Morgunblaðið - 21.03.1969, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDACUR 21. MARZ 1<M»
15
Dr. Gunnar Sigurðsson, yfirverkfrœðingur:
Getum virkjað 20% af vatnsorku okkar fyrir
áriö 1980 með nægum framkvæmdahraða
— Hœgt að taka Sigölduvirkjun í notkun
1973 ef verkið er boðið út á þessu ári
— Virkjun Efri-Þjórsár gefur 10°/o ódýrari
orku en nokkur önnur virkjunartilhögun
DR. GUNNAR Sigurðsson,
yfirverkfræðingur Lands-
virkjunar, flutti fróðlega
ræðu um stóriðju á íslandi
og virkjunarmöguleika á
næstu árum, á fundi Kjör-
dæmisráðs Sjálfstæðisflokks-
ins í Ytri-Njarðvík í síðustu
viku.
f ræðu þessari fjallar dr.
Gunnar um aðstæður fyrir
stóriðju hér á landi og þá
möguleika, sem við höfum til
þess að sjá nýjum stóriðju-
fyrirtækjum fyrir nægri raf-
orku. Fer ræðan hér á eftir:
!>að hefur komið mjög greini-
lega í ljós á síðustu árum að
nauðsynlegt er að auka fjöl-
breytni atvinnuvega okkar. Það
er reynsla allra þjóða, sem
treysta of mikið á einn atvinnu-
veg, að sveiflur í framleiðslu og
verðlagi koma öllu efnaihagskerf
inu úr jafnvægi. Með fjölbreytt-
ari atvinnuvegum verður þróun
in jafnari, og sveiflur í einni at-
vinnugrein jafnast út.
Efnahagserfiðleikar okkar ís-
lendinga hafa vakið menn til um
hugsunar um leiðir til að auka
fjölbreyttni atvinnuveganna.
Rætt hefur verið um betri nýt-
ingu sjávaraflans með niður-
suðu, framleiðslu í neytendaum-
búðir o.fl. Nýjar iðngreinar,
sem byggjast á innlendum hrá-
efnum, svo sem ullariðnaður og
skinnaiðnaður, virðist eiga mikla
framtíð fyrir sér og einnig iðn-
aður, sem byggist á íslenzkum
markaði, s.s. stálskipasmíði, veið
arfæraiðnaður og annar iðnað-
ur fyrir sjávarútveginn. í þess-
um flokki mætti einnig telja
smíði aliskonar raftækja, sem
eru í flestum íslenzkum skipum,
s.s. sendistöðvar, radar, dýptar-
mælar, fiskileitartæki o.s.frv.
Þessi tæki eru nú öll flutt inn
og mjög erfitt að koma iðnaði á
laggirnar í þessari grein vegna
ýmissa laga- og reglugerðará-
kvæða. Þarna þyrfti löggjafinn
að koma til skjalanna og skapa
þær aðstæður, sem gætu orðið
einstaklingum hvatning til að
hefja framleiðslu á þessum tækj-
um hér á landi. Stálskipasmíði,
raftækjasmíði og veiðarfæraiðn-
aður eru al'lt iðngreinar, sem
byggjast á fiskveiðum okkar.
Vegna hinnar miklu tækni, sem
við liöfum náð í fiskveiðum,
jafnframt þeim erfiðu aðstæðum,
sem við er^ að glírna hér norður
við heimskautsbaug, ættu skip,
tæki og veiðarfæri, sem gerð
eru fyrir okkar islenzíka mark-
að, að geta orðið það bezta, sem
völ er á í heiminum hverju sinni.
Til þess að fullnægja Okkar þörf
um yrðu þessar iðngreinar að
standa í fararbroddi með að inn-
leiða nýja tækni hvert á sínu
sviði. Takist það, erum við komn
ir með iðngreinar, sem eru á
heimsmælikvarða og gætu selt
hvar sem er á heimsmarkaðinum
og haft svo til ótakmarkaða vaxt
armöguleika.
En þó að þessar iðngreinar
gæbu átt mikla framtíð fyrir sér
hér á landi, þá er þó sá ann-
marki á þeim, að þær eru háðar
sjávarútvegi. Við hljótum því að
spyrja oklkur, hvaða aðstöðu við
höfum til að byggja upp nýjar
og þróttmiklar atvinnugreinar,
sem yrðu ekki háðar verðsveifl-
um á fisbafurðum.
