Morgunblaðið - 21.03.1969, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.03.1969, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. MARZ 196® Betra seint en aldrei f MORGUNBLAðlNU 9. febrú- ar var greinarkorn eftir rithöf- undinn Ásgeir Jakobsson undir fyrirsögninni: „Nú efu jóla- sveinar seint á ferð“. Grein þessi var svar við grein, sem ég skrifaði í sama blað 26. jan., þar sem ég leyfði mér að mót- mæla eftirfarandi klausu í bók Ásgeirs um Goðafossstrandið „Hart í stjórn“, bókarhöfundur segir orðrétt: „Hér er því sá möguleiki greinilega fyrir hendi, að stýrt hafi verið einhverja stutta stund „óst suð óst“ í stað „óst núr óst“. Gleymdi ungi maðurinn ó- kunnugi á þessum slóðum því um stund hvort strikið honum hafði verið sagt að stýra, eða þekkti hann ekki ofvel á áttavitann og viltist á strikum?" Og svo set ég fram það, sem ég tel að hafi get- að valdið strandinu, en það er, að straumur hafi borið skipið af leið. Svargreinin: Ásgeir Jakobsson fagnar því, að hafa fengið í grein minni til- efni til að skýra það, hvers vegna hann ræði svo lítið í bók sinni um Goðafossstrandið, að straumur hefði getað borið skip ið af leið. Það var af því að hann var svo kunnugur á þess- um slóðum, að straumur kom ekki til álita sem orsök hjá kunn ugum og siglingafróðum mönn- um, (orðrétt) „um að hafa borið skipið neitt af leið. hvað þá tvær mílur á korters siglingu". Rithöfundurinn er ekki lengra kominn í svargrein sinni, þegar honum verður fyrst fótaskortur enda víða hálka. Hann talar þarna um korters siglingu fyrir víkina, en í bók sinni segir hann að klukkan hafi verið 02,15, þegar búið var að taka stefnuna fyrir Straumnes, en þegar skipið strandar hafi hún verið 02,45, svo þarna munar að- eins. Svipað ferst honum við að fá út þessar tvær mílur. Hann segir í umræddri bók sinni, að skipið hafi verið tvær mílur und an Rit, þegar stefnan var tekin fyrir Straumnes, og sú stefna hafi verið mílu undan nesinu. Já, það er enginn jólasveinn, sem þarna er að reikna. Ósigl- ingafróðum mönnum mundi reiknast að tíminn frá 02,15— 02,45, væri hálftími, og einnig, að með óbreyttri stefnu hefði skip- ið ekki þurft að bera nema mílu innað víkinrxi frá meintri sigl- ingaleið til að lenda í nesinu. Skipið þurfti sama og ekkert að bera inná víkina, ef við telj- um víkina innan lírtu úr Straum- nestá í Ritstá. með þeirri stefnu sem skipið hafði, því hún var eftir því sem upp er gefið, mílu nær Straumnesi en Rit. Þarna hefði rithöfundurinn sjálfsagt getað reiknað réttar, ef vilji hefði verið fyrir hendi. Hann telur þó, að fleiri ósigl- ingafróðir menn en Þórður á Látrum, muni telja að straumur gæti hafa haft þarna einhver á- hrif. Þegar Ásgeir hefir leiðrétt það, segir hann orðrétt: „Straum urinn beygir ekki í vínkil fyrir nes eins og Þórður á Látrum heldur" o.s.frv. Ekki er ég frá því, að fleiri haldi það en ég, og hafi reynt það af fallstraumum að þeir setji það ekki fyrir sig að sveigja fyr ir nes. Aðfallsbylgjan, sem kemur hér norður með Vestfjörðunum, fer inná hvern flóa og fjörð, inn- með landinu sunnanvert við fjörðinn og flóann, en út með því að norðan. Útfallið fer aftur á móti rangsælis, innmeð land- inu að norðan og út með því að sunnan. Ef Ásgeir þekkir þetta ekki af eigin raun mundi ég ráð leggja honum að lesa bókina „Hafið“ eftir dr. Unnstein Ste- fánsson sér til fróðleiks og skemmtunar. Annars er rétt að ég reyni