Morgunblaðið - 21.03.1969, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLABIÐ, FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1960
Guðjón Vilhjálmsson
húsasmíðameistari
— Minning
F. 25. okt. 1896. D. 14. marz 1969.
í DAG verður til moldar bor-
inn Guðjón Vilhjálmsson húsa-
smíðameistari í Reykjavík og
verður útför hans gerð frá Dóm-
Jrírkjunni í Reykjavík, í dag.
Hann andaðist í Landakotsspít-
•ala 14. þ. m. eftir fárra daga
legu. Guðjón fæddist á Þórar-
insstöðum i Hrunamannahreppi
25. okt. 1896 sonur hjónanna
Pálinu Guðmundsdóttur frá
Stóra-Fljóti i Biskupstungum og
t
Hjartkær eiginmaður minn
og fa'ðir
Leó Jónsson
síldarmatsstjóri
Rauðarárstíg 20
andaðist á Landspítalanum
18. marz.
Unnur Björnsdóttir
og Jón Leósson.
t
Konan mín og móðir okkar
Ragnhildur Hannesdóttir
andaðist að heimili sínu,
Hjallavegi 54 hér í borg, að
kvöldi þess 19. þ. m.
Fyrir hönd ættingja.
Jón Guðmundsson
og börn.
t Rannveig Þorsteinsdóttir
kennari, Miðtúni 84,
andaðist 12. þ.m. Jarða'ð
verður frá Fossvogskirkju
laugardaginn 10.30. 22. marz kl/
Vandamenn.
t
Útför eiginmanns míns, föð-
ur okkar, tengdaföður og afa
Sumarliða Gíslasonar
Hverfisgötu 104a,
verður gerð frá kirkju Óháða
safnaðarins laugardaginn 22.
marz kl. 10.30 f. h.
Fyrir hönd vandamanna.
Bóthildur Jónsdóttir.
t
Þökkum innilega auðsýnda
samúð við andiát og jarðar-
för eiginkonu minnar, móður,
dóttur, systur og mágkonu
Rósu Kristínar
Jóhannsdóttur.
Ólafur Eyland
Erna Maria Eyland
Jóhann Gísli Eyland
Aðalbjörg Helgadóttir
Jóhann Jónsson
Jón Jóhannsson
Kristín Einarsdóttir.
Vilhjálms Jónssonar sjómanns
og smiðs í Miðhúsum í Grinda-
vík. Tveggja vikna gömlum var
honum komið fyrir í fóstur
hjá föðurömmu sinni Guðleifu
Eyjólfsdóttur og manni hennar
Bjarna Hallgrímssyni að Króki
í Biskupstungum. Hann ólsf þar
upp til tvítugs aldurs, og átti
hann góð uppvaxtarár hjá þess-
um góðu hjónum og minntist
þeirra ætíð síðan með þakklæti
og virðingu. Guðjón ólst upp á
Króksheimilinu samtímis Hall-
grími syni þeirra hjóna. Urðu
þeir samferða úr foreldrahúsum,
og var ávallt mikil vinátta með
uppeldisibræðrum. Hinn 18. okt.
1924 kvæntist hann Guðríði
Rósantsdóttur frá SauSárkróki,
dóttir hjónanna Sigurlaugar
Guðmundsdóttur Ijósmóður og
Rósants Andréssonar, sem Iengi
bjuggu þar. Þau eignuðust tvö
böm, Martein vélvirkja, giftur
Guðrúnu Hjartardóttur og Sig-
urrós gift Eyjólfi Guðjónssyni
skipstjóra. ÖR sín fyrstu hjú-
skaparár bjuggu þau á Hverfis-
götu 102, en frá 1950 hefur
heimili þeirra verið að Úthlíð
11, en bæði þessi hús byggði
Guðjón sjálfur. Strax eftir að
Guðjón kom til Reykjavíkur
stundaði hann húsasmíðar og
var húsasmíðameistari frá 29.
sept. 1:936. Guðjón var einn af
þeim mönnum, sem að maður
sagði, að væri af gamla skólan-
um. Góður og harðduglegur
verkamaður, sem hlífði sjálfum
sér hvergi. Reglumaður var
t
Innilegar þakkir færum við
öllum sem sýndu okkur sam-
úð og vinarhug við andlát og
útför
Björns Sigurbjarnarsonar
Fagurgerði 4, Selfossi.
Anna Eiríksdóttir
börn, tengdabörn og
barnabörn.
t
Við þökkum innilega alla
samúð og vináttu við andlát
sonar míns
Sigurðar Ingimundarsonar.
