Morgunblaðið - 21.03.1969, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.03.1969, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1909 21 - BETRA SEINT Framhald af bls. 8 hálftíma, eða einum þriðjalengri tíma en skipstjórinn taldi eðli- legt. ^ En þetta kemur heim"við þann óvenjulega sterka og afbrigði- lega straum, sem ég tel að hafi haft öll ákjósanlegustu skilyrði til að vera þarna, þegar Goða- foss sigldi fyrir mynni víkur- innar. Rangtúlkun Ásgeirs Jakobs- sonar í þessum síðasta hluta svar greinar sinnar er svo lúaleg að ég leyfi mér að mótmæla henni harðlega. Tilgangi greinar minnar í Morgunblaðinu 26. jan. er náð. Það tel ég að Ásgeir hafi séð um með svargrein sinni, en hann var sá, að leiða hug lesenda bók arinnar „Hart í stjór“ frá því, að Goðafossstrandið hefði get- að orðið fyrir það, að hinn ungi háseti, sem við stýrið var, þegar óhappið skeði, hefði gleyrnt hvaða strik hann átti að stýra, eða ekki þekkt of vel á átta- vitann og villzt á strikum eins og Ásgeir orðar það í bók sinni. Málið er því útrætt frá minni hendi og bið ég rithöfundinn heilan lifa og óska honum betra gengis á ritvellinum. Með þökk fyrir birtinguna. Látrum 20.2. 1969, Þórður Jónsson. - STÓRIÐJA Framhald af bls. 15 er kleift að gera, og auk þess eru margir alþjóðlegir sjóðir og hjálparstofnanir, sem lána þess- um þjóðum fé með mjög lágum vöxtum. Það raforkuverð, sem þessar þjóðir geta boðið, er því mjög hagstætt og oft mun hag- stæðara en við getum boðið Land undir verksmiðjur, hafn- araðstaða og annað þess hátt- ar má einnig reikna með að sé jafn hagkvæmt þar og hjá okk- ur. Hins vegar eru þjóðfélags- legar aðstæður í pessum lönd- um oft mjög fráhrindandi fyrir iðfnyrirtæki Stjórnarfarið er oft ast einhvers konar einræði eða höfðingjastjórn, spilling oft mik il og stjórnirnar valtar í sessi Almenn menntun er lítil og þess vegna getur verið erfiðleikum bundið að fá og þjálfa gott starfsfólk. Skortur er á innlend um mönnum með verkfræði- og viðskiptafræðimenntun, sem geta tekið að sér stjórn og rekstur fyrirtækjanna, og því oftast nauð synlegt að styðjast að verulegu leyti við erlenda sérfræðinga og stjórnendur, en það leiðir hins vegar oft til missxilnings og á rekstra, bæði við starfsfólk og stjórnarvöld. Áhættan er því mikil hjá fyrirtækjum, sem stað- setja verksmiðjur sínar í van- þróuðum löndum. Og þar sem á- hættan er mikil, verður ágóða- vonin einnig að vera mikil. Hér að framan nef ég reynt að gera í stuttu máli grein fyrir aðstöðu okkar til að laða til okk ar erlend iðnfyrirtæki. Ég hef rætt þetta fyrst og fremst með tilliti til fyrirtækja, sem nota mikla raforku, en sömu lögmál gilda einnig um þau fyrirtæki, sem nota hitaorku. Ég hef reynt að sýna fram á að líta verður á meira en einungL orkuverðið þegar rætt er um staðsetningu á verksmiðjum hér. Fyrirtækin verða einnig að meta þjóðfélags legar og landfræðilegar aðstæð- ur og segja má, að þeim mun betur, sem þeim lízt á þser að- stæður, þeim mun hærra verð er hægt að fá fyrir raforkuna og þeim mun hærri skatta eru fyrirtækin tilbúin