Morgunblaðið - 21.03.1969, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.03.1969, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. MARZ 196« fanginn af henni. En hversvegna var ég svona viss um þetta? Ég þekkti hann ekki nema sáralítið. Að vísu hafði ég tilbeðið hann eins og goð á stalli og eignað honum allar hugsanlegar dyggð- ir, en hvernig gat ég vitað, að hann ætti það skilið? Kannski var það satt, að hann vissi raun verulega ekki hvað hlaupið hafði í hann, að tala við mig eins og hann var nýbúinn að gera. — Afsakaðu, sagði ég. — _ ÁLFTAMtRI 7 BLÓMAHÚSIÐ simi 83070 Opið alia daga öll kvöld og um helgar. Blómin, sem þér hafið ánægju af að gefa, fáið þér í Blómahúsinu. Kannski er það bezt að gleyma því alveg, eins og þú segir. Ég sneri mér við og gekk eins og blindandi út úr eldhús- inu og upp í herbergið mitt. Ég stóð þar upp við hurðina og barðist við tárin. En ég hætti því fljótlega og vissi, að mér þýddi ekkert að berjast við grát inn. Og ég vildi ekki koma til hádegisverðar og láta hin sjá mig rauðeygða. Lucy mundi taka sér það svo nærri. Ég gekk að snyrtiborðinu og hressti uppá málninguna á mér. Venjulega notaði ég hana lítið. Stúlkan, sem á heima úti í sveit, þarfnast hennar ekki, og sem betur fer hafði ég slétt hörund og þurfti ekki að jafnaði að betrumbæta það neitt. En nú gerði ég það, enda nauðsynlegt, því að annars liti ég út eins og ég hefði orðið fyrir barsmíð. Sportvöruverzlun Kristins Benediktssonar Óðinsgötu 1 auglýsir! Vorum að fá eftirtaldar vörur: Lyftubelti, skíðaskó allar gerðir, skíðafatnað, skíði Vöstra og Kástle, skíðaáburð og margt fleira. Sportvöruverzlun Kristins Benediktssonar Óðinsgötu 1 — Sími 38344. MAMEMIMTÓ HEILDVERZLUN - HAFNARSTRÆTI 8 - SlMI 17121 Ég heyrði barið að dyrum hjá mér. — Kom inn. Ég hélt, að þetta væri Lucy, en mér til mestu furðu var það Nick. Hvað gat hann verið að gera heima á þessum tíma morg- uns? Venjulega kom hann ekki á laugardögum fyrr en eftir klukkan eitt og nú var hún ekki meira en hálftólf. Og ef ég leit út eins og ég hefði orðið fyrir barsmíð, þá gerði hann það ekki síður. Að vísu eitthvað öðruvísi barsmíð, en engu minni þó. Hann var næstum grár í framan og aug un í honum fengu mig fljótt til að gleyma minni eigfn eymd. — Get ég talað við þig sem snöggvast, Melissa? — Vitanlega, Nick. Ég settist á rúmið mitt og horfði á hann með áhyggjusvip. — Er eitthvað að? Ég vissi samstundis að þetta var óþarfa spurning. Það var eitthvað alvarlegt að. — Jó, það er ég hræddur um. Ég klappaði á rúmið við hlið- ina á mér. — Seztu hérna og segðu mér frá því. 4 Hann hlýddi því og settist, en laut fram með spenntar greipar milli hnjánna og horfði beint fram fyrir sig. — Ég veit ekki, hvernig ég á að koma orðum að því. Ég er hræddur um að þér líki það ekki. — Gefðu ekki um það, en segðu mér það bara. — Ég er farinn úr vinnunni minni. Eða nánar til tekið, hef- ur mér verið sparkað. Það datt ofan yfir mig. Við vorum ekki þannig efnalega stæð, að við mættum við því, að Nick væri atvinnulaus. En svo herti ég mig upp. Ef John vildi ekki hafa hann, gæti hann feng- ið vinnu annarsstaðar. Það var sftinarlega ekki ástæða til að vera svona niðurdreginn. — Hvað kom fyrir? Lenti þér saman við John? — Ég veit nú ekki, hvort þú mundir kalia það rifrildi. En sérðu til hann komst að því einn morguninn, að undanfarna mán- uði hef ég verið jafnt og þétt að féfletta hann. Ég greip andann á lofti. Þetta var verra en mér hafði dottið í hug. — Já, mér þykir fyrir þessu, Melissa, sagði Nick dauflega. — Ég hef hagað mér eins og bölv- aður asni. Ég býst ekki við, að þú fyrirgefir mér það nokkurn- tíma, og að minnsta kosti get ég það ekki sjálfur. Ég ner.i saman höndum. — En hversvegna varstu að þessu, Niek? Vélapokkningar De Soto BMC — Austin Gipsy Chrysler Buick Chevrolet, flestar tegundir Dodge Bedford, dísil Ford, enskur Ford Taunus GMC Bedford, dísil Thomes Trader Mercedes Benz, flestar teg. Gaz '59 Pobeda Volkswagen Skoda 1100—1200 Renault Dauphine Þ. Jónsson & Co. Sirai 84515 og 84516. Skeifan 17. 