Morgunblaðið - 21.03.1969, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. MARZ 19€9
7
Sjómennirnir nköllnðn Allnh, þegnr Flng-
shntnn birtist ylir bntnum
Samtal við Eggert
Magnússon, sem
nú sýnir í glugga
Morgunblaðsins
Um þessar mundir er aðhefj
ast sýning í Morgunblaðsg’lugg
anum á nokkrum málverkum
eftir Eggert Magnússon, og eru
málverkin til sölu, og gefur aug
lýsingadeild Mbl. upplýsingar
um verð, og tekur við pöntun-
■m.
Eggert Magnússon hefur feng
ist vlð margt um aevina, stund-
að sjóinn mestan part, einnig
verið á Eyrinni, og svo hefur
hann lengi fengist við að mála.
Hann hefur kennt Súdannegr-
um að veiða fisk og mjn.fl.
Á haustsýningunni í Eistamanna
skálanum 1963 sýndi hann að-
eins eitt málverk, það nafn-
kunna málverk af Flugskötu-
veiöum, og það málverk er ein-
mitt til sýnis á sýningu Egg-
erts í glugganum En það er
risastórt, svo að gluggtnn rúm
ar það varla, en það á sér
merkilega sögu, og þess vegna
lét hann það fylgja, og nú er
það m.a. til sölu.
„Hvað kom til að þú málað-
ir þetta málverk?" spyrjum við
Eggert, þegar hann heimsótti
okkur niður á blað fyrir nokkru
★
„Það er löng saga að segja
frá því, góði, en ef þú mátt
vera að þvl að hlusta, skal
ég reyna að stikla á stærstu
atriðunum fyrir þig. Ég er
fæddur að Njálsgötu 17 fyrir 56
■1
mmmmm
Eggert Magnússon
árum, sonur Magnúsar Jónsson
ar frá Breiðholti, en annars
erum við feðgar oft kenndir
við Engjabæ í Laugadal, þar
sem pabbi rak lítið fjárbú, en
vann annars í bæjarvinnunni.
★
f Svo ég haldi áfram ættfærsl-
unni, þá hef ég sjálfsagt list-
hneigðina úr móðurættinni, því
að móðir mín teiknaði eins og
engill. Svo á ég sex systur,
sem allar teikna og mála meira
og minna. Pabbi hennar mömmu
hét Eggert Norðdahl, bóndi frá
Hólmi, en móðuramma mín hét
Valgerður Guðmundsdóttir. Var
hún föðursystir Guðmundar frá
Miðdal.
Ekki meira um ættfræði. Pabbi
átti létt með að segja frá
og tók mig stundum á hnéð
og sagðí mér frá ýmsu skrýtnu
úr útlamdinu. Hann stundaði
hvalveiðar við Suður-Afríku
árið lðll á vegum Ellefsens
norska, sem rak hvalveiðistöðv
ar hingað og þangað um Vest-
firði, og þama suður með Af-
ríku rakst hann á mörg fyrna
merkileg kvikindi, sem maður
sá Ijóslifandi fyrir sér af frá-
num hans.
Ig lét mig dreyma um að
komast einhverntíma á þessar
söguslóðir hans pabba og stunda
sjómennsku þar. Fimmtán ára
byrjaði ég á Skúla fógeta, og
I hef stundað sjó síðan á togur-
um og mótorbátum, helftina úr
lífi mínu. Svo gerðist undrið
1950, þegar ég gekk hnarrreist
ur inn í nýlendumálaráðuneyti
Breta I London, réði mig, sem
sö^n
reyndan fiskimanm á Ljóna-
ströndina í Afríku. Svo átti
ég þá að kenna negrunum að
veiða físk. Dvalarstaður minn
hét Bathrust í Gambiu. Sjór-
inn er 32 stiga heitur í Köngó-
flóa og heitir vindar blása frá
Sahara eyðimörkinni, eo sólin
er miskunarlaus á þessum slóð
um, og hellir geislum sinum
beint ofan i kollana.
Mér var fenginn bátur með
dieselvél og fimmtiu nemendur
sem kunnu þó ekkert, þegar
ég fór, allir Múhameðstrúar, og
voru alltaf að bæna sig, og
höfðu engan áhuga á fiskveið-
um, Allah var þeim eitt og allt.
