Morgunblaðið - 21.03.1969, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.03.1969, Blaðsíða 1
67. tbl. 56. árg. FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1969 Prentsmiðja Morgunblaðsins ANCUILLA: Sólin angrar innrásarliðið — nefnd eyjaskeggja verður brátt skipuð Anguilla, 20. marz. AP. YFIRMAÐUR brezka innrásar- liðsins á eynni Anguilla sagði i dag, að jafnskjótt og ástandið væri komið í eðlilegt horf og mál hefðu skýrzt mundi verða skipuð nefnd, sem eyjabúar fengju sæti í, og skyldi hún leggja á ráðin um hvernig mál eyjarinnar verði tii lykta leidd. Tekið var fram, að aðstoð Arn- olds Websters, forseta, yrði þakk samlega þegin, þegar þar að kæmi. 92 fónist í flugslysi Karió, 20. marz. AP. NÍUTÍU og tveir létu lifið þegar Ulyushin-18 farþega- flugvél í eigu arabiska flug- félagsins „United Arab Air- Iines“ hlekktist á í lendingu i Aswan í dag. Með vélinni voru 94 pílagrímar og sjö manna áhöfn. Ekki er vitað hvað olli slys inu en vitni segja að annar vængur flugvélarinnar !hafi rekizt í flugbrautina og hafi hún þá þegar sundrazt. Log- andi brak dreifðist um 1000 metra frá slysstaðnum. Björg unarsveitum tókst að ná nokkrum lifandi úr eldhafinu, en flestir þeirra dóu litlu síð- ar aí brunasáruim. Flugvélin var alveg ný, keypt frá Rússlandi fyrir um -lálfum mánuði. Hiti hefur angrað innrásarliðið stórlega í dag og fjöldi hermanna þjáist af slæmum sólbruna, og hafa þeir naumast getað sinnt skyldustörfum vegna þess. Ró og kyrrð ríkti með eyjarskeggjum og þeir hafa gengið áð vinnu að venju. Ronald Webster kom fram úr felustað sínum í dag og gekk á fund yfirmanns innrásarliðsins. Eyjarskeggjar hópuðust saman og fögnuðu honum ákaft. Ekkert bendir til, að Bretar hafi í hyggju að handtaka Webster. í kvöld sagði NTB fréttastof- an, að Webster hafi lagt til, að eyjarskeggjar fái að láta í ljós vilja sir.n í almennri „þjóðar- atkvæðagreiðslu". Hvatti hann einnig þegna sína til að sýna inn rásarliðinu friðsamlegá and- stöðu. Tunglferjan í sínu fyrsta flugi. Þetta ósjálega farartæki á að flytja menn til tunglsins í sumar. Myndin er tekin í ferð Apollo 9, og er nýbúið að losa ferjuna frá, þannig að hún snýr ennþá öfugt. Sovétmenn hafa í hótunum við Kínverja — gefa í skyn að þeir kunni að grípa til kjarnorkuvopna Jerúsalem, 20. marz. NTB. SVISSNESK yfirvöld hafa látið lausan úr haldi ísraelska öryggis- vörðinn Mordecihai Rahamim, sem skaut einn af Aröbunum er réðust á E1 Al flugvélina á Zúr- ichflugvelli í fyrra mánuði. Rahamim var látirtn laus gegn tryggingu og verður að koma aftur til Sviss, ef þess er óskað. Moskva, London, Hongkong, 20. marz. AP-NTB. BREZKA stórblaðið The Guard- ian og brezka útvarpið skýrðu frá því í dag, að Sovétríkin hafi útvarpað viðvörunum til Kín- verja, þar sem gefið er í skyn, að Sovétmenn kunni að grípa til kjarnorkuvopna gegn þeim, ef ekki linni ofbeldisaðgerðum og ögrunum við landamæri ríkj- anna. Er haft fyrir satt, að Sovét ríkin hafi bent á að þau réðu yf- ir eldflaugum með kjarnaoddum, sem hægðarleikur sé að skjóta á ákveðin skotmörk af fullkom- inni nákvæmni. Aftur á móti ráði Kínverjar ekki yfir slíkum vopnum. Parísartundirnir: Þar gengur hvorki né rekur París, 20. marz. AP. NÍUNDI samningafundurinn um Vietnam, var haldinn í dag. Þar mótmælti Henry Cabot Lodge, aðalfulltrúi Bandaríkjanna, þeim ásökunum fulltrúa kommúnista, að Bandaríkin hefðu aukið hern- aðaraðgerðir í landinu upp á síð- kastið. Cabot Lodge sagði, að ljóst væri, að kommúnistar hefðu skipulagt nýjárssókn sína út í æsar löngu áður, en Richard Nix- on tók við embætti Bandaríkja- forseta. Aðalfulltrúi Suður-Vietnam tók og til máls og sagði, að naum ast væri grundvöllur fyrir frið- arviðræðum, meðan sókn komm- únista héldi áfram. AP fréttastofan segist hafa það eftir heimildum, sem séu ná- tengdar samninganefndunum fjórum í París, að Bandaríkja- menn hafi undanfarið rætt við fulltrúa Norður-Vietnama með leynd, sennilega í Laos, en á þessu hefur engin staðfesting fengizt. í NTB fréttum frá Hongkong, segir að fréttastofan Nýja Kína hafi greint frá því í dag, að Kín- verjar efli nú mjög varnir sínar í Sinkianghéraðinu, sem liggur að landamærum Sovétríkjanna, eftir átökin síðustu daga. Millj- ónir hermanna, og