Morgunblaðið - 21.03.1969, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.03.1969, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1999 19 til þess að þau gervíu í hjóna- Iband þann 10. febrúar 1925. Ég minnist þess nú að hafa heyrt gaimla Staðsveitinga segja, að þeir minntust þess ekki að hafa séð jafn gervileg og falleg brúð- Ihjón og þau og sjálfur minnist ég þess þá barn að aldri er ég sá Láru í fyrsta sinni hvað mér þótti hún fríð og fyrirmiannfleg í útliti ag sú skoðun mín átti ekki eftir að breytast auk þess sem henni virtist hin höfðing- lega framikoma í daglegri um- gengni í blóð borin. Ungu hjón- in tóku við búi foreldra Láru og ibjuggu síðan í Ytri-Tungu um tuttugu ára skeið að einu ári undanskildu, unz þau fluttu bú- ferlum tiíl Akraness og þar áttu þau heimili þar til maður henn- ar lézt 20. apríl 1907 og þar hef- ur hún átt heimili síðan þar til hún lézt þann 13. marz síðast- liðinn og áður er getið. I>au hjón eignuðjust níu börn er öll lif-a nema eitt sem andaðist ný- íaett, auk þess sem þau nú i síðustu árum ólu upp eitt dótt- urbam sitt, sem nú er á ferm- ingaraldri. Lára var styrk stoð eiginmanni sínum í löngum og þungbærum veikindum hans um áratuga skeið og lá þar ekki á liði sínu svo sem framast hún gat veitt, og því er það vissa mín að þegar hún hefur lokið vist sinni hér á jörðu og hún í dag verður lögð til hinztu hvíldar í Fossvogs kirkjugarði við hlið síns ástkæra eigin- manns að vel verði á móti henni tekið bak við húmið sem hylur okkur sýn inn í hulduhejjmana þar sem við trúum að við mun- um taka okkur nýja bólfestu, þar sem bíða munu hennar ný verkefni, því svo virtist hún ávaxta sitt pund hér á meðal okkar mannanna að líklegt þætti mér að hún yrði sett þar yfir meira á ókunna landinu. Nú þegar Lára hefur lokið lifs- göngu sinni og gengur á vit hins ókunna bak við takmörk lífs og dauða þá er hún í sorg og sárum söknuði kvödd af börnum sínum og nánustu ætt- mönnum svo og öðrum þeim er áttu samleið með henni á lífs- leiðinni og ennþá eru ofan fold- ar. Hygg ég þó að fyrir utan börnin hennar sé sorgin og söknuðurinn sárastur og ein- manakenndastur hjá Þórunni STANLEY gluggastangir B Ú S L O Ð Skatthol — spegil-kommóður Skrifborðsstólar 20 gerðir Svefnbekkir — svefnsófar Danskir pinnastólar Indversk borð Sent heim, meðan á fermingu stendur. B l! )S L w O Ð HÚSGAGNAVERZLUN VIÐ NÓATON — S(MI 18520 systur hennar sem búsett er á Akranesi en þær voru jafnan óaðskiljanlegar meðan líf beggja entist og þótti vinátta þeirra og samlyndi vera með eindæmum Því að svo var kært með þeim að þær máttu vart hvor af ann- arri sjá svo dægrum næmi. Okk- ur hinum sem þekktum Láru heitna bezt verður hún löngum minnisstæðust sökum áberandi persónuleika hennar og styrkrar skapgerðar og geymum því góð- ar minningar um hana en gleymum þeim ekki. Þröngt blaðrými þolir að vonum ekki langa ritsmíð enda ekki um það beðið nema undir þessa stuttu minningu flutta af þakklæti og eftirsjá, og því mun hér staðar numið á náðum áfanga. En um leið og ég sendi ættingjum og vandamönnum kveðju mína og samúð vil ég minna á þá stað- reynd að aldrei er svo svart yfir sorgarranni, að eigi birti um síðir. Kristján Þórsteinsson. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 58., 60. og 62. tbl. Lögbirtingablaðsims 1968 á Grænadal við Breiðholtsveg, talin eign Páls Þor- finnssonar, fer frarn eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri, miðvikudaginn 26. marz, 1969, kl. 14.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 43., 45. og 48. t'bl. Lögbu-tingablaðsins 1968 á hluta í Hólmigarði 47, talin eign Jóns Sigurðs- sonar, fer fram eftir kröfu Sveins H. Valdemarssonar hrl., Þorsteins Geirssonar hdl., og Þorvaldar Þórarinssona-r hrl., á eiigninni sjálfri, miðvikudaginn 26. marz 1969, kl. 16.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 72. og 74. tbl. Lögbirtingablaðsins 1968 og 2. tbl. þess 1969, á h'luta í Þverholti 15, þingl. eign Ewalds Bemdsen o. fl., fer fram eftir kröfu Gjaldheimt- unnar í Reykjavík, á eigninni sjálfri, mið'vifeudaginn 26. marz 1969, kl. 11.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. N auðungaruppboð an.nað og síðasta á hluta í Hraunibæ 94, þingl. eign Maxíu Imgvarsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri, miðvifeudaginn 26. marz 1969, kl. 11.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 67., 70. og 72. tbl. Lögbirtimgablaðsins 1968 á Bústaðavegi 95, talin eign Péturs Kjartanssonar, fer fram eftir kröfu Hafþórs Guðmundssonar hdl., á eign- inni sjálfri, miðvikudaginn 26. marz 1969, M. 15.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 67., 70. og 72. tbl. Lögbirtingablaðsins 1968 á hluta í Blönduhlíð 12, þingl. eign Aðalheiðar Bene- diktsdóttur, fer fram etfir kröfu Hákonar H. Kristjóns- sonar hdl., og Iðnaðarbanka íslands h.f. á eigninni sjálfri, miðvikudaginn 26. marz 1969, kl. 13.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 67., 70. og 72. tbl. Lögbirtimgab)aðsins 1968 á Laugavegi 48, þingl. eign Gunnlaugs B. Björns- sonar, fer fram eftir kröfu Baldvins Jónssonar hrl., á eigninni sjálfri, miðvikudaginn 26. marz 1969, kl. 15.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. NYJAR SENDINGAR AF KARLMANNASKÖM Verð krónur 534,- 637,- 659,- 663,- 676,- 710,- 728,- 756,- 780,-, SKÓBÚD AUSTURBÆJAR LAUGAVEGI 100 BÓKAMARKAÐUR í UNUHÚSI HEFST í DAG Hundruð úrvals bóku — Helgufell — Unuhúsi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.