Morgunblaðið - 21.03.1969, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. MARZ 196®
Samtal, með tilbrigðum, við
Alexander Jóhannesson, skipstjóra
I>JÓÐIN hefur óljósan grun um,
að hún sé að éta sig í hel._ Það
er því ekki að ófyrirsynju, að
hún veltir því fyrir sér, af
hverju þeir menn, sem lifað
hafa Við þröngan kost í æsku
samfara harðræði eru teinrétt-
ir og frísklegir sem unglingar
hálfníræðir, ganga til vinnu
sinnar hvern dag og verður
aldrei misdægurt, á sama tíma
og velmegunarkynslóðin hfyn-
ur niður eins og flugur, fyllir
sjúkrahúsin og heilsuhælin og
heimtar 180 veikindadaga á ári,
eins og nú er í flestum vinnu-
samningum.
— Formúlan fyrir mínu
langa lífi og heilbrigði. Ja,
hún er kannski helzt sú, áð ég
borða mig yfirleitt ekki saddan.
Ég skil ekki hvernig fólk fer
að vinna með fullan kviðinn.
Það þarf hraust fólk í það.
(Þetta virðist einföld for-
múla á pappírnum, en eins og
allir matmenn vita, er hún það
ekki í reynd. Það þarf karakter
og hann ekki af slakara taginu
til að fylgja henni).
— Annars hef ég ekkert að
segja. Ég er enginn blaðamat-
ur. Ég hef bara lifað — bara
lifað.
Það var nú það. Sá, sem lif-
að hefur við fulla heilsu sem
virkur þátttakandi í lífsbaráttu
þjóðar sinnar i hálfan níunda
áratug hlýtur að hafa frá
mörgu að segja. Hitt er auð-
vitað annað, hvort hann vill
segja það. Þessi maður hefur
lifað mestu umbrotatíma í ís-
lenzku þjóðlífi. Honum eru í
bernskuminni hörmungarárin á
næst síðasta áratug 19. aldar-
innar, þegar fólk var enn að
flykkjast úr landi fyrir hallær-
is sakir. Hann man einnig upp-
haf skútutímans, fyrsta vísinn
að gró'ðri tuttugustu aldarinnar
á íslandi. Hann man upphaf vél
báta- og togaratímans eftir
aldamótin, og það heljarstökk
þjóðariinnar fram á við sem
þetta hvort tveggia olli. Hann
man fyrri heimsstyrjöldina og
þær þrengingar, sem henni
fylgdu, hafnbann, skortur á
nauðsynjum, spánska veikin,
ísaveturiinn mikli og verðfall á
síld. Hann man góðærin á
þriðja áratugnum, samfara hæg
um en öruggum vexti og fram-
förum. Hann man kreppuna
miklu á fjórða áratugnum, lok-
un Spánarmarkaðsins, atvinnu-
leysi og eymd. Hann man síðari
heimsstyrjöldiina, hernám, pen
ingaflóð og slysfarir. Hann
man nýsköpun atvinnuveganna
eftir styrjöld:na og siðan enn
aflaleysi og nýjar þrengingar
með höftum og skömmtun, og
þá enn síld og gott árferði og
peningaflóð og loks það sem
síðast er, verðfall og markaðs-
hrun, atvinnuleysi og það sem
verst er — barlóm — hjá kyn-
slóð. sem finnst að lífið sé tap-
að, ef bílknn er ekki í lagi.
Alexander Jóhannesson, skip
stjóri, varð 85 ára á dögunum.
Hann er fæddur Borgfirðingur,
ólst upp hiá vandalausum, fór
að heiman strax og hann kom
fótunum fvrir sig og kom til
Reykiavíkur um aldamótin með
léttan mal og pvngíu en birg-
ur af kiarki og áræði sem hef-
ur enzt honum fram á þennan
dag.
