Morgunblaðið - 21.03.1969, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1909
Greinargerð frá
stjórn stúdentaráðs
um afstöðu háskólaráðs á fillögum
stúdentaráðs um aukna þátttöku
stúdenta í stjórn háskólans
1. Stúdentaráð gerði að tillögu
sinni að stúdentar fengju 2 fulltr.
með fullum réttindum á deildar-
fundum og 2 fulltr. með fullum
réttindum í há^kólaráði. Háskóla
ráð hefur fallizt á hvort tveggja,
og vill stjórn stúdentaráðs lýsa
ánægju sinni með þá niðurstöðu.
2. Stúdentaráð gerði að til-
lögu sinni, að stúdentar fengju
að ráða 25% atkvæða við rekt-
orskjör. Háskólaráð hefur fallizt
á, að 10 kjörmenn stúdenta skuli
taka þátt í rektor;kjöri. Með
þeim hætti fá studentar nokkur
áhrif á kjör rektors, en þó munu
þeir ráða nokkru minni hluta at-
kvæðamagns en gert var ráð fyr-
ir í upphaflegum tillögum stú-
dentaráðs.
í upphaflegum tillögum stúd-
entaráðs var ekki sett fram
ákveðin stefna í því, á hvern
hátt skyldi velja kjörmenn
stúdenta. Á stúdentaráðifundi 20
febrúar sl. var samþykkt svo-
hljóðandi tillaga: „Stúdentaráð
ályktar, að kjörmenn stúdenta
við rektorskjör verði valdir af
stúdentaráði, hver svo sem fjöldi
þeirra verður. Gætt verði þess,
að allar deildir fái kjörmenn“.
— Sú hugmynd lá að baki þess-
arar ályktunar, að eðlilegt væri,
að stúdentaráð annaðist um va)
kjörmanna, þar sem það værj
fulltrúi stúdentaheildarinnar. Há
skólaráð taldi sig ekki geta
gengið að þessu, en lýsti vilja
sínum til þess, að kjörmenn stúd-
enta yrðu sem hér segir: 2 fltr.
stúdenta, sem sæti eigi í háskóla-
ráði, formaður stúdentaráðs og
1 fltr. úr hverri deild háskólans,
og skyldi sá vera annar af tveim-
ur fltr. viðkomandi deildarfélags
á deildarfundum. Stjórn stúdenta
ráðs fól formanni ráðsins að
gera þær athugasemdir við þess-
ar tillögur, að eðlilegt hlyti að
teljast, að tannlæknanemar
hefðu íérstakan fulltrúa í kjör-
mannaráði, þótt tannlæknadeild
sé ekki sérstök deild að lögum
enn sem komið er. Auk þess
væri nauðsynlegt, að kjörmenn
deildanna væru valdir sérstak-
lega til þess starfa, en fulltrúi
viðkomandi deildarfélags á deild
arfundum væri ekki sjálfkrafa
kjörmaður stúdenta sinnar deild-
ar við rektorskjör. Formaður
stúdentaráðs gerði háskólarektor
grein fyrir þessum sjónarmiðum,
og féilst hann á að bera þau fram
á háskólaráðifundi.
Stúdentaráðsfundur 7. 3. 1960
fjallaði enn nokkuð um þetta
mál. Þar lýstu stúdentaráðsliðar
þeirri skoðun sinni, að féllist há-
skólaráð ekki á, að stúdentaráð
veldi kjörmenn einstakra deilda,
væri eðlilegra að þeir væru kosn
ir til þe-s starfs sérstaklega á
fundum í einstökum deildum en
fulltrúi deildarfélags á deildar-
fundum væri sjálfkrafa kjörmað
ur.
Háskólaráð hefur nú afgreitt
þetta mál fyrir sitt leyti og fall-
izt á, að tannlæknanemar fái sér-
stakan kjörmann með sérákvæð-
um, unz sérstök tannlæknadeild
verður stofnuð. Hins vegar féllst
háskólaráð ekki á, að stúdenta-
ráð veldi kjörmenn stúdenta úr
einstökum deildum, né heldur að
þeir yrðu kosnir til þessa starfs
sérstaklega á deildarfélagsfundi.
Hélt háskólaráð fast við það, að
kjörmaður frá stúdentum í
hverri deild skyldi vera annar af
tveimur fulltrúum deildarfélags-
ins á deildarfundum.
Stjórn stúdentaráðs lýsir yfir
miklum vonbrigðum með það, að
háskóiaráð skuli ekki hafa treyst
sér til að ganga lengra til móts
við óskir stúdenta um þetta atr-
iði. Vill stjórnin taka það skýrt
fram, að þær tillögur, sem há-
skólaráð sendir frá sér um þetta
eru all’s ekki sameiginlegar til-
Sölumannadeild V.R.
Hódegisverðoriundur
verður haldinn laugardaginn 22. marz kl. 12,30 í Átthagasal
Hótel Sögu.
Ræðumaður verður:
Dr. Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamálaráðherra.
Fullvíst er að fundur þessi verður bæði fróðlegur og skemmti-
legur, og eru því félagar hvattir til að mæta og taka með sér
gesti. Einnig eru nýir félagar boðnir velkomnir.
STJÓRIMIN.
ERU TRAUST
OC CANCVISS
★
Sendum í póstkröfu.
Magnús
Benjamínsson & Co
Reykjavík.
lögur háskólaráðs og stúdenta-
ráðs. Hins vegar fer stjórnin
ekki fram á, að ráðherra eða Al-
þingi breyti tillögum háskóla-
ráðs um þetta deiluatriði, enda
hafur hún ekki umboð stúdenta-
ráðs til þess. Til grundvallar
þeirri afstöðu liggur sú skoðun
stúdentaráðsmanna, að háskólinn
eigi að vera sem sjálfstæðastur,
og því beri ríkisvaldinu og Al-
þingi jafnan að skipa málum há-
skólans á þann hátt, sem stjórn-
endur hans telja réttast á hverj-
um tíma. Stjórn 'stúdentaráðs tel
ur því ekki ábyrga stefnu að
reyna að hafa áhrif á málefni há-
skólans með því að beita fyrir
sig valdboði að ofan, heldur vill
hún stuðla að því, að stúdentar
hafi góð áhrif á stefnu og starf
háskólans með því að taka ábyrg
an þátt í stjórn hans innan frá.
Markmið tillagna stúdentaráðs
um aukna þátttöku stúdenta í
stjórn háskólans var samvinna
en ekki sundrung.
f stjórn stúdentaráðs 14. marz
1969.
Höskuidur Þráinsson, stud. phil.,
formaður,
Guðjón Magnússon, stud. med.,
varaformaður,
Páll Jensson, stud. polyt.,
Helgi Bjarnason, stud. polyt.,
Björgvin B. Schram, stud. oecon.
*
LJÓSMYNDASTOFAN
LAUGAVEGI 13
SIMI 17707
Cheerios
Cheerios
SÓLARGEISLI í HVERRI SKEIÐ
GEHEBGl^J MIUS
NATHAN & OLSEN HF.