til að taka á sig. Allar þessar „ðstæður verð ur fyrirtækið að meta hverju sinni, áður en það tekur ákvörð- un um fjárfestingu, sem nemur þúsundum milljóna íslenzkra króna. Ef við óskum eftir stór- iðju með erlendum fyrirtækjum, verðum við að kynna þeim okk- ar aðstöðu eftir föngum, því að þeim mun betur, sem fyrirtæk- in þekkja aðstoðuna hérna, þeim mun hagstæðari samningum get- um við náð. Ef við göngum nú út frá því, að erlend fyrirtæki sjái sér hag í að reisa verksmiðjur hérna, og við getum náð það hagstæðum samningum, að við sjáum okkur hag í að fá þau hingað, hvaða möguleika höfum við þá til að sjá nýrri stóriðju fyrir raforku7 Eins og ég nefndi áðan, má bú- ast við, að samkeppnin við kjarn orkuver geri samningsaðstöðu okkar mjög erfiða eftir 10 til 15 ár. Einnig benti ég á, að und- irbúningstíminn frá því að rann- sóknir hefjast á virkjunarstað þar til virkjun tekur til starfa, sé yfirleitt ekki styttri en 6 til 8 ár. Það er því ljóst, að ef við ætlum að fá stóriðju hér á landi þá megum við engan tíma missa Sá áfangi Búrfellsvirkjunar, sem nú er unnið að, mun full- nægja þörfum almennrar notk- unar í landinu fyrst í stað og skuldbindingum Landsvirkjunar á orkusölu til ISALs Reiknað er með, að árið 1972 verði búið að tvöfalda álbræðsluna í Straums- vík og stækka jatnframt Búr- fellsvirkjun upp í tulla stærð og byggja nauðsynleg miðlunar- mannvirki í Þórisvatni. Þessi stækkun Búrfellsvirkjunar er það mikil, að nokkur orka verð ur aflögu, sem hægt er að nýta til annarra þarfa. Undanfarin tvö ár hefur Veric fræðideild Landsvirkjunar unn- ið að rannsóknum og áætlana- gerð að nýrri virkjun í Tungnaá við Sigöldu. Þetta er hagkvæm virkjun, talsvert minni en Búr- fellsvirkjun, og því vel viðráð- anleg. Sigölduvirkjun getur framleitt álíka mikla orku og all ar þrjár Sogsvirkjanirnar sam- anlagðar og auk þess má auka orkuframleiðsluna um 40 prs með því að veita Köldukvísl gegnum Þórisvatn til Tungnaá” ofan Sigöldu. Afl þessarar nýju virkjunar er 135 000 kW. Und- irbúningsvinnan er það langt komin, að hægt yrði að taka Sig ölduvirkjun í notkun á árinu 1973, ef þegar í stað er farið að undirbúa útboð og byrjað að bjóða verkið út nú 4 þessu ári. Laxárvirkjun hefur látið gera áætlanir og útboð3gögn fyrir á framhaldandi virkjun Laxár í Að aldal. Reiknað er með, að fyrsti áfangi þeirrar virkjunar geti tek ið til starfa árið 1972. Rannsóknir á öðrum virkjun- arstöðum eru skammt á veg komnar. Þó hefur Orkustofnun in látið gera mynzturáætlanir um virkjanir í Þjórsá og Hvítá og frumáætlanir á ýmsum öðr- um virkjunarstöðum. Þessar á- ætlanir gefa hugmynd um, hvaða virkjunarstaðir eru beztir oe þá hvert beina eigi frekari rann sóknum. í framhaldi af þessum áætlunum hefur Landsvirkjun látið gera frum-áætlun um virkj unartilhögun í Efn-Þjórsá, sem ekki var rannsökuð í mynztur- áætlunum. Þessi virkjunartilhög un virðist gefa um 10 prs. ó- dýrari orku en nokkur önnur virkjunartilhögun sem áætlan irnar ná til. Hér er um að ræða virkjun, sem er stærri en Búr- fellsvirkjun og að því er virðist álíka hagkvæm og