Alexander réri fyrst með
Sæmundi á Stóru-Vatnsleysu,
sem var mikill s’ó.srknari en er
kunnastur af afkomendum sín-
um — og Sæmundur réði Alex-
ander til að tyggia skro við sjó-
veiki og var Alexander lítið
hrifinn af því læknisráði. Hann
var síðan á ýmsum bátum og
réri úr Garðinum og frá Skipa-
skaga með Jóhannesi Björns-
syni og með honum var hann,
þegar honum bauðst pláss á tog
aranum Braga nýjum, en hann
kom hingað upp nýsmíðaður
1912. Jóhannes vildi ekki
sleppa Alexander, en Alexand-
er sagði réttilega: — Togararn-
ir eru framtíðin.
Jón Jóhannsson tók Braga
nýjan, en Jón kemur víða við
sögu fyrstu togaranna. Hann
var á Coot og hann var fyrsti
stýrimaður á Marzinum með
Hjalta. Með Jóni var Alexand-
er í 12 ár og segir hann hafa
verið aflamann, forsjálan og
hygginn skipstjóra.
— Mér féll strax vel við tog-
arana. Það var að vísu streð
stundum, áður en vökulögin
komu. Annars lét Jón aldrei
standa lengi í einu, sólarhring
eða hálfan annan sólarhring.
Þeir voru slæmir sumir og það
var full þörf á vökulögum á salt
fiskiríinu, en á ísfiskiríi eiga
þau engan rétt á sér. Það nær
ekki nokkurri átt, að menn fari
í koju, þegar verið er að klára
túr. Það getur eyðilagt túriinn
fyrir skipinu.
— Já, ég var á Braga bæði
þegar hann lokaðist inni í
Þýzkalandi í strfðsbyrjun 1914
og eins þegar hann var tekinn
1916. Við höfðum farið út til
vélviðgerðar að áliðnu sumri
1914 og nokkrum dögum eftir
að við komum út, skall stríðið
á. Haraldur Jóhannessen var
með okkur og þegar við vorum
aðmála Braga, synti hann í
kringum skipið með málningar-
dolluna í annarri hendinni en
pensilinn í hinni. Það var kátur
og fjörugur piltur Haraldur.
Við höfðum það ágætt þarna.
Bragi kostaði nýr, að mig
minnir, 150 þúsund krónur en
tryggingin til að komast heim,
kostaði 75 þús. kr. Við vorum
í eina þrjá mánuði þarna en
slunpum þá og það fór allt veí.
Ég tók farmannaprófið úr
Stýrimannaskólanum vorið
1916. Ég fór í skólann fyrir
hvatningu Jóns. Það var nú
ekki mikill undirbúningurinn.
Eg kunni ekki stakt orð í
dönsku en allar okkar helztu
kennslubækur voru á dönsku.
Það bjargaði mér, að ég var
góður í reikningi.
Ég var svo stýrimaður á
Braga þegar við fórum í hina
frægu siglingu í endaðan októ-
ber 1916. Sú saga hefur verið
rakin víða. Við vorum á þess-
um flækingi í rétta tvo mán-
uði, fórum 26. október en kom
um hér inn á höfnina 22. des.
Það varð ekkert að okkur um
borð. Það forðaði því að Þjóð-
verjarnir sökktu skipinu, hvað
það var vel birgt af kolum. Jón
skipstjóri, sem að vísu var ekki
sjálfur með skipið í þessari
ferð, heldur Guðmundur bróð-
ir hans. hafði látið birgja það
vel upp af kolum áður en farið
var frá Reykjavík. Hann reikn-
aði með, að okkur yrði kannski
snúi'ð við jafnvel niður undir
Englandi og við þyrftum þá að
hafa kol, sem svaraði siglingu
báðar leiðir milli landanna.
