Morgunblaðið - 21.03.1969, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.03.1969, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. MARZ 19©9 17 - ALÞINGI Framhald af bls. 10 Önnur lán eru flest smá og dreif- ast á marga vegi. Fjárveiting til landsbrauta á áætlunartímabilinu er 94.3 millj. kr., en greiðslur vaxta og afborg- ana af föstum lánum er 15.3 millj. kr. Þar sem gert er ráð fyrir að vegaframkvæmdum samkv. Vestfjarðaáætlun verði haldið áfram á þessu ári að veru legu leyti fyrir lánsfé, munu greiðslur vaxta og ofborgana af lánum á árinu 1970-1972 hækka sem hinum nýju lánum nemur. BKÚARGERÐ >á er varið eins og sjá má tals verðu fé til brúargerða og veitir ekki af, því að enn eru margar brýr nokkuð gamlar og veik- byggðar, þótt vel hafi miðað í áttina á undanförnum árum að endurnýja brýr og byggja brýr, þar sem þær hafa ekki áður ver- ið. Samkvæmt útreikningum hækkar brúargerðarkostnaður í ár úr 804 stigum 1968 í 1080 stig 1969. Veiðut vísitala brúargerð- arkostnaðar á næsta áætlunar- tímabili, 1969, 1020 stig, 1970 1045 stig, 1971 1070 stig og 1972 1070 stig. VEGIR í KAUPTÚNUM. Þá er fé til vega í kaupstöðum og kauptúnum. Er það mikil upp hæð, sem í það fer og hefur kom ið að góðu haldi bæði í kauptún- um og kaupstöðum við gatna- gerð. Á árinu 1969 er gert rað fyrir, að greitt verði til kaup- staða og kauptúna 48.7 millj. kr., 1970 47.9 millj. kr., 1971 50.8 millj. kr. og 1972 52.5 millj kr. Áætluð ibúatala í kaupstöðum og kauptúnum er 1969 168593 og 1972 173702. Áætluð- upphæð á íbúa í kaupstöðum er 1969 288 kr. og 1972 302 kr., en það eru kaupstaðir og kauptún með 300 íbúa eða fleiri, sem njóta þess að fá af þessu svonefnda kaup- staða- og kauptúnafé. smm Bilor of öllúm gerðum til sýnis og §ölu I glæsilegum sýningar- skóla okkar oð Suðurlondsbraut 2 (við HaMormúla). Gerið góð bílakaup —- Hogstæð greiðslukjör Bílaskipti — Taunus 17 M '67 Volkswagen Fastback ’66 Ford Fairlane '65 Bronco '66 Cevy Nova '67 Willys '6 og '67 Opel Rekord '65 Cortina '67 Comet '63 Taunus 12 M '63 Opel Caravan '61 Taunus 17M st. '59 Daf '63 Taunus 17M '65 Fiat 600 D '66 Reno sendib. '66 Simca 1000 '64 Ford Galaxia '64 Austin Gipsy '63 Opel Caravan '65 Landrover, bensín, '62 Volkswagen '67. Tökum vel meS farna bila í umboðssólu — Innanhúss eða uton _ MEST ÚRVAL — MESTIR MÖGULElXAR C§&dþ II M B 911« HR KRISTIÁNSSflN Rf SUÐURLANDSBRAUT 2, VIÐ HALLARMÚLA SIMAR 35300 (35301 - 35302) HVAÐA FRAMKVÆMDIR? Að lokum vék svo ráðherra að þeim framkvæmdum sem fyrir- hugaðar eru í hraðbrautargerð og sagði: Eins og áður segir er áætlað að verja 360 millj. kr. til hrað- brautaframkvæmda á tímabilinu. Af þeirri upphæð fara 28 millj. ana af Reykjanesbraut, þannig að eftir standa 332 millj. kr. Áætlað ér að kostnaður við að fuligera Vesturlandsveg frá enda Miklubrautar upp að Leirvogi og tengja hana við Þingvallaveg, ljúka lagningu Suðurlandsvegar frá Reykjavík að Selfossi og byggja nýja akbraut á Hafnar- fjarðarveg frá Kópavogi og að Engidal, muni kosta um 1200 millj. kr., miðað við núverandi verðlag. Áætlað