Morgunblaðið - 21.03.1969, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.03.1969, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1969 Fangageymslan Síðu- múli ríklsfangelsi — fyrir gœzlu- og afplánunarfanga DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef- nr skrifað Reykjavíkurborg og farið fram á að ríkið fái alveg fangageymsluna í Síðumúla, sem nú er rekin til jafns af borg og ríki. f Síðumúla er fangageymsla fyrir lögregluna í Reykjavík, en þegar fangageymsla verður tek- in í notkun í nýju lögreglustöð- inni, sem miðað er við að verði á þessu ári, þá losnar um í Síðu múla. Er dómsmálaráðuneytið því að hugleiða möguleikana á að fá Síðumúla þá fyrir sams konar starfsemi, sem nú er í fangahúsinu á Skólavörðustíg og áð nokkru leyti á Litla Hrauni, að því er Baldur Möller, ráðu- neytisstjóri upplýsti. En hann kvað málið á algeru athugunar- stigi og verið að kanna hvort Síðumúlahúsnæðið sé hentugt og hægt að gera á því nauðsynlegar breytingar. Ef af þessu verður, yrði Síðu múlafangageymslan notuð fyrir gæzluvarðhalds fanga og að nokkru fyrir afplánunarfanga, og þá helzt fyrir þá, sem ekki eru hæfir til útivinnu. Eins og aðstæður bera með sér á Litla Hrauni, er fyrst og fremst ætlun- in, að þeir sem þar eru, geti verið við útivinnu og þá minna innilokaðir en í fangelsi, sem er inni í borg. Húsameistari ríkisins er að gera athuganir á Síðumúlahús- inu fyrir dómsmálaráðuneytið og athuga hvort það reynist hent- ugt og nauðsynlegar breytingar framkvæmanlegar. Nú er þarna bara næturgististaður, og hús- inu þarf því að breyta nokkuð við breytt hiutverk, ef það verð- ur fangageymsla til langdvalar. En til að missa ekki frá sér tímann, sagði Baldur að borgar- yfirvöldunum hefði verið skrif- að og óskað eftir viðræðum um þetta mál. Hefði verið tekið já- kvætt í erindið. Að svo stöddu yrði Síðumúlahúsnæðið hugsað til bráðabirgða, þó ríkið tæki það fyrir fangelsi, til að brúa bilið, þar til ríkisfangelsi verður byggt. En það verkefni tekur nokkurn tíma. Allt lcðnurými að fyllast af Garðskaga í gær. Vandkvæði eru orðin á að losna við loðnuna. því þrær víðast hvar á Suðvest- urlandi eru orðnar fullar. f Reykjavík var allt fullt í gær og ekki hægt að taka við afla, því þar er ekki ekið loðnu á auð svæði, eins og gert er sums stað- ar. — Ein'hverjir eru að tala um að fara vestur á firði, til Bol- ungarvíkur, sögðu þeir á Granda radíói, er Mbl. hringdi þangað. Þeir tala um góðan loðnuafla í talstöðvarnar. f fyrrinótt var landað 1600 tonnum af loðnu í Reykjavík. Til Sandgerðis komu í gær Dag- fari með 197 tonn og Óskar Hall- dórsson með 320 tonn. Og til Vestmannaeyja höfðu í gær- Framhald á bls. 27 Ljóða- og aríukvöld í Keflavík Nanna Egils Björnsson syngnr LOÐNUBATARNIR voru að veið um norðan við Reykjanes og út Nanna Egils Bjömsson. Nanna Egils Björnsson efnir til ljóða og aríukvölds á vegum Tónlistarfélags Keflavíkur í Nýja bíói í Keflavík laugardaginn 22. marz kl. 5 e.h. Á söngskrá eru lög eftir inn- lenda og erlenda höfunda. Flyt- ur söngkonan lög eftir Jóh. Brahms, Richard Strauss, Rach- maninoff, Jón Leifs, Björn Fransson, Sigfús Einarsson, De Falla og Weber. Undirleikari er Gísli Björnsson. Nanna Egils Björnsson hefur áður haldið slík ljóða og aríu- kvöld við góðar undirtektir. VIÐTALSTÍMI BORGARFULLTRÚA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Laugardagur 22. marz. 1 viðtalstíma borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins laugardaginn 22. marz taka á móti að þessu sinni Gísli Halldórsson og Bragi Hannesson. Við- talstíminn er milli kl. 2—4 í Valhöll v/Suðurgötu og er tekið á móti hverskyns ábendingum og fyrirspurnum er snerta málefni Reykjavíkur- borgar. Eftir þær óskapa rigningar og þá kulda, sem verið hafa að undanfömu, var í gær allt í einu komið reglulegt vorveður. Nemendur héldust heldur ekki við inni í skólastofunum. Hér hafa nokkrir landsprófsdeildamemar komið sér.fyrir úti á tröppum í Vonarstræti með bækur sínar. Sjópróf vegna slyssins — í Agli Skallagrímssyni SJÓPRÓF vegna slyssins, sem varð um borð í Agli Skallagríms- syni, þegar eldur kom upp í tog- aranum í Bremerhaven 4. marz sl., hófust í gær. Gunnar Hjálm- arsson, skipstjóri, mætti fyrir dóminn. Hann lagði fram útdrátt úr leiðarbók