að ríma þetta fyrir hann, þótt mér sé það ekkert lagið, ef hann myndi það betur: Okkar það af landi les lítið um þó segi: Fallið krækir fyrir nes þótt firðar geri eigi. Þessu næst segir ritliöfundur- inn, að hann geti fengið ótelj- andi Bolvíkirga og Aðalvíkinga til að votta það að suðurfallið taki ekki inná Aðalvíkina norð anvert. Það kann vera satt, en þeir eru farnir að geta talið ansi miklar upphæðir með nútíma tækni, en trúlega á hann við, ó- teljandi fyrir jólasveina. Ásgeir telur því þetta straum tal mitt við Straumnes og suður á víkina með suðurfallinu heila spuna einan, og setur það í bundið mál svo ég mpni það betur, sem var hugulsemi af hon um. En það vissi ég áður að upp- undir Straumnesshlíðum sunnan- vert gætir suðurstraums lítið og ekki, en þar var Goðafoss ekki á siglingu heldur fyrir utan vík- ina. Ekki efast ég um það, að færi ég í skektu út við Straumnes, eins og Ásgeir ráðleggur mér, í stórstraums suðurfall, að hana mundi bera í stórum sveig nokk uð inná víkina. Eftir að rithöfundurinn hefir lýst geðlagi mínu, tekur hann mig í fræðslustund, þar sem hann telur það ófært að ég kunni engin skil á straumnum úti fyrir Vestfjörðum. Fyrir þá viðleitni er ég honum þakklát- ur, þvi þótt ég telji mig vita svolítið um strauminn hér vestra þá veit ég samt alltof lítið, og tek feginshendi alla fræðslu þar um. í fræðslugreininni er hann eitt hvað farinn að slaka á fyrri full yrðingum, því þá segir hann suð urfallið ekki taka _ að neinu marki inná víkina. Ásgeir telur réttilega, að eftir að kemur út- af Djúpinu, þá sé austurfallið mun sterkara. Það er rétt, og mér hefur virzt eftir því meira austurfall sem utar kemur á grunnið, en þó misjafnt. Orsök- ina telur Asgeir landgrunns- strauminn, sem liggur hér norð- ur með Vestfjörðunum. Þessa straums gætir þó sáralítið hér uppvið land á siglingaleið, og er í rauninni mjög veikur. Eftir því sem dr. Unnsteinn Stefánsson segir í bók sinni „Hafið“ þá er þessi straumur hvergi veikari umhverfis land- ið en frá Bjargtöngum og að Horni, eða 1,8 sjóm. á dag, en sterkastur kvað hann vera milli Rifstanga og Langaness 7,1 sjóm. á dag. En frá Reykjanesi að Bjargtöngum 3,5 mílur á dag. Svo hér hefir þessi straumur engin teljandi áhrif á fallstraum ana uppvið land, þeir eru þar allsráðandi. En á þá getur ým- islegt annað haít áhrif, svosem ríkjandi vindátt botnlag, loft- þyngd, o.fl. Dr. Unnsteinn Stefánsson tel- ur til dæmis í bók sinni „Hafið“, að falli loftvog um 50 millibör einhversstaðar við ströndina, þá geti það þýtt 50 cm. hærra flóð en ætla mætti samkvæmt flóðtöflu. Það gæti aftur á mótí þýtt sterkari straum. Aðstæðurnar til þess að þetta hefði getað gerzt á Aðalvíkinni og nágrenni, þeg- ar Goðafoss var þar á sinni síð- ustu siglingu voru fyrir hendi, og allar aðstæður lágu að því, að straumurinn þar hefði getað verið mjög óvenju sterkur, stærstur straumur með tungl næst jörðu, norðan áhlaup að skella á, og loftvog sennilega mikið fallin, og gat verið farin að lyfta sér. f þessu sambandi vil ég setja það hér fram, þótt Ásgeir Jakobs son kunni að telja það heila- spuna, að ég tel, að fjölmörg strönd hafi átt sér stað fyrir af- brigðilega fallstrauma, sem ekki var vitað um eða reiknað með. Kemur þá að síðasta hluta svargreinar Ásgeirs, sem ég tel leiðinlega fyrir hann, því þar nær rangtúlkun hans hámarkí, og leyfi ég mér að taka þann kafla upp orðréttan: „Þórður segir mig hinn versta mann, af því ég leiði getum að stýrishandvömm, sem orsök strandsins. Ég komst nú varla hjá því svo algeng orsök sem þetta er. Hinnsvegar fullyrði ég ekkert í málinu og nefni segul- skekkju um leið sem álíka mögu leika, en Þórður fullyrðir á hinn bóginn að tveir valinkunnir menn, skipstjóri og stýrimaður- inn, hafi falsað skipsdagbókina. í hana er bókað og Þórður hafði þá bókun fyrir framan sig'svo hann gerir þetta ekki óviljandi. — Engin afdrift — sem vita- skuld er rétt, en Þórður gerir sér hægt um hönd og segir þá Ijúga þessi, þeir hafi haft belj- anid straum þvert á stefnu skips ins og þessi straumröst hafi kast að því eins og skopparakringlu inneftir allri vík.“ Já, það er enginn jólasveinn, sem þarna heldur á pennanum, nei, það er rithöfundurinn Ás- geir Jakobsson. Ég hef ekki sagt orð um það, að Asgeir Jakobsson væri vond- ur maður hvað þá heldur hinn versti maður, og þá vitanlega af því að ég hef enga ástæðu haft til þess. En meiri fjarstæða er það þó, að ég hafi sagt í minni grein að skipstjórinn og stýri- maðurinn hafi falsað skipsdag- bókina, eða sagt pá ljúga því að engin afdrift hafi verið. Eg tek aðeins til meðferðar orð Ásgeirs, og set svo fram mína skoðun á því, að straumur hafi getað bor- ið skipið af leið. Að vísu er það tilgáta, sem ég tel þó að hafi við nokkur fök að styðjast, og að engu óeðlilegri en tvær til gátur Ásgeirs, en sú tilgáta kast ar ekki rýrð á nokkurn skip- verja Goðafoss lífs eða liðinn, enda var það ekki tilgangurinn. Heldur mundi mér aldrei detta í hug, að segja skipstjórann, Júlíus Júlínusson, þann aldraða heiðursmann, ljúga einu eða neinu, þar getur Ásgeir sér rangt til um skapgerð mína. En má ég nú spyrja Ás- geir Jakobsson þann grandvara mann, hvar það standi í útdrætt- inum úr leiðarbók Goðafoss, sem er á blaðsíðu 186 í bók hans „Hart í stjór“, að þar standi „Engin afdrift“ á siglingunni frá Rit að Straumnesi. Fyrir mér er jað ekki sjáanlegt. Á sigling- unni frá ísafirði að Rit, þar seg- ir: „Afdrift :.“ Aftur á móti seg- ir Ásgeir sjálfur í bók sinni um siglinguna frá Rit að Straum- nesi: „Afdrift var þar engin, að minnsta kosti ekki uppað land- inu heldur frá því“. Og það var útaf þessum ummælum hans að ég set mína skoðun fram um að straumur hafi borið skipið af leið. Að endingu vil ég benda Ás- geiri á enn eitt atriði, sem renn- ir grun að þvi, að þetta straum- tal mitt við Straumnes sé ef til vill ekki einber heilaspuni. Skip- stjóri Goðafoss getur þess í sjó- Hefi til sölu m.a. 3ja herb. kjallaraíbúð við Hjalla- veg um 80 ferm., útb. 300 þús. kr. 4ra herb. íbúð við Kleppsveg um 100 ferm., auk þess fylgir herbergi í risi, útb. 550 þús. kr. 4ra herb. íbúð á 2. hæð við Laufásveg. 4ra herb. íbúð við Sundlaugar- veg. íbúðin er á 2. hæð í þrí- býlishúsi, 125 ferm., stór og góður bílskúr fylgir. 5 herb. íbúð við Háaleitisbraut, bílskúr fylgir. Fokhelt einbýlishús við Sunnd- flöt í Garðahreppi, húsið er hæð og hálfur kjallari, tvö- faldur bílskúr fylgir. Hefi kaupanda að 2ja til 3ja herb. íbúð á góðum stað. Um mjög góða útborgun gæti verið að ræða. Baldvin Jónsson, hrl. Kirkjutorgi 6. Sími 15545 og 14965. Kvöldsimi 20023. réttinum, að hann beri ekki á- byrgð á tímatali skipsdagbókar- innar því 1. stýrimaður hafi sett það í bókina, en hann lætur þess sérstaklega getið, að honum þyki tíminn frá því skipið var á móts við Rit og þangað til það var komið að Straumnesi nokk- uð langur. Skipið hafi farið með fullri ferð og það hefði ekki átt að taka það nema 20 mínútur eða liðlega það að fara þessa leið, þó alda væri á móti. En samkvæmt tímatalinu tók það Framhald á bls. 21 SÍMAR 21150 -21370 Til kaups óskast góð 3ja herbergja íbúð. 77/ sölu Byggingardóðir þar á meðal fyrir einbýlishús í Austurbænum Kópavogi. Verð kr. 120 þús. (með gatnagerðargjaldi). 