Fyrst veiddum við hákarl hamda
hænsnunum, en svo tók við Tún
fiskurinn. Við áttum að fá kæli
skip frá London. Eftir sex mán
uði birtist það, en kælikerfið
þoldi ekki hitann f sjónum, og
ég gafst upp um sama leyti.
I morgunsárið brutumst við
gegnum frumskógiran til strand
ar, og svo var ýtt úr vör.
Sjávardýpi er mikið á bláum
Kongóflóanum, ailt að
þúsund metrum, og við vorum
allan daginn í orrustu við há-
karla ætlaða ofan í hænur
hins brezka heimsveldis hennar
hátignar, og munaði oft mjóu,
enda lágu nemendur mínir flest
ir á bæn Iengst af.
★ '
Svo var það einmitt þennan
dag í ágúst, sem lífsdrama mitt
gerði mér heimsókn. Ógurlegt
flykki flaug skyndilega upp úr
sjónum stjórnborðsmegin og tók
að svífa kringum bátinn. Þarna
Var Flugskata livfndi komin
með þráðbeinan halann, sem
stóð út í loftið, skrumskældi
kjaftinn til okkar, glottandi.
Nemendur mínir, Múhameðstrú
armennirnir, urðu hvítir í fram
an af skelfingu og ákölluðu
Allah hástöfum. Flugsköturnar
blaka börðunum á flugi og eru
svo Sem engar smáskepnur,
þetta 1200 pund á þyngd, og
geta flogið upp í átta metra
hæð og haldið sér á lofti allt
að tiu mínútum. Þessi skata
hefur sennilega verið 7 metra
á breidd og hringíólaði kringum
bátinn, og það er ekkert spaug,
ef henni dytti í hug að hlassa
sér niður á bátinn. Hún myndi
hreinlega hvolfa honum, enda
kalla Engiendingar hana Djöfla
fisk.
Sýn þessi ásótti mig lengi,
svo að ég ákvað að festa hana
á léreít, með annað augað blátt
Hinir blökku nemendur Eggerts urðu hvitir í framaa aí
skelfingu, þegar FTugskatan birtist og þeir ákölluðu Allxh i
gríð og erg
hitt grænt, gert af steindu gleri.
Ég hef víst gert hana heldur
vinalegri um kjaftinn, en hún
á skilið, þvi að þetta eru skað-
ræðisskepnur, og ættu að minna
okkur Möriandana á að fleira
er i sjó en eintómt Bjargræði".
★
„Var þetta þín einasta ferð á
suðurslóðir, Eggert?“
,Jíei, nei, ég hafði ekki feng
ið mig fullsaddan, svo að 10.
ágúst 1967 hélt ég frá Barce-
lón á Spáni með spánska
skipinu Ciudad De Compostella
og komum við fyrst til eyjar-
innar Tenerife. og stönzuðum
þar daglangt, en fórum síðan til
Gran Canaria, en þar heitir
aðalútgerðarstöðin Las Palmas.
Þar voru margir japanskir skut
togairar, einir 18, og 2 fá Kór-
eu flestir um 1800 tonn að stærð
og höfðu fengjð mjög góðan
afla, af spænskum makril
brynstyrtlu, hvítum túnfiski, og
var þetta allt hraðfryst, set-t
í pappaumbúðir og þannig var
veitt suður með allri Afríku.
Þýzkir skuttogarar veiða mik-
ið þarna, bæði með hringnót og
flottrolli. Á hringnótina fiskaði
hann Jóhannes Thiart frá Suð-
ur Afríku, á 75 lesta báti
9000 lestir á 7 mánuðum 1966.
Norðmenn hafa verið á þess
um slóðum með mörg bræðsíu-
skip sem framleiða allt upp í
V* af allri mjölframleiðslu
Noregs. Á heimleið, sunnan frá
heitum sjó, komum við í Gen-
úa og seldum aflann fyrir topp
prís, miklu hærri en hérlendis
fæst fyrir fisk.
Er ekki kominn tími til að
við sameinumst frændþjóðum
okkar í norðri, og gerum út
til fiskjar suður í Gíneuflóa.
Þau sýnast stundum ekki beisin
fiskimiðin okkar, þótt eflaust
standi þetta alh til bóta. Flot-
trollin lofa í það minnsta góðu“.
„Jæja, Eggert, fleiri eru nú
málverkin, en myndin af flug
skötuveiðinni. Ætlarðu að selja
þetta allt?“
„Já, helzt, en ég á meira
heima, ef einhver vill koma til
min að Karfavogi 27. Já, það
er óhætt að segja, að ég lumi
á ýmsu, á margt til í poka-
horninu og ég er ekki dýrseld-
ur, það væri þá helzt sú heljar
skata, Flugskatan".
