Morgunblaðið - 21.03.1969, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.03.1969, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 21. MARZ 1909 KR 70 ára - eitt þróttmesta íþrdttafélag landsins í KVÖLD minnist Knattspyrnu- félag Reykjavíkur, KR, 70 ára afmælis síns með hófi að Hótel Sögu. Verður þar væntanlega margt um manninn, þar sem KR mun nú stærsta íþróttafélag lands ins og KR-ingar þekktir fyrir samheldni sína og góðan félags- anda. í hófinu í kvöld munu nokkrir KR-ingar verða heiðrað- ir fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Um daginn sem KR var stofn- að er annars ekki nákvæmlega vitað. í grein er Erlendur Ó. Pét ursson sem lengur en nokkur ann ar var formaður KR, ritar í KR biaðið 1939, segir hann svo frá stofnun félagsins: „Talið er, að KR sé stofnað í marzmánuði 1899,því að þá ko.mu nokkrir ungir menn sam- an í búð Þorbjarnar í Aðal- stræti og bundust félagsskap um það að kaupa knött. Lagði hver maður fram 25 aura, en það hrökk nú skammt. Knötturinn fékkst þó með afborgunum, og þar með var félagsskapurinn myndaður og nefndur Fótbolta- félag Reykjavíkur.“ Piltarnir sem félagið stofnuðu æfðu síðan íþrótt sína af miklu kappi, við hinar erfiðustu að- stæður. Má til gamans geta þess að fyrst í stað höfðu menn ekki efni á því að kaupa sér ein- kennispeysur og notaðist hver við sinn heimanbúnað. Félags- starfið óx fljótlega og árið 1912 er fyrst var efnt til íslandsmóts í knattspyrnu tók félagið þátt í því, ásamt Knattspyrnuféiaginu Fram og Fótboltafélagi Vest- mannaeyja og sigruðu. Árin liðu síðan, og sífellt fjölg aði félögum og félagsstarfsemin varð umfangsmeiri. Árið 1915 var félagið orðið það efnað að það átti 191,58 kr. í sjóði og réðst í að kaupa Knattspyrnu- horn Reykjavíkur. Sama ár breytti félagið um nafn og nefnd ist síðan Knattspyrnufélag Reykjávíkur. Næsta áratug gekk síðan á ýmsu hjá KR, en félagið vann þó tvívegis íslandsbikarinn. En upp úr 1924 hefst blómaskeið félagsins. Það sigrar það ár í 5 knattspyrnumótum af 7 og vinn ur einnig Islandsbikarinn mörg ár í röð. Félagið var komið yfir örðugasta hjallann og stefndi óð- fluga til þess að verða stærsta og öflugasta félag höfuðborgar- innar. Fljótlega fóru KR-ingar að stunda aðrar íþróttir en knatt- spyrnuna og upp úr 1920 var tekið að æfa og keppa í frjáls- um íþróttum, sundi og skíða- íþrótt á vegum félagsins. Að- staða félagsins batnaði einnig til muna á þessum árum, þar sem það réðst í að kaupa Báruna og var hún gerð að íþróttahúsi KR- inga. í félagsblaði KR er út kem ur 1935 má sjá að KR-ingar eru taldir 2000 og er þá sennilega átt við þá sem eru á Skrá félagsins. Of langt mál væri að telja upp íþróttaafrek og íþróttasigra KR-inga á umliðnum árum. Fá félög eiga slíka sögu sigra og afreka sem KR, á flestum svið- um íþrótta. Og á því virðist lítið Oftsinnis hafa KR-ingar orðið Is landsmeistarar og bikarmeistarar í knattspyrnu. Myndin er af bik- armeisturum KR 1967. Haukar KR jafntefli 19:19 f skemmtilegum og spennandi leik EFTIR að leik Hauka og KR í fyrrakvöld iauk með jafntefli má segja að íslandsmeistaratitill FH í handknattleik sé fullvis. — Reyndar er enn fræðilegur möguleiki á sigri Hauka, en hann er