Morgunblaðið - 21.03.1969, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.03.1969, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1969 3 Hörpudisksveiðar eru nýr atvinnuvegur á Islandi. Bolvík ingar hafa riðið á vaðið og haft uppi tilraunir með fram- leiðslu á þessum gómsæta fiski, sem hingað til hefur fengið að liggja óáreittur á sjávarbotni. Veiðarnar eru stundaðar í Jökuifjörðum og um þessar mundir munu hafa veiðzt um 30 lestir af hörpu- diski í skel, að því er frétta- ritari Mbl. í Bolungarvik, Hallur Sigurbjörnsson segir. Bolvíkingar gerðu tilraunir til veiða víða í ísafjarðar- djúpi, en beztu miðin virðast vera í Jökulfjörðunum. Magn- ið virðist vera þar töluvert og veiðarnar hafa allar farið fram á sama stað. Einn bátur Hrímnir stundar veiðarnar. Hann er 26 smálest ir, en skipstjóri er Guðmund- ur Rósmundsson. Báturinn fer í ró'ður dag hvern þegar gefur um kl. 08 og er venju- Ljosm.: Hallur Bolvískar stúlkur raða fiskinum í öskjur áður en hann er frystur. — Hörpudískurinn gefur góðar vonir lega kominn að aftur um kl. 15 eða 16. Hörpudiskinn veið- ir hann í eins konar plóg, sem er járngrind með neti í og tönnum að framan. Plógurinn er mjög áþekkur kúfiskplóg, þótt ekki sé hann eins. Aflinn er færður í tunnur jafnskjótt og hann kemur úr plógnum. í tunnunum er sjór og lifir fiskurmn áfram í tunn unum unz hann kemur í verk unarhúsið. Fiskurinn er síðan tekinn lifandi úr tunnunom og skelinni flett utan af. Kem- ur þá fiskurinn í ljós, en að- eins er nýttur vöðvinn, sem heldur skeljunum saman og er hann eins og lítill bolti í miðri skel á að gizka 2 til 3 cm í þvermál. Vöðvinn er skorinn úr, en hinu er hent. Fiskurinn er þá lagður í öskjur, sem hann er frystur í. Hann er síðan skorinn í minni hluta — um það bil punds- pakka, sem sfðan eru settir í plastpoka, sem eru lofttæmd- ir. Þannig er fiskurinn orðinn útflutningsvara. Guðfinnur Einarsson í Bol- Vöðvinn, sem heldur skeljunum saman er hið eina sem nýtt er úr hörpudiskinum. Þetta er dýr matur og mikið afbragð að sögn þeirra, sem bragðað hafa. ungarvik hefur haft allan veg og vanda að þessum tilraun- um. Fyrsta sending mun hafa farið utan og hefur verið gerður góður rómur að henni. Þá hefur Hótel Saga og keypt eitthvert magn og hefur hótel- ið hörpudisk á matseðlinum fyrir þá sem vilja smakka. Guðmundur Rósmundsson, skipstjóri rær eftir hörpu- disknum við þriðja mann á vélbátnum Hrímni. Ekki mun fara langur tími í veiðarnar sjálfar. Aðaltíminn fer í það að flokka skeljarnar og hreinsa aðskotahluti, sem í plóginn koma. Töluverð eftir- spurn hefur verið eftir skelj- unum, þar sem þær þykja skemmtileg ílát undir fisk- forrétti, en mesta magninu er þó hent. L, Vélbáturinn Hrímnir — sá er veiðir hörpudiskinn. Skipsijór- inn, Guðmundur Rósmundsson, stendur á bryggjunni. Hörpudiskurinn lifandi í tunnunni kominn í land og tilbúinn til vinnslu. STAKSTEIIMAR Merk tillaga Fylkir, blað Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, ræddi fyrir nokkru í forystugrein þingsálykt unartillögu, sem Guðlaugur Gíslason hefur flutt á Alþingi ' um atikna starfsemi á sviði millilandasiglinga. Segir blaðið um þetta efni: „Guðlaugur Gíslason, alþingismaður, hefur nýlega flutt á Alþingi þings- ályktunartillögu, er gengur í þá átt, að athugað verði með hverj- um hætti unnt væri að auka starfsemi á sviði millilandasigl- inga. Svo sem kunnugt er, fást íslendingar nokkuð við siglingar og í landinu starfa nokkur skipa- félög. Öli er þessi starfsemi þó i smáum stil, og nánast bundin við að fullnægja okkar eigin þörfum um flutninga að og frá landinu. Um starfsemi þessara skipafélaga ep allt gott að segja og rekstur sumra þeirra, svo sem Eimskips, mjög til fyrirmyndar og er með fyrrgreindri tillögu ekki meiningin að ganga inn á þeirra svið, heldur mun vaka fyrir tillögumanni, að íslendingar hasli sér völl á alþjóðasiglingar- leiðum. Hafi skip í förum í allra , víðustu merkingu þessa orðs.“ Fordæmi Norðmanna Síðan segir Fylkir: „Vitað er að Norðmenn eru í fararbroddi á sviði alþjóðlegra siglinga og tekjur af siglingum er ein aðal- gjaldeyrisuppspretta þeirra. ís- 1 lendingar eru eins og Norðmenn, l far- og fiskimenn. Á sviði fisk- | veiða stmda íslendingar frænd- | um sínum fyllilega jafnfætis. ! En hvað siglingar áhrærir eru j Norðmenn mun fremri. Hér þarf ; að verða brevting á. íslending- ! ar hafa flest skilyrði til að | standa Norðmönnum jafnfætis." Reynsla Loftleiða í lok forystugreinarinnar í , Fylki segir: „Nú vill sjálfsagt j einhver segja að erfitt sé að komast inn á hinn alþjóðlega flutningamarkað og vissulega verður það erfitt og kostar átök. ! Menn mega ekki vera um of j svartsýnir. Það voru ekki margir er höfðu trii á, að Loftleiðir <§> KARNABÆR TÍZKUVERZLUIM UNGA FÓLKSINS TÝSGÖTU 1 — SlMI 12330. HVAÐ ER A BOÐSTÓLUM FYRIR FERMINGAR- DRENGI OG STÚLKUR? ★ FERMINGARKAPUR OG KJÓLAR ★ — FÖT EFTIR MALI ★ — SKYRTUR OG SLAUFUR ★ — GJAFAKORT. Opið til kl. 4 e.h. á morgan laugardag TÖKUM UPP í DAG HERRAP JYSUR — KVENPEYSUR SÍD SVÖRT CREPE-VESTI — KÁPUR ÚR LJÓSUM TWEEDEFNUM — SÍÐBUXU O. M. FL. KLAPPARSTlG 37 — SÍMI 12937. Skódeild Tökum upp í dag enska kvenskó á mjög góðu verði HANZKAR — VESKI O. FL. Snyrtivörudeild MARY QUANT SNYRTIVÖRUR 1 ÚRVALI. HARTOPPAR FRA BATOLI. ALLAR HFI7JU SNYRTIVÖRU- TFGIJNDIR T'l. I FJÖ' BRFYTTU ÚRVALI. KMliia kæmust lanvt. er það félag fór að kepna á alþjnðaflugleiðum. Reynslan hefur hins vegar sýnt, að á sviði flugsins eru íslend- ingar orðnir vel hlutgengir. Og má það einmitt ekki takast á sviði flutninga á sjó? Þetta er vel þess vert að athuga og þess vegna er þessi tillaga þörf og orð í tíma töluð.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.