Þegar Þjóðverjarnir sáu, að
við höfðum næg kol til langr-
ar siglingar enn, ákváðu þeir
að sökkva ekki skipinu, heldur
reyna að hafa einhver not af
því og láta okkur tína upp
menn af skipum, sem kafbátur-
inn sökkti. Það voru margir
kappar þarna um borð. Þarna
var Tryggvi Ófeigsson, þá ung-
ur maður og kappsfullur og
vildi aldrei láta sitt eftir liggja.
Þarna voru einnig þeir bræður
Ólafur og Pétur sterki, Olafs-
synir, en Pétur var lengi með
Þórarni Olgeirssyni, annálaður
kraftajötunn og þarna var Jón
Grímsson og kokka'ði ofan í
okkur og hélt í okkur lífinu.—
Þjóðverjanum leizt líka vel é
skipshöfnina sem sjóliða og
töldu okkur mjög efnilega
stríðsmenn.
Bragi var lista-sjóskip, Selby
byggður. Hann var seldur
1917. Þá var ég um tíma á bát-
um. Var með bát frá Vest-
mannaeyjum, Haraldur hét
hann. Ég var á honum á síld
og eitt vorið á hákarli, en þeim
veiðum hafði ég kynnzt
fyrr. Það var 1909 eða '10 a'ð
ég reri á hákarl með Siglfirð-
ingi, gömlum hákarlajaxli. Þá
Alexander Jóhannesson
lá ís við land þetta ár annað
veifið og ég kynntist því
þarna, hvað isiinn getur borið
brátt að. Við lágum í óðum há-
karli djúpt út af Siglufirði.
Það var stafalogn og enginn ís
sjáanlegur svo langt sem aug-
að eygði. Þáð er svo, að for-
maðurinn klifrar upp í mastur
og þegar hann kemur niður, skip
ar hann að draga inn stjórann.
Okkur þótti þetta einkennilegt,
við sáum ekkert varhugavert,
þaðan sem við stóðum á dekk-
inu og það blakti ekki hár á
höfði og engin skýhnoðri sjá-
anlegur á himni en hákarlinn
vel undir. Við hlýddum samt
og fórum að hala inn stjóra-
færið, sem var einir 300 faðm-
ar á lengd. ísirln kom á okkur
alveg í því a'ð við höfðum lok-
ið við að draga inn færið, þó
að hann væri ekki sjáanlegur
út við sjóndeildarhringinn, þeg
ar við byrjuðum að létta. Þau
hákarlaskip sem hjá okkur voru
og ekki vöruðu sig á þessu,
misstu þarna öll st jórana.
1920 kom togariinn Ari, keypt
ur frá Englandi, hét seinna
Leiknir og sökk út af Vest-
fjörðum og hafði þá verið seld
ur vestur. Jón Jóhannsson tók
Ara og ég fór strax til hans aft-
ur og þar var ég í fjögur ár.
Þá tók ég togarann Dane fyrir
Hellyersbræður og var með
hann og fleiri Hellyersskip í
fimm ár. Það voru öndvegis-
menn, Hellyersbræður. Ég
kynntist einkum þeim yngri
þeirra, Owen. Aldrei lagði ég
svo úr höfn þegar hann var
hér uppi, að hann ekki
fylgdi mér til skips, hvort
heldur var á nótt eða degi.
Sá maður fylgdist nú með
útgerðinni sinni, en óvæginn
var hann og harður, ef því var
að skipta, þó að hann væri
mér góður. Einu sinni kom
hann niður á bryggju skömmu
áður en við héldum úr höfn, og
þá sá hann hvar kyndarinn
annar stóð og hallaði sér upp
að einni sto'ðinni í bátadekk-
inu.