iangsóttur. Hins vegar er greinilegt að baráttan um fall- sætið verður hörð milli ÍR og KR, og eftir leikinn í fyrrakvöld er cg á þeirri skoðun að KR- ingar haldi sætinu, leiki þeir eins harða vörn í leiknum, sem þeir ei«ra eftir við ÍR og þeir léku á móti Haukunum. Leikurinn í fyrrakvöld var' jafn og spennandi frá upphafi til enda. Bæði liðin sýndu handknattleik, en er líða tók að leikslokiyn var greinilegt, að taugaslapplejki leikmanna kom niður á leiknum, glopruðu þá bæði liðin góðum tækifærum. KR-ingar voru -mjög ákveðnir í þessum leik, og segja má að lið þeirra sé nú allt annað en það var fyrri hluta vetrarins. Hygg ég að á engan sé haliað, þótt sagt sé, að nýja þjálfara liðsins, Jóni Friðsteinssyni, sé mest að þakka þessi breyting til batna’ðar. Jón var um nokkurn tíma leikmaður í liði Fram, og nú siðustu leiki sér maður greinilega Fram ein- kenni á leik KR-inga. Árni Indriðason skoraði fyrsta mark leiksins fyrir KR, en Stefán Jónsson jafnaði fyrir Hauka með stórglæsilegu skoti, sínu fyrsta en ekki síðasta í þessum leik. Leik urinn hélst mjög jafn allan hálf leikinn og munaði aldrei nema einu marki. Yfirleitt voru KR- ingar fyrri til að skora. 1 hálf- leik var jafntefli 11:11. í byrjun síðari hálfleiks skor- aði Sigurður Óskarsson fyrir KR, en aftur jafnaði Stefán með hörkuskoti. Þá var Karli vísað af leikvelli í tvær mínútur, og upp úr því náðu Haukar sínum bezta leikkafla og náðu þriggja marka forskoti, sem þeir héldu unz 10 mín. voru til leiksloka. Þá skoraði Karl Jóhannsson tvö mörk í röð og Sigurður jafnaði. Þórarinn tók síðan aftur forystu fyrir Hauka en Steinar jafnaði fyrir KR þegar 3 mín. voru til leiksloka. Bæði liðin áttu tæki- færi á síðustu mínútunum, en mistókust. Skiptu þau því með sér stigunum, og má segja að það væru sanngjörnustu úrslit- in. í Hauka liðinu átti Stefán Jóns son beztan leik og vex hann nú við hverja raun. Ef svo heldur sem horfir er ekki vafi á því að Geir Hallsteinsson fer að eign- ast sæðan keppinaut. Stefáns var þó gætt ágætlega í þessum leik, en spil hans og stórglæsileg mörk vera vitni um getu hans. Þá áttu þeir Þórður Sigurðsson og Þór- arinn Ragnarsson einnig ágæt- an leik, sá síðarnefndi sinn bezta í vetur. Atihygli vakti hvað Hauk ar notuðu lítið linuspil í þess- um leik. Oftsinnis var t.d. Sig- urður Jóakimsson frír á línunni án þess að fá sendingu. Landsliðsþjálfarinn, Hi'lmar Björnsson, var sá er mest bar á’ í KR-liðinu og stjórnaði hanp spili þess. Þá varði Emil Karls- son markið oft af stakri snilld. Karl Jóhannsson sýndi einnig góðan leik og eru vissu'lega eng- in ellimörk á honum að sjá. Ann ars er KR liðið nokkuð jafnt. Óli Olsen og Valur Benedikts- son dæmdu leikinn fnemur illa, en voru langt frá því að vera hlutdrægir. Mörkin skoruðu:KR: Hilmar 6, Geir 4, Árni 3, Karl 3, Sig- urður 2, Steinar 1. Haukar: Þórarinn 8, Stefán 4, Þórður 4, Sigurður 2, Ólafur 1. — stjl. Aðalstjórn KR, ásamt formanni hússtjórnar 1968—1969. Efri röð frá vinstri: Þórður B. Sigurðsson, Gunnar Sigurðsson, Birgir Þor- valdsson, Þorgeir Sigurðsson, Neðri röð frá vinstri: Sveinn Björns son, Einar Sæmundsson formaður og Gísli Halldórsson, sem er formaður hússtjórnar. lát. Má geta þess