4769 ©PIB WiMSUI COSPER — Við vorum hér áðan — ég þ ekki stólinn! — Ég þurfti peninga til þess að bjóða henni Debóru út. Þú veist, hvað ég er vitlaus í henni. Og svo flýtti hann sér að segja, áður en ég komst að: — Þú mátt ekki kenna henni um þetta. Hún er eins og hver annar krakki og hefur ekki vanizt því að þurfa neitt að spara. Eins og þú veizt, þá vaða foreldrar henn ar í peningum, og h,ún hefur aldrei vanizt nema því bezta. Ég vissi, að þetta var ekki nema satt. Lawson hershöfðingi faðir Debóru, átti eitt stærsta húsið þarna í nágrenninu. Við vorum yfirleitt umkringd af rík- um jarðeigendum. Debóra, sem var eina barnið, hafði gengið í framhaldsskóla í Sviss fyrir tveimur árum. Hún var yfir sig vaxin skólatelpa þá, en kom aft- ur töfrandi ung stúlka. Og Nick hafði samstundis orðið ástfang inn af henni. Ég hafði oft á- hyggjur af þessu vegna þess, að mér fannst þetta engin framtíð geta orðið. Einhvern góðan dag- inn mundi Debóra giftast ein- hverjum ungum manni af hennar eigin stigum, sem foreldrar henn ar yrðu ánægð með. Og enda þótt þau væru almennileg við Nick og frúin við okkur öll, þá fann ég alltaf, að þjóðfélagsleg- ar leiðir okkar lágu ekki saman. — Hvað var þetta mikið, sem þú tókst, Nick? — Það er allt að því fjögur- hundruð pund. — Fjögur hundruð! í mínum augum var þetta heilt ríkidæmi. Ég fylltist ákafri gremju. Mig langaði mest til að skamma Nick og segja honum, að annað eins og þetta gæti hann ekki gert okkur. En þegar ég sá eymdina sem skein út úr augum hans, dró úr reiði minni. Meira að segja tók ég að ásaka sjálfa mig. Ég hafði tekið eftir því undan- farið að Nick var daufur og nið- urdreginn, og hefði ég ekki verið svo upptekin af mínum eigin málum og raun var á, — hvort Bob væri ástfanginn af mér — hefði ég kannski spurt hann um, hvað gengi að honum. Ég tók í handlegginn á hon- um. — Hvernig gerðist þetta, Nick? Ég á við, hvernig gaztu náð í þessa peninga? Hann gaf frá sér hljóð, sem var hvorttveggja í senn gremju- hlátur og andvarp. — O, það var því miður alltof auðvelt. Eins og þú veizt, er landleigan greidd inn á reikn- ing, sem ég hef aðgang að. Ég byrjaði á að taka lítið og ætl- aði að borga það inn aftur. Og svo fór ég að taka meira. Ég fór að veðja á hesta. Til að byrja með var ég heppinn. Hættulega heppinn, sé ég núna. Og hélt, að þessu mundi halda áfram. Hvaða veðmálabjálfi hugsar ekki þannig! En eftir nokkrar vikur, varð breyting á þessu. Og þá fór allt út um þúfur. Ég veðjaði meira og meira og hélt að ég mundi hafa heppnina með mér. En vitanlega varð það ekki. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl Snöggar breytingar í lífi þínu verða einnig hjá félögum þínum. Bíðdu átekta. Nautið, 20. apríl — 20. maí Fleiri breytingar verða í starfi þínu. Eitthvað tefur. Tvíburamir, 21. maí — 20. júní Vertu hugrakkur og fylgdu hugmyndunum fast eftir. Betri árangur en þú gazt búizt við. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí Nú reynir á, hvað þú vinnur vei við erfiðar aðstæður. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst Vertu sveigjanlegur, þvi að skyndilegar breytingar geta átt sér stað. Meyjan, 23. ágúst — 22. sept. I>ú færð ótrúlega háar kvittanir og endurgreiðslur, sem þú skalt reyna að spara. Gættu bókhaldsins vel. Vogin, 23. sept. — 22. okt. Samverkamenn sjá allt i öðru ljósi og allt gengur betur. Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv. Árangurinn af tilraunum þínum er að koma í ljós, og ef eitthvað er ógreinilegt, reyndu að lagfæra það strax. Bogamaðurinn, 22. nóv. — 21. des. Það kann að gera þig feiminn, er þú sérð, hve mjög aðrir trúa á hæfileika þína og framamöguleika. Þeir hafa rétt fyrir sér. Steingeitin, 22. des. — 19. jan. Vertu viðbúinn að kasta eign þinni á alit, sem kemur þína leið. Gamlir samningar renna út og endurbætur eru í tízku. Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr. Þú verður að vera snar, er þú færð fréttlrnar. Fiskarnir, 19. febr. — 20. marz Breytingar færa þér það, sem þú þurftir mest á að halda. Þér er óhu'tt að verja öllum tekjunum i nýjar birgðlr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.