mundi geta fram’leitt rúmlega 2000 milljón kWh á ári af öruggri orku Miðl- un við Norðlingaóldu er talin sem hluti virkjunarinnar. Ef fé fæst til frekari rannsókna og farið er í jarðboranir og aðrar rannsóknir á þessu sumri og síð an unnið sleitulaust að undir- búningi og byggingu virkjunar- innar, má gera ráð ivrir, að þessi virkjun geti tekið til starfa ár- ið 1976. Með þessum virkjunum, sem taldar hafa verið hér að ofan þ.e.a.s. Sigölduvirkjun, Laxár- virkjun og virkjun Efri Þjórs- ár, mundi fást rúmlega 3000 mill- jón kWh á ári eða nokkurn veg in sú orka sem 3 álverksmiði- ur með 60.000 tonna ársfram- leiðslu mundu þurfa. Þetta eru verksmiðjur á stærð við álverið í Straumsvík, eftir að það hefur verið stækkað. Þessar framkvæmdir eru hins vegar það miklar að gera má ráð fyrir að vinna þurfi fyrir allt að 1500 milljónir króna að jafn aði á árunum 1970-75 ef þessi á- ætlun á að standast. Jafnframt mundi skapast vinna .við virkj- anagerð fyrir upp undir 1500 menn. Undirbúningur að öðrum virkj unum er enn skemmra á veg kominn. Ef unnið er markvisst að virkjunarrannsóknum, má ef til vill bæta við tveimur nýjum virkjunum á stærð við Sigöldu virkjun fyrir árið 1980. Eftir þann tíma er ógerningur að segja um það, hvort mögulegt verður að keppa við kjarnorku verin. Þessi áætlun gerir ráð fyr ir því, að ávallt sé nægilegt fjár magn til að byggja fýrir og næg ir kaupendur fyrii orkuna og engar tafir verði á framkvæmd- um. Það má því segja, að þetta sé bjartsýnisáætluii um mesta mögulegan hraða framkvæmda. Ef við lítum á þetta nánar, þá getum við með þessum mikla framkvæmd&hraða virkjað um 20 prs. af Vctnsorku okkar fyr ir árið 1980. Eftir þann tíma er ómögulegt að segja um það, hvaða möguleika við höfum til að nýta þá auðlind sem við eig um í fallvötnum okkar. Það er því ekki seinna vænna, að þjóð- in geri sér grein fyrir þvi, hvort hún vill stóriðju hér á landi, sem getur skotið nýjum stoðum undir atvinnulíf okkar og nýtt okkur í hag eitthvað ai þeim mikla auð, sem nú rennur árlega í hafið engum til gagns. VX-6 CADMIUM lögurinn eyðir súlfat- myndun í rafgeymi yðar, eykur endingu geymisins um ÁRABIL og tafarlausa ræsingu. Heldur Ijósunum jöfn- um og björtum. Fæst hjá öllum benzin- afgreiðslum. IVámsmeyjar útskrifaðar úr Kvennaskólanum vorið 1959. Hittumst allar á Hótel Sögu, herbergi 613, laugardaginn 22. marz n.k. kl. 15. Áriðandi að allar mæti. NEFNDIN. Vymura vinyl-veggfóður Eignarlóð neðarlega við Vesturgötu i Reykjavík til sölu. Lóðin er tæpir 400 ferm., 90 ferm. timburhús, ein hæð og ris, stendur á lóðinni. Þeir, sem hafa áhuga sendi tilboð til afgr. Mbl. fyrir n.k. mánudag merkt: „Eignarlóð — 218". Þ0LIR ALLAN ÞV0TT lcP UTAVER Grensásvegi 22-24 Simi 30280-32262 HICHELIN XY HJÚLBARÐAR Það er sama hvort ekið er á veginum eða utan hans, ef bifreiðin er á MICHELIN XY—hjólbörðum. — MICHELIN XY—hjólbarðarnir hafa ótrúlega mikið slitþol. Fleiri og fleiri kaupa MICHELIN XY. Allt á sama stað Egill Vilhjálmsson hf. LAUGAVEGI 118, SÍMI 2-22-40.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.