Morgunblaðið - 21.03.1969, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1E>09
27
Orrustuvélar voru sendar:
Áttu að sölckva lall-
byssubátunum
— ef þeir slepptu ekki Pueblo
Waslhington, 20. marz.
— AP. —
4 BANDARÍSKAR orrustu-
vélar voru sendar til
hjálpar njósnaskipinu Pueblo
þegar Norður-Kóreumenn réð
ust á það í fyrra, en þær
komu of seint á vettvang til
að geta hjálpað.
4 Flugmennirnir höfðu feng
ið skipanir um að gera
árásir á fallbyssubátana ,ef
þeir fengjust ekki til að
sleppa Pueblo.
Fljótlega eftir að Norður-
Kóreuanenn hertóku Pueblo, í
fyrra, kom fraim höró gagn-
rýni á hermálayfirvöld, fyrir
að engar flugvélar voru send-
ar gkipinu til hjáipar. — Það
hafur nú verið upplýst að
flugvélar voru sendar til
hjálpax, en þær komu of seimt
til að fá nokkuð að gert. Setlh
McKee, hershöfðingi, sem var
yfirmaður fi<mmta fluighersins
á þessuim tima, sagði rann-
sólknarnefnd Bandaríikjaþings
að tilkyniningar um að Pu-
■
eblo ætti í vandræðum hefðu
borizt til Okinawa kl. 1.57 e.
h. og 2.07 e Jh. að staðartíma.
Hann gaf þá þagar skipum
urn að senda sex F-105 Thund-
erchief orrustuþotur til hjálp-
ar, en þær eru m. a. vopmaðar
20 mm fallbyssum. Kl. 2.32
fékk hann svo tilkynningu
um að ráðizt hefði verið um
borð í skipið og að loftskeyta
samband við það væri rofið.
Kl. 4.45 var homum svo til-
kynnit að skipið væri líklega
komið í höifn í Wonsom í N-
Kóreu.
„Það var um það leyti sem
ég komst að þeiri sorglegu
niðurstöðu að fluigvélarnar
yrðu of seinar, að þær gætu
etokert gert ti'l hjálpar þegar
þær loks kæmu á vettvang".
Hershöfðiniginn var spurður
um hvort flugvélamar myndu
hafa ráðizt á falbyssubátána,
og hann svaraði því játandi.
„Fluigmennirnir fenigu skip-un
um að gera árás, ef ekki
dygði annað til.
Skipting íslendinga
eftir aldursflokkum
SAMKVÆMT þjóðskrá voru ís-
lendingar 201.975 1. desember
sl. og skiptist mannfjöldi þannig
eftir landshlutum: í Reykjavík
80.918, í JCópavogi og á Seltjarn-
arnesi 12.838, á Reykjanessvæði
23.755, á Vesturlandi 13.138, á
Vestfjörðum 10.245, á Norður-
landi vestra 9.973, á Norðurlandi
eystra 21.811, á Austurlandi
11.236, á Suðurlandi 17.938 og ó-
staðsettir 123.
Eftir aldri skiptist mannfjöldi
þannig, að karlar 0—6 ára eru
15.867, 'konur 15.224. 7—14 ára:
karlar 18.425, konur 17.438. 15
ára: karlar 2146, konur 2008.
16—18 ára: karlar 6017, konur
5657. 19—66 ára: karlar 52.934,
konur 51.324. 67 ára og eldri:
karlar 6738, konur 8197.
Maður brenndist
Alexei Roschlin, fulltrúi Sovétríkjanna (t.v.) og Gerard C. Smith, fulltrúi Bandaríkjanna, ræðast
við skömmu fyrir setningu afvo pnunarráðstefnunnar í Genf, sem hófst í dag (fimmtudag).
Bretland og Bandaríkin á móti rússneskri tillögu um:
Algjört bann við hernaðar-
legri nýtingu hafsbotnsins
Genf, 20. marz. AP.
• Bretar studdu Bandaríkja-
menn í dag í andstöðu þeirra
gegn tillögu Rússa um að bannað
verði að nota hafsbotninn í hvers
konar hernaðarlegu sjónarmiði,
á afvopnunarráðstefnunni í Genf.
• Rússar hafa sagt að eina leið-
in til að þeir fáist til að veita
Vestur-Þýzkalandi aðgang að ráð
stefnunni, sé að Austur-Þýzka-
land fái einnig aðild.
1 tillögu Rússar segir m.a. að
banna ætti hverskonar herstöðv-
ar, hernaðarlegar byggingar,
tækjastöðvar, vígi eða aðra hluti
í sambandi við hernað, utan 12
mílna landihelgi viðkomandi
lands.
Bandaríski fulltrúinn kvaðst
ekki telja að Bandaríkin hefðu
áhuga á slíkri tillögu og benti
á að strangt tekið mættu her-
skip þá ekki einu sinni varpa
akkerum utan eigin landihelgi.
Rússneski fulltrúi'nn brosti við
og sagði að þeir ætluðu sér nú
ekki að ganga alveg svo langt.
Brezki fulltrúinn kvaðst vera
sammála þeim Bandarísku um að
tillagan væri of róttæk, en hins-
vegar væru þeir hlynntir banni
gegn byggingu kjarnavopna-
stöðva, eða annarra eyðingar-
vopna á hafsbotninum.