Það er einmitt á þessu sviði,
sem stóriðja hefur mestan mögu
leika til að styrkja atvinnulíf
okkar Islendinga. Með stóriðju á
ég við orkufrekan iðnað, sem
gerði okkur kleift að nýta að
hluta þær miklu og svo til ó-
snertu orkulindir, sem við eigum
í fallvötnum obkar og jarðhita-
svæðum. Þessi iðnaður er þess
eðlis, að stofnkostnaðurinn er yf
irleitt mjög hár og tæknin oft og
tíðum þannig, að erfitt er að
koma iðnaðihum á laggirnar,
nema erlend fyrirtæki, sem hafa
.reynzlu og kunnáttu á þessu
sviði, taki þátt í rekstrinum. Hér
á eftir mun ég ræða um það,
hvaða möguleika við höfum til
að laða að okkur erlend fyrir-
tæki til að eiga annaðhvort ein
eða að hluta iðnfyrirtæki hér á
landi, og síðan mun ég ræða um,
hvaða möguleika við höfum til
að auka raforkuframleiðsluna til
að sjá slíkum fyrirtækjum fyrir
nægjanlegri orku.
Til að fyrirbyggja allan mis-
skilning vil ég benda á, að það
er gífurlega samkeppni um all-
an heim um að laða til sín er-
lend iðnfyrirtæki. Það er algjör
misskilningur, að iðnfyrirtæki
séu einhverjir hornkarlar, sem
allsstaðar er amazt við og hvergi
mega vera. Þvert á móti. Margar
þjóðir eyða stórfé í þa_ð eitt að
laða til sín fyrirtæki. Ég er því
sannfærður um, að fyrsta spurn-
ingin, sem þjóðin þarf að svara,
er sú, hvort við viljum stóriðju
og erlend iðnfyrirtæki inn í land
ið. Ef svarið er jákvætt við
þeirri spurningu, þarf að vinna
markvisst að því að fá erlend
fyrirtæki til að staðsetja sig hér.
En þetta er aðeins hálf sagan.
Við þurfum einnig að gera okk-
ur grein fyrir, hvaða möguleika
við höfum til að sjá þessum fyr-
irtækjum fyrir orku. Það er al-
mennt talið, að eftir 10—15 ár
verði rafofka frá kjarnorkuver-
um orðin það ódýr, að vatns-
orkuver geti ekki lengur keppt
við þau. Við megum því engan
tíma missa, ef við ætlum að nýta
fallvötnin obkar. Undirbúnings-
tími fyrir virkjun frá því byrj-
að er á rannsóknum þar til
virkjunin tekur til starfa er yf-
irleitt þetta 6 til 8 ár. Það er
erfitt að verjast þeirri hugsun
að við séum að missa af stræt-
isvagninum. En áður en við töl-
um meira um raforkuframleiðslu
langar mig tit að minnast lítil-
lega á það helzta, sem við höf-
um upp á að bjóða til að laða
erlend fyrirtæki hingað.
Það hefur verið mikið um það
rætt, að við eigum mikla ó-
notaða orku, bæði raforku frá
vatnsföllum okkar og hitaorku
frá jarðhitasvæðunum. Það er
einnig vel þekkt, að við getum
framleitt raforku, ef miðað er
við stórar einingar, sem er eins
ódýr og það bezta, sem völ er á
annars staðar í heiminum. Hita
orkan er enn hagstæðari. Þar
getum við selt gufu frá jarðgufu
svæðum okkar á verði, sem er að
eins % til 1/10 af því verði sem
gufan mundi kosta annarsstaðar.
En það er meira en ódýr orka,
sem við getum boðið. Önnur mik
ilvæg atriði, sem við verðum að
hafa í huga, er það, sem ég kalla
þjóðfélagslegar og landfræðileg
ar aðstæður. Af mikilsverðum
þjóðfélagslegum aðstæðum má
nefna, að hér er gamalgróið lýð
ræðisþjóðfélag með heiðarlegum
stjórnendum og embættismönn-
um og ríkisstjórnir tiltölulega
fastar í sessi. Á vinnumarkaðin-
um er duglegt og heiðarlegt
fólk með góða almenna mennt-
un, og jafnframt er allstór hóp-
ur manna með allskyns sérmennt
un í tæknilegum og viðskiptaleg
um fræðum. Verkalýðsfélög virð
ast yfirleitt sýna skilning á nauð
syn tækniþróunar í .iðnaði og
sjá sér hag í aukinni framleiðni
fyrirtækja. Hægt er að fá að-
gang að allskyns almennri þjón-
ustu, og iðnfyrirtækin eru hér í
menningarþjóðfélagi, þar sem
starfsfólkið hefur aðgang að ým
iss konar skemmtunum og að-
stöðu til félags- og menningar-
starfsemi.
Af landfræðilegum aðstæðum
má nefna góða hafnaraðstöðu,
land, sem auðvelt er að jafna
og taka undir byggingar, nægi-
legt og gott kalt vatn til drykkj-
ar og iðnaðarnota og góðar sam-
göngur bæði á sjó og í lofti við
nágrannalöndin.
Á móti þessum þjóðfélagslegu
og Jandfræðilegu kostum og ó-
dýrri orku vega svo ýmsir ann-
markar, sem við verðum að gera
obkur grein fyrir. Þar má helzt
nefna tollmúra inn í markaðs-
löndin, fjarlægð frá markaði og
hráefnisnámum og því aukinn
flutningskostnað, verðbólgu og
miklar sveiflur í efnahagsmálum
okkar og lítinn vinnumarkað,
sem undanfarin ár hefur ebki
getað fullnægt þörfum atvinwu-
veganna.