óbreyttra þar búa sig undir að leggja til atlögu við endurskoðunarsinnana, ef þörf krefur. í Moskvufréttum segir, að dag- lega birti flest blöðin greinar og fréttir, þar sem hatrammlega er 19 fórust í flugslysi NewOrleans, 20. marz, AP. TALIÐ er að 19 manns hafi beð- ið bana þegar Douglas DC-3 leigu flugvél hlekktist á i lendingu á flugvellinum í New Orleans. — Mikil þoka var yfir vellinum og talið að flugmaðurinn hafi mis- reiknað hæðina. Björgunarsveitir fóru þegar á slysstaðinn og tókst að ná 11 mönnum út úr brennandi flak- inu. Þeir voru fluttir í sjúkra- hús, og enginn þeirra reyndist alvarlega meiddur. Flestir far- þeganna voru íþróttamenn, á leið frá Memphis til Honduras. Gugneldfluugukerfi í Kunudu? Ottawa, 20. marz, AP. PIERRE Elliot Trudeaiu, for- sætisráðhera Kanada, saigði í dag að anög'uleiki væri að Kanada vildi taka þátt í uppsetningu gagneldiflaugalkerfis, með Banda- rikjamönnuim. Ráðherann sagði, að enn sem komið væri hefði enigin ákvörðuu verið tekin, en hann færi til Washington í næsta mánuði til viðræðna við Nixon, forseta. Þeir munu m.a. fjalla um hvort uppbygging gagneldflauigakerfis kynni að hafa skaðleg áhrif á afvopnunarviðræður, og að heim- sókninni lokinni myndi kanad- íska 9‘jórnih taka ýmsar ákvarð- ahir Um varnanmál. ráðizt að Kínverjum en hvergi hafi þar þó verið vikið að því, að Sovétmenn kynnu að beita kjarnorkuvopnum. Sovetskajia Rossia segir í dag, eftir að •hafa hrakyrt Kínverja á allan handa máta, að Peking hafi í reynd gert að engu efnahags- legar skuldibindingar við sósíal- iskuríkin. Því hafi Kínverjar tek ið það ráð að gera viðskiptasamn inga við auðvaldsríki og hafi þeir selt Bandaríkjamönnum vopn og hergögn til að nota í Suður-Viet- nam. Ennfremur er bent á að viðskipti Kína og Vestur-Þýzka- lands hafi margfaldazt á tiltölu- lega skömmum tíma. Þrátt fyrir þessar ráðstafanir sé gífurlegur halli á viðskiptum Kínverja við útlönd og þeir eygi enga mögu- leika á að jafna þann greiðslu- halla. Sex börn Sydney, 20. marz, AP. FRÚ Mabel Jimarin, sem ú síð- agta ári eignaðist fjórbura i sjúkraihúsi hér, eignaðist tví- bura í sama sjúkralhúsi í dag. Þar méð hefur hún eignazt sex börn á tæpu ári, og eiga þau hjónin tólf börn, það elzta 15 Konur mótmæln kópodrópi | París, NTB. 20. marz. | HÓPUR kvenna efndi í dag til setumótmæla úti fyrir 1 norska sendiráðinu í Parí§, og ) ifhenti að því loknu bænar- | skjal þar sem þær skora á I norsku stjórnina að fara að dæmi Kanada og draga úr sel- I veiði, einkum kópadrápi. Hussein boðið til Nixons Washington, 20. marz. AP. HUSSEIN Jórdaníukonungur hefur þekkzt boð Richard Nixons um að koma í opinbera heimsókn til Randaríkjanna dagana 8. og 9. apríl. Blaðafulltrúi forsetans sagði að tilgangurinn væri að ræða ástandið í Miðausturlönd- um og samskipti Bandaríkjanna og Jórdaníu. Fulltrúinn kvað sér ókunnugt um að heimsóknir annarra Arabaleiðtoga væru fyr- irhugaðar, né heldur hefði verið rætt um að Golda Meir, forsætisráðherra ísraels, kæmi í opinbera heimsókn á næstunni. Norskir laxveiði- menn reiðir Bergen, 20. marz, NTB. Reknetaveiðimenn eru mjög reiðir yfir banni stjómarinnar við því að veiða lax í reknet inn- an Iandgrunnslínunnar. Þeir telja bannið vera árás á atvinnuveg, og ekki lögum samkvæmt. Sam- tök veiðimannanna halda því fram að stjórain sé með þessu að hygla þeim sem eigi laxveiði- ár, eða landgrunnssvæði. Þau segja að ef það sannist að verið sé að ganga um of á laxastofn- inn, verði að gera alhliða ráð- stafanir honum tij verndar, en ekki að gera bara árás á einn hóp sem stundar laxveiðar. Þau segja ennfremur að með því að banna þeim að veiða á landgrunninu sé í rauninni verið að útiloka þá algerlega frá þess- um veiðum. Bátarnir sem þeir noti séu ekki nógu stórir til að óhætt sé að fara á þeim út: fyrir landbrunnið. Þeir þurfi ** ekki aðeins að berjast við veður og sjó, heldur einnig að keppa um veiðistaði við litla trollbáta sem haldi sig á þeim slóðum. Samtökin hafa lýst því yfir að þau muni af alefli berjast gegn þessu óréttlæti, bæði í rétt- arsölum og meðal almennings. Þau telja ekkert vafamál að al- menningur muni koma til aðstoð ar ef beita eigi eina stétt slíku óréttlæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.