er þó, að með 700 millj. kr. lánsfé til viðbótar þeirri fjárveitingu sem að ofan greinir megi ljúka að mestu lagn ingu framangreindra vega á áætl unartímabilinu, með því að fresta byggingu dýrra umferðar mannvirkja við enda Miklubraut ar, og álítur vegamálastjóri, að það mætti gera þessa vegi og heldur meira af Vesturlandsvegi fyrir þessa upphæð. Það væri undir því komið, hversu slitlagið væri haft tryggt í byrjun og hvernig frá því væri gengið. Þannig taldi hann, að það mundi kosta um 800 millj. kr. að gera veginn frá Reykjavík austur að Selfossi með því vandaðasta og sterkasta slitlagi, sem hægt er að reikna með, en fyrir 550 millj. kr. mætti gera þennan veg með sæmilegu slitlagi, sem síðan yrði endurbætt seinna. Áætlað er að Hafnarfjarðarveg urinn kosti um 100 millj. kr. og vegurinn upp í Leirvog með teng ingu við Þingvallaveg um 300 millj. kr. Er ekki enn ákveðið hvernig með slitlagið verður far- ið. Er gert ráð fyrir, að ef það verður malbik þá verði það 16 cm. þykkt, þegar það er full- unnið, en talið er, að vel kæmi til mála að hafa það ekki svo þykkt í byrjun, heldur bæta ofan á það síðar og mætti þá komast lengra áleiðis með Vesturlands- veginn. En hvort takast megi að gera þes;ar hraðbrautir á áætlunar- tímabilinu fer eftir því, hve mik ið fé verður til ráðstöfunar. Verð ur hægt með endurskoðaðri vega áætlun að auka það fjármagn, sem hægt er að leggja í vegina strax eða ef það tekst að fá veru legt lánsfé með hagstæðum kjör- um. Um það hafa heyrzt raddir að gera verði stórhækkun á benzín- verði og þungaskatti í því skyni að auka tekjur vegasjóðs. Eg tel, að það sé ekki hagkvæmt að gera slíkt að svo stöddu. Benzínverð hjá okkur mun nú vera svipað og í nágrannalöndum okkar og ef það og þungaskatturinn yrði hækkað verulega gæti eins skap- azt sú hætta að menn notuðu bif reiðar minna en áður. - ALÞINGI Framhald af bls. 28 irbúning nýrra virkja til vinnslu og flutnings raforku. 4. að annast í umboði sveit- arfélaga og ríkisins rekstur hér- aðveitna, um lengri eða skemmri tíma, samkvæmt samningum við viðkomandi eigendur. Þá gerir frumvarpið ráð fyr- Halnarl)örður Verkstjórafélag Hafnarfjarðar heldur gömlu dansana í Alþýðu húsinu laugardaginn 22. marz. Pantið aðgöngumiða í síma 50459 og 50157. Verktokoi — bæjuriélög 7/8" borstál (norsk) — 0.80 — 8.80 m. Hagstætt verð. LANDVÉLAR H.F., Ármúla 7 — Sími 14243. Jörð óskast Vil taka jörð á leigu ! vor á Suður- og Suðvesturlandi. Kaup á bústofni og vélum æskileg. Tilboð merkt: „Jörð — 6038" óskast send afgr. Mbl. fyrir 1. apríl n.k. Skiptafundur Skiptafundur í þrotabúi Þorkels Helga Pálssonar, Þing- hólsbraut 41, Kópavogi verður haldinn í dómsal embætt- isins að Digranesvegi 10, föstudaginn 28. marz n.k. kl. 15.00. Gerð verður grein fyrir lýsturn kröfum og eignum búsins. Einnig tekin afstaða til málshöfðunar Jóns Bjarna- sonar hrl. vegna þrotamanns til greiðslu á útistandandi víxilskuld. Bæ.iarfógetinn í Kópavogl. Vinno — lærn — sumnrirí í Englandi sem au-pair stúlkur á góðum heimilum í London og nágrenni. Stúlkurnar sóttar út á