Það er rétt að líta nánar á
nokkur af þessum atriðum og
byrja þá á orkunni. Ég mun þá
fyrst og fremst ræða um raf-
orku, því að ég er þeim málum
bunnugastur. Það er rætt um
orkufrekan iðnað, ef orkukostn
aður er um 10 prs af framleiðslu
kostnaðinum. Hér er því einung
is um lítinn hluta af öllum fram-
leiðslukostnaðinum að ræða. Nú
er það vitað mál, að við gebum
byggt raforbuver, sem eru a.m.
k. ekki dýrari en raforkuver
annarsstaðar á norðurhveli jarð
ar. Hins vegar er víða ónotuð
vatnsorka í Afríku, Asíu og Suð
ur-Ameríku, sem er ódýrari en
það, sem við getum boðið. En
verð orbuveranna segir ekki
nema hluta af sögunni. Sem
kunnugt er, þá er stofnkostnað-
ur virkjanna hár, en rekstrar-
kostnaðurinn er mjög lítill. Það
raforbuverð, sem hægt er að
bjóða, fer því að verulegu leyti
eftir þeim vaxtarkjörum, sem
fást á lánin til virkjanna og
þeim afskriftareglum, sem látn-
ar eru gilda fyrir þær. Mörg
lönd hafa farið inn á þá braut
að stuðla að byggingu orkuvera
með því að sjá þeim fyrir lán-
um með mjög hagstæðum kjör-
um. Það má segja, að þetta sé
ekbert annað en óbeinn ríkis-
styrbur til orkuframleiðslu.
Hins vegar verðum við að taka
lán á heimsmarkaðinum með þeim
vaxtakjörum, sem þar gilda á
hverjum tíma. Það orbuverð,
sem við getum boðið er því oft
og tíðum ek'ki nema tiltölulega
lítið lægra en það orkuverð, sem
hægt er að fá annarsstaðar á
norðurhveli jarðar. Við þetta
bætist svo aukinn flutnings-
Dr. Gunnar Sigurðsson
kostnaður og það óhagræði, sem
skapast vegna fjarlægðar frá
markaðslöndunum. Tollar
inn í markaðslöndin eru oft
frá 5 prs til 10 prs og geta því
hæglega orðið allt að því álíka
mikill kostnaðarliður og allt
orkuverðið. Við megum því telj
ast góðir, ef við getum boðið
orkuverð, sem er það hagstætt,
að það vegi upp á móti þessum
annmörkum.
Hvaða þjóðfélagslegar aðstæð
ur áhrærir, þá álít ég, að við
stöndum nokkurn veginn jafn-
fætis við nágrannaþjóðir okkar.
Hins vegar held ég, að við gebum
oft og tíðum boðið upp á betri
landfræðileg Skilyrði en þessar
þjóðir. Þetta eru yfirleitt þétt-
byggð lönd með þróaðan iðnað.
I slíkum löndum hafa öll bezbu
landssvæðin fyrir iðnað þegar
verið nýtt og nýjar verksmiðj-
ur verður því annaðhvort að
staðsetja alllangt frá hinum
stærri vinnumörkuðum eða á
landi, sem dýrt er að gera bygg-
ingarhæft. Auk þess verða þétt-
býl lönd með mikinn iðnað að
gera háar kröfur til nýrra iðn-
fyrirtækja um allskonar búrsJ
til að koma í veg fyrir mensun
lofts og vatns. Nægilegt nreint
og gott vatn þarf líka 4ð vera
fyrir hendi og gó« nafnæað-
staða. I þéttbýlum .ðnaðarlönd-
um getur oft orðið erfitt og dýrt
að fullnægja öilum þessum kröf
um og yí;rieitt þeim mun dýr-
ara, se.u verksmiðjurnar eru
staðsectar nær þéttbýli. Séu
Verksmiðjurnar hins vegar stað-
Settar fjarri þéttbýli í hinum iðn
þróuðu löndum verður strax erf-
iðar að fá nægjanlegt starfs-
fólk, nauðsynlegt verður að
byggja hús yfir það, ýmiss kon-
ar þjónustustarfsemi vantar og
aðstöðu til skemmtana og félags-
starfsemi starfsfólksins, en það
getur aftur ieitt til þess, að erf-
itt getur reynzt að halda fólki.
Ef við lítum nú á samkeppnis
aðstöðu okkar við þróunarlönd-
in, þá verður útkoman allt öðru
vísi. Þar er víða hægt að virkja
fallvötn mun ódýrar en okkur
Framhald á bls. 21
Yfirlitsmynd af Þjórsár- og Hvítársvæðinu, sem sýnirfyrirhugaðar virkjanir í Þjórsá og Tungnaá.
Sigöldufoss í Tungnaá