— Þessi maður er drukkinn,
sagði Owen, og hann verður
ekki til vinnu, þegar skipið er
komið út úr höfninni. — Hann
hljóp síðan upp og náði í ann-
an mann en hinum var kastað
í land. í annað sinn var það, að
við höfðum legið inni á Flateyri
vegna ve'ðurs. Með mér var
enskur bátsmaður. Þegar veðr-
inu slotaði héldum við úr höfn,
en þegar við vorum að gera
klárt til að kasta, kom báts-
maðuriinn til mín og sagðist
vera illa haldinn af verk í síð-
unni og væri hann helzt á því,
að hann væri síðubrotinn. Ég
var afundinn við manninn og
fannst að hann hefði átt að
segja mér þetta meðan við lág-
um inni, en sneri samt við og
leitaði læknis á Flateyri. Lækn-
irinn fann ekkert athugavert
við bátsmanninn og við fórum
strax út aftur. Hvernig sem það
héfur viljað til, frétti Hellyer
þetta og bátsmaðurinn fór ekki
fleiri túra á hans útgerð. Owen
Hellyer fór með mér til Græn-
lands, en annar þeirra bræðra
var þar alltaf meðan þeir ráku
útgerð þar. Við lentum í svarta
þoku á sundinu milli Labradors
og Grænlands en móðurskipið
lá norðarlega í sundinu. Helly-
ers hafði litla trú á að ég fyndi
móðurskipið, en það fór nú
samt svo, að ég rambaði beint
á það. Hellyers kallaði það vel
gert og sagði:
— Það er betra að hafa þína
menn við stýrið heldur en
landa mína. Ég var alltaf með
eitthvað af íslendingum um
borð, enda svo um samið milli
útgerðarinnar og íslenzkra yf-
irvalda) — Þeir byrja á því að
sötra te, þegar þeir koma á
vakt, svo þurfa þeir að vefja
sér sígarettu og síðan að klóra
sér hér og þar og meðan á
þessu gengur fer skipið fleiri
strik af leið......
Annars voru margir Englend
inganna, þó að Hellyers segði
þetta, bráðduglegir menn, en
þeir vildu ógjarnan vera á salt-
fiskiríinu.
— Já, ég var á Dane í Hala-
veðrinu en það er nú búið að
segja svo mikið frá því, að ég
tel ekki þörf á að rekja það
frekar.
Ég var með Dane þar til
Hellyersbræður hættu útgerð
héðan. Næst tók ég Njörð, en
var með hann skamma hríð.
Hann var seldur og þá tók ég
Geysi. Hann strandaði á Stróma
í Pentlinum og þá keypti ég
Hafstein og gerði hann út og
var méð hann öll svörtustu
kreppuárin. í stríðsbyrjun tók
ég til að sigla Haukanesinu
milli Englands og íslands og
fór 70 sinnum á milli á stríðs-
árunum en 25 sinnum eftir
stríðið á sama skipi.
— Nei, það kom aldrei neitt
fyrir, að sjálfsögðu vond veð-
u rog þess háttar, en af stríðs-
völdum varð ekkert að, ekki
sém teljandi er, en það munaði
stundum mjóu. Mér koma í hug
tvö atvik, sem segja má, að í
bæði skiptin hafi ekki munað
nema hársbreidd, að við týnd-
um lífinu. í annað skiptið tók
tundurskeyti af okkur loggið.
Það var þannig, að við vorum
komnir langleiðina niður til
Englands og vorum á siglingu í
svarta myrkri, ljóslausir eins og
venja var, því að hvergi mátti
sjást glæta á skipi. Ég var niðri
en heyrði að það var allt í einu
fari'ð að hamast í stýrinu, eins
og verið væri að beygja sitt á
hvað og hljóp því upp. Við
höfðum lent inn í „konvoj“ sem
kom á móti okkur og sagðist
stýrimaður ekki hafa undan að
beygja frá skipum, en þau sá-
ust ekki vegna myrkursins og
ljósleysisins fyrr en þau voru
komin fast að okkur og fjall-
stórir skipsskrokkarnir gnæfðu
yfir togaranum, lágan á sjón-
um. Ég vildi sem fyrst komast
út úr þessu öngþveiti og héldum
beinustu striki og jafnri ferð.