2ja herb. íbúð 65 ferm. í góðu steinhúsi við Fálkagötu. 3ja herb. ný og glæsileg sérjarð- hæð 110 ferm. við Stóragerði. 4ra herb. mjög glæsileg ibúð of- arlega í háhýsi við Sólheima, góð kjör. 4ra herb. góð endaíbúð við Laugarnesveg, góð kjör. 5 herb. ný og glæsileg íbúð við Hraunbæ, húsnæðismálalán kr. 415 þús. fylgir. Skipti æskileg á einbýli, t. d. í smíð- um. Ódýr íbúð 4ra—5 herb. íbúð á hæð og í risi, samtals um 100 ferm. í Smáíbúðahverfi. Ný eldhús- innrétting, inngangur og hifi sér, bílskúr (vinnupláss) 30 ferm. með 3ja fasa rafmagns- lögn fylgir. Verð kr. 900 þús, útb. helzt kr. 400 þús., sem má skipta. Einbýlishús Nýtt og glæsilegt einbýlishús 180 ferm. auk bílskúrs á fögr- um stað á Flötunum. Nýtt og glæsilegt einbýlishús um 140 ferm. á góðum stað á Flötunum. Glæsilegt parhús í Kópavogi með 6 herb. íbúð. 130 ferm. nýlegt og gott einbýl- ishús á bezta stað í Mosfells- sveit. I smíðum Fokhelt hús í Austurbænum um 120 ferm. með 5 herb. efri hæð, sér, og 4ra herb. neðri hæð, sér. Einbýlishús á góðum stað á Flötunum, tilb. undir tréverk. Með 6 herb. íbúð 154 ferm. á hæð, 50 ferm. bílskúr og 50 ferm. í kjallara. Einbýlishús 160 ferm. með 7—8 herb. íbúð á Hraununum í Hafnarfirði. Tilb. undir tréverk. 150 ferm. nýtt og glæsilegt ein- býlishús í smíðum í Árbæjar- hevrfi, auk 40 ferm. bílskúrs. 135 ferm einbýlishús, ekki full- gert, í smíðum í Árbæjar- hverfi. Skipti æskileg á 4ra herb. íbúð í borginni. Lítil verzlun í Austurborginni fyrir snyrti- vörur, leikföng og fleira. Komið og skoðið VIÐ SÝNUM OG SELJUM AIMENNA FASTEIGNflSAlftN LINDARGATA 9 SÍMAR 21150-21370 FASTE IG NAVAL Símar 22911 og 19255. Til sölu m.a. 4ra herb. íbúðarhæð (þrjú svefn herb.) við Álfheima. 6 herb. íbúðarhæð um 143 fm. við Rauðalæk, sérhiti. Hægt er að innrét‘a aðra íbúð á hæðinni með öðrum inngangi. Sérhæð Um 150 ferm. efri hæð, sér, við vesturhluta borgarinnar ásamt bílskúr. Mikið pláss fylgir í kjallara. í smíðum einbýlishús á Flötunum á mis- munandi byggingarstigum með hagstæðum kjörum. Jón Arason hdl. Sölumaður fasteigna Torfi Ásgeirsson. Til sölu 2ja, 3ja og 4ra herb. ibúðir víðs vegar í borginni og Kópavogi. 3ja herb. íbúð á jarðhæð við Langholtsveg, sérhiti, sérinn- gangur, bilskúr fylgir, vand- aðar innréttingar. 3ja herb. ibúð á jarðhæð við Háaleitisbraut. 5 herb. endaíbúð í nýlegu sam- býlishúsi í Kópavogi. Harð- viðarinnréttingar, sameign full gerð. 5 herb. íbúð á 1. hæð við Hraun bæ, tilbúin undir tréverk. Sam eign fylgir, fullgerð. Afhent í næsta mánuði. Einbýlishús í Garðahreppi. 5 har bergja íbúð ásamt bílgeyms'u á jarðhæð. Einbýlishús við Háveg. Tvíbýlishús við Vallargerði, Kópavogi. Allt á einni hæð. Einbýlishús við Lyngbrekku. FASTCIGNASALAH HÚS&EIGNIR BANKASTR ATI « Símar 16637 og 18828. Heimas. 40863 og 40396. Austurstræti 17 (Silli & Valdi) fíagnar Tómasson hdl, simi 24645 sölumaður (asteigna: Stefán J. fíichter simi 16870 hvildsimi 30587

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.