Sérstakar þakkir færi ég séra
Garðari Þorsteinssyni fyrir
hans miklu hjálp, einnig for-
ráðamönnum Bæjaxútgerðar
Reykjavíkur og skipstjóra og
skipshöfn b.v. Hallveigu
Fróðadóttur.
Anna Sigurðardóttir
Óskar Eyjólfsson,
systkin, mágkona og mágur.
t
Innilegar þakkir færum við
öllum sem sýndu okkur
samúð og vináttu við andlát
og jarðarför
Ara Jónssonar
framk væm dast jór a,
Alfhólsvegi 58, Kópavogi.
Sérstakar þakkir sendum við
Halldóri Arinbjamar lækni,
læknum og hjúkrunarliði á
Handlækningadeild Land-
spítalans.
Heiðbjört Pétursdóttir
synir og ættingjar.
hann í hvívetna og nákvæmur
með allt, er honum var trúað
og treyst fyrir. Hann ætlaðist
og til þess sama af öðrum. Hann
var fáskiptinn og hlédrægur, en
því traus-tari böndum batt hann
vináttu sina við þá, sem öðluð-
ust trúnað hans. Hann var sér-
staklega vandvirkur og sam-
vizkusamur smiður, og sóttust
menn eftir að láta hann vinna
verk fyrir sig. Margar og mikl-
ar byggingar bæði hér í Rvík
og úti á landi tók hann að sér
að smíða. Hans síðasta verk var
bygging Neskirkju, en að smíði
kirkjunnar vann bann, er hann
veiktist og missti heilsuna. Það
var 9. nóv. 1953 snemma morg-
uns, þegar þessi hrausti maður
klæddi sig til vinnu, fékk hann
heilablæðingu og var lamaður
og mállaus upp frá því. Þannig
voru örlög þessa mikla athafna-
rnaims, sem í æsku hafði fljótt
þurft að bjarga sér sjálfur,
vinnan og starfið var honum
allt. Hann bar veikindi sín með
einstakri geðró. Hann var sæmi-
lega hress fyrstu árin og gat
gengið um í næsta nágrenni og
farið í stuttar bílferðir ,sem
hann naut einstaklega, að hvíl-
ast í mjúku grasi á góðum sum-
ardögum. Eigum við margar
minningar frá þeim dögum.
Hann naut frábærrar umönn-
unnar eiginkonu sinnar, sem
annaðist hann alla tið í hans
löngu veikindum. Einnig dóttir
hans, sem ekkert tækifæri lét
ónotað til þess að hjálpa honum
og gleðja hann, enda einstak-
lega kært á milli þeirra. Ég var
svo lánsamur að kynnast þess-
um góða manni fyrir 17 árum
og tengjast honum fjölskyldu-
böndum. Núna á kveðjustund
þakka ég þér, elsku vinur minn,
fyrir tryggðina, vináttuna og
allt, sem þú hefur fyrir mig
gert. Tvennu mun ég aldrei
gleyma, handtakinu þínu og
augnatillitinu, þegar þú vildir
þakka eitthvað, sem fyrir þig
var gert hversu lítið sem það
var. Sjálfur stend ég í ævarandi
þakkatrskuld við þig. Barna-
börnin í fjölskyldunni biffja að
heilsa afa sínum, og við biðjum
þér öll guð.«r blessunar.
Eyjólfur Guðjónsson.
t
Innilegar þakkir færum við
öllum, sem sýndu okkur sam-
úð og vináttu við andlát og
jarðarför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu
Guðrúnar Þórðardóttur
Hólshúsum.
Þórður Elíasson
Margrét Elíasdóttir
Steindór Gíslason
Árni Elíasson
Áslaug Hafberg
Guðrún J. Elíasdóttir
Gunnar Gestsson
Elín Elíasdóttir
Marel Jónsson
Svava Elíasdóttir
Indriði Gunnlaugsson
Guðrún Elíasdóttir
Þorgrímur Eyjólfsson
Guðlaug Elíasdóttir
Reynir Geirsson
Gunnar Þórðarson
Elísabet Zóphóníasdóttir
Magnús Steindórsson
María Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarna-
börn.
Lára Jóhannesdóttir
— Minning
F. 18/9. 1904 — D. 13/3. 1969.
Hjartkæra amma horfin
ertu sýnumo.
ég hirgsa til þín er aólin
ávalt skín
því allt það sem bezt ég á
í huga mínium,
eflaust ég þakka kærleiks-
gæ&uir^ þín.
Þú veittir mér allt af innri
ást og gleði
ai albug þakka og blessa
minning þín,
ailt frá þeim tíma yljar
minu geði
því allstaðar frá þér ljós
og birta skín.
Nú lifir þú sæl í sönnuma.
friðarbeimi,
ég samgleðst þér, með vinum
þínuni þar,
enn minningu þína í mínu
hjairta geymi,
mér er hún, hvöt til sannrar
menningar.