togarans og gaf skýrslu sína. Sagði skipstjóri, að svo hefði virzt sem eldurinn hefði komið upp aftast í bak- borðsklefa niðri í hásetaíbúðinni en þar liggja rafleiðslur inn í íbúðina. Tveir menn sváfu frammí þegar eldurinn kom upp. Tókst að bjarga öðrum þeirra en hinn, Sigfús Sigurgeirsson náðist ekki út fyrr en að loknu tveggja tíma slökkvistarfi og var þá látinn. Egill Skallagrímsson lagðist að bryggju í Bremerhaven um klukk an hálftólf að kvöldi 3. marz. Unnið var að löndun um nótt- ina og var henni lokið um klukk- an 08, fóru þá flestir skipverja í land. Um klukkan 10:40 kemur vakt maður úr landi til skipstjórans og tilkynnir honum, að mikinn reyk leggi upp úr hásetaíbúð frammi í. Kallað var á slökkvi- lið og skipverjar, sem um borð voru, gripu þegar til slöngu á dekkinu og sprautuðu með henni inn í lúkarinn, Þá var vitað með vissu um einn mann, sem svaf frammi í, í stjórnborðsklefa niðri. Þar sem ófært reyndist inn í lúkarinn af dekkinu fór einn maður niður í netalest og þaðan upp um lúgu inn í neðri lúkar og vakti mann- inn. Komust þeir báðir sömu leið til baka. — f því kon, slökkvi liðið og einnig bátur með slökkvi tæki og tók slökkviliðið við öllu slökkvistarfi um borð. Skömmu síðar kom í ljós, að Sigfús Sigurgeirsson var sofandi í efri lúkarnum og var þýzku slökkviliðsmönnunum skýrt frá þessu en þeim tókst ekki að kom ast inn til hans fyrir reyk og hita. Aðstæður allar við slökkvistarf voru erfiðar og tókst ekki að ráða niðurlögum eldsins fyrr en gat hafði verið rofið á bakborðs síðu togarans. Slökkvistarf tók um tvær klukkustundir. Að því loknu var Sigfús sóttur og gerð- ar á honum lífgunartilraunir, sem engan árangur báru. Að sögn skipstjórans urðu skemmdir ekki miklar í háseta- íbúðinni, aðallega urðu þær í bakborðsklefa niðri og í gangi. Togarinn fór í slipp ytra og var viðgerð framkvæmd þar. Að lokinni skýrslu skipstjóra var sjóprófum frestað þar til bor izt hafa skýrslur lögreglunnar í Bremerhaven, sem rannsakaði máiið. Piliur fundust hjd íöngunum FANGAR í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg voru undir ann- arlegum áhrifum í fyrrakvöld, og lék grunur á að smyglað hafi verið inn til þeirra pillum, sem því ollu, eins og skýrt var frá í blaðinu í gær. Var gerð leit í klefa þeirra fimm fanga, sem þarna var um að ræða og fund- ust pillur í fórum þriggja þeirra. Hafði einn þær í neftóbaksdós, og annar í eldspýtustokk með tóbaki yfir. Voru þær af sömu gerð og þær töflur, sem siolið var úr Gar'ðsapóteki. „Sækjum ögn af dönsku gulli í Gljufrastein..." — segir Skúli Cuðmundsson í nefndaráliti sínu — Caman að svona bókmenntasinnaðir menn skuli vera ennþá á Alþingi, segir Halldór Laxness ALL nýstárlegt nefndarálit var Iagt fram á Alþingi í gær. Fjallar það um frumvarp til laga um skattfrelsi Sonnings- verðlauna Halldórs Laxness og er frá 1. minni hluta fjár- hagsnefndar neðri deildar, Si ála Guðmundssyni. Hefur þingmaðurinn fært álit sitt í bundið mál, og fer það hér á eftir: Þegar einhver auminginn ekki borgar skattinn sinn, hnappagylltur, harðsækinn honum ógnar fógetinn. Allir verða að leggja fé í landssjóðinn. Þangað streymir þitt og mitt, og þá eiga skáld að borga sitt. Úr prestkalli Prímusar piltar róa á saltan mar. Veiða fisk og greiða skatta og skuldirnar. Og heiðurskonan Hnallþóra hefur goldið skattana. Enn er hún traust, þó annað fari í hundana. Söfnum fé, því enn þá er ýmislegt, sem vantar hér. Skólahúsin hér og þar, og heilsuverndarstöðvarnar. Til að líkna og lækna mein, hjá litlum pilti og silkirein, sækjum ögn af dönsku gulli í Gljúfrastein. Hollráð er við höndina. Hér er dagskrártillaga: Verum ekki að toga þetta til og frá. Tökum fyrir næsta mál á dagsins skrá. Morgunblaðið hafði sam- band við Halldór Laxness í gær og var nefndarálitið les- ið fyrir skáldið og leitað eftir áliti á því. Halldór Laxness sagði: Er þetta ekki ágætt? Er þetta ekki ekta íslenzkur skáldskapur? Þetta er vel í meðallagi, og jafnvel fyrir of- an meðallag, ef tekið er breitt úrtak. Annars hef ég ekkert við þetta að athuga. Um efni kvæða er alveg tilgangslaust að deila. Gaman er að svona bókmenntasinnaðir menn skuli vera ennþá á Alþingi. Ég hélt að þeir væru hættir að sitja þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.