Og með það kvöddum við
kempuna, sjóhetjuna, einasta ís
lendinginn sem séð hefur Flug
skötu á flugi, — og ódauður
enn. — Fr. S.
Japansknr skuttogarí, sem Eggert tók mynd af í höfninni í Las
Palmas á Kanaríeyjnm.
HALLÚ — HAFNARFJÖRÐUR
VM taka að mér að gæta
barns á daginn frá 9-6 eða 7,
er barngóð. Uppl. á Selvogs-
götu 17, uppi, á kvöldin.
TAKKJ EFTIR
Dagstofuhúsgögn, borðstofu-
húsg., svefnherbergishúsg.,
vegghúsgögn. Gamia verðið.
Húsgagnaverzlunin Hverfis-
gotu 50, sími 18830.
HEIMTUGT HÚSNÆÐI
fyrir teiknistofu er til leigu
i Miðbænum. Tilboð merkt
„1. apríl — 2425" sendist
afgr._ MbL
ÞAÐ BEZTA
er aldrei of gott. 6 manna
kaffr- og matarsteli, aðeins
kr. 1.675.-, bollapör 25 kr.,
diskar 25 kr.
Jón Mathiesen. sími 50101.
VERZLUNAR STARF
í Hafnarfirði. Stúlka óskast
hálfan daginn. Uppl. um
menntun og fyrri störf fylgi
ums.. er sendist MbL fyrir
25. marz merkt „6275".
LEIGtílBÚÐ ÓSKAST
3ja—4ra herb. ibúð, helzt í
Vesturbænum óskast á
leigu nú þegar. Rúmt útsýni
æskilegt. Uppl. t síma 13339.
GULLARMBAND
tapaðist í gærmorgun, senni-
lega á Hverfisgötu eða t
Miðbænum. Finnandi vinsam
tega hringi j síma 14664.
Góð fundarlaun.
BARNGÓÐ KONA
óskast til að gæta tveggja
barna, 4ra og 6 ára, í nokkra
mán. Tilb. til Mbl. f. föstu-
dagskvöld merkt „Húshjálp
2850".
IBÚÐ TR. LEIGU
Falleg fjögra herbergja rbúð
við Hagatorg tif leigu frá 1.
apríl. Uppl. í sima 92-1529,
Keflavik.
Vinnufatabúðin
VINNUÚLPUR
Vinnufatabúðin
Laugaveg 76.
Hver'isgötu 26.
A næstunni ferma skip vor
til Islands, sem hér segir:
ANTVERPEN:
Bakkafoss 24. marz
Reykjafoss 2. aprit
Skógafoss 7. aprif*
Reykjafoss 21. aprO
ROTTERDAM:
Bakkafoss 25. marz
Reykjafoss 1. apríl
Skógafoss 9. apríl*
Reykjafoss 23. aprií
HAMBORG:
Sk’rp 24. marz
Reykjafoss 5. april
Skógafoss 12. apríf*
Skip 18. apríl
Reykjafoss 26. apríi
LONDON:
Askja 25. marz
Skógafoss 2. apríf*
HULL:
Askja 27. marz
Skip 8. apríf*
LEfTH:
Askja 29. marz
GAUTABORG:
Annette S 21. marz
Tungufoss 9. april*
KAUPMANNAHÖFN:
ísborg 21. marz
Gullfoss 28. marz
Tungufoss 10. apríl*
Gullfoss 16. apríf
KRISTIANSAND:
Annette S 22. marz
Tungufoss 12. apríl*
NORFOLK:
Lagarfoss 29. marz*
Selfoss 5. apríl
Brúarfoss 21. april
NEW YORK:
Lagarfoss 2. aprif*
Seifoss 10. apríl
Brúarfoss 26. apríl
GDYNIA:
Fjallfoss 25. marz
Laxfoss 14. apríl
HELSINGFORS:
Fjallfoss 18. marz
KOTKA:
Fjalffoss 19. aprif*
VENTSPILS:
Fjallfoss 23. marz.
* Skipið losar í Reykjavik,
Isafirði, Akureyri og Húsa-
vík.
Skip, sem ekki eru merkt
með stjörnu krsa aðeins ‘r
Rvík.
ALLT MEÐ
EIMSKIF