Sigriður Guðjónsdóttir.
Kveðja frá börnum hennar.
Skins og skugiga
er skammt á mi'lli
myrkvast oft sól
á miðjum degi
Alvalds dóma
vér eigi skiljum,
áfríað þeim
vér aldrei getum.
Hjartkæra móðir
við helför þína
harmurinn sári
hjörtun nístir.
Misstuim víð áður
mætan föður,
aldrei sem gleymist
uin ævidaga.
Allt hið bezta
sem öðlast höfum,
þér við eigum
að þakka móðir.
Skjól þú varst
og skjöldur okkar
allt til þinnar
efstu stundar.
Mýkst voru sætin
í móður skauti,
ylurinn beztur
í örmum þínum.
Þrek og styrk
til þín við sóttum
böls er byljir
blésu svalast.
Hátt þó aldrei
þér hossað væri,
áttir þú marga
eðlis-kosti:
Ást til guðs
og góðra manna,
hjartahlýtt
og hugans göfgi.
Gjafarinn allra
góðra hluta
gjafir margar
oss gefið hetfur.
Samt var ástin þín
elsku móðir,
gjöfin bezta
er guð oss veittL
Þúsundfaldar
við þakkir færum
þér við endalok
ævi þinnar.
Vitum það öll
að vistaskiptin
góð þér verða
guðs í sölum.
Líður óðuim
hinn langi vetur,
ljúft er vorið
á leiti næsta.
Þá mun sumarsins
sunna bjarta
skreyta þitt Ieiði
Ijóma sínum.
Br. J.
FÁEIN KVEÐJUORÐ
NÚ sem áður hafa dánarklukk-
urnar ómað um sorgarrann og
sem frá örófi alda hefur kallinu
verið hlýtt. Lára Jóhannesdóttir
frá Ytry-Tungu í Staðarsveit
lauk jarðvist sinni þann 13. þessa
mánaðar á sjúkrahúsi Akraness
á sextugasta og fimmta aldursr-
árL Lára var fædd að Ytri-
Tungu í Staðarsveit á Snæfells-
nesi þann 18. september 1004.
Föreldrar hennar voru sæmdar
hjónin í Ytri-Tungu sem lengi
bjuggu þar þau Jóhannes Þor-
láksson fæddúr að Fytjakoti á
Kjalarnesi 14. september 1665 og
kona hans Steinunn Þórðardóttir
Ijósmóðir fædd að Skiphyl í
Hraunhreppi í Mýrarsýsilu. Má af
framangreindri ættgreiningu sjá
af hverju bergi þau eru brotin
foreldrar Láru og stóðu því
hvarvetna að henni vel gerðir
og traustir stofnar. Lára ólst upp
til fullorðins ára á hinu rómaða
heimili foreldra sinna, og naut
þar að vonum hinnar beztu upp-
fræðslu. Snemma varð öllum
sem til þekktu það ljóst að þar
sem þessi unga stúika fór var
í uppsiglingu grlæsileg kona á
velli og að sýn því að hvoru-
tveggja var að henni var í
vöggugjöf léð góð greind sam-
hliða gerhygli og skýrri hugsun.
Kvenna var hún prúðust í fram-
göngu og fátítt að hún skipti
skapL enda batt hún hnúta sína
ekki við meðalmennsku, og frá-
bitin því að vilja láta á sér bera.
þó bjó í henni eðlislæg kýmni
og gó&látleg glettni á góðri
stund. Naumast myndi ég vilja
telja Láru vinmarga í þess orðs
víðustu merkingu, en hún var
vinavöncþ það var hennar aðals-
mark, Eins og áður er á minnzt
var Lára gervileg á velli og
samsvaraði sér vel á yngri árum
og fríð sýnum sem hún átti kyn
til. Innan við tvftugt kynntist
hún ungum glæsilegum manni
af góðum ættum á heimili for-
eídra sinna Halldóri ólasyni frá
Öndverðanesi. Þau kynni leiddu
Hjartans þakkir vil ég færa
öllum, sem minntust mín með
heimsóknum, gjöfum ■ og
skeytum á sjötugsafmæli
mínu 16. marz.
Ólafur Ingimundarson.
Hjartanlegar þakkir færi ég bæjarstjórn Hafnarfjarðar, stofn-
unum, félagssamtökum, fyrirtækjum og þeim fjölda einstakl-
inga, sem með kveðjum, blómum, gjöfum og heimsóknum,
glöddu mig og heiðruðu t tilefni af 60 ára afmæt'r mínu 15. marz
s.l. Þakka vinsemd alla og samskipti á liðnum árum.
Stefán Jónsson.