flugvöll og íslenzk kona sem býr í London velur heimilin Hafið samband við okkur sem fyrst. AU-PAIR-umboðið Ránargötu 12 — Sími 19669. ir því að Norðvesturlandsvirkjun taki við orkuvinnslu og aðalorku veitum í eign rafmagnsveitna rík isins á Norðurlandi vestra ásamt áhvílandi skuldum, rekstri þeirra réttindum og skyldum. Önnur aðalákvæði frumvarps ins eru: Sveitarfélögin skuli eiga rétt til þess að gerast eigandi að helmingi Norðvesturlandsvirkjun ar og kaupa þá tiltölulegan hluta af þeim mannvirkjum, sem fyrir- tækið á. Norðvesturlandsvirkjun er heimilt að leggja aðalorkuveit- ur til tengingar við önnur orku- veitusvæði ein sér eða í sam- vinnu við aðra og gera gagn- kvæma samninga um raforku- sölu við önnur virkjunarfyrir- tæki. Norðvesturlandsvirkjun verði heimilt að reisa allt að 6MW orkuver í Svartá í Skagafirði, eða í öðru fallvatni á orkuveitusvæð inu, ásamt aðalorkuveitu til teng ingar við orkuverin, sem fyrir eru. Ríkisstjórninni er heimilt að ákveða að ríkissjóður leggi Norð vesturlandsvirkjun til höfuðstóls allt að 5 millj. króna gegn jöfnu framlagi sveitarfélaganna. Af höfuðstól þessum greiðir Norð- vesturlandsvirkjun eignaraðilum arð frá fimmta rekstrarári að telja, samkvæmt nánari ákvörð un í reglugerð. Ríkisstjórninni er einnig heimilt að ákveða að lána Norðvesturlandsvirkjun 15 millj. kr. með þeim kjörum, sem fjármálaráðherra ákveður. Ríkisstjórninni er heimilt að ábyrgjast með sjálfsskuldabréf- im lán, er Norðvesturlandsvirkj un tekur, allt að 55 millj. kr., eða jafnvirði þeirra í erlendri mynt. í greinargerð frumvarpsins kemur fram að það er flutt vegna eindreginna áskorunar Raforku- málanefndar Norðvesturlands og segja flutningsmenn í greinar- gerðinni, að það sé margra skoð- un að með því fyrirkomulagi í orkuvinnslu, sem frumvarp þetta gerir ráð fyrir, sé stefnt í rétta átt, þ.e. að byggðarlögin sjálf eigi sem mestan hlut í orkuver- unum og beri sem ríkasta ábyrgð á stjórn þeirra og rekstri og öllu því, sem framkvæmdir varðar, og njóti þá líka þess afraksturs, sem hagkvæmar vatnsvirkjanir gefa. Aðaliundur Aðalfundur Sparisjóðs vélstjóra verður haldinn í Tjarnarbúð, niðri sunnudaginn 23. marz 1969, kl. 15.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir ábyrgðarmönnum, eða umboðsmönnum þeirra, í sparisjóðnum föstudaginn 21. marz kl. 13.00—16.00 og laugardaginn 22. marz kl. 10—12, og við innganginn. STJÓRNIN. Þjóðdansasýningar í Háskólabíói laugardaginn 22. marz kl. 3 og sunnudaginn 23. marz kl. 2. Styrktarfélagar vitji aðgöngumiða að Fríkirkjuvegi 11 frá kl. 5—8 í kvöld. ÞJÓÐDANSAFÉLAG REYKJAVlKUR. FLUG í 50 ÁR FLUGMÁLAHÁTÍÐIN 1969 verður haldin í Sigtúni laugardaginn 22. marz n.k. og hefst Rl. 18.30 með „cocktail". Aðgöngumiðar í Tómstundabúðunum. Borðpantanir í Sigtúni á föstudag frá kl. 4, sími 12339. lack&Decka MAÐUR FRÁ UMBOÐINU MUN HAFA SÝNIKENNSLU Á NOTKUN OC MEÐFERÐ B/acka Decker VÉLA EFTIR HÁDECI Í DAC (FÖSTUDAC) Í VERZLUNINNI G. ÞORSTEINSSON 8 JOHNSON H.F. Ármúla 1 - Grjótagötu 7 Simi 2-42-50

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.