 650 og herravinnu- buxur frá kr. 185. Verzlunin Fífn, Lnugnveg 99 (inngangur frá Snorrabraut).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.