Það reyndist örlagaríkt, því
að á daginn kom að smá-
töf hefði kostað okkur lífið.
Við mættum geysistóru olíu-
skipi, sem við fengum naum-
lega forðað okkur frá og rétt í
þann svip, að við renndum aft-
ur með því, sá ég glitta í hvíta
rák á sjónum líkt og þar væri
tundurskeyti á ferð. Það fór
rétt fyrir aftan skutinn hjá okk
ur og mér datt í hug hvort það
hefði ekki tekið af okkur logg-
fð og sendi mann aftur á. Það
reyndist svo. Það var eins og
logglínan hefði verið skorin
með hárbeittum hnífi þar sem
hún er sverust rétt fyrir ofan
flundruna. Hún hefur orðið
þarna fyrir spöðunum á tund-
urskeytinu. Þetta hefur senni-
lega breytt stefnu þess, því að
til þess þarf mjög lítið, og þá
bjargað olíuskipinu, að minnsta
kosti urðum við þess ekki var-
ir, að neitt yrði a'ð hjá því, en
það hefði varla leynzt okkur,
svo skammt, sem var á milli
skipanna. Ef við hefðum dreg-
ið úr ferðinni, sem kannski
hefði nú verið eðlilegast, þeg-
ar við lentum inni í „konvojn-
um“, hefði ekkert verið lík-
legra en við hefðum orðið fyr-
ir tundurskeytinu.
í annað sinn var það að mjög
litlu munaði. Við vorum þá að
koma niður til Fleetwood og
myrkt af nóttu. Ég sat niðri og
var eitthvað að dunda, þegar
mér fannst ég endilega þurfa
upp, sem ég og fór. Þegar ég
kom upp í brúna, sá ég að rór-
maðurinn var að leggia á stýr-
ið, ég rýndi út i myrkri'ð og sá
hvar stórt skip stefndi beint á
okkur. Mér varð á svipstundu
ljóst, að við hefðum það ekki
fyrir skipið með því að beygja
frá þvi, eins og maðurinn við
stýrið ætlaði sér, og ég stökk á
hann og hratt honum frá stýr-
inu og sneri því til baka aftur
í dauðans ofbo'ði og beygði á
skipið sem stefndi .á okkur. Við
þetta hélt okkar skip ferðinni
og afturendi þess kastaðist út
úr stefnu hins skipsins, sem ella
hefði komið á okkur aftan til
við miðju. Þetta var tundur-
spillir á fullri ferð. Við vorum
með útslegna bátana í davíð-
um og tundurspillirinn tók af
okkur annan bátinn, svo þétt
renndu skipin hvort hjá öðru.
Ekki sló hann af né hafði neitt
samband við okkur.
— Já, ég hef verfð heppinn.
Þó að ég héldi til við veiðarnar
ekki síður en aðrir, hefur aldrei
neitt orðið að um borð hjá mér
— utan einu sinni. Það var í
blanka logni hér í Garðsjón-
um. Við vorum að koma út frá
Reykjavík á leið til Englands.
Karlarnir voru að gera klárt á
dekkinu. Ungur maður, sem
Benedikt hét, hraustmenni og
li'ðugur með afbrigðum og synd
ur eins og selur, var að seilast
eftir gilsinum, sem hafði sleg-
izt út fyrir vantinn. Hann klifr
aði upp á lunninguna við vant-
inn og við vissum ekki hver or-
sökin var, því að skipið hreyfð-
ist ekki, nema hann stakkst
fyrir borð og sást ekki framar.
— Nei, ég hef aldrei fundið
til beygs, hvorki í striðinu né
endranær, í þessi 49 ár, sem ég
var til sjós.
— Forlagatrúar! Jú, ég held
að okkur hverju og einu sé
ætlaður tími og ég held líka, að
sjómenn hafi manna sízt efni á
því að vera trúlausir.....
Asgeir Jakobsson.