Frakkland er eitt þeirra 17
landa sem á fulltrúa á afvopn-
unarráðstefnunni, en hann hefur
ekki látið sjá sig siðan ráðstefn-
urnar hófust fyrir sjö árum.
Kanadiski fulltrúinn kvaðst vona
að Frakkar færu að mæta betur,
og sagði að ef núverandi aðilum
tækist a'ð komast að einhverjum
afgerandi niðurstöðum, ykjust
möguleikarnir á að þau tvö kjarn
orkuveldi sem ekki hafa sótt ráð-
stefnurnar, kæmu þangað. Þessi
ríki eru Frakkland og Kína.
Hann sagði að spurningin um
Kína væri að sjálfsögðu mun
erfiðari viðureignar en aðild
Frakka, en það væri augljóst að
aðild Kína væri nau'ðsynleg ef
verulegur árangur á að nást.
Rússneski fulltrúinn var að því
spurður hvaða land þeir vildu
fá á móti, til að halda jafnvæg-
inu, ef Vestur-Þýzkaland fengi
aðild að afvopnunarráðstefnunni.
Hann kvað það ekki vera
mikið vandamál. „Þýzku ríkin
eru tvö og ættu að vera jöfn á
metunum".
Haft er eftir Bandarískum full
trúa að Bandaríkin telji hernað-
arlega og landfræðilega stö'ðu
landsins ekki vera heppilega,
með tilliti til aðildar.
1155 fluttust úr landi
Neisti í benzíntank
ER Andrés Ottósson var að gera
við benzíntank við Hjólbarða-
verkstæði við Suðurlandsbraut í
gærkvöldi, varð það óhapp, að
neisti kom einhvern veginn í tank
inn og brenndist maðurinn tals-
vert á höfði og handleggjum. Var
hann fluttur í Slysavarðstofuna
og lagður inn á sjúkrahúsið eft-
ir að gert hafði verið að sárum
hans.
Talið er að pera í ljóskeri, sem
maðurinn hafði til að lýsa sér,
hafi sprungið og eldur þannig
komizt í tankinn.
f NÝÚTKOMNUM Hagtíðindum
er skrá yfir það fóík, sem flutt
hefur úr landi frá 1. desember
1967 til jafnlengdar 1968. Alls
hafa flutzt frá Íslandi á þessu
tímabili 1155 manns, 620 karlar
og 535 konur. Flestir hatfa flutzt
til Bandaríkjanna, 279, næst
flestir til Dammerkur, 272, 163
til Svíþjóðar og 104 til Noregs.
Ti'l Þýzkalands 94, Bretlands 66
og til Eyjaálfu 44.
Inn.fluttir á sama tíma voru
756 manns, flestir frá Danmörku,
106. —
Háskólatyrirlestur
ÞORSTEINN Gylfason, B. A.,
flytur annan háskólafyrirlestur
sinn um heknspeki nk. laugardag
22. marz kl. 15.
Fyrirlesturinn nefnist Manns-
sál og meðvitund, og mun þar
segja mest frá sögu heimspeki-
legra hugmynda um sálar- og
vitundarlífið, auk þess sem vik-
ið verður að vanda vísindalegr-
ar aðferðar í félags- og atferlis-
fræðum.
Fyrirlesturinn verður fluttur í
Norræna húsinu ,og er ölluim
heimill aðgangur meðan húsrúm
leyfir. (Frá Háskóla íslands).
- LOÐNA
Framhald af bls. 2
kvöldi komið Birtingur með 270
tonn og Ófeigur II með 70 tonn.
En í Vestmannaeyjum hafði losn
að það um, að aftur var hægt
að taka við loðnu í geyma.
f gærkvöldi voru bátarnir að
koma inn til Keflavíkur drekk-
hlaðnir af loðnu, Seley, Óskar
Halldórsson, Ellíði og Gígja með
180—360 tonn hver. Er loðnan
sett á gamla flugvöllinn. Alls eru
komin á land af loðnu í Kefla-
vík 16400 tonn, en 7000 á sama *
tíma í fyrra.
- FLUGMENN
Framhald af bls. 28
flugmenn fá einkennisbúninga á
18 mánaða fresti.
Deilan um dagpenimgauppbút-
ina hefur staðið um skeið. —
Telja flugmenn sig þurfa á þess
ari uppbót að halda til að lifa af
þá daiga, sem þeir dvelja fjarri
heimilum sínum. En uppbótina
femgu þeir sem leiðréttingu á
því að þeir fá lægri dagpeninga
en viðurkennt er að t. d. ríkis-
starfsmenn þurfi, er þeir eru
sendir til útlamda, og einnig
vegna þess að felldar voru niður
bílagreiðslur vegna flutnings
frá og að fluigvöllum. Og þegar
ríkisskattstjóri vill skattleggja
þessa uppbót, telja þeir sig ekki
ge'a við það unað.
Þeir snúa sér því til fliugfé-
laganna nú, og ætla þeim að
gan.gast í því að leiðrétting fáist
fyrir næstkomandi mánudag,
annars megi vænta þess að þeir
leggi niður einkennisbúninga og
fljúgi í eigin fötum.
t
Eiginmaður minn
Ragnar Þorkell
Guðniundsson
Hofteig 26,
andaðist í Landakotsspítala
19. þ.m.
Fyrir hönd barna, tengda-
bama og barnabarna.
Jóhanna Sigurjónsdóttir.