að sl. ár voru KR-ingar t.d. íslandsmeistarar í knattspyrnu og sigruðu í Bikar- keppni Frjálsíþróttasam'bands ís- lands. Félagið hefur eignast mörg og glæsileg mannvirki á sta-rfstíma sínum. Árið 1952 var grasvöll- ur KR á Kaplaskjólssvæðinu vígður og ári síðar er hið glæsi- lega félagsheimili tekið í notkun. Um þann atburð segir Mbl. á þeim tíma: Einum merkasta áfanga í íþróttamálum þjóðarinnar hef- ur nú verið náð, með opnun hins nýja og veglega æfingaskála á íþróttasvæði KR. Síðan 'hefur byggingin verið stækkuð veru- lega og íþróttasvæðið bæði stækk að verulega og íþróttasvæðið bæði stækkað og breytt. Nú nýlega hefur félagið svo ráðist í bygg- ingu nýs íþróttahúss sem stend- ur við hlið þess gamla. Hefur þeim framkvæmdum miðað vel áfram. Gert er ráð fyrir hand- boltavelli í húsinu og áhorfenda stæðum fyrir nokkur hundruð manns. Lengur en nokkur annar var Erlendur Ó. Pétursson formaður KR og var starf hans í þágu félagsins mikið og óeigingjarnt. Var Erlendur formaður félags- ins í nær 30 ár, eða til ársins 1958, en þá tók núverandi for- maður Einar Sæmundsson við. Núverandi stjórn er skipuð auk Einars, þeim Þórði B. Sigurðs- syni, Gunnari Sigurðssyni, Birgi Þorvaldssyni, Þorgeiri Sigurðs- syni og Sveini Björnssyni. For- maður hússtjórnar er Gísli Hall- dórsson. Starfandi félagsdeildir í KR núna: Badmintondeild, glímudeild, knattspyrnudeild, skíðadeild, handknattleiksdeild, frjálsíþróttadeild, sunddeild og körfuknattleiksdeild. Auk framangreinds afmælis- hófs á Hótel Sögu munu hinar einstöku deildir félagsins minn- ast 70 ára afmælisins með af- mælismótum. Hafa badminton- deildin og skíðadeildin þegar haldið sin mót í vor og sumar. Enska deildarkeppnin: Monchester Uld. skorar 8 mörk — gegn botnliðinu Q.P.R. 1. deild: Coventry — Stoke City 1-1 Manöhester Utd. — QPR 8-1 Tottenham — Ipswich 2-2 2. deild: Blackpool — Norwich 2-1 Crystal Palace — Millwall 4-2 Preston — Sheffield Utd. 2-2 Mesta athygli vakti stórsigur Manchester United yfir neðsta liðinu, Queens Park Rangers. John Aston, sem lék nú sinn fyrsta leik eftir fótbrot í fyrra- haust, skoraði hatrick (3), Ge- orge Best skoraði tvö og Kidd, Stiles eitt mark hvor. Aston lék í stöðu miðherja fyrir Bobby Charlton. Lundúnafélagið Crystal Palace er nú komið upp í annað sæti á eftir Derby í 2. deild. Palace hef- ur hlotið 13 stig úr síðustu 7 leikj unum! Blað alira landsmanna Bezta auglýsingablaðið Landsliðið til Eyja LANDSLIÐIÐ í knattspyrnu á að leika æfingaleik við Vestmannaeyinga í Reykja- vík á sunnudaginn kemur, en Eyjamenn hafa lagt á það ríka áherzlu að fá „landslið- ið“ til Eyja. Er mikill hug- ur í Vestmannaeyingum að sýna nú frammá hvor má sín meira í knattspymu bikar- meistararnir frá Vestmanna- eyjum eða núverandi lands- lið. Leikurinn fer fram n.k. sunnudag kl. 2.30 á leikvell- inum í Vestmannaeyjum. . Landsliðið sem leikur við Vestmannaeyinga verður þann ig skipað: Sigurður Dagsson, Jóhannes Atlason, Þorsteinn Friðþjófsson, Halldór Einars- son, Jón Stefánsson, Akureyri, Magnús Jónatansson, Akur- eyri, Reynir Jónsson, Eyleif- ur Hafsteinsson, Hermann Gunnarsson, Þórólfur Beck og Ingvar Elísson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.